Frjáls þjóð - 07.12.1967, Blaðsíða 5
ist af landi brott, fyrst til Danmerkur, en
giftist síðan í Englandi.
Hjörtur Líndal fluttist árið 1879 að Núps-
dalstungu, og 17. júní það ár missti ha.nn
Guðfinnu konu sína af barnsburði. Hann trú-
lofaðist ftiðar Olöfu Bjamadóttur, systur Guð-
finnu, en hún l'ézt, áður en þau giftust, af
barnsburði og afleiðingum misEnga 21. júlí
1882. Hjörtur komst loks varanlega og far-
sællega í hjónaband, er hann kvæntist Pálínu
Ragnhildi Björnsdóttur frá Aðalbóli 4. ágúst
1883. Varð hann síðar einn mestur sveitar-
höfðingi um aHt Húnaþing og liinn farsælasti
maður í hvívetna. Sólrún fluttist til Hjartar
sonar síns að Efra-Núpi 1883 og var hjá hon-
um, unz hún lézt 25. apríl 1896. Margrét dóttir
hennar og Finnbogi fhvttust til Ameríku 1883
ásamt börnum sínum öílnm.
Slíkur var í stórum dráttum æviferill þess
fólks, sem ég tel miklar líkur benda til, að
Gestur muni að -sinhverju leyti hafa haft í
huga, er hann sapidi Kærleiksheimilið. Skal
nú nokkru nánar hugað að einkennum þess og
persónulegum eiginleikum.
Ems og ljóst má verða af því, sem hér
hefur verið rakið um búsumsýslu Sólrúnar
Sæmundsdóttur og fjárreiður, hefur hún verið
mikil hæfileikakona. I fjármálum var hún
firnaýtin. Hún var vinnuliörð sem húsmóðir
og skapmikil.
Þótt flestar heimiidir, sem um Sólrúnu hafa
varðveitzt, bendi til harðdrægni liennar í fjár-
málum og mikils ráðríkis um flesta hluti, hef-
ur þó þessi kona átt til hjartahlýju undir
hrjúfu yfirborði. Um það vitnar bréf frá henni
til Hrefnu dótturdóttur hennar, sem fór til
Ameríku. Er bréfið einkar hlýlegt, en tæki-
færið þó notað til að brýna fyrir telpunni ýms-
ar góðar dyggðir, svo sem iðjusemi og hjálp-
semi við aðra. Minnir gamla konan dóttur-
dóttur sína á, að ættir hennar megi rekja til
fomra konunga, og skuli hún láta það á sann-
ast, að henni sé ekki úr ætt skotið. Ber bréf
þetta stolti Sólrúnar vitni og lífsreynslu hinn-
ar hyggnu húsmóður, sem þekkti af eigin
reynslu gildi iðjuseminnar. — En það var eink-
um skuggahlið rausnarkonunnar Sólrúnar,
sem Gestur málaði, þegar hann lýsti Þuríði
ríku á Borg.
Hirti syni sínum unni Sólrún umfram aðra
menn, svo sem Ijóst má verða af þeim gjörn-
ingum, sem hér hefur verið til vitnað. Ó1 hún
hann upp í taumlausu eftirlæti og vildi þó
láta liann hlýða sér í öllu. En Hjörtur hafði
á marga lund erft stórlæti móður sinnar og
fór sírni fram. Vildi liann ekki ganga mennta-
veginn,, svo sem honum var fyriihmgað. Hjört-
ur var glæsimenni í sjón og gleðimaður mikill.
Um hann segir Björn .Tónsson, sem ó4st npp í
Mýratungu hjá PáE föðwr Gests:
„Fræknastur gllmumaður í Reykltólasveit
um þessar mundir var Hjörtur Líndal, sem
seinna varð stórbóndi á Efra-Nópi í Miðfirði
og héraðsskörungur.“
Enn er hér ótalinn sá þáttur í æviferíi Sól-
rúnar, sem mætti liafa orðið Gesti fyrirmynd
að dáleikum Þuríðar ríku á Borg og sáhi-
sorgara hennar, séra Eggerts á Bakka.
Vestra var sóknarprestur Sólrúnar um hríð
séra Ólafur E. John.sen á Stað á Reykjanesi,
sem gegndi Garpsdal ásamt sínu kaRi 1868—
1874. Af honum tók við Steingrímur Jónsson
1874—1880. Hajxy var svo ungvir maður, að
naumast getur þar verið um að ræða fyrir-
mynd að liinum aldraða, sléttmála og harð-
dræga sálusorgara í Kærleiksheimilinu. Og
síðastur var þar prestur hennar Ólafur Ólafs-
son. Nú hafði Ólafur .Tohnsen ýmsa þá eigin-
leika, að hann gat auðveldlega fyrir þær sakir
orðið Gesti fyrirmynd séra Eggerts í Kær-
leikslieimilinu. En litlir dáleikar munu hafa
verið með þeim Sólrúnu og Ólafi. Glettist Sól-
rún auk heldur til við þennan sálusorgara sinn.
Varð sú gletting með þeim hætti, að hún fékk
vinnukonu á næsta bæ til að skíra barn, sem
hún átti í lausaleik, Ólaf Þórðarson Guðfinn.
Skeytti hún þar saman nöfn þeirra séra Ólafs
og Bjarna Þórðarsonar bónda á Reykhólum,
er voru helztir höfðingjar um þessar slóðir, en
hnýtti aftan við nafni Guðfinns Hjaltasonar,
er var vinnumaður þar í sveitinni og hafði
alizt upp á hrepps kostnað. Var sú samtenging
höfðingjanna við vinnumanninn gerð hinum
fyrrnefndu til háðungar.
Hins vegar var Sólrún í vináttu við þann
prest við Breiðafjörð, sem í einna ríkustum
mæli mun hafa haft til að bera ýima þá eðtis-
þætti, er Gestur gæðir hinn heimssinnaða
guðsmann í Kærleiksheimilinu. Það var séra
Friðrik Eggerz í Akureyjum. Að vísu dróst
Sólrún inn í togstreitu séra Friðriks við
tengdason hans, Jón Pétursson dómstjóra, út
af sameiginlegum jarðeignum þeirra, með því
að hún var á Króksfjarðamesi landseti þeirra
beggja. Eru varðveitt ýmis bréf, er sýna skipti
Sólrúnar og þessara höfðingja. Bera þau þess
vott, að Sóirún hefur þurft á öllu sínu atfylgi
að halda til þess að sigla milli skersins og
bárunnar, þar sem hún með nokkrum hætti
flæktist í erjur þeirra tengdafeðganna. Hefur
hún haft af þessu þungar áhyggjur, sem eðli-
legt var, því að vináttu beggja hefur hún vilj-
að hafa til þess að halda ábúð á hálflendu
þeirra í Króksfja.rðaroesi. Sýna öll viðskipti
þessarar lítt menntuðu alþýðukonu við þessa
harðdrægu menn, hve miklum hæfileikum hún
hefur verið búin.
Svo fór þó að lokum, að Sólrún varð að
sleppa ábúð sinni á Króksfjarðarnesi, þar eð
Jón Pét.ursson vildi fyrir hvern mun byggja
jörðina öðmm, sem þá hafði umboð fyrir Jón
yfir Staðarhólseignir.
Síðustu bréf Sólrúnar til séra Friðriks Egg-
erz bei*a því vitni, að henni hafi verið hlýtt til
klerksins í Akureyjum. Þa.u hafa að geyma
meiri einlægni en innantóma kurteisi og fals-
lausari vináttu en hræðslugæði landsetans. Svo
segir í niðurlagi bréfs Sólrúnar til séra Friðriks,
dags. á Tindum 4. júlí 1878:
„Tvennar verða mannsævirnar. Nú hafði
ég ekki til nema fjögurra manna far fyrir pilta
héðan, og eru það bág lirræði. En ég dirfist
til að biðja yður auðmjúklega fyrr en aðra að
ljá mér skip og mann út í Hólm á móti fullri
borgun. Eg hef þá von og trú, að þér reynist
mér alltjent bezt, þegar mér liggur mest á.
Mig liefur lengi langað til að skríða út í Akur-
eyjar, en heilsan leyfir það ekki.
Eg bið yður að fyrirgefa mér bónarkvabbið
og allan ófullkomleika á seðlinum.
Líði yður og öllum yðar sem bezt.
Virðingarfyllst.
Yðar vinkona
Sólrún Sœmundsdóttir.“
IV
Ef borin er saman atvikarás Kærleiksheim-
ilisins við þá sögu, er hér hefur verið rakin af
Sólrúnu Sæmundsdóttur og afkomendum henn
ar. kennir í Ijós, að hliðstæður eru furðulega
margar og augljósar. Þegar við það bætist, að
persónulýsingar Gests í sögunni eiga sér lík-
ingu meðal þessa fólks, hlýtur eðlileg ályktun
að vera sú, að hann hafi notað það fólk og þá
atburði, er að framan greinir, sem fyrirmynd
i sögu sinni að einhverju leyti.
Kveikjan, sem sagan rís upp af, er að minni
hyggju sú atburðarás, sem hér að framan hef-
ur verið leitazt við að rekja í sem stærstum
dráttum. Það eykur og stórum líkurnar fyrir
því, að þessi sé fyrirmyndin, að Gestur dvald-
ist heima í Mýrartungu frá því í júlí 1877
fram til miðsumars 1878, þess sumars, þegar
Hjörtur Líndal kvæntist, eftir að Guðbjörg
Bjamadóttir hafði alið honum son, sem síðan
lézt um haustið. Einnig er liklegt, að hin fyrri
barneign Hjartar hafi verið fersk í umtali fólks
um þessar mundir. Þá urðu og um sama leyti
þau viðskipti Sólrúnar og séra Friðriks. sem
hér hefur verið drepið á.
Um Þuríði segir í Kærleiksheimilinu:
„Hún hafði verið þrígift og lifað menn sína
alla og verið jafnt húsbóndi sem húsfreyja
fyrir þá alla.“
Með þessari stuttorðu frásögn er sagður
meginhlutinn af ævi Sólrúnar. Rakið hefur
verið ráðríki hennar. Lætur að líkum, að hún
muni tíðum hafa haft bæði tögl og hagldir á
heimili sínu. Hún réð fljótlega mestu um ba-
skap þeirra Benedikts Einarssonar, og ætla
Frjáls þjóð — JÓLABLAÐ 1967 8