Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.12.1964, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 18.12.1964, Blaðsíða 1
 SÉRA PALL PALSSON I VIK: JÖLAHUGVEKJA Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. k. hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Hann skal kallast: Undraráðgjafi, guðhetja, feilífðarfaðir, friðarhöfðingi. Syngið Drottni nýjan söng: Þvl að hann hefur gjört dásemdarverk. Dýrð sé Guði í hæstum hæðum. Amen. „En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústus keisara um að skrá- setja skyldi alla heimsbyggðina. Þeda var fyrsta skrásetningin, sem gjörð var. þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Og fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Fór þá einnig Jósef úr Galí- leu frá borginni Nazaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, því að hann var af húsi og kynþætti Davíðs, til þess að láta skrásetja sig, ásamt Maríu heitkonu sinni, sem þá var þunguð. En á meðan þau dvöldust þar kom að því. að hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu. Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins sfóð hjá þeim og dýrð Drottins Ijómaði í k:ing um þá, og urðu þeir mjög hræddir. Og engill- inn sagði við þá: Verið óhræddir, bví sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbam liggjandi og reifað í jötu. Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum. sem hann hefur velþóknun á”. Lúkas 2, 1—14. I. i „Hann var í jötu lagður lágt, 1 en ríkir þó á himnum hátt". Heilög hátíð er í garð gengin. Guð lýsir „landinu kalda”. Enn einu sinni blika jóla- ljósin um allt ísland. í trúfesti hefnr Guð vakað yfir íslandi og hinni íslenzku þjóð. Vemd hans hefur ekki aðeins fært okkur frið um aldaraðir, heldur einnig mótað fram komu okkar og gert okkur áreitnislaus í garð annarra þjóða. Boðskapur jólauna ætti því enn í dag.að eiga greiðan aðgang að hugum og hjörtum flestra íslendinga. Hér á norðurslóðum er nú að vísu skamm degi. En skammdegið er aðeins hið vtra. Stjarna jólanna skín í sálum allra sannkrist- inna manna. Friður Guðs, sem er æðri öll- um skilningi, gagntekur hin hóg\'æru og trúuðu hjörtu og helgar þau. Þess vegna ríkir þar nú gleði, friður og birta. Á jólunum berst boðskapur himinsins til jarðarinnar. Undrið mikla hefur gerzt: „Yð- ur er í dag frelsari fæddur”. II. Þetta er hvort tveggja í senn, fyrirsögnin og fréttin. Fréttirnar berast um heiminn og birtast. Síðan hverfa þær og nýjar fréttir koma í staðinn. Menn vilja fá nýjustu fréttir Frá þessu er aðeins ein va'ðtæk undantekning, sem öðlast alltaf sérstakt gildi á hinni helgu og dýrðlegu jólanótt. Þá er aðeins ein frétt, sem við þurfum, óskum og fáum að heyra: „Yður er í dag frelsari fæddur” Þetta er sú eina frétt, sem mannkyninu hefur verið flutt á hverju ári í nærfellt 2000 ár. Og þetta er jafnframt eina fréttin, sem þýðir að koma með aftur og aftpr á hverju ein- asta ári. Allar aðrar fréttir væri tilgangs- laust og vonlaust að ætla að flytja þjóð- unum aftur og aftur á hverju ári um þús- undir ára. Þessi hér um bil 2000 ár, sem ég nefndi áðan, ættu að nægja til þess, að sanna þörf mannanna fvrir fréttina einu, og til þess að sanna gildi þessarar fréttar! Ekki var Jesús fyrr í heiminn borinn. en við mönnunum blöstu þessar tvær andstæð- ur Annars vegar menn f næturmyrkri, en þeir voru hræddir Hins vegar himnesk birta, englar, mikill fögnuður, frelsari fædd- ur, verið óhræddir! Og svona hefur þetta haldizt fram á þennan dag. Hjálparvana og hrætt mannkyn. í slíkan jarðveg þurfti vissulega hinn óraskanlega boðskap him- insins: Verið óhræddir, af því að ljósið skín í myrkrinu! Það fer unaðslegur og lífgefandi <>g bleps andi kraftur um mannlífið, þegar Guð kem- ur þar inn í mikilleik sínum. Hann vill, að við eigum jólafriðinn hið innra með okkur. Jesús hefur ekki sagt: Gefðu mér tiltekið látbragð og tiltekna ytri framkomu. Nei, allt þess háttar fær hann hjá faríseum og hræsnurum allra tíma. Hins vegar segir Jesús við allar kynslóðir: Gefðu mér hjarta þitt, svo að ég megi endurfæða það og blessa. Mesta gleði og sigurfréttin, sem mann- kyninu hefur verið flutt, snýst ekki um voldugan herkonung, heldur „ungbam, reifað og liggjandi í jötu”. Það var því eðli- legt, að englamir syngju Guði lof á hinni helgu jólanóttt. En hvað gerum við? „Vér undir tökum englasöng, og nú finnst oss ei nóttin löng”. Það leið samt ekki langur tími frá fæð- ingu Jesú og þar til myrkrið reymdi að slökkva það himneska ljós, sem í heiminn var komið. Við þekkjum þetta allt og hvern ig því lauk. Barnið með augun skæru og brosmildu, þar sem það lá í jötunni Titr- Framh. á bls. 7. úm iLilfriiMWrfr^irafinílrA'íliní liSiýltrSýltrSýilrSýÍfiSvlfiSvltisýltisvltiSvltrsvltrSv trsiitrsvii<svir<svitrsvitrsvtysvxisvir7svii7svitr*1iysvii7svir7sýiirsvit7svit7sýiirsvii-?svir7s\ir?svir?sýii?sýir?sýii?sý:;i

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.