Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.04.1959, Side 8

Frjáls þjóð - 18.04.1959, Side 8
 „Mömmur" INTER- MEZZÓ: og „dolíaraprinsessur": Kanabæli í lögreglu- umsátri á afmælis- hátíð A-bandalagsins Æ IvörMfjluttur wwwwwwwu Á hijóðinu Sakabræður Það mun á flestra vitorði í Reykjavík, að hér og þar um bæinn eru staðir, þar sem Bandaríkjamenn úr herstöðv- unum eiga von á sérstakri fyr- irgreiðslu í nauðsyn sinni, og eru það einkum rosknar konur, ssm af næmum skilningi sinna þcssari fyrirgreiðslu við menn- ina, sem verja landið, og búa þeim húsaskjól, þegar þeim liggur á. Stundum er aðsókn meiri en híbýlakostur hinna góðhjörtuðu kvenna annar í skyndi, og má þá sjá verndara bíða utan dyra með lagskonur sínar í von um, að úr greiðist. Við þetta kannast bæði ná- grannar og vegfarendur um þær götur, þar sem hinir kunnari staðir eru. Stundum ber þaj5 líka við, að nýliðar, sem fvrir skömmu eru komnir til lands- ins, víkja sér að mönnum á göt- unni til þess að spyrja þá til vegar. Einkum virðast þessir gistivinir gera sér tíðar ferðir i hús, sem ekki mun þurfa að segja Reykvíkingum númer á, við Bókhlöðustíg og Grettis- götu. Lögreglan hefur haft auga- stað á þessum húsum að undan- förnu og starfsemi hinna góð- hjörtuðu, rosknu kvenna, sem sjálfar eru ekki lengur gjald- geng mynt á markaðnum, og það var eins konar intermezzó milli útvarpskvöldanna, sem helguð voru tíu ára afmæli At- lantshafsbandalagsins, að lög- reglan gerði umsátur um eina stofnunina nóttina eftir að Guð- mundur í Guðmundsson flutti þjóðinni boðskap sinn um bless- un bandalagsins. Var í þeirri umsát meðal annars sent eftir fulltrúa sakadómara, en svo virðist sem seinlætis gæti af hálfu sakadómara að leyfa hús- rannsóknir hjá þessum gestrisnu konum, sem af ást sinni og um- hyggju fyrir hinum útlendu varðenglum vilja létta þeim þá bagga hildar, er þeir bera á þessu kríuskeri. Þótt heimild til -)< Herferð gegn síga húsrannsóknar vantaði, náði lögreglan þó dollaraprinsessum, er hugðu á útgöngu úr húsi mömmunnar að aflokinni þjón- ustu við Atlantshafsbandalagið. Annars á lögiæglan erfitt um vik í þessum málum, því að konurnar með viðkvæmu hjört- un Ijá hús sín undir því yfir- skini, að gistihús í bænum hafi þar herbergi handa gestum, er þau rúma ekki sjálf, og afsaka hinar annarlegu mannaferðir með því, en löggjöf, sem miðar að því að hamla gégn starfsemi þeirra, er harla léleg og götótt, enda er þetta ein af nýjungun- um í þjóðlífinu, komin inn í landið með hinum útlendu her- sveitum. A Askriftarsími F Þ er 1-99-85 í síðasta útvarpsþætti Sveins Ásgeirssonar var einn baktjalds- maðurinn talinn blaðamaður. Reyndist sá segja rétt til um stöðu sína, þvi hann var raunar enginn annar en Gísli J. Ástþórs- son, einn úr ritstjórahópi Al- þýöublaðsins. Flokksbróðir Gisla, Friðfinnur Ólafsson, var meðal spyrjenda, og mun hann hafa rennt grun í af röddinni, hver blaðamaðurinn var. En til þess að ganga úr skugga um það, lagði Friðfinnur þessa ísmeygi- legu spurningu fyrir blaðamann- inn: „Fáið þið kaupið ykkar greitt mánaðarlega?" Ritstjór- inn svaraði: „Já, nú orðið“ — og var auðheyranlega bæði sterlingspunda- og dollarahljóð í röddinni. Þá hlunkaði í Frið- finni, og hann var eftir það að sjálfsögðu ekki i vafa um, hverj- um hann ætti að greiða atkvæði. í útvarpsumræðunum um kjör* dæmamálið s.l. þriðjudagskvöld vakti það athygli, er Eysteinn Jónsson tók í Emil Jónsson og, Alþýðuflokkinn fyrir afstöðu hans í kjördæmamálinu og kvað honum ekki farast að vitna til réttlætis í því máli. Þegar Ey- steinn hafði sleppt orðinu, slum- aði á áberandi hátt í honum, og hann sagði á lægri nótum á þessa leið: „Óþarft er að fara um þetta fleiri orðum — öllum landslýð er- um það kunnugt.“ „Þér fersf,“ sagði kerlingin. sem stal hangikjötskrofinu, við stöllu sína, „þú, sem lyftir mér upp í rótina.“ l\lý Isna Greinilegt er, að síðustu daga hafa flórsíðuhöfundar Tímansi fengið ný fyrirmæli frá blað* stjórninni um- efnisval: Meiri morð, minni kynóra — i bilL Og galið þið, gaukar! Greiðum verðug svör við hernámi íslenzkrar landhelni rettureykingum í aðsigi Borgarlæknirinn í Reykja- vík gengst um þessar mundir fyrir rannsókn á því, hve reyk- ingar eru almennar meðal nem- enda í unglingaskólum bæjar- ins. Eru nemendurnir sjálfir látnir útfylla skýrslur og reynt að stuðla að því, að þeir geri það sannleikanum samkvæmt, með því að fullvissa þá um, að þess- ar skýrslur komi ekki fyrir augu skólayfirvalda. Hætt er þó við, að ekki komi öll kurl til grafar. Til þessarar athugunar er stofnað í því skyni að fá nokkra vitneskju um það, hve margt Framh. á 7. síðu. LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Laugardaginn í 86. v'iku vetrar. Skugpfegur gestur Belgískt herskip sigldi til hafnar í Reykjavík á miðviku- dagsmorgun, og héldu sumir, sem sáu til ferða skipsins, að það væri enskur orrustu- fáni, er það hafði uppi. Var ekki laust við, að sumum hitn- aði í hamsi við þessa sjón, er þetta útlenda stríðsskip öslaði vest- an áf flóanum. Vænt- anlega hefðu þó ein- hverjir reynzt jafn- hugraidcir og maí- morguninn 1940, þegar -enskt herlið steig hér á land öllum að óvör- um. Þá voru á ferli við höfniná menn, sem gerðu sig líklega Veitingahús Helga Marteins- dóttir, er rekið hefur svonefndan Vetrar- garð, sem ýmsar sög- ur fara áf, hefur að undanförnu gengið um og skoðað veit- ingahús í bænum — Lídó, Naust og Röðul, Frúnni mun hafa ver- ið gefinn kostur á að kaupa Lídó fyrir sjö til átta milljónir krópa, - til þess að varna komumönnum land- göngu. IFrantlpoö Talið er, að Alþýðu- flokkurinn ætli að senda Lúðvik Gissur- arson lögfr., einn frambjóðenda sinna í síðustu bæjarstjórn - arkosningum, í Reykjavík, í framboð á Ströndum í vor. Heyrzt hefur einnig, að Pétur Pétursson alþingismaður verði frambjóðandi sama Það vekur athygli, að Framsókn hefur nú gengið svo til alveg til móts við þrí- flokkana í kjördæma- málinu. Hlutföll milli kaupstaða og sveita eru hin sömu sam- kvæmt till. beggja, og báðir ætla Reykjavík hlutfallslega minni hlutdeild í alþingi en hún hafði fyrst eftir kjördæmabreyting- una 1942. Framsókn vill bara, að þing- Skoöanakönnun Við skoðanakönnun í Frakklandi hefur komið í ljós, að almenningur þar hneigist óðfluga að því, aö leita skuli samninga við serk- neska uppreisnar- menn i Alsír til þess aö binda enda á ófrið inn. 1 septembermán- uði í fyrra voru 43 af hundraði hlynntir samningum, í janúar voru þeir orðnir 53 af hundraði og í önd- verðum marzmánuði þrír af hverjum fjór- um, er skoðanakönn- unin náði til. flokks í Vestmanna- eyjum. menn séu 61, einum fleiri en þríflokkarn- ir hugsa sér. Þennan viðaukaþingmann vilja þeir láta vera á Austfjörðum, en ann- ars eru þingmennirn- ir eins staðsettir sam- kvæmt framkomnum tillögum beggja. Þá er í rauninni ekki eftir annað á- greiningsefni á milli þessara fjögurra flokka en mörk kjör- dæmanna. Seœíéu þingjwmea Framh. af 1. síðu. um Swanella frá Hull drjúgan spöl innan fjögurra mílna marka undan Snæfellsjökli, og enn kom á vettvang enskt her- skip með gínandi fallbyssu- kjafta, sem ekki aðeins hindr- aði með ofbeldi, að íslenzku gæzluskipin gætu innt af hönd- um skyldu sína, heldur neitaði einnig að viðurkenna það, sem mæla mátti og ákvarða með tölum — það er að segja, hvar togarínn var staddur — og skip- aði honum að halda áfram veið- um innan þeirra marka, sem enska stjórnin þykist í öðru orð- inu viðurkenna. Þessi yfirgangur og virð- ingarleysi fyrir lögum ogj rétti, sem ensk lierskip beita við ísland, þótt þau þori í engu að blaka við tólf mílna landlielgi Rússa og annarra stórra þjóða, er nákvæmlega liliðst'ætt meðferðinni á varn- arlausum nýlenduþjóðum, sem fyrst eru bornar lognum sökum og síðan beittar vopn- um, svo sem átti sér stað í Njassalandi. Sú ósvífni skip-j herrans á herskipinu Scarbor ough að neita að viðurkenna endurteknar tölulegar mæl-i ingar, sem gerðar höfðu ver- ið af fleiri cn einu skipi, sýn-j ir Islendingum framan í óskammfeilnina og fanta- skapinn, sem við er liafður, þegar þeir eiga í hlut, er eigi geta borið liönd fyrir höfuð sér. Svör við staðlausum fullyrðiiigum. Fyrir fáum dögum brutu for- ingjar þriggja íslenzkra stjórn- málaflokka hlutleysi ríkisút- varpsins, staðnæmdust bí- sperrtir við hljóðnemann og fræddu þjóðina á því, hve þátt- takan í Atlantshafsbandalaginu hefði fært henni mikla linkind í landhelgismálinu. Engientlmgar iiotöu tynr- fram svarað fyrir sunnan Reykjanes, og þeir liafa í- trekað svarið fyrir vestan Jökul — í næstu nálægð við stærstu lierstöð Atlantshafs- bandalagsins, sem enn er á Islandi, og þann stað, þar sem næst á að hefjast handa um byggingu hervirkja. Einn mannanna, sem þarna er verið að svara, er utanríkis- ráðherrann, sem ekki er virtur svars með orðum. Herskijiin eru látin tala við þennan bróður og sessunaut í Atlantshafsbanda- laginu og gera hann að athlægi fyrir staðlausar fullyrðingar. Nú er ekki lengur sætt. Valdamenn íslands hafa leg- ið eins og fakírar á naglafjöl undir hverri svívirðingu, sem ensku hervaldi hefur þóknazt að hafa í frammi við þjóðina, og fullkomnu tómlæti, ef ekki ráðnu samstarfi herliðsins, sem hér þykist vera að vernda okkur fyrir árás, við þann sjóránsflota, sem hefur hernumið fiskimið fslendinga. Nú má vera, að þá fari að svíða í kaunin, enda lýsir Vísi^ orðið svo hugarástandi þeirra, þar á meðal væntanlega foringja Sjálfstæðisflokksins, að „svo lengi megi brýna deigtj járn, að bíti um síðir.“ En hvað sem líður brýnslit „hins deiga járns“, þá á þjóð- in ekki lcngur að horfa þegjandi á þennan leik. Húu á að krefjast mótaðgerða. ViS eigum að slíta stjórnmála- sambandi við ríkisstjórn þess lands, sem hernemur1 fiskimiðin, kúgar okkur þar vopnlausa með fallbyssum og neitar staðreyndum. Við eigum að kæra óhæfuvcrkin fyrir Sameinuðu þjóðunum, og við eigum að segja At* lantshafsbandalaginu og Bandaríkjamönnum, sem hefur svikið okkur, svo sem vita mátti, um vernd gegn erlendum árásum og ofbeldi, að hypja sig brott. Höfuð- staðarbúar hafa í vetrar* myrkrinu unað sér við að hlusta á enskar söngmeyjar í samkomuhúsum bæjarins. Með vorkomunni ætti þjóð- in með samstilltum vilja að snúa sér að mikilvægari verkefnum í skiptum sínum við Englendinga. Aðalfnndnr B>j«»ðvariBarfcSagsi ISejlciavíSiGBr verður haldinn í Aðalstræti 12 þriðjudaginn 21. apríl og hefst kl. 8,30 e.h. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf. 2. Stjórnmálaviðhorfið og kjördæmamálið. Framsögumenn: Gils Guðmundsson og Þórhallur Vilmundarson. Komið stundvíslega. Stjórnin.

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.