Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.12.1965, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 23.12.1965, Blaðsíða 3
1 !■■■■■ ■ ■ ■ ■ V ."tWAWAV/A' !■■■■■■■■■■■ ■■< ■ ■■■■■ I ■V.W.V.V.V.' s SVISSHESKT PUTALAND AlUr íslendingar kannast núorðið við Swiss Alumini- un», svissneska auðhringinn, sem nú á að fara að veita aðstöðu til stóriðju hér á landi. Þó .er Sviss fyrir flest annað betur þekkt en stór- iðju — og raunar hið gagn- stæða. Höfuðatvinnuvegur Svisslendinga er einmitt hvers konar smáiðnaður og listiðnaður og þeir hafa feng- Sagt frá nýstárlegri stofnun í nánd við Lúganó í Sviss, þar sem allar helztu og frægustu byggingar landsins að fornu og nýju hafa verið endurbyggðar í smækkaðri mynd. þykir bezt og vinsælast að koma í lóg í hinni spænsku allsherjar ruslakistu nor- rænna ferðamanna í Mið- jarðarhafi, Mallorka. Fyrir fólk sem álítur sumar „Putalandið“ er fjölsóttur staður. Einkum una bömin sér þar veL ið orð á sig fyrir nægjusemi, iðjusemi, nákvæmni og heið- arleika. Svissnesku úrin eru heimsfræg, og raunar þykir það öruggt merki um gæði, ef á einhvem hlut er letrað, að hann sé „gerður í Sviss“. En enda þótt meginhluti Svisslendinga byggi afkomu sína á handlagni og nostur- semi, er það þó annað, sem er'þeim hvað drýgst tekju- lind. Sviss er annálað fyrir nátúrafegurð sína. Hrikaleg, snævi þakin fjöll, hlýlegir, gróðursælir dalir og fögur og víðáttumikil vötn laða árlega til sín milljónir ferðamanna og íbúamir gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að gera þeim dvölina sem þægi- legasta og gera þá viðskila við dýrmætan, erlendan gjald eyri, sem þeir hafa meðferð- is, af listfengi, alúð og nær- gætni. Ennþá munu þó sviss- nesk bankahólf að mestu fara á mis við peninga ís- lenzkra ferðalanga. Þeim leyfi í því einu fólgið, að brúna á sér kroppinn, á dag- inn í nektarkólóníuip bað- strandanna, og svala þorst- anum í næturklúbbum á nótt unni og lenda í ástarævintýr- um, er Sviss sjálfsagt ekki hinn ákjósanlégasti staður. Ekki fyrir það, að Sviss hafi ekki nóga sól, baðstrendur og fjölbreytt skemmtanalíf — hvítur sandur hefur oft verið fluttur langar leiðir að vatnsbökkunum til að fá hinn rétta baðstrandarblæ — held ur vegna þess, að Sviss gerir nokkrar kröfur til ferðalangs- ins um forvitni, áhuga, kúlt- úr og smekk. Sviss er hinn á- kjósanlegasti staður fyrir þann, sem vill sameina sól- böð og skemmtanir, hollri og menningarlegri iðju. Þar er allt unnt í senn, liggja í sól- inni í leti og slappa af yfir víni, fara í fjallgöngur og skíðaferðir, stunda íþróttir (golf, tennis, badminton t.d.) bátsferðir um vötnin, eða stíga á vatnaskíði, reika um skóga og skoða gamla kast- ala eða aðrar forvitnilegar sögulegar minjar, stunda góð leikhús eða óperar eða skoða afbragðs listasöfn, semsagt blanda saman skemmtun og menningu að vild og í þeim hlutföllum sem hver hefur nenningu eða þrá til. Og svo er hægt að velja milli hins þýzka, franska eða ítalska hluta og fá innsýn í þrjár ó- líkar menningarheildir, sem þó hafa borið gæfu til að sam einast innan einna landa- mæra, árekstralítið. PUTALAND En fyrir þá sem eru þreytt- ir á miklu vafstri og þeytingi úr einum stað í annan, en hafa þó áhuga á að kynnast Sviss, er sjálfsagt að fara til Luganó í suðurhluta Sviss, sem þar; stendur við sam- nefnt vatn. Þetta er lítil borg, sem telur um 25000 íbúa, langflesta ítali. í grennd við borgina, nálægt Melide og við eina af þeim leiðum, sem allar liggja til Rómar er kom inn eftirsóttur ferðamanna- staður, sem kallast Svissmin- iatur — eins konar vasaút- gáfa af landinu. Að vísu er það of mikið sagt, hvorki ,rúmast stofnunin í vasa, né er hún nákvæm eftirlíking af landinu öllu. En þarna ér þó góð mynd af Sviss í Puta- landshlutföllum. Þama gef- ur að líta meðal annars ná- kvæma eftirlíkingu af öllum frægustu byggingum lands- ins, smækkuðum tuttugu og fimm sinnum: Þarna er Chill- on-höllin við Montreux, dóm kirkjan í Zúrich, Madonna del Sasso í Locarno, sveita- bæir frá Bemer Oberland, Appenzell og fleiri stöðum, sérkennileg stræti frá mið- aldaborgum eins og Stein am Rhein o. s. frv. En þar er líka að finna nákvæma stælingu á frægasta fjallgarði Sviss, Eiger-Mönch-Jung- frau. Og ellefu járnbrautar- lestir þjóta fram og aftur um svæðið og á litlu vatni siglir einn af hraðbátunum. sem era svo algenir sjón .á. fjalla- vötnurti landsins: Fjörskóga- vatni (Vienvaldstiittersee), Bodenvatni og Lúganóvatn- inu sjálfu. Og þetta svissneska Puta- land er í stöðugum vexti. Nú er t. d. verið að leggja þar fullkomið vegakerfi með liraðbrautum, hlíðasneiðing- um og hárnálabeygjum, hjá hverjum íslenzku Geirsbeygj- urnar eru aðeins svipur hjá sjón. Og um þessa vegi eiga að renna allar gerðir bifreiða og er þ'eim fjarstýrt úr sér- stökum stjórnturni. Eigend- urnir hafa nóg fé handa á milli til stækkunar og upp- byggingar, því að á þeim fimm áram, sem fyrirtækið hefur starfað hefur aðsóknin aukizt stöðugt.og náði hálfri milljón síðastliðið ár. Það hefur þó engan veginn verið ódýrt að koma upp þessu svissneska Putalandi því að hvert hús hefur kostað frá 300 til 500 þúsundir íslenzkra króna. Þó hefur fvrirtækið sitt eigið verkstæði og tekur smíðin allt frá þremur upp í sex mánuði. Og viðhaldið kostar líka sitt. En þeim hef- ur líka tekizt að gera stofn- unina þess virði að heim- sækja hana. Auk þess, sem áður var nefnt, er hægt að sjá þarna hinn nýtízkulega flugvöll í Zúrich Kloten, hallirnar í Thun, Hagenwil, Gruyeres og Valere-höllina í Sion, gömul góðborgarahús frá stöðum eins og Altdorf, Murten, Appenzell og Bem, eða hina hátízkulegu braut- arstöð í Sion. Sem sagt fyrir latan sól- dýrkanda er þarna upplagt tækifæri til að skoða alla svissneska merkisstaði í einu. Og sértu á hraðri ferð til Fenéýja, Rómar eða Kaprí, þá er upplagt að slappa af í Lúganó áður en farið er yfir landamærin og aka síðan út í Melide og fá þar yfirlit yfir Sviss að fornu og nýju í ein- um grænum í þessu Puta- landi. Og þó — kannski það veki bara forvitni, en svali henni ekki — og þú farir aldrei lengra. 3 !■■■■■■! 1 ■■■-■-■_' !■■■■■ V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV.VA Frjáls þjóð _ JÓLABLAÐ

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.