Alþýðublaðið - 29.05.1922, Side 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Oraabzli við ?apey.
í ferðabók Olaviusar, er kom
út í Höfn 1780. segir haæn að
flatt sker ligg! við Papey sustaa-
ve»ða, er heíti Ormabæii. Þar hafi
íyrri menn álitið að væri guli.
Srgtst hann hafa séð að'það, aem
mcna ólitu gull, var ekki anaað
en dröfaur ú brennistelnskis með
g- Jisl t Sagt er að oraaur hafi
iegið á gullimi þnngað tii bollenzk
ur skipari, er Kump r bét og
íýsti að ná gullinu, fiæmdi h-nn
ú skerlnu með fallbyasuskotuin
Er sagt að ormurinn hafi fyrst
flúið í ormasker, en þaðac inn á
Hamarsfjörð og þori menn þvf
ski i þar að renna vað til fiskjar,
.ssa at den gode Kumper ligesaa
Hdet har gjo>t andre Vedkom
mende, som stg selv, nogen Tje-
neste med denne hans Kanonade"
(c: svo hinn góði Kumper ekki
hefir gert öðrum, fremur en sér
sjUfum, neinn greiða með þessari
skothrið) Olavfus mun hafa kornið
í P-spey í septsrmber 1776 M
Grammofónn með plötum
til sölu. — A greiðslan vfsar á
heldur áfram á Laugaveg 22 A til miðyikudagskvölds n. k. — Aiiar
vörurnar verða sddar fyrir þ*nn tíma.
K aupfélagið.
Kaupfélagið
hefir flutt söludeildina af Laugaveg 22 A
í nýja búð á Laugaveg' 43,
og var verzlunin opnuð
þar í m o r g u n.
Sími 728.
Hús og hyggingarlóðir
sefur Jönas H« Jónsson. — Bárunni. — Simi 327
== Ahcrzla lögð á hagfeki viðskifti beggja aðiia. —:_
Eágm Rict Burroughs: Tarzan.
Nokkrum mlnútum siðar var Tarzan kominn 1 trén
við þorp Monga. Hann kom þó ekki alveg of seinti
Eða hvað? Hann gat ekki sagt um það. Maðurinn við
staurinn var mjög kyrr, og þó voru svertingjarnir rétt
að byrja að stinga hanp.
Tarzan þekti venjur þeirra. Enn þá hafði hann ekki
verið stunginn til dauðs. Hann gat alveg ætlað á það,
hve langt var komið dansinum.
Á næsta augnabliki mundi Monga skera annað eyrað
af fanganum með hníf sinum — það var merki um
upphaf lokaþáttarins, en eftir hann var ekkert eftir af
manninum nema tætlur.
Pyndingastaurinn stóð fjörutiu fet frá næsta tré.
Tarzan hringaði upp reipi sitt. Þvi næst yfirgnæfði alt
í einu öskur mann-apa hinn tryllingalega hávaða svert-
ingjanna.
Dansendurnir hættu eins og þeir væru orðnir að
steini.
Það hvein í reipinu yfir höfði svertingjanna. Það
sást ekki 1 hálfrökkrinu.
d’Arnot opnaði augun. Gríðarstór svertingi, er stóð
fyrir traman hann, féll aftur á bak, eins og kipt væri
undan honum fótunnm.
Hann spriklaði öllum öngum, og reyndi að standa á
faatur, en var dreginn pieð ótrúlegam hraða inn i
skugga trjánna.
Svertingjarnir spertu upp glyrnurnar og stóðu högg-
dofa af skelfingu.
Þegar skrokkurinn kom að trjánum, hvarf hann beint
upp í loftið. Þá var svertingjunum öilum lokið. Þeir
ráku upp ógurleg öskur og hlupu hver sem betur gat
að skíögarðshliðinu.
d’Arnot varð einn eftir." \
Hann var hraustmenni, en honum fanst, sem hárin
risu á höfði sér, er hann heyrði hið ógurlega öskur er
kvað við úr skóginum.
Þegar skrokkur svertingjans hvarf svo skyndilega í
lauf trjánna, fanst d’Arnot sera kaldri hendi dauðans
væri slett á bak sér. Það fór hrollur um hann.
Er honum var aftur litið til trjánna, heyrði hann
skrjáfa í þeim, og sá laufið hreyfast.
Greinarnar bognuðu, eins og undan líkama manns —
smellur kvað við og svertinginn kastaðist til jarðar
— hann lá grafkyr þar sem hann kom niður.
Rétt á eftir kom hvítur maður niður úr trjánum.
d’Arnot sá fagurlimaðan ungan risa koma út úr
skugganum og skunda til sín.
Hverju sætti þetta? Hver gat þetta verið? Vafalaust
einhver skepnan enn, sem mundi pynda hann.
d’Arnot beið. Hann leit ekki af andliti komumanns.
Og hin góðlegu augu Tarzans litu ekki undan starandi
augunum sem á hann horfðu.
d'Arnot var hughægra, þó hann hefði ekki mikla von ;
hann sá, að grimd gat ekki dulist f hjarta þessarar veru.
Tarzan apabróðir skar þegjandi böndin af Frakkan-
ram, sem orðinn var svo máttfarinn af blóðmissi og
þjáningum, að hann hefði dottið, ef Tarzan hefði ekki
gripið hann í fang sitt.
Hann fann, að honum var lyft upp. Honum fanst
hann fljúga. Því næst misti hann meðvitundina.
XXII. KAFLI
. Leitarmennirnir.
í dögim fóru Frakkarnir á stjá. Charpentier skifti
flokknum í þrent til þess að leita að fílagötunni. Eftir