Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.12.1964, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 18.12.1964, Blaðsíða 7
IpiisiaaiMSiMöigiHKMgaMsisisssisMHMsiigiaMaMMaiasiKHKisaiSHSíaMssM^iMSíaiiigiSMSiM^^ Ríkisútvarpið óskar hlustendum sínum og landsmönnum öllum GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS Þökk fyrir liðið ár. Rikisútvarpið JOLAHUGLEIÐING andi hjartsláttur þess hjaiiia, sem brast okk- ar vegna á Golgata. Hinn fullkomni sigur Páskakveðjunnar, Kristur er upprisinn! III. í skammdegismyrkrinu er gott að láta þá eilífu náðarsól verma hjörtu mannanna, þar sem Guð er sólin, en Jesús geislaflóð þeirrar sólar. Öll fyrirheit Guðs rættust, þegai fréttin barst um Jesúbarnið í jötunni. Það er kjarni þess máls, sem við emm nú að hugleiða og um þetta sagði dr. Marteinn Lúther: „Eg sé Guð hvergi nema í Jesú Kristi”. Drottinn Jesús og englar hans, er sá félagsskapur, sem okkur er boðið að vera í á jólunum og framvegis. Og það er sá eini félagsskapur, sem mér er kunnugt um, að bjargað hafi hundruðum og þúsundum milljóna manna. Ef þú efast, lesandi sóður. þá skalt þú spyrja þá, sem hafa boðið Drottni inn í líf sitt, þegar þeir stóðu mitt í sorg, angist og kvöl. Þeir þekkia hjálp- ræði jólaguðspjallsins. Þeir geta staðfest mál mitt og þeir em margir. Svona er hið guðlega verk Jesú Krists meðal mannanna. Hins vegar veit ég engin dæmi þess, að nokkur annar hafi unnið þetta björgunar- verk, þar sem mannssálum var bjargað og tryggt eilíft Iíf. Þess vegna og að marg gefnu tilefni heimsins, segi ég ákveðið, að í þessu alvörumáli eiga jólasveinar, grýlur og Ieppalúðar ekla heima. Hefjum hugi okkar upp til hæða. Þangað leitar mannsandinn alltaf á sínum stærstu augnablikum. Þar hafa skáld og spekingar skynjað dásemdir lífsins. Þaðan er talað til okkar á þessari jólahátíð. Frelsarinn er jóla- giöfin til þín og mín frá Guði, tíl þess að við getum öðlazt og átt í honum eilifa lífið. Því blessum við nóttina helgu og þökkum þessa jólagjöf með því að víkja til hliðar öllum hégóma, en svara þess í stað boðskapnum að ofan: „Á meðan liftr líf í æðum, þig lofar öll þín hjörð. Á meðan tungan má sig hræra, á meðan hjartað nokkuð kanp sig bæra, hvert andartak, hvert æðarslag Guðs englar syngi dýrðarlag”. Kæri lesandi. Hver, sem þú ert og hver, sem kjör þín eru, bendi ég þér á Frelsara þinn, af því að hann er sá eini, sem skilur hjarta þitt og getur gefið þér það, sem hjarta þitt þráir. Hann gefi þér sanna og gleðiríka jólahátíð. Amen. B IHI Látið LETUR fjölrita fyrir yður h lil LETUR FJÖLRITUN Hverfisgötu 50 - Sími 2-38-57 glWlg||gl!SISIWIglKIglKllg||g|»II«IBilgllSllgllgH}IllgllBiaiBllglBllgi!gi KAUPMENN, KAUPFÉLÖG Enn sem fyrr höfum vér til sölu úrvals Ilmvötn og Kölnarvötn frá Prakklandi, Englandi, Spánl, V-Þýzkalandi, U.S.A., Tékkóslóva kíu, Rússlandi, Danmörku, A- Þýzkalandi, Monaco og Sviss. Ennfremur eru ávallt fyrirliggj- andi ýmsar tegundir af Rakspíri- tus, Hárvötnum og Andlitsvötn- um. GERIÐ JÓLAPANTANIRNAR TÍMANLEGA ÁFENGIS- OG TÓBAKSVERZLUN RÍKISINS Skrifstofur: Borgartúni 7, sími 24280. Afgreiðslutími frá kl. 9—12.30 og 1—16, nema laugardaga kl. 9—12, og mánudaga kl. 9—12.30 og 1—17.30. Á tímabilinu 1. júní—1. október eru skrifstofurnar lokaðar á laugardögum. lK I 1 P ii Frjáls þjóS — JÓLABLAÐ I — 1964. 7

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.