Frjáls þjóð - 07.12.1967, Side 3
V
mwwwwwwmiwwwwwswmmtwwiswiswwwwwwwMwwwwwwwmwwwwwwwwwwwwmtwwwwwwwwwwwwwww
í Hnausakoti. í hjónabandi varð þeim auðið
''sjö barna, en af þeim lifðu aðeins þau Hjörtur
Líndal og Margrét. Hagur þeirra virðist hafa
farið batnandi á þessum árum. Þannig eru þau
í sóknarmannatali 1859 talin hafa sex hjú. Er
það allmikil breyting frá því, er Sólrún var ein
vinnukona í Hnausakoti.
Benedikt lézt 26. des. 1859. Eftir lát hans
var búi þeirra Sólrúnar skipt við skiptarétt,
sem haldinn var í Hnausakoti 9. maí 1860.
Auk Sólrúnar og barna hennar tveggja áttu
til arfs að kalla eftir Benedikt sex börn hans
af fyrra hjónabandi. Segir, að í réttinum hafi
verið lagt fram gjafabréf frá Benedikt, þar
sem hann gaf börnum þeirra Sólrúnar fjórð-
ungsgjöf af fé sínu. Má ganga að því vísu, að
það gjafabréf hefur hann gert í samráði við
Sólrúnu, ef ekki að hennar hvötum, sem er
líklegra, og sýnir það ásamt öðru glögga fjár-
umsýslu hennar.
Skuldlaust bú þeirra reyndist 1625 ríkis-
dalir og 13 skildingar. Með fjórðungsgjöfinni
komu í hlut hvors barna Sólrúnar 168 ríkis-
dalir og 42 5/48 skildingar, en í hlut hvers
hinna barna Benedikts komu 67 ríkisdalir og
36 1/24 skildingar. Þess skal getið, að í hlut
Hjartar, sem þá var sex ára gamall, komu
einkuin lækningabækur föður hans og önnur
rit og hluti í jörðinni Efra-Núpi. Bendir sú
skipting til þess, er síðar kom á daginn, að Sól-
rún ætlaði þessum syni sínum eigi alllítinn
hlut og vildi koma honum til mennta.
Ekki bjó Sólrún lengi í Hnausakoti sem
ekkja, heldur giftist hún 7. júlí 1860 vinnu-
manni sínúm, Birni Ólafssyni. Er eftirfarandi
klausa um fjármál þeirra skráð í prestsþjón-
ustubókinni:
„Fjárskilmálar að lögum, ef lífserfingja eiga
saman, en deyi hann án þess, þá á hún að
ganga að öllu, föstu og lausu, en Sólrún annist
þá dóttur hans, Hólmfríði“.
Björn þessi var mesti mannkostamaður, vel
menntaður að þeirrar tíðar hætti og mikið
góðmenni. Hafði Sólrún á honum ákafa ást.
Hann var miklu yngri en hún, fæddur 1830.
Hjörtur stjúpsonur lians unni honum einnig
mjög. Bjöm varð brátt meðhjálpari og hrepp-
stjóri, eftir að hann kvæntist Sólrúnu, en það
hafði Benedikt einnig verið.
Ekki lifði Sólrún lengi í lijónabandi með
Bimi, því að hann lézt 23. júlí 1864. Bar
dauða hans sviplega að. Var hann á ferðalagi
staddur á Stóm-Giljá, og segir, að hann hafi
látizt af taki.
Þegar Sólrún var nú ekkja í annað sinn í
Hnausakoti, gerði sér ferð til hennar Jón Sig-
mundsson, sem þá bjó á Króksfjarðarnesi í
BarðaStrandarsýslu. Var erindi hans að fala
hana sem ráðskonu, en af skörungsslcap henn-
ar og glöggri búsýslu fór þá mikið orð. Tók
Sólrún því í fyrstu víðsfjarri, en svo fóru
leikar um síðir, að hún fór til hans sem bú-
stýra. Fluttist hún vestur að Króksfjarðar-
nesi 1865. Sama vor keypti hún jörðina Tinda
í Geiradal, og sýna gjörningar um þau kaup
kapp hennar og glögga fjárumsýslu.
Jón Sigmundsson var óreglumaður, og gekk
búskapur hans að mörgu leyti á tréfótum.
Hefur Sólrúnu þótt öruggara að hafa vand-
lega um alla hnúta búið, er að viðskiptum
þeirra lutu. Gerðu þau með sér ýtarlegan
samning. Með þeim samningi leigir Sólrún
Jóni alhnikinn kvikfénað, hundrað ær, hundr-
að sauði eldri en veturgamla, tvo lirúta, þrjár
kýr og tíu hesta. Síðan segir í samningnum:
„f leigu eftir áðurgreindan pening skal hann
(þ. e. Jón Sigmundsson) ár hvert borga allar,
þann kostnað, er leiðir af því að koma syni
mínum, Hirti Líndal, til menningar og mennt-
unar, svo lengi sem ég er hjá Jóni, en skyldi
sonur minn deyja, hætta lærdómsstörfum eða
hafa þegar af lokið áður en við Jón skiljum
samvistir, skal hann gjalda mér áminnsta
leigu með 100 — eitt hundrað — ríkisdölum r.
m. árlega, sem mér séu skilvíslega greiddir við
hvers árs lok“.
Undir skilmála Sólrúnar, sem eru allmargir,
ritar Jón Sigmundsson á þennan veg:
„Að ofanskrifuðum skilmálum geng ég án
undantekningar og lofa að halda þá með þeim
AÚðauka, að ég skuldbind mig til að farga engu
mikilvægu úr búi mínu án ráða og vitundar
madme Sólrúnar eða sem gæti gefið tilefni til,
að ekki virtist næg trygging í búi mínu fyrir
skuld hennar“.
Þessum fjármunum 'Sólrúnar til tryggingar
veðsetti Jón síðan allar fasteignir sínar og
lausafé.
Ymislegt í samningi þessum bendir til þess
að Jón hafi mjög mátt ganga á eftir henni til
ráðskonustarfans. Hefur Sólrún sýnilega ekki
ætlað fjármunum sínum að verða Jóni svallfé.
Hefur honum og verið mjög í mun að gera
hann til menntunar, en hann gaf á sliku engan
kost, varð henni að orði: „Þig á einhvérn tíma
eftir að iðra þessa, Hjörtur minn“. — „En það
held ég að sé nú eina spá móður minnar bless-
aðrar, sem ekki hefur rætzt“, bætti hann við
á eftir.
II
Sólrún og Jón Sigmundsson bjuggu fyrst í
Króksfjarðarnesi, en fluttust síðan að Tindum,
eignarjörð Sólrúnar. Þar voru þau til 1871,
en það ár fluttist þangað úr Húnavatnssýslu
Margrét dóttir Sólriinar, er áður getur, ásamt
manni sínum, Finnboga Guðmundssyni, og
börnum þeirra fjórum. Fóru þau Jón og Sól-
rún þá aftur að Ivróksfjarðarnesi.
Sama árið og Finnbogi og Margrét fóru
að búa á Tindum fluttist til þeirra vinnukona
að nafni Elínborg Gísladóttir. Hún var fædd
28. apríl 1850 í Hvarfsdal á Skarðsströnd.
Móðir hennar var Guðbjörg Bjarnadóttir „til
veru“ í Hvarfsdal, ógift, en faðir Gísli Sæm-
undsson kvæntur bóndi í Hvarfsdal.
I sóknarmannatali 1872 er Elínborg Gísla-
dóttir talin vinnukona á Tindum. Það ár fer
bústýru sinni allt til hæfis. Sést það á þeim
viðbæti, sem hann gerir við samninginn. Jón
hefur einnig um þessar mundir haft í hyggju
nánari tengsl við Sólrúnu. Er í vörzlu Ragn-
hildar Hjartardóttur Wiese konunglegt hjóna-
vígsluleyfisbréf, dags. 11. ágúst 1866, til handa
þeim Jóni og Sólrúnu. En ekki varð það bréf
notað að sinni.
Af þessum samningi verður einnig ljóst,
hvert hefur verið aðaláhugamál Sólrúnar, en
það var að koma Hirti syni sínum til mennta.
Ætlaði hún honum að verða læknir. Lét hún
Hjört í barnaskóla suður í Reykjavík, sem þá
var mjög fátítt, ef ekki einsdæmi um bænda-
börn.
Veturinn 1866—67 kveður Þorvaldur Thor-
oddsen Hjört hafa verið sér samtíða við nám
hjá Sveini Skúlasýni í Reykjavík. Síðar hefur
Hjörtur dvalizt um tíma á Staðastað hjá séra
Sveini Níelssyni til náms. Er hann þar í sókn-
armannatali árið 1869 kallaður kennslupiltur.
Þó að Sólrún væri ráðrík og ætlaði Hirti
syni sínum að menntast, hafði hann á slíku
lítinn hug. Hafði hann einnig erft skapríki
móður sinnar og lét sinn hlut hvergi. Varð
ekki af menntaiðkan hans. Sagði Hjörtur frá
því síðar, að eitt sinn, er móðir hans hvatti
Hjörtur Líndal að Tindum til systur sinnar og
mágs. Kemur hann þangað frá Stykkishólmi.
Sú var orsök til þeirrar Stykkishólmsdvalar
Hjartar, að Sólrún ætlaði honum að verða
læknir, eins og áður segir, og kom honum til
læringar hjá lyfsala í Stykkishólmi.
í sóknarmannatali 1873 eru síðan á Tind-
um talin til heimilis Elínborg sem vinnukona
og Hjörtur Líndal húsmaður. Mun þá hafa
hafizt með þeim sá kunningsskapur, sem síðar
varð að meiri tíðindum, er brátt mun að vikið.
Sama ár, 8. ja.núar, giftust þau Jón Sig-
mundsson og Sólrún. Ekki brá Sólrún vanda
sínum um nákvæma fjárskilmála. Voru á milli
þeirra samþykktir rækilegir skilmálar og færð-
ir inn í prestsþjónustubók. Þar segir, að allar
fasteignir Sólrúnar, Tindar í Geiradal, 10
hundruð í Gautsdal, Skárastaðir í Hxinavatns-
sýslu og hálft Hnausakot skuli „að öllu leyti
fráskildar sameignarbúi þeirra.“ Þá var og
kveðið svo á, að 250 ríkisdalir skuli renna
til Hjartar Líndal af óskiptu búi þeirra Jóns.
Sést hér enn, hve ákaflega Sólrúnu var annt
um fjárhag sinn og sinna, einkum Hjartai
sonar síns.
Nú dró til þeirra tíðinda, að 7. maí 1875
lézt Jón Sigmundsson. Hafði harn hin síðustu
l»»»»»>Í»»»>Í>Í»»»»»>Í»>Í»»»>i»»>i»»>Í»»»»»»»»»»»»l»»>i>»»»»»»M*»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»M
Frjáls þjóð — JÓLABLAÐ 1967
4