Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.12.1965, Side 5

Frjáls þjóð - 23.12.1965, Side 5
 l%%%"I Hætt kominn á KaldbakskEeif / • Frásögn af ferðum Benedikts Strandapósts „Þú sýndír þar festu og frábæran dug á ferð yfir torsótta vegi. Og hversu sem erfið var leiðin og löng hvort létt eða þungt var um fetin.“ Þannig segir í ljóðinu, sem Benedíkt Benjamínsson fékk sent á 70 ára afmælmu 22. apríl 1963 og birtist í Tíman- m, en Benedikt hefur ein- mitt orðið við bón okkar um að mega birta í jólablaðinu tvær stuttar frásagnir af póst ferðum hans í Strandasýshi. Frásagnir þesar komu fyrir tæpum aldarfjórðungi í Sögu- þáttum Landpóstanna. í aldarfjórðung, frá 1918 til 1942 var Benedikt Stranda póstur, þ. e. hann annaðist póstferðir frá Stað í Hrúta- firði norður um Strandasýslu allt í Ófeigsfjörð fyrstn tvö árin, en síðan frá Hólmavík og til Ófeigsfjarðar. Þessi leið hefur verið talin ein erf- iðasta landpóstferð hér á landi. Benedikt er fæddur að Brúará í Kaldrananeshreppi 22. apríl 1893 og voru foreldr ar hans Benjamín Ólafssmi, bóndi á Brúará og kona hans Magndís Ólafsdóttír. Tveggja ára að aldri fluttist hann með foreldrum sínum að Ás- mundamesi og þar átti Bene- dikt heima allt þar til hann brá búi árið 1940, en við búi þar hafði hann telcið á- samt konu sinni Finnfrlði Jóhannsdóttur frá Ljúfustöð- um árið 1919. Eíns og fyrr segir, gegndi Benedikt starfí sem póstur frá árinu 1918 og allt til 1942, en þá neyddist hann tíl að hætta póstferðum sökum bil- unar í baki. Um það leytí fluttíst hann að Brúará og síðar tíl Djúpuvíkur, en þar annaðist hann póst- og síma- stjórn um skeið og gegndi starfi sem útíbússtjóri hjá Kaupfélaginu þar í plássinu. Áxið 1957 flutti Benedikt á- samt konu sinni til Reykja- víkur og réði því veildndi konu hans. Frá þeim tíma og tíl þessa dags hefur Benedikt starfað við innheimtu hjá OKufélagHm h.f. „Hver vill annar hálfa öld halda sínu merki björtu? „Þú átt sldlið þakkargjöld” þúsund kveða mannahjörtu." Þetta Ijóð lásum við í Sögu þáttum Landpóstanna, en það hafði einn sýslungi Bene dikts ort á 50 ára afmæli hans. Það segir, eins og hið fyrra, sína sögu um vinsæld- ir Benedikts og þakkarhug þann, sem Strandamenn báru til hans að loknu dags- verki. Hitt er ekki jafn gott að heyra um, hvernig póst- stjórnin tók erindi hans um vinnu hér syðra, er hann leit- aði eftír henni að Ioknu fóm- fúsu og dyggu starfi á veg- um hennar nyrðra, en það er önnur saga. E. H. Hætt kominn Eitt sinn var Benedikt póst ur á norðurleið. Fór hann frá Eyjum seinni hluta dags, og var talsvert tekið að dimma, er hann kom norður í Kald- bakskleif, sem er sæbrött skriða undir Kaldbakshamri. Heyrir hann þá fyrir ofan sig skmðning mikinn, og sér í því reykjarmökk gjósa upp. Veit hann þegar, hvað um er að vera, að skriða eða grjót kast er að koma úr fjallinu. Sýnist honum á reyknum, að skriðan muni fara fyrir aftan hann, og greikkar því sporið, en rétt í því kemur steinn fljúgandi rétt fyrir framan hann og tekur allstórt skarð í götubrúnina, um leið og hann hendist tíl sjávar. Þar sem nú ofanfallið — eða grjóthmnið — er bæði fyrir framan Benedikt og að baki, tekur hann það ráð að leggjast þar niður undir stein um nokkrum, er mynda eins konar afdrep, og leggur yfír höfuð sér og ofan á brjóstið poka þá, er hann bar í bak og fyrir. Vom þeir að venju allstórir og vógu um 30—35 kg- Liggur hann nú þama með an grjóthranið stendur yfir, og mun það hafa verið rnn 10 mínútur, og sakaði eigi, en fann þó, að steinn kom á pokann, sem hann hafði yfir höfðinu, og var það allmildð högg. En er hann kom að Kleifum, sem er næsti bær, varð hann þess var, að oKu- kápan, sem hann var í, — þvi að rigning var míkfl — var öll sundurhöggvin á löf- unum, sem legið höfðu út frá honum. Hefði nú Benedikt meiðzt alvarlega í grjóthrani þessu, fótbrotnað eða slasazt á ann- an hátt, myndi hann hafa orðið að liggja þar sem hann var kominn, ef til vill dögum saman, þar eð umferð er þar lítil, nema þá er ferðamenn fara þarna um, en það er oft á margra daga fresti á þeim tíma árs. En þetta var í des- embermánuði árið 1928. Benedikt hefir oft verið þarna á ferð, er grjótkast hef- ir ýmist farið fyrir framan hann eða aftan, og ekki sak- að. Enda er kleif þessi vígð af Guðmundi biskupi góða. Er því almenn trú manna þar um slóðir, að aldrei hljótist slys í Kaldbakskleif. Svo mikill máttur hefir Á vordegi Hinn 5. maí 1923 gerði norðan hvassviðri og hríðar- byl með óhemju fannkomu. Aðfaranótt þessa dags gistí Benedikt póstur að Kleifum í Kaldbaksvík og var með tvo hesta, því að alautt var orðið, en það er óvenjulegt þar um slóðir á þeim tíma árs. Bene- dikt var á innleið, en svo er kallað, þegar komið er að norðan. Lagði hann af stað um morguninn kl. 9 og ætlaði heim til sín um daginn að Ás- mundamesi. En er hann kom Benedikt Benjamínsson fylgt bænum hins blessaða Guðmundar. í vetrarbyl inn að Asparvík, sem er ann- ar bær frá Kleifum um hálfr- ar annarrar stundar ferð, er kominn aftaka bylur. En þar eð Benedikt vildi komast heim til sín, og eins sökum þess, að heylítið var á bæn- um, hélt hann áfram ferð sinni, enda bjóst hann eigi við annarri eins snjókomu á svo stuttum tíma, sem raun varð á. Þegar Benedikt var kominn rétt inn fyrir Asparvík, er ó- færðin orðin svo afskapleg og aftaka blindhríð, að hann gerir tilraun til að snúa aft- ur, en það reyndust engin til- tök. Kom hann eigi hestun- um fetið á móti veðrinu. Þumlungast hann nú áfram undan veðrinu og verður að selflytja hestana á víxl, og mátti eigi fara lengra en um 3 faðma í einu með hvorn hestinn til þess að geta fund ið aftur hinn, sem eftir var. Gekk það oft illa, og eigi ó- sjaldan fann hann aftur hest- inn með því móti, að hann datt um hann, áður. en hann sæi hann. Gat Benedikt þó áttað sig öðra hvora, þar sem vora steinar upp úr snjónum eða mishæðir, og var hann því alltaf á réttri leið, þar til kom inn undir Brúará, sem er næsti bær við Asparyík. Lendir hann þar í snjóskafli, sem hann er afarlengi að brjótast í gegnum. En er skafl inum sleppir, kemur hann í melholt eitt lítið. Nemur hann þar staðar til að átta sig en er ekki alveg viss um, hvar hann sé kominn. Telur hann þetta þó að öllum lík- indum vera holt eitt rétt hjá hesthúsunum á Brúará. Er holt það uppi á háum höfða fyrir ofan og utan bæinn, en frá því liggur klettabeltís- hjalli út og norður, og er hann allhár, fullar tvær mann hæðir, þar sem hæst er, og þverhnípt niður.' Bjóst Bene- dikt við, að ef hann færi of langt inn á við, myndi hann lenda í Brúaránni, sem er fáa faðma frá hesthúsinu að inn- anverðu, og Stóð hann því þama milli tveggja elda: Klettabeltin á annan veginn, en áin á hinn. Taldi hann samt mestar líkur tíl, að hest- húsið væri þar rétt hjá, og skildi hann því hestana þar eftir og þóttíst viss með að geta fundið þá þarna aftur, þar eð fáa auða bletti var um Framhald á bls. 8. Kaldbakur og Kleifin, þar sem Benedikt hafði nærri orðið undir grjótskriðunni.

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.