Frjáls þjóð - 07.12.1967, Síða 1
$iUU i
1967
LÉaæisi®s!B@æi§Basia§ŒBiagiiBiHii®!a!K!»®!iE®&®)iiSí§)si^iffisiiK]
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON:
ÞURÍÐUR A BORG
Og
SÓLRÚN Á TINDUM
í hinu mikla riti Sveins Skorra Höskulds-
sonar um Gest Pálsson, ævi hans og verk, er
gerð rækileg grein fyrir líklegum fyrirmyndum
að sagnapersónum Gests. Fer hér á eftir kafli
um innlendan efnivið í söguna Kæríeiksheimil-
ið. Kaflinn er allmikið styttur. Birtist. hann
hér í þessari mynd með góðfúslegu levfi höf-
undar.
I
Kærleiksheimilið er fyrsta saga Gests í raun-
sæisstíl, sem varðveitzt hefur. Það var eitt
boðorð raunsæisstefnunnar, að skáldskapur
ætti að vera sannur, þ. e. lýsa raunverulegu
lífi. Gripu raunsæishöfundar tíðum til fyrir-
mynda, sem þeir þekktu af eigin reynd eða
höfðu kynni af úr lífi annarra. Er því sérstak-
lega fróðlegt að athuga, hvernig hefur verið
háttað efnisöflun Gests til þessarar sögu.
Skal nú gerð tilraun til að rekja helztu
æviatriði þess fólks, sem líkur benda til, að
hafi verið fyrirmynd Gests að helztu söguper-
sónunum í Kærleiksheimilinu. Einnig verður
hér bent á þá atburði, sem máttu verða hon-
um fyrirmynd að söguþræðinum.
Arið 1817 fæddist að Bjarghúsum í Vestur-
hópi stúlkubarn, er hlaut nafnið Sólrún. For-
eldrar hennar voru Sæmundur Brynjólfsson
og kona hans, Kristín Jónsdóttir. Þau voru
fátæk hjón, er bjuggu í Bjarghúsum ein síns
liðs með börn sín þrjú. Sólrún var fermd 1832,
þá fjórtán ára gömul.
Arið 1837 gerist Sólrún vinnukona í Hnausa-
koti í Miðfirði. Þar bjuggu þá Benedikt Ein-
arsson smiður og læknir (hómópati) og kona
hans, Helga Árnadóttir. Höfðu þau ómegð
þunga, en bú lítið. Ekki höfðu þau hjúa utan
Sólrúnu.
Það varð að tíðindum í Hnausakoti 26. des.
1837, að vinnukonan ól stúlkubarn, er skírt
var Helga. Fór skírnin fram heima vegna veik-
inda bamsins, og skírði Benedikt það skemmri
skírn. Hefur Sólrún látið heita í höfuð Helgu,
húsmóður sinnar. í prestsþjónustubók er faðir
barnsins skráður Zaehæus Bjarnason „flæk-
ingsmaður“. Þetta barn dó 16. nóv. 1839 úr
barnaveiki.
1 sóknarmannatali er Sólrún síðan talin
vinnukona hjá þeim Benedikt og Ilelgu áfram,
og hafa þau ekki annað hjúa. Sonardóttir
.: . . >: .■:.:
Jtfr
• • •• •,. • •:•.•
Gestur Pálsson
Benedikts, Ragnhildur Hjartardóttir Wiese,
hefur sagt mér, að Helga, kona Benedikts, hafi
verið geðveikluð og heimili þeirra raunveru-
lega í upplausn, er Sólrún kom til þeirra. Hið
sama hefur sagt mér Magnús F. Jónsson eftir
Hirti Líndal, syni Benedikts, en þeir þekktust
vel.
í sóknarmannatali 1840 er Sólrún talin ráðs-
kona hjá Benedikt, en ekki verður séð af
kirkjubókum, hvað af Helgu konu hans hefur
orðið. Mun hún þá hafa liorfið til frændfólks
síns. Sólrún var síðan ráðskona hjá Benedikt
áfram. Á gamlársdag 1843 ól hún sveinbarn,
sem skírt var Benédikt. í prestsþjónustubók er
faðir þess sagður Illugi Ketilsson, vinnumaður
í Núpsdalstungu. Var þessi bameign talin ann-
að frillulífsbrot foreldranna beggja.
Magnús F. Jónsson segir mér, að hinn raun-
verulegi faðir beggja þessara fyrstu bama Sól-
rúnar hafi verið Benedikt bóndi í Hnausakoti.
Gerði hann ekki annað en það, sem þá var
títt meðal góðra bænda, að þeir fengu múga-
menn til að gangast við þeim bömum, er þeir
gátu við vinnukonum sínum. Um faðemi
barna þessara ber einnig hið sama Ragnhildur
H. Wiese. Helgu, konu Benedikts, mun Sólrún
svo hafa ýtt af heimilinu, þegar henni hafði
nokkuð tekizt að festasig í bústýrusessinum í
Hnausakoti.
Þau Sólrún og Benedikt giftust 30. janúar
1846.'Er þess getið um brúðkaup þeirra, að
morgungjöf til brúðarinnar hafi verið 30
spesíur danskar, silfurskeið og biblía, Sama
ár, 12. nóvember, fæddist þeim sonur, sem
skírður var Jakob Benedikt, en það bam dó
síðan 20. nóv. s. á.
Eftir að Benedikt kvæntist Sólrúnu, hefur
búskapur hans sýnilega tekið að blómstra.
Voru hjá honum í Hnausakoti 1848 talin í
sóknarmannatali auk tveggja bama frá fyrra
hjónabandi, einn vinnumaður, tvær vinnukon-
ur, léttapiltur, og auk þess var þar talin til
heimilis húskona með son sinn.
Benedikt og Sólrúnu fæddist dóttir 16. júní
1848. Var hún skírð Mildiríður Margrét. En
Benedikt Tllugason, sem áður segir, lézt úr
andateppu 11. jan. 1849. Enn fæddist þeim
Benedikt og Sólrúnu sonur 27. jan. Í854. Hann
var skírður Hjörtur Líndal.
Þau Sólrún «g Benedikt bjuggu síðan áfram