Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.11.1962, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 17.11.1962, Blaðsíða 4
Hvernig- muna má símanúmer Getið þið munað síma- númer? Ég þekkti einu sinni mann, sem gat ekki einu sinni munað sitt eigið núm- er. — „Það er ekki von“, sagði hann. „Það er nefni- lega eina númerið, sem ég þarf aldrei að hringja í." Hann var einhleypur. En ef þið eigið bágt með að muna símanúmer, þá skal ég segja ykkur, hvernig ég fer að því. Hugsum okkur, að við þyrftum að muna númer, eins og t. d. 2-47-93. Eftir mínu kerfi þarf þá alls ekki að leggja á minnið nema eina tölu: töluna tvo! Þið trúið mér kannske ekki, en ég skal þá sýna ykkur, hvern- ig þetta er hægt: Við munum sem sagt töl- una tvo. Síðan margföldum við tvo með tveimur, og það ! eru fjórir, ekki satt. Síðan margföldum við fjóra með tveimur (auðvitað) og það eru 8, en drögum helming- um inn af tveimur frá (hinn helminginn notum við seinna — ef við gleymum því ekki . .. .) Nú, þá höfum við þrjá fyrstu stafina i númer- i inu: 2-47. En höldum áfram: Við margföldum 47, með hverju haldið þið: tveimur! —----------------------- Það eru 94, og þá er bara að taka helminginn sem við geymdum (en gleymdum vonandi ekki) og draga hann frá 94, og þá eru tveir síð- ustu stafirnir komnir: 93 og þar með símanúmerið í heild sinni. Auðvelt, finnst ykkur ekki? Auðvitað byggist þetta r i I gamni og alvöru allt á því, að við munum töl- una tvo, en það ætti ekki að vera neinum ofvaxið. Ef hins vegar einhver skyldi vera i vandræðum með að muna þá tölu, má benda honum á mjög einfalda leið til þess: Það er bara að muna að tveir rímar á móti heyr — og sá, sem treystir sér ekki til að muna orðið hcyr þegar hann tekur upp /iey rnartólið, hann getur alls ekki notað mitt kerfi — og ég ráðlegg honurn eindregið að fá sér heldur vasabók ... Auðskilið mál Hvaða fiskar eru fremst í bókum? 1 Lídó — Form-álar. ★ Af hverju verða stjóm- málamenn að gæta sín að styggja ekki endurnar á Með alfelli, Reynivöllum og Flekkudal? Af pví að þœr eru Kjós- endur. Gáta dagsins Maður stelur einni mill- jón, kemst undan á lítilli flugvél og verður benzínlaus í 1500 m. hæð yfir Grímsey. Hvar ætti hann þá að lenda? ■xunmn-i>i%ii y uvaft I mjólkurbúð — Jái — Hvað eigið þér við? — Hvað var það! — Var hvað? — Hvað var það fyrir þig! — Eg skil yður varla: Hvað það var fyrir mig? — Já, hvað œtlarðu að fá! — Nú, þannig? Eg ætla að fá einn lítra af súrmjólk og þó ekki vœrí nema nokkra millílítra af kurt- eisi, en það verður víst að biða þangað til ég kem næst — ef ég kem. T -s- ru. Gufunestíðindi; Andstreymi og áhyggjur Bréf til blaðsins Rvík 13. nóv. '62. Hr. ritstjóri. Skv. jrásögn Moggans þ. 13. þ. m. hélt dr. Linus Pauling prófessor, bandariskur Nóbels- verðlaunahafi, því fram i Osló fyrir skömmu, að 16 milljónir barna nœstu kynslóðar myndu feeðast vansköpuð af völdum þeirra kjarnorkutilrauna, sem nú þegar hafa farið fram. Miðað við þessa tölu og sprengjumagnið má gera ráð fyrir að 60—70 af hverjum 100 börnum mundu fœðast vansköp- uð að lokinni atómstyrjöld. Veeri okkar „friðsömu" þjóð ekki nœr að skipa sér i lið þeirra þjóða, sem neita að taka þátt i hinu vitfirringslega styrj- aldarœði, i stað þess að vera einskisnýtt hnoð i vigvél annars hinna óðu þursa? Er framtíð barna okkar e. t. v. ekki eins mikils virði og hern- aðar- og gróðasjónarmið hinna vestrœnu „verndara"? Ég legg til að almannavarna- milljónin verði látin renna til soltnu barnanna i Alsir, þar gœti hun komið að notum. Pacifius. Framhald af bls. 8 síður en á öðrum samkom- um unglinga: Mikill meiri- hluti þessara ungu pilta og stúlkna reykti, oft voru sígar- ettur látnar ganga frá manni til manns, og á öskubökkum (og gólfinu!) sást, að það var ekkert smáræði, sem búið var að svæla upp. Ef til vill er forráðamönn- um Lídó um megn að hafa góð áhrif í Jæssu tilliti, en Jiakkarvert væri, að Jjeir gerðu tilraun til þess. Reyk- ingar eru orðnar svo tíðar meðal unglinga, að í full- kominn voða stefnir. Til þess að fá J)ar einhverju þok- að, þarf slórfellt átak, skipu- lagðar samaðgerðir margra aðila. Því lengur sem J)ær drag- ast, Jdví lengra sígur á ógæfu- hliðina. Unglingar þurfa annars að liafa býsna mikil fjárráð til að geta sótt þennan skemmti- stað: Aðgangseyrir er frá 25 og upp í 50 krónur á kvöldi, og eflaust vilja allir fá sér einhverjar veitingar, t. d. fékkst j>arna rjómaís með á- vöxtum, sem kostaði 25 kr. Unglingarnir virtust skemmta sér vel, og Jrarna var svó sem enginn að fetta fingur út í vangadans og innileg faðmlög á dansgólf inu, enda eru slíkar aðfinnsl ur víst afskaplega gamaldag- fyrirbæri. Allt bendir til að hér sé Castró — Framhald af bls. 3. vel þjálfaðir til að vera við- búnir í væntanlegum átök- um. Ég hef hitt, meðal ann- arra, amerískan negra, sem er ákafur formælandi harka- legra aðferða í kynþáttadeil- unum í Suðurríkjunum og andstæðingur hinnar frið- samlegu stefnu Martins Luthers Kings í þeim mál- um. Fidel Castro og nokkrir fylgismanna hans gera sér þess nú grein, að vonir um „útflutning" á kúbönsku byltingunni eru fánýtar, eða a. m. k. fjarstæðar. Tilvera þeirra flokka, sem vinna að „útflutningi byltingarinnar" til annarra landa, er hindrun fyrir gagnkvæmum skilningi og samstarfi við Bandaríkin. Það er þess vegna, sem Fidel Castro reynir að vinna bug á „útflytjendunum". Offset-fjölritun LETUR S/F Hvprfisgötu 50. Sfmi 23857 um að ræða mjög gróðavæn legt fyrirtæki fyrir eiganda skemmtistaðarins, og er þá væntanlega tilganginum náð, hvað sem öðru líður? Þ. Það er meira en heilt ár síð- an, að bændum barst það til eyrna, að þeir ættu að fá helm- ing þess kjarnaáburðar, sem þeir keyptu vorið 1962, korn- aðan, en það hefir verið krafa bænda frá byrjun, að þeir yrðu losaðir við sallann. Þær ósTcir hafa enn engan árangur( borið. Talið er þó, að Áburðarverlc- smiðjan sé búin að fóma upp undir 20 millj. króna á einu ári til þess að kjaminn verði kom- aðwr. — Verkfræðingar hafa farið til Bandaríkjanna, og sér- fræðingar hafa komið þaðan hingað til þess að fá bót á því ráðna, sem að hefir verið, en allt án árangurs enn sem kom ið er. í fyrra vetur töldu þeir sem næstir stóðu, að allt kæmist í lag innan fárra daga, og á að- alfundi Aburðarverksmiðjunn- ar sagði formaður stjómarinnar, að byrjunarerfiðleikar væru sigr aðir og að nú gæti kornunin hafizt. En allt kom fyrir ekki, kornin fengust ekki að heldur. Vorið og sumarið leið og um það leyti er vetur hófst var sallinn enn hinn sami. — Fræðimenn frá Vesturheimi hafa verið vænt anlegir enn að nýju og setja menn nú von sína á þá, um að leysa fyrirsvarsmenn verksmiðj unnar frá þeim kvíða og von- leysi, sem þeir eru haldnir, og ekki að ástæðulausu. Bilanir — minnkandi framleiðsla. Annað, sem borið hefir að, er búið að valda forstöðu verk smiðjunnar þungum áhyggjum. Það eru hinar endurteknu bil- anir á spenni verksmiðjunnar. Hann bilaði í júní siðastl. og aft ur í ágústmánuði. Erlendur kunnáttumaður kom til landsins og annaðist viðgerð, en að sjálf- sögðu tók hún langan tíma og var kostnaðarsöm. Þessar tvœr bilanir hafa vald- ið framleiðslutapi, er kunnugir tclja að nemi framt að þrjú þúsund smálestum af kjarna, sem er að verðmœti ekki langt undir níu milljónum króna. Ekki er vitað, hver orsök Jress ara bilana er, hvort unt smíða- galla er að ræða eða þá einhver vöntun hefir verið <á kunnleika eða færni þeirra, sem tneð þessi verðmætu fæki hirða og hafa umsjón með þeim. Verður það sennilega aldrei npplýst, en Jrað sem skeð hefir er þó hvatning og áminning til allra. er svara eiga til þessa að hæfir og færir menn séu að störfum; þar þarf að vera valinn maður í hverju rúmi. Þrátt fyrir svo minnkandi framleiðslu, er nemur máske þrem þúsund tonnum af kjama, verður reksturskostnaður verk- smiðjunnar ekki hlutfallslega Iægri og kemur hann óhjákvæmi Iega þyngra niður á hverja fram leiðslueiningu en ella hefði orðið og veldur þvi að mun hcerra verði á lwerri smálest á- burðarins á komandi vori. Vonirnar björtu brugðust. Það þótti nokkrum tíðindum sæta í fyrra, að Áburðarsala rík- isins var látin flytja til landsins allmikið magn af fosfór- og kalí- áburði, sem stjórn Áburðar- verksmiðjunnar talaði um, að ætti að nota f garðáburð, Jt. e. blandaðan áburð. Þetta er að miklu leyti smágerður salli, og er talið að hemi nærri tveim þúsundum smálesta. Þetta var flutt án umbúða í skipunum til Iandsins og tekið úr lestum Jreirra og ekið á opn- um vörubílum í geymslu. Þar var það látið á rakt gólfið í byng og hefir staðið Jrar óhreyft frá því í marzmánuði, og enn er ekki sjáanlegt, að þessi salli notist. Einhver hluti verksmiðju- stjórnarinnar taldi sér trú um, að mikill gróðavegur væri að Jrví að blanda áburðinn í Gufu- nesi, og nefndu sumir, að gróði af því á einu ári væri minnst 800 J)úsu nd krónur, og væri því sjálfsagt að láta slíkt ekki. úr hömlu dragast. Þessi áburðarefni eru talin að hafa kostað um eða yfir fimm milljónir króna. Þar við má bæta vöxtum af kaupverð- inu, ef núverandi kostnaðar- verð væri reiknað, auk geymslu- kostnaðar og rýrnunar. Kemur Jrá fljótt í fulla milljón króna, sem bætist við kostnaðarverðið í upphafi. Flestir mundu hafa látið kaupin á þessum áburðarefnum bíða, að minnsta kosti Jrangað til séð yrði, hvort fært reyndist að gera blandaðan áburð í Gufunesi. Vonirnar um Jrað hafa brost- ið, eins og er urn margt annað, sem meirihluti verksmiðju- stjórnarinnar tók sér fyrir hend- ur viðvíkjandi áburðinum og áburðarverzluninni. Geir. Ritgerðarsamkeppnin. Frestur til að skila ritgerðum framlengist til 10. janúar n. k. Notið Jjetta ágæta tækifæri nnkilvæga reksturs og verðmæta — áburðarvinnslunnar — að gera allt sem unnt er, til þess til þess að eignast góða hluti. 4 Frjáls þjóð — Iaugardaginn 17. nóvember 1962

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.