Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 21.12.1961, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 21.12.1961, Blaðsíða 1
eöueff i! /° 21. desember 1961 Fimmtudagur 47. tölublað 10. árgangur Þingrof upp iír áramdtum? Þær raddir gerast nú æ háværari innan stjórnar- fiokkcinna, sem halda því fram, að þing verði rofið upp úr áramótunum og að þingkosningar muni fara fram samtímis bæjarstjórnarkosningunum í vor. Ekki munu Alþýðuflokksfor- ingjarnir þó neitt áfjáðir í slík- ar kosningar nú í vor, telja sem vonlegt er, að ekki sé björgu- legt fyrir þá að leggja nú út í kosningar með alla sína ihalds- þjónkun og óreiðu á bakinu. En auðvitað fá þeir ekki að ráða þessu og Bjarni & Co. telja að ekki verði hjá því kom- izt aó láta álþingiskosningar fara fram í vor. Efnahagsbandalagið. Ástæður íil þess, að talið er nauðsynlegt að kjósa i vor eru margar. Ein sú mikilvægasta er, að ríkisstjómin þarf að fara að vinda bráðan bug að þv£ að flækja ísland inn í Efnaliags- bandalag Evrópu. Þess er kraf- izt erlendis frá, að íslendingar fari að hugsa sér til hreyfings í því máli, og einnig, að bak við umsókn um upptöku í hið nýja Evrópuríki sé traustari þingmeirihluti en nú er fyrir liendi. Munu ýmsir gera sér vonir um, að auðveldara verði að véla Framsóknarflokkinn til fylgis við inngöngu í banda- lagið. Áætlun norsku sérfræðinganna. Fleira kemur og til. Nú fyr- ir skömmu hafa norskir sér- fræðingar lokið störfum sínum hérlendis á vegum „viðreisn- ar“stjórnarinnar við að búa til áætlun um rekstur þjóðarbús- ins næstu árin. Að sjálfsögðu er þessi áætlun unnin eftir for- §klift ríkisstjórnarinnar, þ. e, a. s. áætlunin er gerð um það, hvernig takast megi að ná þeim markmiðum, sem ríkisstjórnin telur æskilegt. Ríkisstjórnin vlll . láta kjósa um þessa áætlun, tel- ur að með lienni megi kasta ryki í augu kjósenda, því hún sé unnin af „útlendum sérfræðingum“. Ekki er hins vegar talið heppilegt að draga það í meira eu ár að láta kjósa um áætlunina, á þeim tíma gæti nefnilega svo farið, að ýmsir væru farnir að sjá í gegnum ýmis atriði hennar, o g jafnvel farnir að hlæja að henni, en það er dálítið, sem forsætis- ráðherra vorum er ekkert um. Viðreisnm strönduð. Þá kemur það enn til, að „viðreisnin“ sæla er nú komin í algert strand. Fjárlögin núna eru afgreidd með miklum raun- verulegum greiðsluhalla, þótt reynt sé að dylja hann með „snilldarleguni“ útreikningum, sem Sölvi heitinn Helgason hefði verið fullsæmdur af. Því telja viðreisnarpostul- arnir nauðsynlegt að láta kjósa nú í vor, þangað til hægt sé að fleyta viðreisninni fram hjá verstu boðum, auk þess muni verða svo mikið rætt um norsku áætlunina og Efnahagiibanda- lagið, að skipbrot „viðreisnar- innar“ muni gleymast í ósköp- unum. Frh. á 8. s. Náðun Bretanna Það hefur vakið mikla at- hyglí og gremju víða, að brezku sjómennirnir, sem dæmdir voru til fangelsis- vistar vegna iíkamsárásar ó íslenzkan lögregluþjón á Dr. Bjarni hjálpar kommiuii Það kom áþreifanlega i Ijós á Alþingi íslendinga nú í vikunni, að kommúnistar eiga hauk í horni, þar sem er Bjarni Benediktsson forsæt- isráðherra, þrátt fyrir öll brigzlyrði hans um komma og stuðning framsóknar- Hrafnar og hræ Þess sjást nú víSa glögg merki, að erlendir auS- menn og auSKringar telja víst, aS Kinni ógæfusömu „vi8reisnar“ ríkisstjórn muni takast aS flækja ísland inn í Efnahagsbandalag Evrópu, svo erlendir menn geti hagnýtt sér auSlindir landsins eftir geSþótta. Undanfarið hafa margir er- lendir menn dvalizt hérlendis, til þess að kynna sér mögu- leika til stóriðju hérlendis, þar sem gnótt er ódýrrar orku, sem íslendingar geta ekki notfært : sér vegna sukks og óreiðu for- ráðamanna þjóðarinnar. Hafa hér verið á ferð þýzkir, sviss- ineskir og norskir menn þess- ara erinda, svo nokkrir séu til nefndir, og bíða þess nú eins og hrafnar yfir hræi að geta nýtt auðlindir landsins. Fyrir skömmu komu hingað íveir fulltrúar frá Norsk-Hydro í þessu skyni og ferðuðust á- samt innbornum fylgdarsvein- nm um nágrenni Reykjavíkur að minnsta kosti. Mcðal fylgd- arsveina voru: Jónas Haralz (að sjálfsögðu), Jóhannes Nordal, Jakob Gíslason og Eiríkur Briem. Einnig munu fleiri hátt- settir embættismenn og ráða- tneun hafa leiðbeint þcim. Þetta drasl! Kona nokkur fór nýlega til Vetrarlijálparinnar liér í Rvík og ætláði að reyna að fá þar kápu lianda frænku sinni, sem er astma-sjúklingur og getur ekki unnið. Svarið, sem hún fékk, var: „Getur ekki helvítis pakkið komið sjálft?“ Um sama leyti kom þar kona, sem ætlaði að fá fatnað á barna- börn sín. Hún fékk þetta svar „Getur þetta drasl ekki kom- ið sjálft?“ Já, — mannkærleikurinn, hann lætur ekki að sér hæða! ísafirði, voru náðaðir svo til strax, eftir að þeir voru komnir í fangelsið á Litla- Hrauni. Skömmu áður en náðunin var tilkynnt ruku brezku blöðin á . íslandi upp til handa og fóta og upphófu kvein vegna þess að hinir brezku sjómenn yrðu að vent fjarverandi heimilum sínum um jólin. Víst er það engum fagnað- arefni að þurfa að vera fjarri ættingjum og vinum á jóla- hátíðinni, og skiljanlegt, að brezlcu sjómennina hafi lang- að heim. En hins er líka að gæta, að þeir sátu í fangelsi fyrir það að hafa ráðizt á íslenzk- an löggæzlumann við skyldu- störf hans og misþyrmt hon- um, algerlega að tilefnis- lausu og haft í hótunum um Framh. á 8. síðu. Dr. Bjarni. manna við þá. Það var, þeg- ar Bjarni rauk upp til fóta og fóta til þess að tryggja kominúnistum fulltrúa í Norðurlandaráð með því að bera fram tillögu um, að kosningu til ráðsins á Al- þingi væri breytt. Forsaga þessa máls er í stuttu máli sú, að upphaflega voru fulltrúar kosnir i sameinuðu þingi, og fengu kommúnistar þá fulltrúa kjörinn, Samkvæmt tillögu íhaldsins var þessu breytt á sínum tíma þannig, að kosið var í deildum þingsins, og fengu kommúnistar þá eng- an mann kjörinn. í tíð vinstri stjórnarina- Framh k 8. síðu Meðal fyrirtækja, sem Norð- mennirnir heimsóttu, voru Á- burðarverksmiðjan, . Sements- verksmiðjan og Sogsvirkjunin og einnig var komið í Hvera- gerði. Munu veizluhöld hvergi hafa verið spöruð í þessum ferðum. Mörgum kann að virðast, að sízt þurfi að amast við frænd- um vorum Norðmönnum, ef á annað borð á að hleypa erlendu fjármagni inn í landið. En þess ber að gæta, að Norsk-Hydro er alls ekki alnorskt fyrirtæki, heldur það fyrirtæki í Noregi, þar sem erlent fjármagn á cinna sterkust ítök. Eftir skrif- um sumra norskra blaða er þetta fyrirtæki heldur illa þokkað meðal norskrar verka- lýðshreyfingar, og má vera, að þar sé að finna nokkurn for- ^ smckk þess, sem íslenzkur i verkalýður á í vændum. Þessi mynd af Land-Rovcr bílnum var ekki tekin uppi a öræíum, heldur í iíeykjavík. Vegur- inn er samt ekki glæsilegur, en hvað munar Land-Rover um það. (Sjá grein á baksíðn).

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.