Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.04.1959, Síða 2

Frjáls þjóð - 18.04.1959, Síða 2
I.j.iT". '' M íllflliSpiSiHlliiiSœjHlijiSSIISIiSISIiInilSlllilffiiillip 3 < rK ^Áliimar Lœcft a iLUi Jc EFTIR FFGFNE O’NEILL Ekki ætti að vera langrar kynningar þörf, þar sem Eugene O’Neill á í hlut. Hann hefur nú um áratugi borið hæst allra bandarískra leik- skálda, og nafn hans er eitt þeirra, sem hvað mestum Ijóma hefur stafað af í sam- anlögðum leikbókmenntum aldarinnar. Fjórum sinnum að minnsta kosti hlaut hann Pulitzer-verðlaunin banda- risku, og árið 1936 voru hon- um veitt bókmenntaverðlaun Nóbels, en á undan honum hafði aðeins einum Banda- ríkjamanni hlotnazt sá heið- ur, Sinclair Lewis. Reykviskir leikhúsgestir munu minnast tveggja leik- rita eftir O’Neill, sem hér hafa verið sýnd. Annað þeirra, Ég man þá tíð —, er eini gam- anleikurinn, er skáldið samdi. Leikfélag Reykjavíkur sýridi þennan leik árið 1947. Hitt Anna Cristie, var sýnt í Þjóð- leikhúsinu 1952. Þekktásta verk hans — og af mörgum talið hið bezta — er þó Mo- urning becomes Electra, sem byggt er á hinum fræga forn- gríska þríleik, Óresteia eftir Eskýlos. Af öðrum verkum O'Neills mætti nefna hin þekktustu: The Emperor Jon- es, Strange Interlude og Des- ire under the Elms, en ann- ars munu leikrit hans kring- um hálft hundrað að tölu. O'Neill andaðist árið 1953 og lét þá eftir sig nokkur full- gerð leikrit og önnur, sem hann hafði ekki lokið við. Þannig hafa að honum látn- um verið sýnd ein fjögur leik- ' rit, sem aldrei höfðu áður ver- ið leikin, og það er eiti þeirrd, Long Day’s Journey into Night, sem Þjóðleikhúsið hef- ur nú tekið til sýningar. - Húmar íiægt að kveldi, eins og leikritið heitir j isler.zku þýðingunni, ’er byggt á þætti úr ævi skáldsins sjálfs og fjök skyldu hans. Ef til vill mætti eins segja, að það vaeri þátt- ur úr lífi O’Neill-fjölskyld- unnar, svo nákvæmlega sem flestir atburðir þess koma heim við það, sem raunveru- lega var. Slíkt skiptir auð- vitað engu höfuðmáli, en er þó vissulega fróðlegt að hafa í huga, er menn sjá leikinn. Og óneitanlega furðar mann á þvi hlífðarleysi í lýsingum á skapgerðarbrestum og breyzkleika persónanna, sem þar kemur fram, er maður hugleiðir, að skáldið er þar að lýsa foreldrum sínum og bróður og sjálfum sér. En það er einmitt þetta, sem er eitt aðaleinkenni leiksins, hve djúpt höfundur kafar niður í skapgerð og sálarlíf persón anna og dreg.ur fram af full komnu og hlífðarlausu raun sæi illt jafnt sem gott i fari þeirra, bresti þeirra engu síð ur en betri hliðar. Heimilis föðurinn húðflettir hans svo, að manni finnst næstum sem ekkert standi eftir nema ber- stripaður nirfilshátturinn, en á hinu leytinu skynjar maður þó alltaf samúðiría og jafnvel sonarlega elsku, er vakir und- ir niðri og stöku sinnum kemst upp á yfirborðið, þótt aldrei sé það lengi i einu. Þannig er í rauninni um allar persónur leiksins, liöfundur lýsir þeim af djúpum, við- kvæmnislausum skilningi, og að loknum lestri gerþekkir maðiu' þær og skílur og þykir þess vegna vænt um þær. Húniar hægt að kveldi er frá höfundarins hendi mikið og gott verk, áhrifamikill sjónleikur. Það er þó of langt til sýningar óstytt, enda er það alls staðar sýnt með nokkrum úrfellingum, og tek- ur sýning þess þó hálfa fjórðu klukkustund. En það er með þeim ósköpum gerí, að það krefst skilyrðislaust túHvunaí’ betri en í meðallagi, það krefst innliíunai’ leik- enda, leiktækni ein nægir eng- an veginn. Þvi er sízt að leyna, að þessa skilyrðislausu kröfu uppfyll- ir sýning Þjóðleikhússins ekki, og því fá áhorfendur öllu lakari mynd af þessu ágæta leikriti en skyldi og vert væri. Engu að síður er sýning þess merkur viðburð- ur, og það er leikhúsinu þroskavænlegt að glíma við kröfuhörð verkefni, jafnvel þótt fullur sigur vinnist ekki ávallt. Mesta hlutverk leiksins, Mary Tyrone, fer Arndís Björnsdóttir með. Svo er látið heita sem það sé ,,i tilefni af“ 40 ára leikafmæli hennar, sem öll dagblöðin hafa keppzt við að telja mönnum trú um, að sé „um þessar mundir.“ eða „fyrir nokkru“, rétt eins og feimnismál væri, hvenær ná- kvæmlega þessi merkisat- burður var. En það er gull- væg regla að hafa heldur það, er sannara reynist, og því skal það upplýst, að um- talað afmæli var fyrir ná- kvæmlega einu ári — 18. apríl 1958. Leikkonunni færi ég hamingjuóskir á 41 árs leik- afmælinu. Þetta var annars útúrdúr. Um leik Arndísar í hlutverki Mary Tyrone er það að segja, að hann fullnægir varla þeim kröfum, sem hlutverkið gerir. Ef leikkonan sökkvir sér nógu djúpt til skilnings á hinni hrjáðu konu, þá er hitt ' þó víst, að mikið vantar á þá innri glóð, sjálfa sálina í túlk- un hennar. En víða bregður fyrir eins og leiftrum af þeirri sönnu Mary Tyrone í meðför- um Arndísar: í vonleysi, um- hyggju fyrir veikum syni, en þó helzt og bezt í lok leiksins, er hún hefur algjörlega gefið sig á vald eiturlyfinu. Þá rís leikur Arndísar vissulega liátt. En í heild nær hún að- eins að sýna í of grófum dráttum þá mýnd, sem skáld- ið dregur upp af móður sinni. Valur Gíslason leikur Jam- es Tyrone, heimilisföðurinn. Þótt- leikur Vals sé að ýmsu leyti góður, lætur hann þó nokkurs að sakna. Við verð- um ekki vör við hinn fræga leikara, sem Tyi’one á að vera, hvorki í fasi né framsögn. Kann ekki leikarinn að vera „leikaralegur" í framkomu? Það á líka að vera einkenn- andi, en kemur ekki fram í leik Vals, að Tyrone hefur stáltaugar og er ekki sérlega tilfinninganæmur, þött hann á hinn bóginn sýni konu sinni hlýju og ástúð, eins og Valur sýnir okkur vel. Viðskipti hans við synina eru lika oft góð og stundum leikin af sannri filfinningu. En að lyfta hlutverkinu, eins og það á skilið, því orkar Valur ekki í þetta sinn. Kóbert Arnfinnsson í hlut- verki Jamie, eldra bróðurirís, kemst Iíklega einna bezt leik- endanna inn fyrir ‘ytra borð hlutverks sins, þótt mér finn- ist tæplega eiturtunga Jamies njóta sín nógu vel. En drykkjuatriðið í fjórða þætti var Svo eðlilega leikið, að undrun sætir, og má þó leik- arinn ekki vera svo loðmælt- ur, að ekki skilji aílir, hvað hann segir. Erlingm- Gíslason leikur nú fyrsta stóra hlutverk sitt, Ed- mund, sem er enginn annar en Eugene O’N.eill sjálfur. Kannski á ekki að búast við meira af Erlingi en hann sýn- ir, hann er lítt reyndur til stórra átaka. En svo mikið sýnir hann þó, og margt gerir hann svo vel, að manni verð- ur ljóst, að hann gæti gert hlutverkinu i heild betri skil. Hann virðist ekki skorta skilning á persónunni, heldur fremur nákvæmni í vinnu- brögðum, vandvirkni. Leikur hans er misjafn, stundum, eins og i átökum feðganna út af heilsuhælinu, rís leikur lians til áhrifamáttar, en rétt á eftir, þegar hann rekur sjó- ferðaminningar sínar, dettur hann niður á flatneskjuna, framsögnin verður bóklestur. Kristbjörg Kjeld fer með litið vinnukonuhlutverk. Bún- ingur hennar og ytra útlit er með miklum ágætum, en háv- aðasama framsögn hennar kann ég ekki við. Cathleen kann að vera grófgerður kvenmaður, en hlutverkið ætti að leika af meiri still- irígu. Einar Pálsson hefur liaft leikstjórnina með höndum. Ekki held ég komizt verði hjá að skrifa nokkurn slappleika í heildarsvip leiksins á hans reikning. Staðsetningar sum- ar orka tvímælis, eins og at- riðið milli mæðginanna á legubekknum. - Klaufalegt þykir mér að láta leikanda teygja sig yfir borð fullt af glösum og flöskum til að klappa á hönd mótleikara. Og svo er það klæðnaður Tyron- es í fyrsta þætti. Hann á að vera druslulega til fara, en þarna kemur hann uppstrok- inn og fínn og fer að vinna í garðinum, þessi nirfill. Síðan er beinlinis vitnað í lóslitin fötin, sem hann gengur í. Svona ósamræmi á leikstjóri ekki að láta henda. Hins veg- ar siglir Einar vel fram hjá einhæfni í staðsetningum, sem vel mætti þó verða fóta- kefli í leik sem þessum, og tempó leiksins er mjög hæfi- legt. Gunnar Bjarnason hefur gert mjög þokkaleg leiktjöld, sem vel hæfa leiknum. Sýrring þessa leiks er að vísu ékki eins og hún gæti bezt orðið, en þó á Þjóðleik- húsið þakkir skildar fyrir að taka þetta mikla vert til leiks. Og þrátt fyrir allt vil ég ein- dregið hvetja menn til að eyða kvöldi til að sjá þennan leik hins mikla leikskálds. H. H. iili Ný herraverzluit Iiinn 10. þ. ni. var opnuð karlmannafataverzlun í Rvíkq Er það Herradeild P & Ó í Aust» urstræti 14. Mun hún verzla/ með hvers konar herravörur, tilbúinn fatnað, skyrtur, bindi, snyrtivörur karlmanna og yf- irleitt allar herravörur aðrar ea* skcfatnað. Verzlunin er til húsa á fyrstu hæð í Austurstræti 14, en ! kjallara er deild fyrir tilbúinn, fatnað karlmanna og hefuc; vefzlunin söluumboð á tilbúrv* um fatnaði frá fyrirtækinu h.f, Föt, og einnig hefur verzlunia fengið umboð fyrir hina þekktu ensku hatta — Lee’s. Húsnæði verzlunarinnar ec; mjög vistlegt og smekklega inn-x réttað. Skarphéðinn Jóhanns* son arkitekt hefur teiknað og séð um innréttingar verzlunar- innar. Innréttingar hafa srrííða® tlúsgagnavinnustofa Helga Ein< arssonar og trésmiðja G. Skúla-t son & Hlíðberg. | Framh. á 7. síðu. v.,: ‘ ■iH • S ffi2: rr'-F Xí~33ffi3l--’S3!iÉiS Rímna- vaka Sveinbjamar Beinteinssonar :■* Me<S rímum tuttugustu aldannnar eftir 31 höfund (sá elzti 85 ára, I sá yngsti 19 ára). j Kom í \ bókaverzlanir ' í dag, laugardag. I S A F © F D Fermingarskeyti skátanna Fást á eftirtöldaBnt stöðusn: AUSTURBÆR: Skátaheimilinu við Snorrabraut Skrifstofa B.Í.S. Laugavegi 39 Bókasafnshúsið Hólmgarði 34 Barnaheimilinu Brákarborg Leikvallaskýlinu Barðavogi Leikvallaskýlinu Rauðalæk VJESTURBÆR: Leikvallaskýlinu Ðunþaga Gamla stýrimannaskólanum við Öldugötu opið 10 f.h. til 19 e.h. 10 10 10 10 10 til lfl — til 17 — til 17 — til 17 — til 17 — opið 10 f.h. til 17 e.h. 10 — til 17

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.