Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.11.1962, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 17.11.1962, Blaðsíða 3
FRJÁLS ÞJÓÐ Otgefandi: Þjóðvarnarllokkur tslands. Ritstjórar: Gils Guðmundsson (ábm.), Bergur Sigurbjörnsson og Þorvarður Ornólfsson Framkvæmdastjöri /afct Stgurðsson Áskr.gj. kr. 14.00 á mán. Kr. 84.00 i/2 ár, f lausas. kr. 5.00 Afgreiðsla: lngólisstræti 8. Sími 19985 Prtsthóll 1419 Prentsmiðjan Edda h.t --------------------j-----------—----— Ríkisstjórnin og EBE Af umræðum þeim, sem farið hafa fram á Álþiilgi að undanförnu um Efna- ha.gsbandalag Evrópii, og skrifum stjórnarblaðanna, er augljöst orðið, að ríkis- stjómin og helztu ráða- rnenn stjórnarflokkanna hafa nú ákveðið að beita sér fyrir því, að ísland ger- ist AUKAAÐILI að bandalaginu, þó að því verði ekki formlega hreyft fyrr en eftir næstu kosn- ingar. Þetta staðfestist m. a. af því, að s. 1. miðviku- dag lætur Gunnar Thor- oddsen blað sitt, Vísi, lýsa því yfir, að andstaða Ey- steins Jónssonar við auka- aðild sé vonandi aðeins í orði en ekki á borði, og sett fram af Eysteini til þess eins að gera þetta mál að ' KONINGAMÁLI. I>ví hefur verið haldið fram af ýmsum að þessi afstaða rílcisstj órnarinnar sé fráhvarf frá fyrri stefnu hennar í málinu, þegar höfð var á oddi í herbúð- um stjórnarflokkanna kraf- an um fulla aðild og það sem fyrst. Ef betur er að gáð, er hér ckki urn mikla breyt- ingu að ræða. Það liggur nefnilega alveg Ijóst fyrir, að það er ekki annar mun- ur á fullri aðild og a.uka- aðild en sá, að með aukaað- ild fæst lengri tímafrestur varðandi sérstök atriði, sem aukaaðili óskar frest- unar á, en eftir þennan tímafrest verður aukaað- ildin að fullri aðild af sjálfu sér. Og það er mjög vafa- samt, að ríkisstjórnin hafi nokkurn tíman hugsað sér að stíga skrefið til fullrar aðildar í EBE öðruvísi en í gegnum aukaaðildarleiðina. Langsennilegast er að hér liafi átt að beita þeim póli- tísku klókindum að liræða menn með því að láta skína í það, að sækja ætti þegar um fulla aðild. til þess að þeir teldu aukaað- ildina eitthvert UNDAN - HALD hjá stjórnarflokk- unum og sættu sig því bet- ur við þá leið sem mála- miðlun. Það sýnir líka átakan- lega hin skefjalausu óheil- indi stjórnarliðsins í mál- inu, að Gylfi Þ. Gíslason og aðrir ráðherrar lýsa því yfir að Island geti ekki gcrzt fulígildur aðíli að E. B.E. og full áðild komi því ekki til mála, en síðan lýsa þessir sömu ráðherrar fylgi sínu við aukaaðild og telja hana fyllilega koma til greina fyrir Island og hættulausa, enda þótt vitað sé, að hún sé í raun eitt og hið sama og full aðild, að- eins gefinn lengri aðlögun- arfrestur. Að þessu leyti var læri- faðir ríkisstjórnarinnar í ut anríkismalum, Halvard Lange, heiðarlegri í mál- flutningi sínum, þegar rætt var um Efnahagsbandalag- ið í Stórþinginu. Þar lýsti hann því yfir, að aukaaðild væri VERRI að sínum dómi en íull aðild, þar sem aukaaðildarríkið fengi enga fulltrúa í stofnanir bandalagsins, svo sem framkvæmdanefndina, ráð- ið, þingið eða dóminn, á meðan aukaaðildin væri að þróast í fulla aðild. Geta menn borið þetta saman við þau ummæli dr. Gylfa, að aukaaðild væri betri fyrir Island en við- skipta- og tollasamningur, þar sem við fengjum enga fulltrúa í stofnanir E.B.E., ef við gerðum aðeins við- skiþtasamninga við það og gætum þar með engin áhrif haft á gang mála innan bandalagsins, sem við gæt- um með aukaaðild. Um þetta atriði getur þó ekkert farið á milli mála, því að í skýrslu ríkisstjórn- arinnar um E.B.E., sem birt vaf hér í blaðinu í fyrra, er greinilega fram tekið, að aukaaðildarríki að E.B.E. fái engan full- trúa í stofnanir bandalags- ins, meðan aukaaðildin stendur. Þegar fyrirætlanir stjórn arflokkanna eru þannig komnar fram í dagsljósið, er það höfuðnauðsyn, að barátta og baráttuaðferðir andstæðinga stjórnarinnar í þessu rnáli verði sam- ræmdar og miðaðar við viðhorfin, eins og þau nú eru. Castro og kommúnistar Grein þessi birtist í brezka blað- inu Peace News 24. ágúst sl. og ber að hafa það í huga, að hún er skriíuð áður en Kennedy Banda- ríkjaforseti lýsti yfir hafnbanni á Kúbu. Höfundurinn hafði sjálfur dvalizt um hríð á Kúbu og kynnt sér ástandið þar. Enda þótt ýmsar ytri á- stæður bendi til, þá er ekki unnt að telja Kúbu „alþýðu- lýðveldi" á borð við ríkin í Austur-Evrópu. Hún er ekki meðlimur i Varsjárbandalag- inu, heldur telst hún til hóps hinna hlutlausu ríkja, sem liéldu ráðstefnu i Belgrad í fyrra. Boð Rússa á eldflaug- um og öðrum vopnum er augsýnilega takmarkað og a( landfræðilegum ástæðum get- ur ekki verið um að ræða neitt fullkomið hernaðarlegt bandalag þar á milli. Hjá Sameinuðu þjóðunum greið ir Kúba stundum atkvæðj með hlutlausu ríkjunum og stundum með kommúnista- ríkjunum. Einn leiðtogi kúb- anskra kommúnista sagði við mig: „Við erum í hjarta okk- ar með Austur-Evrópu, en á hernaðarsviðinu erum við hlutlausir." Kúbanskir kommúnistar hafa mjög reynt að setja sinn stimpil á byltinguna, og má segja, að þaim hafi tekizt það að nokkru leyti. En þeir hafa samt ekki nándar nærri eins mikil áhrif og Fidel Castro, sem enn hefur látið mjög að sér kveða síðustu mánuði, augsýnilega með blessun Sovétstjórnarinnar. Hann hcfur náð slíkum vökl- um og vinsældum, að jafn- ast á við persónudýrkun, sem minnir á dýrkun Enver Hoxha í Albaníu. Á hverjum barnaleikvelli í Havana má sjá stór spjöld með tilvitnun- um, sem vitna um ást Castr- os á börnum. Leiðarvísar og aðrir umferðarbæklingar innihalda ummæli Castros tim árangur sósíalismans og á baki hvers strætisvagna- miða eru tilvitnanir í Castro. Styttur og myndir af Castro eru til sölu í verzlunum, sem selja ,byltingarhluti“ og stundum einnig í verzlunum kaþólskra manna, sem selja kirkjulcga hluti, ásamt mynd um og styttum af Madonn unni. Hljóðfæraverzlanir selja ræður Castros á plötum ásamt calypso. Eitt er athyglisvert við Kúbu, og það er, að komm- úriistar (eða Sósíalski alþýðu flokkurinn) eiga nú sæti í stjórninni í annað skipti á tuttugu árum. Þeir hafa aldrei fengið meira í kosn- ingum en sem svarar 5%. En Batista vantaði þessi 5% lil að ná meirihluta. Hann gerði bandalag við kommún- ista, og þeir tóku þátt í ríkis- stjórn hans, þar til hann nam stjórnarskrána úr gildi, Ios- aði sig við hjálparkokkana og gcrðist cinvaldur. Komm- únistar litu svo á, að þeir væru enn í ríkisstjórn, er Castro hóf byltingu sina. Þeir slógust ekki í fylgd með honum, fyrr en jteir sáu, að hann naut stuðnings yfir- gnæfandi meirihluta kúb- örisku þjóðarinnar. Eftir sigur sinn korrist Castro að raun um, að kommúnistar voru hinir einu meðal stuðningsmanna hans, sem höfðu reynslu í stjórnar- störfum. Hann Jtarfnaðist Jreirra til að stjórna landinu. Hans eigin her var stór og ákafur, en skorti menn, sem gátu fengizt við líðandi vandamáj og stjórnsýslu. Kommúnistar gengu brátt fram af Castro í viðleitni sinni til að ná ábyrgðarmikl- um störfum í Jtágu ríkisins. Meðal hinna gömltt vopna- bræðra Castros, „Fidelist- anna", ríkti bitur gremja. Castro ákærði einn ltinna eldri kommúnista, Annibal Escalante, opinberlega fyrir að hafa bolað skjólstæðing- um sínum í mikilvægar stöð- ur. Escalante var komið i flugvél og var hann sendur til Budapest. Það, að við honum var tekið þar, er talið benda til Jtess, að sovét- stjórnin hafi stutt hreyfingu Castros og hjálpað honum til að halda Escalante í skelj- um. Castro sagði síðar í ræðu, að hann vissi um 500 aðra stuðningsmenn Escalantes eða „Annibalista" eins og Jreir eru kallaðir nú. En hann nafngreindi þá ekki, og engar frckari hreinsanir hafa átt sér stað. Örlög Es- calantes Itafa auðsjáanlega verið hinum næg aðvörun. Árangurinn er sá, að nú er ábyrgðarmestu stöðunum skipt nokkurn veginn jafnt milli „Fidelista" og „Anni balista". En á sama tíma reis upp önnur deila innbyrðis. Fidel Castro hefur, einkum að á- skorun hlutlausra ríkja i Evr ópu, leitað fyrir sér um mála- miðlun í deilunni við Banda- ríkin. Hann leitar augsjáan- lega að grundvelli fyrir frið- samlegri sambúð, Jtar sem Kúbu yrði veitt viðurkenn- ing sem sósíalskt ríki á hin- unj, vestræna jarðarhluta. Hann hefur jafnvel í því sambandi gefið í skyn, að bætur yrðu greiddar fyrir Jtær amerísku eignir, sem Jtjóðnýttar voru við endur- skipulagningu atvinnulifsins. Þessir tilburðir hans hafa mætt andstöðu bæði meðal nánustu samstarfsmanna hans sjálfs og sömuleiðis ráð- gjafa Kennedys. Ástæðan til Jressara til- burða Castros virðist vera sú, að hann hafi gefið upp þá von, að Sovétríkin og fylgi- ríki Jress muni nokkurn tima geta veitt Kúbu þann stuðn- ing, sem hún þarfnast. Þessi skoðuti á augljóslega einnig sína fylgjendur 1 Sovétríkj- unum. Efnahagslíf Kúbu var allt háðara Bandaríkjunum (og öðrum amerískum ríkj- um) en flestir Kúbubúar gerðu sér ljóst. Viðskipta- bannið á Kúbu hefur komið landinu fram á brún efna- hagslegs öngjrveitis. Sovét- ríkin sjá eynni fyrir allri þeirri olíu, er hún þarfnast, en af landfræðilegum ástæð- um er erfitt að senda miklar birgðir af öðrum vöruteg- undum yfir Atlantshafið. Skortur er á nær öllu á Kúbu. Rússneskir, austur- Jjýzkir og tékkneskir sérfræð- ingar hafa gert áætlanir um uppbyggingu nýrra iðnaðar- greina, sem myndu sjá land- inu fyrir nauðsynjum, en hægt miðar. Engin iðnaðar- grein hefur ennþá verið byggð upp að fuílu, Jrremur árum eftir byltinguna. Hinir kúbönsku kommún- istar trúðu þvi, — og trúa Jrvi sumir enn — að aðrar Jjjóðir latnCsku Ameríku myndu fylgja fordæmi Kúbu, steypa stjórnum sínum af stóli og stofna alþýðulýð- veldi eftir kúbanskri fyrir- mynd. Kúba myndi Jrá eign- ast bandamenn í hinum vest- ræna heimi og einangrunin yrði rofin. Tilraunir hafa jafnvel | verið gerðar til að flýta fvrir 1 Jiessari Jjróun. Byltingar- f nefndir frá öllum vestrænum p lönclum senda út áróður frá R Kúbu og Jrar eru menn jafn- j; (Framh. A bls. 4.) | 3 Frjáls þjóð — laugardaginn 17. nóvember 1962

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.