Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.09.1961, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 30.09.1961, Blaðsíða 3
ÍEBBE SCHWARTZ: millimeter OOHSK RÖDD M ÁHUSAMANNARESLUR Að undanförnu hefur ver- ið rætt íalsvert hér um á- hugamar.nareglur. Einkum hafa þessar umræður átt sér stað í sambandi við þá hug- mynd manna að taka upp greiðslur til knattspyrnu- mánna. Þetta hefur átt að tryggja betri knattspyrnu og siðast en ekki sízt að íslenzk lið töpuðu ekki fyrir útlend- ingum, en það er einmitt ein- kennandi fyrir öll þessi skrif um greiðslur til knattspyrnu- manna, að þau eru hvað tíð- ust rétt á eftir töpum okkar manna fyrir erlendum lið- um, enda ef til vill eðlilegt, að menn séu sárir fyrir slíku, þó að ekki veiti af, að menn kunni að taka ósigri sem sigri. „Tab og vind með samme sind“, segir danskurinn, en í þeim herbúðum hefur ' nú skapazt svipað ástand og að ofan greinir, eftir stóran ósig- ur þeirra fyrir V-Þjóðverjum fyrir skömmu. Eins og flest- um er kunnugt, eru Danir meðal þeirra þjóða, er hvað strangast fylgja áhugamanna reglum. Eftir fyrrgreindar ófarir fyrir V-Þjóðverjum hafa verið uppi í Danmörku háværar raddir um, að nú þyrfti að breyta til og taka upp greiðslur til leikmanna í einhverju formi. Það eru þó einkum blöðin, sem halda uppi áróðri fyrir þessu, en forystumennirnir í danskri knattspyrnu ‘virðast vera á nokkuð annarri skoðun. Einn kunnasii knattspyrnufröm- uður Dana, Ebbe Schwartz, sem jafnframt er formaður DBV (Danska knattspyrnu- sambandið) og formaður Evrópusambandsins, átti fyr- ir stuttu viðtal við danskt blað um þessi mál með tilliti til hins stóra ósigurs fyrir V- Þjóðvei'jum. Er vissulega fróðlegt fyrir okkur hér heima, að lieyra álit forystu- manns stórþjóðar á okkar mælikvarða í þessum mál- um. Fer viðtalið hér á eftir, lauslega þýtt og endursagt. Blaðamaðurinn spyr fyrst Schwa'rtz um, hvort DBV muni taka til umræðu stefnubreytingu í málum varðandi áhugamennsku í ijósi hins mikla ósigurs gegn V-Þjóðverjum, og hann svar- ar: „Það er eðlilegt og skemmtilegt að komast að raun um, að áhugi fyrir knattspyrnu er hér svo mik- ill, að raenn finna til sviða vegna ósigursins og að rætt er um, hvað hægt'sé að gera til úrbóta. En mér finnst, að full mikið sé gert úr því, sem skeð hefur. Það er enginn efi á, að ósigur okkar var mikill og við lékum mjög veikt í fyrri hálfleik. En það er þó fyrst og fremst knatt- spyrnuforystunnar að meta þetta málefnalega og íhuga þetta rólega. Þar á ég við, að allt sé vegið og metið, áð- ur en farið er að tala um afleiðingarnar fyrir danska knattspyrnu. Við lékum gegn þýzku landsliði, sem að áliti þýzkra. forystumanna lék mun bet- ur, en þeir höfðu nokkurn tíma séð þýzkt landslið gera. Þá var og hitinn full mikill fyrir okkur. Við lékum þenn- an leik aðeins 3 dögum eftir leik okkar gegn Noregi og höfum ef til vill metið stöð- una rangt, þegar við gerðum áætlun um þessa leiki. Við héldum, og það með samráði við þjálfarann, Arne Sören- sen, að þetta væri okkur í hag, þar sem þjálfarinn fengi þá betra tækifæri til að und- irbúa leikmennina en al- mennt er mögulegt. Ef til vill var þetta samt sem áður of erfitt meðal annars vegna þess, að það er mjög erfitt fyrir leikmennina að sýna þá sálarlegu einbeitni, sem er nauðsynleg i iandsleik, með svo stuttu millbili. Hins veg- ar tókst unglingalandsliðinu þetta, og úrslit leiksins gegn Noregi (A-lið 4 :0 fyrir Dani) hefðu fremur átt að styrkja „keppnismóral“ leik- mannanna heldur en hitt. í Ijósi þess, sem ég hef nú sagt, ætti mönnum að vera ljóst, að það liggur ekki í augum uppi, hvers vegna það ætti nú að vera nauðsyn- legra að taka upp greiðslur til leikmanna en það var fyr- ir leikinn í Dússeldorf. Við höfum tapað stærri lands- leikjum en þessum, og aðrar þjóðir hafa beðið lægri hlut fyrir okkur, jafnvel þó stærri og fjölmennari væru en við, og í hvert einasta skipti verðum við að leggja fyrir okkur sjálfa þá spurningu, hvort gera megi eitthvað annað eða betra." Viljið þið þá ekki ræða greiðslur til leikmanna? „Þetta mál er ínjög flók- ið og hefur margar hliðar. DBV hefur alltaf hafnað þessari hugmynd að vel yfir- veguðu máli. Og ósigur fyrir vel leikandi liði frá Vestur- Þýzkalandi með 1 gegn 5, sem við að vísu gerðum jafn- tefli við í næsta leik á und- an, getur ekki skyndilega kollvarpað þeirri vel íhug- uðu stefnu, sein sambandið og þar með fprystumenn fé- laganna hafa álitið vera hina einu réttu. Annars er það mín persónulega skoðun, að leikmaður verði ekkert betri, þó hann sé launaður.“ Er þá stefnubreyting í þessum málum óhugsandi eins og er? „Já, ég sé ekki, að leikur- inn í Dússeldorf sé nægileg ástæða til nokkurra breyt- inga.“ Hefur DBV öruggar upp- lýsingar frá þeim löndum, þar sem greiðslur eru inntar af hendi til að meta áhrif þeirra, einkum og sér i lagi á unglingastarfið? „Ég held ég megi segja, að ég þekki vel til knattspyrnu í mörgum Evrópulöndum og ég vil fullyrða, að „greiðslu- löndin“ eru síður en svo hamingjusamari en við, og þau valda því alls ekki að leysa þau verkefni í ungl- ingastarfinu, sem við til aílr- ar hamingju, með okkar nú- verandi „trúarbrögðum", getum leyst. Ég vil minna á, að við hér í Danmörku, í hlutfalli við íbúatölu, veit- um þrisvar sinnum fleiri unglingum knattspyrnuupp- eldi en Tékkar, en þeir eru aftur á móti langt á undan næsta „stórveldi“ á þessu sviði. Knattspyrnan er ekki og má ekki verða bara hin- ir ellefu beztu.“ Hvað fellur svo í skaut landsliðsmannanna? Það mikilsverðasta, sem fellur í skaut þeirra, er sú ánægja að vera meðal 11 beztu og sá félagsskapur, ér þeir verða þátttakendur í, i sambandi við landsleikinn og sem skapar þeim ógleyman- legar endurminningar seinna á ævinni. Ég bið um, að ekki verði gert lítið úr þessum atriðum og þeim ýtt til hlið- ar vegna peningalegs mats á þeim. Líti maður hins vegar á efnislega hlið málsins og það verðum við líka að gera, þá nefni ég ferðalög, sem að- eins fáir venjulegir borgarar verða aðnjótandi á ævi sinni. Gjafir og samkvæmi, um- önnun og eftirlit á öllum sviðum á ferðalögum. Ég held, nei, ég veit, að allir aðrir íþróttamenn hér álíta knattspyrnumennina vera skemmda á eftirlæti.Ég held, að það sé ekki nokkur mögu- leiki á að gera meira fyrir vellíðan leikmannanna. Að gefa íleiri og stærri gjafir er bara að færast nær þeirri hugmynd að greiða leik- mönnunum peninga.“ Mun núverandi forystu- sveit DBV draga sig í hlé, ef félögin óska eftir breyttri stefnu i þessuin málum? ..Ég á mjög erfitt með að svara þéssú fyrir okkur alía. eii ég vil aðeins. slá því föstu, að núverandi forysta DBV er kósin á grundvelli áhuga- mennskunnar, og stjórnin getur ekki á lýðræðislegan Framh. á 4. síðu. Sierra Leone. Smáríkið Sierra Leone var brezk nýlenda þar til í apríl sl„ þegar það varð sjálfstætt ríki innan brezka samveld- isins. Það liggur á strönd- inni sunnan Guineu milli hennar og Liberíu. Landið er um 73 þús. ferkm. að stærð, hæðótt og skógivaxið. Lofts- lag er þarna óhollt hvítum mönnum, og hafa fáir setzt þar að. íbúarnir eru af ýms- um blökkuþjóðum og flestir hlutadýrkendur (fetsj) þ. e. trúa á ýmsa hluti svo sem tré, kletta o. f 1., þar sem þeir álíta að andar hafi bólfestu. Nokkrir eru Múhameðstrúar eða kristnir. Aðalútflutn- ingsvörur landsmanna eru olíuviðarolía, hnetur og járn- málmur, sem talsvert finnst af. Höfuðborgin heitir Free- town og er ein bezta höfn Vestur-Afríku. Portúgalar könnuðu strönd landsins á 16. öld, en Bretar tóku að seilast þar til áhrifa á 18. öld. Brezkur maður, dr. Smeathman, stofnaði þarna nýlendu 1786 og flutti þang- að strokuþræla og vændis- konur frá London. Afkom- endur þessa fólks, sem nefn- ast Sierra leonar, eru yfir- stétt landsins dag og tala ensku. Bretar áttu lengi í höggi við innborna höfðingja í innhéruðum landsins,og það varð ekkí formlega brezk nýlenda fyrr en 1896. Allt til ársins 1923 var þrælahald við líði í innhéruðunum. Eftir síðari heimsstyrjöld- ina fóru siálfstæðiskröfur í- búanna vaxandi, og veittu Bretar þeim smám saman aukna sjálfstjórn, og í apríl s.l. varð Sierra Leona sjálf- stætt ríki innan brezka sam- veldisins. Landið er þó mjög háð Bretum efnahagslega, og þeir eiga þar miklar •eignir. Forsætisráðherra hins nýja ríkis heitir Milton Margai. Sierra Leona liefur sótt um upptöku í Sameinuðu þjóð- irnar. Liheria. Næsta ríki á ströndinni sunnan Sierra Leona er lýð- veldið Liberia. Það á sér langa sögu á afrískan mæli- kvarða, var stofnað 1847 af amerískum leysingjum. Li- beria er á stærð við Ísland, um 111 þús. ferkm. og íbúar um 1.3 milljónir. Um 1820 fóru fyr'rverandi þrælar frá Ameríku að flytjast til lands ins, var hugmyndin að skapa þeim ný og betri lífsskilyrði í hinum upprunalegu heim- kynnum. Þetta tókst, og.varð landið lýðveldi 1847 eins og fyrr segir. Hinir nýju inn- flytjendur voru á margan hátt betur menntir heldur en frumbygg'ar þeir, er fyrú' voru, enda fór svo, að þeir gerðust yfirstétt í landinu og beittu þá innfæddu oft mikilii kúgun. Þessi yfirstétt mun nú telja um 20 þús. sál- ir og hefur öll völd í sínum höndum. Yfirstéttin mælir á ensku, sem er rikismál og er mótmælendatrúar. Aðrir í- búar landsins skiptast í nokkrar blökkuþjóðir og búa við frumstæð lifsskilyrði. Akuryrkja er aðalatvinna landsmanna. Þeir rækta rís, kaffi, sykurreyr, gúmmítré o. fl. Ameríski gúmmíhring- urinn, Firestone Plantalions Co,, á þarna miklar gúmmí ekrur, um 4000 ferkm., þar sem yfir 25 þús. verkamenn vinna. Járn er einnig grafið úr jörðu í Liberíu, og þar er sömu sögu að segja og úr jarðræktinni, ameríski stál- hringurinn, Republic Steel Corporation, á næstum all- ar námurnar. Liberia er eitt mesta sigl- ingaland veraldar, ef miðað er við þann fjölda skipa, er sigla undir fána landsins, en fæst af þeim skipum eiga landsmenn sjálfir, heldur hafa ýmis skipafélög, aðal- lega amerísk, látið skrá skip sín þar vegna lágra skatta og hagstæðra ákvæða í sigl- ingalögum landsins. Stjórnarfar landsins hefur löngum verið mjög bágborið; hafa ýmsir einræðisherrar verið þar við völd og land- inu stjórnað sem hreinni ný- lendu Bandaríkjanna. Á síð- ustu áratugum hefur þetta þó eitthvað lagast. Núver- andi forseti Liberiu heitir William S. Tubman og hefur verið við völd siðan 1943. Hefur stjórn hans á síðustu árum tekið upp óháðari ut- anríkisstefnu og leitað sam- vinnu við nágrannaríkin, sem nú eru öll orðin sjálf- stæð. Bandaríkjamenn halda samt ennþá kverkataki sínu á efnahagslífi landsins. Iiöf- uoborg Liberiu heitir Mon- rovia og er kennd við James Monroe Bandankjaforseta. F. ) vinnmgGr q ari 50 KRÓNUR MIOINN i á 5 s k o n a Kona á sextugs aldri ósk- ar eftir ráðskonustöðu á . f.ámennu heimiji. — Til- boð sendist blaðinu merkt: ,.R.-100“. FrjáLs þjóð — Líutgardaginn 30. sépt. 1961 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.