Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.11.1962, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 17.11.1962, Blaðsíða 5
Helgi Guðmundsson sjómaður: SÍLD Á MIÐUM — FLOTI í HÖFN Síldarinarkaðarnir eru í lisettu, flotinn í höfn. Daglega getur að líta'þvílíkar fyrirsagn- ir í blöðunum. Flotinn er bund- inn, það er staðreynd. Að öðru leyti er svo ekki sagður nema hálfur sannleikur. Þriðjungur bátaflotans er nieð samninga, sem gilda til 1. júní 1963, þar á meðal allir Sandgerðisbátar. Hvers vegna láta þessir bátar ekki úr höfn til þess að bjarga mörkuðunum? Fyrir því eru gildar ástæður: LÍÚ bannar þeim að hreyfa sig. Þetta ástand er ægilegt fyrir þjóðarbúið, en hvernig er það tilkomið? LÍl7 sagði upp samningum. Eftir mesta síldarár, sem komið hefur, sagði LÍÚ upp gildandi samningum í vor áður en sumarsíldveiðarnar hófust. í samningum þeim, sem síðast voru í gildi, áttu 40% af brúttó afla að renna til skipshafnar. Þegar búið var að afla verðmæta að upphæð 360 þúsund, skyldu 42% ganga til skipshafnar. Nú krafðist LÍÚ þess, að hlutur sjómanna lækkaði niður í 31% eða um fjórðung . Margar hlálegar greinargerð ar og útreikninga hafa séníin hjá LÍÚ látið frá sér fara. En nú kom greinargerð, sem sló öll met. í henni var sagt, að vegna hinnar miklu aflaaukningar, sem fylgt hafði nýrri síldveiði- tækni — og þar af leiðandi stór- aukinna tekna sjómanna og útgerðarmanna — sjái LÍÚ sér ekki annað fært en krefjast lægri prósentu til handa sjó- mönnum! Sjómenn svöruðu því til, að einmitt vegna hinna nýju tækja stæði útgerðin miklu betur að vígi. Sjómenn lcgðu aftur á móti frani stóraukna vinnu mið að við það, sem áður var. Hvorugur hvikaði frá sínum i sjónarmiðum. og þannig stóðu j málin, þegar bráðabirgðalögin voru sett. Og svo f.ylgdi hinn alræntdi gerðardómur í kjöl- farið. Ósamrœmi. Við skulum nú athuga nán- ar, hvort kröfur LÍÚ eiga rétt á sér. Þær byggjast á því að hin stórauknu afköst auki ekki tekjurnai; að sama skapi og kostnaðinn. En sé svo, eru þá ekki fallnar burtu forsendur fyr ir hinni auknu tækni? Þegar dýptarmælirinn kom fyrst í fiskiskip, olli hann bylt- ingu á sínu sviði og sparaði út- gerðinni stórfé. sérstaklega tog- araútgerðinni. Ekki komu þá fram kröfur um lækkaðan hlut sjómanna. Kraftblökkin er hliðstætt tæki; hún sparar útgerðinni stór fé í miklu lægri vátryggingu á nót og minna viðhaldi en á nótabát. En nú er kraftblökkin ein aðalröksemd útgerðarmanna fyrir því að lækka hlut sjó- mannsins. Farið i kollhnis. Margt hefur verið rætt og ritað um hina óskaplegu tekjur, sem sjómenn höfðu í sumar. Þar hefur lítillar hófsemi gætt en margur rennt sér fótskriðu á hálu svelli af engu minni glæsi brag en Skarphéðinn forðum og klofið ýmsan sannleikann í herðar niður. Á skammri stund skipast veð ur í lofti. Það er annar andi í blaðaskrifum um þessi mál núna, en þegar við þurftum að flytja inn Færeyinga í hundraða tali til að manna skipin. Þá óðu fram á ritvöllinn ó- líkustu menn og hrópuðu það um stræti og torg, hvílík skömm og þjóðarvoði þetta væri; það þyrfti tafarlaust að stórbæta tekjur sjómanna. Strax og hin mikla síldveiði fer að auka tekjur sjómanna og fleiri fslendingar fara að stunda sjóinn, en Færeyingar hverfa af bátunum, fara þessir sömu menn í kollhnís og standa á öndinni af vandlætingu yfir ofsatekjum sjómanna. Ekki mcð hendur í vösum. Þig lesandi góður, sem e. t. v. þekkir lítið til þessa máls, skal ég upplýsa, eftir því sem ég get. Árið 1961 er mcsta aflaár scm komið hefur. Vélskipið Höfr- ungur II frá Akranesi var ]>að ár næsthæsta eða hæsta afla- skip íslenzka vélbátáflotans. Ilá setahlutur á honum þetta ár var 300 þúsund krónur. Laglegur skildingur, vissu- lega. En það er ekki sagan öll. Af þessu fara rösk 100 þúsund í skatta og auk þess þarf að borga af þessu fæðiskostnað og mikið gallaslit. Við skulum segja, að þeir hafi átt eftir 170 þús. í hreinar tekjur. En les- andi góður, það er langt frá þessum bát og þangað til komið er um miðjan flota, að maður tali nú ekki um það, sem er þar fyrir neðan. Og hvorki þessir menn né aðrir sjómenn taka sínar tekjur með hendur í vös- um. Nei, tekjur sjómanna almennt eru ekki eins miklar og af er látið. Það er engin sanngirni heldur að einblina á eina ver- tíð og þar að auki þá beztu, sem komið hefur. Svo langt hefur ái’óðurinn um tekjur sjómanna gengið, að Al- þýðublaðið, þetta ástkæra blað alþýðunnar, reiknaði út, hvað skipshöfnin á Víði II. hefði haft á mínútu í sumar. En blaðið gleymdi að geta um, hvað út- gerðarmaður Víðis II. hafði um mínútuna. Kannski hefur bara brotnað blýið í blýantinum hjá þeim. Ægilegt mál. Svo að ég snúi mér aftur að síldveiðideilunni, þá er hún ægilegt mál. Það er ekki nóg með, að hún hafi stórrýrt tckj- ur sjómanna og útgerðarmanna og þess mikla fjölda í landi, sem við síldina vinnur, og minnkað gjaldeyristekjur þjóðarinnar um mörg hundruð milljónir: Það hefur aldrei verið selt jafnmik- ið af vetrarsíld fyrirfram, og þessir markaðir eru að tapast. Við getum ekki búizt við, að þær þjóðir, sem við nú svíkjum samninga á, hlaupi af sér tærn- ar til að gera við okkur sarnn- inga aftur. Og svo er sarna og engin beita til í landinu heldur. Ef þessu heldur áfram, hefst eng- in vertíð fyrr en í byrjun marz. Þeir fögnuðu gcrðardómnum. Það stendur ekki á sjómönn urn að mæta útgerðarmönnum af sanngirni í þessari deilu. En þegar ég tala um sanngirni, á ég ekki við gei-ðai’dóm Emils Jónssonar og því síður það, sem LIÚ kiæfst nú, sem er langt fyrþ neðan gerðardóminn. En það er langt frá gerðardómnum og til þeirra kjara, sem fyrir voru. Þar á niilli eru að meðal- tali 6%. Þeir sem kváðu upp gerðar- dóminn hafa bakað þjóðinni óbætanlcgt tjón. Þcir drógu al- gei-lega taum LIÚ í deilunni. enda fö|nuðu útgerðarmenn á- kaft dómsúrskxp'ðnum. Og það er fyrst og fremst gerðardómur- inn, sem hefur Iileypt þeim fít- onsanda í LÍÚ-menn, sem nú grasserar i höfuðskeljum þess- ara manna. Það er engu líkara en for- ráðamenn LIÚ haldi, að það sé árið 1902 þegar atvinnurekend- ur réðu því sjálfir, hvað þeir borguðu verkamanninum og sjómanninum. Ég vil ráðleggja þessum snill ingum að rífa af almanakinu hjá sér. Sálufélag Emils. Emil Jónsson sjávarútvegs- málaráðhei-ra sagði á Alþingi í dag, að mótmádi sjómanna við gerðardóminn væru að engu hafandi, þar sem þau væru feng in með áróðri og undirskrifta- söfnun. Þetta eru svívirðileg orð í gai’ð sjónxanna og sýna fyrirlitn- ingu þessa ráðhei’ra fyrir sjó- mannastéttinni. Þessi ummæli Emils skipa honum á bekk með þeim ritstjóra Morgunblaðsins, sem sagði. að fimdai-samþykkt- ir væru að engu hafandi, því að þær væru gerðar af samsafni fífla. Og þessi maður, Emil Jóns- son, á allan sinn pólitíska frama að þakka stuðningi sjómanna. i Sjaldan launar o. s. frv. En það veit ég fyrir víst, að sá stuðningur er nú af. Ég skora á Alþýðublaðið, að töfra fram þó ekki væri nerna einn síld- veiðisjómann, sem er gerðar- dórni Ernils samþykkur. Það verður því góða blaði áreiðan- lega jafnerfið raun og sú að sýna sjómönnum skilning og stuðning í baráttu þeirra. Feimnismál. Þrátt fyi'ir allt er þessi deila dálítið feimnismál. Það sést bezt á því, að Morgunblaðið hef ur ekki að þessu sinni tekið eins dyggilega málstað LÍÚ og alltaf áður. í því fræga Vpkiggi, sem hét Viðreisn og gefið var út af ríkisstjórninni, var einn kafli helgaður útgerðinni og þeim vanda, sem hún átti við að stríða, en nú skyldi bægt frá. Þá var ekki korninn til sxí tækni í síldveiðum, sem nú er alrnenn. Sjálfleitartæki voru íétt að koma og kraftblökkin á byrjunarstigi. En með þeim aflabrögðum senx þá voru — þar á meðal síldarleysi — þá átti útgei’ðin, eftir því sem stóð í þessum pésa, að geta staðið ein og óstudd, laus við alla st.yrki, og safnað í varasjóð. En íxú kornurn við að feimn- ismálinu. Þremur árum síðar er útgerðin þannig stödd, að sögn xitgei’ðamanna, að hxin sér það eitt ráð að krefjast þess, að sjómenn lækki kaup sitt um fjórðung, þrátt fyrir gífurlega aflaaukningu, sem aldrei var reiknað með. Þess vegna er það, séð frá rottuholuútsýni Mogg- ans, ekki holt, að almenningur í Iandinu færi að leiða hugann að því, hvar útgerðin stæði í dag, ef hin geysimikla síldveiði hefði ekki bjai’gað öllu við. Þrátt fyrir allt treysta þeir sér ekki til þess, Morgunblaðs- mann, að kenna aflaaukning- unni um gjaldþrot viðreisnarimx ar, þó að sú skýring 'hefði verið langsamlega einföldust! Ekki að gamni okkar. I þessai’i deilu hafa útgerðar- menn alls ekki viljað semja. Þeír hafa týnt upp hvern þann tittlingaskít senx þeir hafa talið, að gæti orðið að ágreiningsefni. Þeir treysta á ríkisstjórnina, og sú trú bregst þeim áreiðanlega ekki. Áfengismáí og skák í bréfaskóla SÍS Bi’éfaskóli SÍS er nú að hefja kennslu í nýrri grein. Er þar um að ra^ða fræðslu um áfeijgismál. Eru í þeim flokki finxm bréf. Ritar Baldur Johnsen læknir þi’jú þeirra, um hina heilbrigð- islegu hlið málsins, en sr. Eirík- ur Eiríksson hin tvö, einkum unx hina félagslegu hlið þess. Að þessari fræðslu standa auk Bréfaskóla SÍS Stórstúka ís- lands, nxeð styrk frá Áfengis varnarráði og fræðslumálastjórn in, og getur svo farið, að bréfin verði einnig notuð við almenna fræðslu um áfengismál í skólum landsins. Er ástæða til að fagna þess- unx nýja þætti í starfsemi bréfa skólans. Þá er það nýmæli unx starf- semi bréfaskólaixs að þessu sinni, að kennslubréf í skák vei'ða nú á íslenzku, en hafa áður verið á sænsku. Hinn kunni skákmaðUr Sveinn Kristinsson hefur þýtt bréfin og sér um kennsluna. LÍÚ hefur ekki konxið fram nxeð nein held rök fyrir því, að réttlætanlegt sé að sjónxenn gefi eftir fjórðung af lauixunx sínuixx, alli'a sízt, þegar allar aðrar stétt ir þjóðfélagsins hrópa á hærri laun og þrýstiloftslxreyflar Benjamínskunnar hrinda af stað þeirri dýrtíðarskriðu, senx allt er að færa í kaf. Við sjómenn geruin okkur vel ljóst, hve ægileg þessi deila er. En við stundum ekki sjóinn að gamni okkar. Það finnst mörg- um töluvert borgandi fyrir það eitt að geta dregið dúnsængina upp fyrir haus, þegar sjómaður- inn lieldur út á sjóinn og nótt- ina. Frjáls þjóð — laugardaginn 17. nóvember 1962 5

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.