Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.09.1961, Page 7

Frjáls þjóð - 30.09.1961, Page 7
frjáls þjóð Útgefandi: Þjóðvarn-a.rflokkur íslands. Ritstjóri; Magnús Bjamfreðsson, ábm. Framkvæmdastjóri: Jafet Sigurðsson. Áskr.gi. kr. 12.00 á mán. Árg. kr. 144.00, i lausas. kr. 4.00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. Sími 19985. Pósthólf 1419. Félagsprentsmiðjan. h.f. Oíkisstjórn afturhaldsins á íslandi virðist staðráðin í því að ganga milli bols og höfuðs á vinnandi stéttum þessa lands. Það hafa öll hennar verk sýnt, allt frá þvi að hún hóf göngu sina. Lífskjör hins almenna borgara hafa rýrnað gej'silega, allar vörur hafa hækkað, en kaup stað- ið að mestu í stað, nema hvað nokkrar leiðréttingar feng- ust með löngu og erfiðu verkfalli, sem auðvald íslands reyndi á allan hátt að brjóta á bak aftur. Þegar það tókst ekki, var öllum k.’araleiðréttingum rænt aftur með þarf- Iausri gengisfellingu, og raunar miklu meira tekið. Þannig hefur stefna „viðreisnar“hómópatanna ávallt orðið sú í framkvæmd að gera hina fátæku fátækari og hina ríku nkari. <a» j* •** ; , • í- i meðan ríkissLórn afturhaldsins hefur þannig .níðst á hinum almennu borgurum í þjóðfélaginu, hefur ekki virzt svo, sem ,,viðreisnar“hómópatarnir teldu nokkra á- stæðu til þess að skerða sín eigin lífskjör. Ekki hefur spurzt, að auðmenn þjóðfélagsins hafi þurft að neita sér um nein- ar utanferðir í ár, fremur en venjulega. Ekki virðist heldur hafa verið neitt )át á dýrum veizlum ríkisins fyrir snobb- menni þjóðfélagsins, ekki hafa ráðherrarnir verið sparari á utanferðir á þessum árum en áður, og ekki hefur verið djegið úr hinufn óhóflega og bamalega kostnaði við dval- arheimili aldraðra stjórnmálamanna erlendis, sendiráðin. Það er ekki einu sinni gagnrýnt í blöðum þingflokkanna, þótt bróðir forsætisráðherrans keyptí sér húsgögn fyrir hundruð þúsunda, umfram það, sem honum var heimilt samkvæmt fjárlögum, vegna þess áð hann hélt í barna- skap sínum, að hann yrði kosinn forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Máttu þó allir vita, að fulltrúi NATÓ- n'kisins íslands yrði ekki aðnjótaridi þess trausts, sem slíkir menn verða að hafa. ¥ 7m þessi atriði hafa blöð andstöðuflokka núverandi rikis- ^ stjórnar, það er að segja þeirra flokka, sem eiga menn á þingi, verið ákaflega fáorð. Þegar Reyk-avíkuríhaldið tók sig til og s.ýndi nvju fötin keisarans á hinni frægu Reykjavíkursýningu þögðu Timinn og Þjóðviljinn, en birtu í þess stað miklar myndir af „gloríunni“. Til þess að kóróna svo skömm þessara blaða tók Alþýðublaðið sig til og gagn- rýndi þetta tilstand, eina stuðningsblað flokks, sem á fulltrúa í bæjarstjórn, sem þorði slíkt. Þegar fljótfærnir hómópatar vilja troða íslandi inn í Efnahagsbandalagið, og leggja um leið efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar niður, er lítið um raunhæfar varnir Tím- ans og Þjóðviljans. Undantekning er þó greinar Haralds Jóhannssonar í Þjóðviljanum. Á meðan birtir FRJÁLS ÞJÓÐ orðrétta skýrslu ríkisst’órnarinnar sjálfrar um þetta mál. Þar kemur margt það fram, sem útilokar gjörsamlega, að við getum nokkurn tíma gengið í þetta bandalag og haldið sjálfstæði okkar um leið. Ekki virðast Tíminn og Þjóðviljinn sjá neina ástæðu til þess að vitna í þessa skvrs^u, einu skýrsluna, sem rikisstjórnin og stuðnings- blöð hennar geta ekki mótmælt. TTvað ræður þessari afstöðu? Því er ekki erfitt að svara. Þögn þessarra tveggja blaða vegna sukksins og óhófs- íns er einfaldlega vegna samsektarinnar. Allir gömlu flokk- arnir eiga þar sök, og manndómurinn er ekki meiri en svo, að þeir vilja ekki útiloka sig frá þvi, að taka aftur þátt i Hrunadansinum, ef tækifæri gefst. Þögnin um skýrshi riklsstjórnarinnar er hins veaar eingöngu vegna þess, að hún birtist í FRJÁLSRI Þ.JÓÐ. Það er meira metið, að minnast ekki á blaðið, heldur en að fletta ofan af tilræði hómópatanna við efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, eft- ir að þeir hafa siglt í strand. Hér verður að verða breyting á. Vinstrimenn verða að sameina afl sitt og ganga samtaka gegn hinni aumu aftur- haldsstjórn. Þeir verða að beita til þess allri hörku, sem þeir geta. f.iandinn er fastheldinn á sitt, og svo er um ís- lenzka auðvaldið. Þá herferð verður að fara heils hugar, og í henni verður að beita öllum þeim vopnum, sem til- fæk eru. Þeir, seiri sjálfir hafa hreinan skjöld, þurfa ekk- ert að óttast. 6. I. ; „Seinastir, yztir, en liver er sem vcit, hvað völvur við vöggurnar sungu? írar byggja Eyna grænu útsuður af Færeyjum og Suð- ureyjum, en hún heitir einn- ig írland. Þaðan segir Land- námabók vera aðeins sex dægra sigling til Hvítra- mannalands i Vesturheinri. Þótt villa væri í Land- námu um lögun Aalantshafs, of lítið gert úr bungu þess, er eins og forfeðrum -vorum hafi sýnzt hafnir írlands liggja bezt allra hafna við til að nema Vínland þaðan og spá þeirra hafi verið, að Hlymreksfarar mundu leita vestur. Þar af virðist nær- ast þjóðsaga forn um ann- að írland hið mikla vestur hjá Vínlandi. Nú eru 2 flug- leiðir stytztar úr Evrópu vestur: frá Keflavík og frá Shannonflugvelli nálægt Hlymreki (limerick). Meginþorri keltneskra íra býr í Vesturheimi sökuin flutnings frá írlandi seinustu 120 árin. Yfir 30 milljónir af írskum ættum eru i Banda- ríkjunum og Kanada, en 1 milljón íra er í Bretlandi. Um Ulster, sem lýtur Breta- drottningu og nær yfir 6 hér- uð nyrzt í írlandi með lið- lega 1400 þús. íbúa, niarga af skozkú ætterni, verður ekki rætt i þessari grein. En írska ríkið, sem yfir larid- ið naér að öðru íeyti, er kall- að írlárid, og miða ég tölur frámvegis við rikið eitt. Það ér 70 þús. ferkm. að máli og ■ íbúar 2834 þúsúnd s.l. ár. Stærð gróins lands á íslandi eriærpur þriðjungur af stærð hfns gróna á írlandi. Þótt írar séu margir f jör- • menn' og fljóthugaðir, enda 1 vel gefnir, hefur. larid'. þeirra' dregizt aftúr úr þeim, serív næst iiggja. En um margar þeirra orsaka og merginn úr ógæfusögu liðinna alda geta menn lesið í bókum, ég þarf Bóndabvli frá fyrri hluta aldar í Sligo, norðarlega á írlandi. Eftir Irlandsdvð aðeins fáein smábröt þcss samhengis. Lítum snöggvast á landakort og sjáum, að þeir búa yztir í álfujaðri eins og íslendingar. Og éru seinastir, þótt í öðrum skilningi sé en ■ skáldið kvað um íslendinga (E. Beri.: Væring’ar). Hámenntaður íri trúði mér fyiir því um daginnv að Enskurinn geti sjaldan minna er. andskotinn og sé slægari, þó vilji beggja við írska ríkið væri ekki nema jafn. Og virða írar báða mik- ils í aðra röndina. Nú fá Brétar i vinnu frá okkur allt yngra og röskara fólkið (30 —40 þús. útfytjendur á ári til þeirra) og græða á, með- an hér vantar menn til flestra gagnlegra hluta; — og heima er greitt aðeins lægra kaup, ségja írar. Éinn þeirra bætti við: „Guð' má vita, hvcrrt þetta útsóg ungs • ■ fólks magnast ékki enn, þeg- ar við vérðum gengnir í Vesturevrópumarkaðinn,- er ■ við hljótum að ganga i nauð- ugir viljugir.“ Stjórn þeiri-a ' hefur sótt um upptöku, ef semja má um aukaaðilct íra. . Mér láðist að spyrja, hví Irum likar mörgum enskur vinnuveitandi enn betur en írskur og festa aflafé sitt oft- - * ar í Englandi en í sínu héitt- elskaða fjármagnsþuríandi írlandi. Engir tala -eiris áf-• leitlega um það eins ogburt- fluttir írar, að heiinaþjöðiri sé langt á eftir og flest á tr- laödi gangi illa. ' En Sértu ekki íri og takir þér samt slíka sleggjudóma • i munn í tali við þá hina burtfluttu. máttu vara þig; þeir þola erigum öðrum að ' gera lítið úr íirlandi og frani- íörunrum þar og fara þá að sannfæra - þig■ um það með ómótstæðilégum krafti; <u'i írland-er og verður -eitt bezta land undir sólu. Þetta vissu norrænir Sturl- ungáaldarmenn og Telldu í Konungsskuggsjá röksiudd- “ an dóm á þá leið um búsæld írlands og bhðu náttúrunn- ár. Annt er okkur um, að Is- land og gæði þess n.'óti sann- mælis, þótt hrjóstrugra sé það en Eyjan græna, sem engan vetur þekkir: haust og vor eru svo tcygð á" lang- inn, að þau ná þar samari. írska ríkið er enn 16 sinaum íjölmennara en ísiand þrátt fvrir 5 þúsunda meðalfækk- un á ári síðan 1946. Með ó- breyttu framhaldi þess og óbreyttum þeim íjölgunar- hraða, sem er á Islándi síð- an 1950 (miðað við hvert þúsund barnbærra kvenna), æt.tu ríkin að verða jafnfjöl- menn bæði eftir ca. 125 ár og orka íslenzks jarðhita og vatna að verða búin a'ð gera landið jafnverðmætt írlandi. Nú er ég viss, að islenzkum lesendum þykir sú þjóð og land vera yfirtak merkileg, sem virðist enn'eiga á hættu að verða jafnlangt aítur úr og íslendingar. Ví«t er ó- maksvert að kýmná sér ■ör- lagavef • ágætra frændþjóða- frá svo sérhæfðn sjoriarmiði, að vandamál þerrria kurrni fyrr eða siðar að reynast lik ckkar málum. En ekki fyrir þvi, að írum muni’fækka til lengdar eða þeir verði jai'nlengi og ís- lenchngar að ná velmegun og ■ jafnvægi. Og hver veit, neraa báðtim þjóðum séu ætluð dálitið ein- stæð hlutverk tii menning- arf,:ölbrevtni í þjóðahópuin veraldar? Og þá skiptir varla auður öllu máli, en hitt meira, að .þær vakni ekki of seint til ýmissa sérstæðra hlutverka, sem þær eru íædd ar til að sinna. II. Til að bcra saman orkusmá menningarríki. Fjórir ftírstöðumenn ís- lenzkra bóka-, skjala- og þjóðminjasafna, m. a. ég, dvöldust i könnunarferð í írlandi i'rá höfuðdegi til mariumessu á liausti 1961, og greiddi menningarmála- nefnd Evrópuráðs til þess vænan styrk að tillögu is- lenzka nefndarl'ulltrúans, Ásgeirs Péturssonar, sem nú er valdsmaður Borgfirðinga. Menntamálaráðherrar ís- lendinga og íra stúðluðu síð- an einnig að. Landsbóka- vörður íra, dr. R. J. Hayes, stóð fremstur manna fyrir góðum móttökum i Dublin og leiðbeiningum um, hvernig 10 dagar gætu veitt okkur sem margvíslegastá yfirsýn lands og þjóðar. Við þurftum að sjá og skilja ýmislegt, sem brezkir og amerískir sumar- ferðalangar komast vel af án þarlendis. Nokkuð af þess kyns þekkingu bið ég Frjálsa þjóð að flytja, en læt órædd sérsvið bókavarða. Ýmislegt annað úr ferðinni ræddi Stei'- án Pétursson þjóðskjalavörð- ur í Mbl. 24. sept. Síðan heirn kom, sæltja að mér fylgjur, sem enginn nú- lifandi íri mundi vilja senda mér. Enga veit ég þar sæ- drauga heldur, og lið fallið í borgarastyrjöld 1922/23 og á* hörmungaröidum’ úa á fremur við áðfa vantálað en íslendinga. Ávarpsgóð fannst mér beinagrind sex feta vík- ings úr hirð Sigtryggs kon- ungs silkiskeggs og iiggur í Dyflinnarsafni með þungan rriæki sinn við hönd; hann biður gesti faéra skátduiti ís- Jendinga kveðjú og" þrumir kýrr. Ségðu við h'ánn norræn orð, ef þú vitjar hans. Mig grunar, að fvlgjur þær, góðlegar og áhyggju- samar, séú ur" nýdáuðri ein- yrkjakynslóð sveitamanna í landshlutum, sem mjög hafa tænizt • við landflóttann. Hvað kemur tiþ að þær ber- ast mér til íslands, eins og hagur þess ætti eitthvað skylt við þeirra vandamál? Orsökin gæti verið sú, að i þessurn tveírn löndum hcf ég séð ræktunarhæfar byggðir með opnara og eftir- væntingarfyllra tóm til að fylla en fundið verður í öðr- um nálægum ríkjum. Og eft- ir mikið útfall i stórstreymi áranna, sem eru að líða, get- ur aðfall senn komið snöggt og orðið of mikið. Fylgjurnar ræða við mig, önnur írsk vandamáJ, sem varða getu og vaxtarþarfir hins orkusmáa eyríkis og þjóðar. Þó íslendingi kunni að skjátlast, að þessu likt gæti hent þjóð hans, áður en næsta öld hefst, er a. m. k. gott að kveikja áhuga sinn, hvort sem menn sinna þeim ugg, sem samanburður landa vekur. III. Framíaraland, en þjakað af samdrætti. Reynum að fá mynd af að- aldráttum í stjórnarfarslegu og viðskiptalegu s/áífstæði íra, en í næsta blaði FÞ munu ræddar sumar hliðar þjóðernis, máls og sögu. Sjálfstæði sitt hlaut írland fám árum eftir fyrri heims- styrjöld og varð „dominion“ í brezkri Commonwealth, og haldast enn gagnkvæm þegn- réttindi, sem fylgdu, og all- náið tollabandalag. En 1949 gerðist írland (án Ulsters) óháð lýðveldi. Til saman- burðar eru á íslandi áfang- arnir 1904, 1918 og 1944, en nýlenduaðstaða hafði reynzt báðum þjóðunum til niður- dreps öldum saman. Eitt, sem olli • þvi, að hvorki vér né írar gátum un- að sömu lijálendustöðu og „dominions“ lengur en .til 1944—1949, var minningin um þýðingarmikil hlutverk þessara eylanda á miðöldum. Forn handrit og bókmenntir á tungu fáum tamri knúðu til endurreisnar, veittu sterk- ari sjálfsvitund um þjóðerrá en hugsanleg er ’ í nýlega numdum álfum; léystu upp x auðskilið mælt mál nútíðai- þær römmu rúnir, sem völv- ur við vöggurnar 'sungu. Tilvera eyríkja, sem orði u eru að stiklusteinum aðal- leiða milli heimsálfa, þarfn- ast að sjálfsögðu engu minni þjóðvitundar til styrktar sér en fyrr, og dæmi um, að aí- skipti af alþjóðamálum magni þá vitund heima fyrir, er hin einbeitta framkorra Ira á vettvangi Sameinuðu þjóðanna 3 árin næstliðnu, írar framfylgja hlutleysis- stefnu sinni, hvernig sera hverjum líkar. Og kommúr- istahreyfing, sem um skeið átti anga sína innan márg- víslegra félagshreyfinga ,í landinu, er steindauð nú og grafin baráttulaust, eins og irska þróunin hafi drepið þá ger/unartegund, sem komm- únistum var brýnust. Það er því markverðara sem írar eiga í sér mikið af flestura gerjunartegundum öðrum (og eru éinhverjir frægast- ir ölbruggarar heims — sv<> ekki sé minnzt á náðargáí'- ur þeirra til áróðurs). í stjórnarandstöðu á íi- landi er Verkamannaflokk- ur að enskri fyrirmynd, held- ur smár, og nokkrir flokkai' aðrir. . Stjórnarflokkurinn, sem 'nú er (Fianna Fáil), náði hinu mikla fylgi sínu einkum út á framfarasinn- aða menn og jafnvel rót- tæka, sem í honum eru, eji þó mun flokkurinn að ýmsú leyti þræða brautir hins enska stjórnarflokks, sem ræður austan sunds. Land ■ búnaðarmál vega mjög þungfc í stjórnarstefnu og fjármál- um, sbr. Dani. Mikil átök hafa verið gerð- í skólamálum, heilbrigðis- málum og til viðreisnar fólki úr sárri fátækt. Þótt þessú róður sækist seinna en ú Norðurlöndum, miðar vel i átt. Um sérfræðimenntuú Frarnh. á 8 siðu Einar Bragl: íslenzkir vinstrimenn þokið ykkur saman! Fátt er íslenzkum vinstrimönnuni nauðsynlegra nú um stundir en átta sig á að Sjálfstæðisflokkurinn stefnir markvisst að ríkiseinræði auðinagns- ins á Islandi. Sjálfstæðisflokkurinn nefnir stefnu sina viðreisn, sem.er að því leyli réttnefni, að hún miðar að viðreisn peningavaldsins, sem vegna styrkleika verkalýðshreyí'ingarinnar, samvinnufélaganna og annarra hagsmunasam- taka fólksins hafði um skeið mált una skarðari ágóða af arðgæfu starfi vinnustéttanna en það hcfði viljað sölsa undir sig. Peirra ófara er verið að hefna með viðreisn, sem byggir á skiþulagðri fálækt alþýðu, skerðingu ])ingræðis, lýðræðis og lögbundinna félagsréttinda almennings, en á að trvggja einkafjármagninu hömlulaust gróðafrelsi. Hér er yeri'ð að koma á laggir velferðarríki voldugrar auðstéttar, sem stjórni landinu mcð einræðiskenndu of'riki í skjóli erlends liervalds og í'óstbræðralagi við erlcnda auðjófra. Sjálfsta'ðisflokkurinn hefur afráðið að hlevpa erlendu fjáraflaliði að auðsuppsprettum landsins á sama hátt og ihaldið veitti i fyrra erlenduni ránshöndum heimild fil að lála greipar sópa um gullkistur landgrunnsins. Frjáls þjóð — Laugardaginn 30. sept. 19.61 En ihaldið hýður útlendingum ekki aðeins islenzka landkosti fala við íé. Pað hýður þeiin cinnig vmmiafl islenzkt til kaups við ánaúðargjaldi. Til þess að laða ópersónulegt erlent fjárpiningaivard lil kaupanna er rikis- stjórnin búin að vinna það áfrek á fáum missirum að þrýsta lifskjörum vinnandi fólks á ísiandi langt mður fyrir það, sem með náiægum þjóðum þekkist. Eins og lil óskampifeilinnar auglýsingár á að Iifskjaraskerðingin sé beinlínis framkvæmct i þágu erlends auðmagns, cr ákvörðunarréttur um gengisskráningu gjaldmióilsins dregrnn með bráöabirgðaiögum úr höndum pjóðkjörinna þingiulurúa og Seðlabaakanum faiið að skrá gengi islen/.krar krónu frá degi lil dags eftir þeirri grundvallarreglu: að þóit framieiðslan aukist og úlfiuttar vorur stígi i verði (eins og lylgzt heíur að i ár), þótt islenzkir vinnuveilendur semji um kjarabætur iaunafólki til handa og telji atvinnuvegina vel gcla undir þeim risið. ])á megi hagur vinnandi manna ekki htekka, heldur skuii umsamin réttarbó’t samdægurs af þeim tekin með nýrri gengisfellingu. Þannig befur frjáls samningsréttur launþega, sem er einn af hornstein- um raunhæfs lýðfrelsis, verið afmuninn með einum lagakrók og fáeinum bankastarfsmönnum i Reykjavík verið falið alræðisvald i umboði rikisstjórn- arinnar til ákvörðunar á kaupi og kjörum allra vinnandi manna á íslandi. Engum dyist, að þetta er gerræðisverk. En hver er tilgangurinn? Hann er tviþættur. 1 fyrsta lagi er aulunin að lama barátluþrek launafóiks, leggja því í brjóst vonlevsi um árangur af erfiðri og fórnfúsri barátlu sinni fyrir mannsæmandi lífi, sveigja það síðan í krafti þess vonleysis tii algjörr-' ar auðsveipni við ríkiseinræði auðmannanna. í öðru lagi er verið að þókn- ast erlendum fjármagnseigendum með þvi að koma hér á jafnvægi örbirgð- arinnar, því að alræðisvaldi sínu er bankastjórn Seðlabankans uppálagt að heita til þess að sjá um að vinnuafj islenzkra launþega sé jafnan ódýrara og fýsilegra til kaups en vinnuaíl stéítasyslkina þeirra á erlendum vinnu- markaði. !P, «1« ' • Frjáls þjéð — Laug-ardaginn 30. sepfe 1961 Petta er hugvitssamur dulbúningur þess, sem áður var umbúðalaust kall að ánauð. Þetta er aðferð íslenzku yfirstéttarinnar við að beygja alþýðu lands vors undir ok fátæktar og umkonudeysis. Þetta er jafnframt baktrygg- ing, sem íhaldið hýður erlendum auðbræðrum sínum fy-rir rikulegri og öi- uggri ávöxlun „áhættufjármagnsins", sem Morgunblaðið kallar svo. Mcð þessum aðförum er verið að sannfæra þá iun að þeir eigi raunar ekkert á. haittu með fjármagn silt, þvi islenzka auðstéttin sé búin að reyra alþýðu íslands i þá lagáfjötra fátæktarinnar, sem halda muni, meðan hinir erlendu gróðakarlar ausi fyrir framan augun á henni af nægtabrunni islenzkra auð- linda og flytji i önnur Jönd þann ágóðahlut, sem að eðlilegum hætti hel'ði átt að tryggja sibatnandi hag og hækkandi menningu islenzkrar þjóðar. Mun torvell að finna dæmi jafn blygðunarlausrar stjórnarstefnu á vorum dögum i nokkru lýðfrjálsu landi. Tíininu til þessara óhæfuverka er valinn af kostgæfni. Hér og livar i Evrópu og víðar er um þessar mundir sægur uppflosnaðra auðmangara, sem langkúguðum og mergsognum nýlenduþjóðum hefur loksins á allra siðustu árurn tekizt að reka af höndum áér. Þessir óseðjandi gaminar efcit nú að svipast um eftir nýrri hráð, nýjum athafnasva'ðum þar sem þeir geti með gamalkunnum aðferðum svalað losta fjárgróðans: auðgazt á annarra striti. Þessum ófrýnilega lýð hyggst yfirstéttin íslcnzka siga á idþýðu lands vors. , Þctta er kjarni málsins í öllUm sinum ömurleik: á saina líma og þjóðir,. sem við ófrelsi hafa húið, eru hver af anuarri að heinita í eigin hendur óskoruð ráð vfir löndum sinum og öllum auðlindum þeirra, öðlast stjórnai- farslegt fullveldi og stefna hröðum skrefum í átt til efnahagslegs sjálfstæðis, þá er vfirstéttin íslenzka búin að selja úr Iiendi þjóðar vorrar dýrmæt lands- og landhelgisréttindi og liefur uppi ráðabrugg um að gera hið unga lýðveldi vort að stjói-narfarslega og efnahagslega ósjálfstæðri liersetinni hálfnýlendu. Þessa öfugþróun verður að stöðva, þessi vélráð yerður að hindra. Framh. á 8. síðu. • ■ 1

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.