Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 21.12.1961, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 21.12.1961, Blaðsíða 6
frjáls jjjóð Útgefandi: Þjóðvarnarflokktir íslanós. Ritstjóri: Magnús Bjarnfreðsson, ábm. Framkværndastjóri: Jafet Sigurðsson. Áskr.gj. kr. 12.00 á mán. Árg. kr. 144.00, i lausas. kr. 4.00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. Sími 19985. Pósthóif 1419. Félagsprentsmiðjan h.f. Senn koma jólin Cenn hringja klukkur mestu hátíð kristinna manna í garð. Enn einu sinni koma jólin, og ung- ir sem gamlir hlakka tií að njóta þeirra, þótt ýmsa skugga hljóti víða að bera á tilhlökkunina af mörg- um og misjöfnum ástæð- um. Þegar þessar Iínur eru ritaðar, stendur jólaund- irbúningurinn sem hæst. Allir cru að flýta sér, jafnt á heimilum, í verzl- unum og á götum úti. Alls staðar er vs og þys og hvert sem litið ex% fer það ekki fram hjá neinum, að skammt er til jóla. Jólahaldið hefur óneit- anlcga breytt mikið um svip síðustu áratugina hérlendis sem víðar, og mörgum þykir sem það beri ekki lengur hinn sanna helgiblæ. Jólalxaht nútímans ber orðið mik- inn keim sýndai'mennsku. Um það atriði tala jóla- gjafirnar sinu máli. Sá góði siður að gleðja aðra með jólagjöfum er orðinn gamall. Aður fyrr voru gjafirnar ekki alltaf stórar né verðmiklax-, en um það var lieldur ekki sþiirt. Nú kepjiast allir við að' kauþa sem ciýrástar og skrautlégastar gjafir; eng- inn vill verða annars efl- irbátur i þeim sökum og ekki trútt um, að sumir hugsi meira um verðgildi gjafarinnar en nytsemd heunar og fegurð, að ekki sé minnt á einlægni gef- andans. Verzlanir nútímans leggja mikla áherzlu á að auglýsa vörur sinar fyrir jólin, og ýmsir kaldhæðn- xr menn halda þvi fram, að jólin séu nú fyrst og f'remst orðin nokkurs konar veizlunarhátíð. Vist er j)ó um það, að margir halda enn heilög jól i jiess orðs fyllstu merkingu, en þvi er ekki að neita, að svo virðist sexn ærið margir hafi gieymt því. hvað jólin eru og eiga að vera. Þi’óun tímans verður ekki snúið við. Jc’xlin munu verða mikil verfið fyrir verzlunarmenn, hraði nntimans og spenna munu sjá fyrir því. Tóm- stundir heimilanna verða æ fæiTÍ. og menn eru ekki Jengur orðnir sjálfum sér eíns nógir heima fyrir og áður var, það á við allt ári'ð, jólin ekkert fremur. Það sem áður var fram- leilt á heimilinu er iiú Iceypt i búðum, og þessi þróun mun enn aukast. ¥ Tndirbúningur jólanna nær háinarki sínu á Þorláksmessu. Þá eru verzlanir opnar lengur en nokkurn annan dag árs- ins og þá er mest verzlað. A þessum degi leggja margir svo hart að sér, að þeir ná sér varla alla há- líðina. Menn ganga dauð- þreyltir til náða, margir hverjir ekki fyrr en álið- ið er nætur, þreytan angr- ar þá næstu daga og skap- ið er hvergi nærri gott. Sá siður hefur færzt í vöxt undanfarin ár, að menn hafa haldið ujip á þennan dag með þvi að hlóta Bakkus konung. Hefur jietta ekki hvað sízt átl við verzlunarstétt okkar, og ekki fátítt, a'ð cftir að verzlunum liefur verið lokað aðfaranótt að- faugadags jóla, hafa lnif- izt drykkjuveizlur innan dvra, sem stundum hafa staðið langt fram á nótl. Eftirköstin eru eyðilög'ð jól á mörgum heimilum. Þessi ósiður á að hverla, og verzlanir eiga að Jeggja niður þann sið að veita áfengi á Þorláks- messu. TT'n jiess jiárf vel að gæta, að jólin sjálf týnist ekki i þessum hamagangi. Jólin hafa löngum verið talin hátíð harnanna fyrst og fremst. Og Jiau voru það vissulega hérlendis tit skainms tíina. Því mið- ii I- virðist vera orðinn nokkur misbrestur á þessu. Fullorðna kynslóð- in gefur sér nú ekki nógu mikinn tima lil jiess að sinna hörnum sinum, j>að á þvi miður við á inörgum sviðum. Sjálfs- elska hennar er of rik til J)ess. Og svo er einnig á jólunum. Fullorðna kyn- slóð nútímans Ieggur engu minna kapp á að gleðja sig en hörnin. Jóla- hoðin eru engu siður fvrir fullorðið fóik, víða eru „hörnin fvrir“. Tá, jólahaldið hefur J hreytzt. Gjafirnar hafa hækkað í verði. En hef- ur jólagleðin að sama skapi aukizt? Getur ékki verið, að rósóttir leppar og lílið kerli liafi oft vak- ið meiri gleði i Jitln harns- hjarta en hiuar dýru gjaf- ir núlímans? Það skyldu mcnn hugleiðá og draga eigin ályktanir. GLEÐILEG JÓL! Vegna rúmlcysis hefur grein Jiessi legið nokkuð lengi hjá blaðinu. Ritstj. Próf. Jóhann Hannesson rit- aði snemma í októbermánuði grein í Vísi, þar sem hann for- dæmir grein, er áður hafði birzt í Mónudagsblaðinu um Kristmann skáld Guðmunds- son, og um leið tekur hann skáldið að nokkru leyti undir vernd sína. Sizt dettur mér í hug að skjóta skildi fyrir greinina um Kristmann í Mánudagsblaðinu. Finnst mér óviðurkvæmilegt að rita þannig um einkalif manna, jafnvel þótt satt væri, því að oft má satt kyrrt Jiggja. Þótt i ýmsum öðrum löndum séu persónulegar áráisir, eink- um á stjórnmálamenn, teknar fram yfir málefni, er það lítt til fyrirmyndar. Að vísu getur á stundum verið nauðsynlegt að skyggnast inn í einkalíf manna til skilnings og skýring- ar á verkum þeirra, og á það ekki sizt við um rithöfunda, en ekki er þeirri nauðsyn til að dreifa í fyrrnefndri grein Mánu- dagsblaðsins. Þar sem grein próf. Jóhanns er aðallega um bókmenntalegt efni (því að sjaldan gripa menn til penna vegna persónulegs skætings milli Péturs og Páls), skiptir hún máli fyrir almenn- ing og varðar sérstaklega þá, sem eitthvað um bókmenntir hugsa. Próf. Jóhann telur, að skáldlistinni sé engin „anang- ke“ á höndum, eins og hann orðar það. Það er ekki rétt og það engu síður, þótt hann nóti grískt orð (en þeir mega sletta skyrinu, sem eiga). Skáldlist- in er vissulega liáð lögmálum, skyldu og nauðsýn. Sama máli gégnir um ævisögur, þótt þær hlíti nokkuð öðrum lögmálum, og eru sjálfsævisöguf engin undantekning. Þess er venju- lega krafizt, að ævisögur hafi nokkurt heimildagildi. S;álfs- ævisögur geta verið aligóðar sagnfræðilegar heimitdir, svo langt sem þær ná, um samtíma- menn og málefni, menningar- háttu, siðu, atvinnuliáttu, svo að eitthvað sé nefnt, og vita- skuld um höfundinn sjálfan. Hins vegar er það augljóst, að höf. sér sögusviðið með s'ínum augum og getur sýnzt margt á annan veg en öðrum, einkum það, er sjálfan hann varðar. En í sjálfsævisögu verður að gera þá kröfu til höf., að hann falsi ekki staðreyndir. Nú eru að vísu til eins konar sjálfsævi- sögur, sem allmjög eru í skáld- sögu formi, samtöl tilbúin og margt fært mjög í stílinn, eft- ir því sem höf. hentar til list- smíðar sinnar, og er þá ævi- sagan, ef vel er á haldið, bók- menntir i þrengra skilningi, þ. e. fagrar bókmenntir (en oft- ast láta höf. slík rit ekki bera heitið: ævisaga (sbr. t. d. Fjall- kirkju Gunnars Gunnarsson- ar.) En hafi ævisagan hvorki heimilda- né listgildi, er hún einskis virði og betur óskrifuð. Kristmann fullnægir hvorug- um þessum kröfum að mínum dómi. Þótt ævisagan sé allvel sögð, er hún ekki nógu vel skrifuð, til þess að um list sé að ræða. Margt í ævisögu Kristmanns ber það með sér, að ekki fari mikið fyrir sagn- fræðinni. Raunar eru mök hans við huldumeyjar og aðrar yfir-skilvitiegar verur ekki neinn ljóður á ráði hans i sann- fræðinni, ef honum er það veruleiki. Einnig fer það eftir trúarstigi og menningar, hvað talinn er véruleiki. Höf. Eyr- byggju hefur ekki verið að ijúga neinu um Fróðárundrin, í mesta lagi fært þau svolítið í stílinn, þótt nútimamenn trúi þeim varlega. Jafnvel þótt framliðin stúlka aki Kristmanni í bíi sínum, þarf það ekki beint að rýra sannleiksgildi sögunn- ar, ef hann trúir sjálfur og hræsnar ekki.1) En Sverrir Kristjáhsson fann svartan blett á tungu skáldsins í 1. b. sjálís- ævisögunnér, og gekk skáldinu illa að flestra dómi að þvo hann af sér, og margt er það í ævi- sögunni, sem lesöndum gengur illa að festa trúnað á, þótt erf- itt sé að ganga úr skugga um hið sanna. Höf. er svo sjálfhæl- inn, að sagan verður væmin. Alls staðar er hann riddarinn og hetjan, umsetinn af fögrum konum. Jafnvel beztu kven- kostir Noregs bjóða sig honum til eiginorðs, og tiginbornar meyjar nálega grátbæna hann til að afmeyja sig, svo að þær deyi ekki í meydómi sínum. Hann dregur kvenpersónur þær, er hann kynnist, hvort sem þær eru með réttum nöfn- um eða ekki, hispurslaust fram ídagsljósið, svo að eftir því væri ekki vandgert við höf. persónulega. Að einu leyti hefur þó ævi- sagan heimildagildi, um sálar- lif höfundarins sjálfs, ef ein- hvern fýsir annars að fræðast urn það. Hann er hmn heims- frægi rithöfundur, sem illir landar vilja ekki viðurkenna, heldur ofsækja og baknaga. í síðasta b. ævisögunnar segir hann frá manni, sem hann kall- ar félaga N. N. Sennilega er hann algerlega búinn til. Ef svo er ekki, virðist maðurinn eigi hafa verið með öllum mjalla, eða höf. þjáist sjálfur af ofsóknaræði. Próf. J. H. telur, að höíundar hafi licentiam poeticam til að J) Kristmann hefur notað þetta bilaævintýri i sérstaka smásögu. Jóhann Sveinsson frá Flögu, cand. mag, Ævisögur og b Athugasemdir við grein eftir Jóhann Hannessco Er Sí Hó: I. Menniiiccarrembingur. Allmiklar umrœður liafa svo sem vonlegt er, orðið um þá óskiljanlegu ráðstöfun Guðmundar utanríkisráð- herra í. að leyfa herliðinu að demba einhliða sjónvarp's- áróðri yfir þjóðina, og fremja þar með verknað, sem enginn utanríkisráðherra annar hef- ur til þessa framið gegn þjóð sinni. Ýmsir þeir, sem reynt hafa að verja þessa ráðstöf- un ráðherrans, hafa belgt sig út með áður óheyrðum menn- ingarrembing, og talið að menningararfi og sérstœðri menningu íslendinga stafi engin hœtla af þessu einhliða bandaríska hermannasjón- varpi, rétt eins og séríslenzk- ur menningararfur og menn- ing sé eitt heljarmikið fold- gncitt fjall. Staðreynd er þcið þó, að enginn fœðist með menning- ararf eða mennigu í sjálfum sér. Hvorttveggja er mönn- um veitt af heimilum sinum, mennta-, uppeldis- og menn- ingarstofnunum, nú eða þá hvorugt, eins og oft vill við brenna. Það má því augljóst vera, að ef erlent hermannasjón- varp rífur börn og unglinga seinni hlu.ta dags og um helg- ar (en það er að jafnaði sá timi, sem foreldrar hafa helzt frí frá dagsins önn til að sinna börnum sínum) úr höndum foreldra og framan- greindra stofnana, alast þau upp til ANNARS menningar- arfs og ANNARRAR menn- ingar en íslenzkrar. Af þvi verður augljóst. að það tekur ekki margar kyn- slóðir að útþynva eða GLATA á þennan máta öllu því sem heitir íslenzk menn- ing og menningararfvr og ís- lenzk tunga. Enda eru dœmin úr ver- aldarsögunni í þessum efn- um deginum Ijósari, og það þótt ómáttugri tœkni en sjón- varpstœkninni hafi verið lil að dreifa. 6 Frjáls þjóð — Fimmtudaginn 21. des. lí)61

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.