Frjáls þjóð - 19.12.1959, Síða 1
8. árg. Laugardaginn 19. desember 1959 AUKABLAÐ
Aukablað
I dag koma út tvö blöð a£
FRJÁLSRI ÞJÓÐ, tólf síð-
ur hvort. Þótt auglýsingar
séu með meira móti, eins og
gerist rétt fyrir jólin, fá
kaupendur ekki minna les-
magn í þessum blöðum báð-
um en venjulega. — Þetta
verða síðustu blöðin fyrir
jól.
Þegar ég stóð fyrir her-
réttinum á Akranesi
hafa hönd á tösku minni. Voru
þeir þrír saman, tveir dátar og
hinn þriðji í búningi foringja,
unglegur maður og vörpuleg-
ur. Heyrði ég og skildi, að þeir
hugðu Þjóðverja stadda á næstu
grösum, er þeir sáu hina þýzku
miða á töskunni, sem auk þéss
var merkt manni, sem hét
Hoffmann, en það er þýzkt
nafn.
Og nú með því að ég hef
aldrei verið feiminn né ragur,
snaraðist ég að þeim og ætlaði
formálalaust að þrífa töskuna
af herforingjanum sem mína
eign. En þar komst karskur i
krappan sjó, því að samstundis
miðuðu dátarnir báðir á mig
byssum sínum, svo að ég varð
að sleppa taki mínu og rétta
upp báðar hendur. Þarna voru
TTver skyldi ekki líta upp,
ef á borðið fyrir framan
hann eru lagðar hendur, mikl-
ar og þykkai’, með digrum fing-
urgullum, alsettum eðalstein-
um af mörgum litum, á hverri
hrammtöng?
Ég leit upp. Við borðið stóð
maður ærið vörpulegur, ekki
ýkjahár vexti, en harla þykk-|
ur undir hönd, herðibreiður og
mikilleitur og allur hinn her-j
mannlegasti. Ljós var hann
yfirlitum, snareygur og skart-
búinn með afar stóra gullnælu í
bindi sínu og hékk við men,
sem í voru felldir rauðir rúbín-
steinar. Mátti skjótt renna grun
í, að sá maður myndi ógurlegur
á að líta, ef honum rynni í
skap. En nú var hann léttbrýnn
og svipur hans með þeim hætti,
sem verið hefur Egill Skalla-
grímsson, er hann hafði tekið
við hringnum góða af spjóts-
oddinum og dregið á arm sér
við veizlueldana í höll Aðal-
steins konungs. Engum þurfti
heldur að dyljast, að þarna fór
víkingur mikill, er þótti gullið
djásna bezt, svo sem Agli, og
um marga hluti virtist honum
kippa í kyn Mýramanna. Segir
sagan, að sumir þeirra kyns-
manna hafi verið svartir og
ljótir, en aðrir bjartir yfirlit-
um og manna vænstir. Gestur
minn hafði yfirbragð hinna síð-
arnefndu, en hamremmi hins
dökka kynstafs blundaði í blóð-
inu.
Og munu nú flestir kenna
manninn af þessari lýsingu.
Héðinn framur fleins við
glamur
fyrðum ama þyngdi gjald,
margui' gramur giftusamur
gekk aflramur hans á vald.
Hann leit íbygginn á mig.
— Hvenær ætlarðu að skrifa
söguna af því, þegar ég sigraði
brezka ljónið? spurði Pétur
Hoffmann, þegar hann hafði
heilsað af hirðmannlegri kurt-
eisi, því að sá var maðurinn.
— Hér og nú, svaraði ég, því
að ég þóttist ósvinnur orðinn,
er þetta hafði svo lengi undan
dregizt, og uggði, að gestur
minn yrði ekki aldæla við að
kljást, ef ég misbyði honum öllu
lengur.
Að sönnu sagði gesturinn, að
hann væri þolinmæðin sjálf
fram á þ-rettándu stundu —
ekki aðeins elleftu — en grið
gæfi hann hvorki né þægi, þeg-
ar sverð hefðu verið dregin úr
slíðrum.
— Ég hef barizt með hnifum
í Noregi, hálfdrepið Danskinn
í Kaupmannahöfn, og í Skot-
landi veit ég ekki einu sinni,
hvað mikinn usla ég gerði. Hér
talar sá, sem er laus við minni-
máttarkennd og hefur af
nokkru að státa. Sannleikur-
inn er sagna beztur — það er
mitt álit.
Mér ei dúrinn meira lirökk,
myrkra flúðu liræður.
Hverjum kann ég þegni þökk
þeim, er drauminn ræður.
— Þetta á að vera um það,
þegar ég var leiddur fyrir her-
réttinn hjá Stórbretanum,
grunaður um njósnir, sagði Pét-
ur — maður með þýzkt nafn,
þýzka gistihúsmiða utan á tösk-
unni. Ég varði mál mitt á
Bergensnorsku og hafði sigur
að lokum.
En það er bezt, að ég segi
þér fyrst drauminn, sem mig
dreymdi laugardagsnóttina fyr-
ir trinitatis vorið 1940.
Það er þá fyrst til að taka,
að ég þóttist staddur á Zim-
sensbryggju í Reykjavík, og
virtist mér, að þar væri enn
óbreytt umhverfið, frá því sem
fyrrum var. Koma þá að mér
tveir hermenn enskir á leður-
jökkum miklum og höfðu byss-
ur að vopnum. Ég þóttist hafa
sverð í hendi, fagurlega búið,
en þótt gripurinn væri ger-
semi, sannkallaður Dýrumdal-
ur, skynjaði ég í drauminum, að
ekki tjóaði að reiða það gegn
skotvopnum leðurjakkamanna.
Lagði ég því á flótta, sem var
nýtt fyrir mig, því að aldrei
hef ég kunnað neitt að hræð-
ast, og hljóp inn í Zimsens-
port. Þar þótti mér koma á
móti mér Norðmaður í tignar-
klæðum gullnum, hár vexti og
i spengilegur og hinn fríðasti
| sýnum. Hnn hélt á riffli, og
var á byssustingur, og horfði
j vopnið upp. Þegar við mætt-
I umst, ætlaði maðurinn að beina
j að mér morðvopninu, en áður
en honum vannst tími til þess,
hafði ég rekið sverðsoddinn
fyrir brjóst honum, og þá féll
byssan úr höndum hans.
Strax nam bjóða þengill þjóða
þar af móði tilknúinn,
drifa á flóðið drafnar slóða,
drekann góða búa sinn.
— Ekki er þetta draumarugl
mikið söguefni, varð mér að
orði. En Pétur leit til mín
þeim augum, að ég steinþagn-
aði og beit á vörina, iðrandi
míns fljótræðis. Og Pétur þagði
nokkra stund, svo að ég fengi
hæfilegan tíma til þess að vor-
kennast.
— Að morgni sagði ég mörg-
um drauminn, hélt hann svo
Rætt við
Pétur Hoffmann
um það, sem gerðist
laugardaginn fyrir
trinitatis 1940
áfram, og varð það flestra sam-
mæli, að hann boðaði illt. Ég er
draumspakur maður, eins og
fornmenn voru, og nú kom mér
til hugar að fara vestur á Snæ-
fellsnes. Þetta var nefnilega
viku eftir að Bretinn hernam
landið, en ég var lítill vinur
Bretans og þar á ofan herskár
og sést stundum lítt fyrir, ef
til stórræða kemur. Ég er dá-
lítið stoltur maður, þó að ég
fari vel með það að jafnaði.
Þegar ég fór að tygja mig til
ferðar, sá ég, að mér var vant
ferðatösku, svo að ég brá mér í
fornsölu og keypti tösku á tíu
krónui'. Á þessa tösku voru
límdir marglitir gistihúsmiðar
frá Hamborg, Dússeldorf og
Brimum, og þá hirti ég ekki um
að rífa af.
Nú segir ekki meira af farar-
búnaði mínum, nema hvað ég
lét í töskuna byssusting, sem
vinur minn einn hafði gefið
mér, því að gott gat verið að
hafa einhverja spík að vopni.
Ég fór með Fagranesinu upp á
Akranes seint um daginn og
g'ekk þegar til gistihússins þar.
Tösku mína lét ég í forstofu
gistihússins.
Þennan sama dag flutti Lax-
foss brezka hermenn upp á
Akranés', ög þegar ég hafði litla
stund verið í gistihúsinu, varð
ég þess áskynja, að hermenn
úr þessum hópi voru farnir að
og hefur ekki oft syrt meir í
álinn, þó að marga mannhætt-
una hafi ég staðið af mér, án
þess að blikna eða blána. Það
segi ég hispurslaust.
Allar líkúr vitnuðu gegn mér,
en þó höfðu Bretarnir ekki
uppgötvað byssustinginn, sem
ég átti í tösku minni.
Ég stóð nú þarna frammi fyr-
ir Bretunum, gráum fyrir járn-
um, með báðar hendur upp-
réttar, en fólkið álengdar milli
vonar og ótta. Foringinn ávarp-
aði mig bæði á ensku og þýzku,
en hvorugt þeirra mála hef ég
talað né tala enn. En það var
mér ekki að skapi að standa
þarna eins og mýldur eða
klumsa, svo að ég kastaði orð-
um á þann brezka og mælti á
norska tungu. Vildi þá svo vel
til, að foringinn kunni norsku
og þá sérstaklega Bergens-
norsku, sem ég tala bezt. Hana
lærði ég ungur af fiskimönn-
um.
Foringinn spurði mig, hvort
ég væri Þjóðverji, en ég kvað
nei við. En germanskur sagðist
ég vera. Það lézt hann líka
glöggt sjá.
— Hefur þú verið úti i lönd-
um? spurði foringinn.
— í fyrra var ég í Bergen,
svaraði ég.
— Þekkir þú nokkurn í Berg-
en? spurði hann.
Ég hélt það — ýmsa menn,
Til dæmis O. Storheim.
— Hvar býr hann? spurði
Stórbretinn.
— I den gamle tyske by, kvað
ég alls ósmeykur.
Stórbretinn vildi vita, hvort
ég þekkti þar fleiri menn.
— Fisksölumennina á torg-
inu, sagði ég — herra Skipp-
ersvik. Ég seldi þeim karfa,
rauðfisk — rotbas á þýzku. Þeir
höfðu þar á boðstólum Hoff-
mannskarfa á torginu í fjórtán
ár.
Ég varð líka að segja þrjótn-
um, að ég hefði farið til Oslóar,
— Þá hefurðu þó einu sinni Kaupmannahafnar og Skot-
orðið hræddur, varð mér að lands í utanför minni. En til
orði. j Þýzkalands sagðist ég aldrei
— Ég segi söguna eins og hafa komið. Og sagði það satt.
hún gerðist, og hver, sem ber — Þekkir þú fólk í Leith?
brigður á það, hann lýgur, spurði Stórbretinn.
svaraði Pétur, eilítið þyngri á' Ég neitaði því. En eigi að
bárunni en áður. Ég glúpnaði síður hefði ég selt ísvarinn
ekki, en lét hyggjuvit mitt fisk til Bretlands í mörg ár og
ráða. Ég hefði mélað í þeim' ætti þar umboðsmenn — Dodge
hvert bein, öllum þremur, ef í Aberdeen, Alexander Wood
ekki hefðu verið skammbyss-j í . Newcastle-on-Tyne, Alice
urnar, og ekki hopað frekar Black í Grimsby, Hellyersbræð-
en í orrustunni í Selsvör, þeg- ur í Hull og Bennett í Billings-
ar ég vann vígin. Mitt kijörorð gate. Til þessara kalla gæti
er, að sá, sem kiknar í hnjálið- hann símað umsvifalaust og
unum' á hættustund, sé dæmd- spurt þá, hvort þeir könnuðust
ur til þess að falla með skömm, ekki við Pétur Hoffmann á ís-
en sá, sem berst til þrautar, landi. ★
hefur annað tveggja sigur eða
Niðji Egils Skallagrímssonar
„og honum glíkur í skapi“.
kommr skinnjakkamennirnir,
og nú ráku þeir sína skamm-
byssuna hvor í síðu mér.
Á allar siður nisti neyð,
neitt ei undanfæri,
tefla var við dapran deyð,
döglings son þeim vinnur eið.
fellur með sæmd. Ég hef alltaf
haft sigur. Ég bar líka sigur úr
býtum fyrir herréttinum á
Akranesi.
Þetta var dálítill útúrdúr frá
aðalefninu, en hann var mér að
kenna. En Pétur lét alls ekki
fipa sig. Hann lagði sína gulli
prýddu hægri hönd með fjórum
digrum hringum og átta eðal-
steinum nokkuð þétt á borðið
og hélt sögu sinni áfram:
í gistihúsinu var margmenni,
og tóku sumir að teygja háls-
inn í hæfilegri fjarlægð frá
vettvangi, því að allir sáu, að
hér var að draga til meiri tíð-
inda en þeir áttu að venjast á
þurru landi á Skaganum. Sjálf-
ur varð ég þess undir eins á-
skynja, að hér stóð ég fyrir
herrétti hjá Bretanum, grunað-
ur um að vera þýzkur njósnari,
Gckk nú róman geysihart, !
gáfu skjómar sárið margt,
Hrólfur Óma blysið bjart |
búinn sóma tendrar djarft.
Pétur fékk sér korn í nefið,
er hér var komið, og hagræddi
sér makindalega á stólnum. Ég
grunaði hann um það að vera
að draga mig á mergjaðasta
þætti sögunnar.
— Ég var náttúrlega á bancli
Þjóðverja, sagði hann svo —
hefði vel getað verið njósnari
fyrir þá. Ég er Germani í húð
og hár. En ég ætlaði samt ekki
að láta Stórbretann skjóta mig
þarna á Skaganum. Það var líka
ég, sem skaut honum ref fyrir
rass, áður en lauk. Þegar hann
spurði mig hvers vegna ég
héti þessu þýzka nafni, hóf ég
gagnsókn.
Fvh. á 2. síðu. . _