Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.01.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 18.01.1968, Blaðsíða 2
FRA LIÐNU UM BRÚÐKAUP Á LEIRÁ f öSru bindí Blöndu birt- ist æviágrip Sveins ÞórSar- sonar, er lengi var á Leirá hjá Magnúsi amtmanni Gísla syni. Hefur Þórarinn bókr bindari, sonur Sveins, skráð þátt þennan. Þar er lýsing á brúSkaupi Ólafs Stefánsson- ar, síSar stiftamtmanns, er hann gekk aS eiga amt- mannsdótturina á Leirá, Sig ríSi Magnúsdóttur. BrúS- kaupiS fór fram á Leirá 1 6. september 1761. — I ævi- söguþættinum segir á þessa leiS: Um þetta leyti kom inn Ólafur Stefánsson, hann hafSi lokiS af meS lærdóm sinn og líklega fengiS góSa vitnisburSi. Hann kbm inn á Holmensskipi, og átti sér þá ekkert víst, en svo fátæk ur, aS hann átti ekki fötin utan á sig, nema lítilfjörlega ræfla. Hann tók þaS ráS, aS hann fór af skipsfjöl og upp aS Leirá, því aS hann hefur væntanlega ætlaS upp á eitthvert liSsyrSi hjá amt- manni, og reyndist sú von ekki árangurslaus. Hann kom þar, sem sagt er, og sagSi heimilisfóJkiS svo, aS þaS hafSi aldrei séS eins rytjulega klæddan mann í hans stöSu. Hann hitti amt- manninn úti og heilsar hæ- versklega; hann tekur því mikiS blíSlega og segir hann velkominn aS koma inn meS sér, lét setja upp veizlu og gerSi viS eins og væri stór- herramaSur og vinur hans. Þegar degi var lokiS kallaSi haitn á helztu þjónustu sína og skipar henni aS fylgja gestinum til rúms og láta hann sofa í heldri gesta rúmi, og færa honum hrein nærföt. Þetta undruSust all- ir, því hann var þessu aldrei vanur. En um sama bil hittir hann dóttur sína, gengur aS henni hlæjandi og segir: ,,Nú, SigríSur mín, hvernig lízt þér á gestinn?“ Hún 'svarar: „Ekki er á aS lítast, þaS veit ég, aS þeir eru ekki allir efnilegir siglingamenn- irnir.“ Hann gegndi: ,,Þú skalt tala varlega, þetta verSur maSurinn þinn." Hún svaraSi: „Varla trúi ég því. “ En hann sagSi, aS sú myndi raunin á verSa. Dvaldi Ólafur þar um tíma og brúkaSi amtmaSurinn hann til ráSa sinna, og reyndist mikiS heppinn í öll- um sínum ráSum og fyrir- tækjum .... 1 756 var hann vísilögmaSur . . . mun hann hafa siglt í máli Hans Klingenbergs amtmannsins vegna undireins og hann kom meS brúSarskartiS, því aS hann ætlaSi aS gifj:ast, þegar inn kæmi afti^r; yoru.. allir embættismenn boSnir. Þar voru báSir biskuparnir, Finnur og Gísli, báSir lög- mennirnir, Sveinn Sölvason og Björn Markússon, Öand- fógeti Skúli, landlæknir Bjarni Pálsson, og flestir sýslumenn, sem nokkuS kvaS aS, engir lögréttu- menn, en fleiri prófastar og nokkrir prestar. Leiddu bisk uparnir brúSurina, en Skúli og Bjarni Pálsson voru brúSgumasveinar. Þar var glaumur mikill og gleSi, og er sagt, aS Sveinn lögmaSur hafi mest staSiS fyrir því. Hann var gleSimaSur mesti. Ekki voru þar söngvar brúk- aSir, svo sé getiS, og ekki glímt, en í þess staS brúk- uSu þeir hofnarra veizlu- gikk, og þótti þaS nýstár- legt. Til þess var valinn bóndinn Jón Sveinsson á BekansstöSum í Skilmanna- hreppi, og sat hann á ábýlis- jörS sinni skuldlaus þaS ár. Hann klæddi sig í verstu tötra og sneri öllu fram, er átti aS vera aftur, og var allt hvaS eftir öSru; fór svo undir háborSiS, hermdi eft- ir öllum kvikindum meS ó- hljóSum; rétti hann höfuS upp á háborSiS og gjamm- aSi eins og hundur, en í sama vetfangi gapti hann; köstuSu þá boSsgestirnir bita í gin hans; hann hóstaSi og gekk þá vindur upp og niSur; hann sveiaSi þá hund um í gestanna máli, en hermdi eftir hverjum, sem hann hafSi þá viS aS eiga. Þessu hélt hann langt fram á veizluna. Seinast helltu þeir ofan í hann brennivíni; þá doSnaSi hann, og gat pkki Ippgpr aS staSiS. Hróp- uSu þeir þá, ef eiijhver vildi gefa sig til, en allir afsök- uSu sig. I þessu bili stökk prófastur Gunnar Pálsson (skáld í HjarSarholti) und- an borSi, og var hann þó mjög ofarlega viS háborS- iS, fór út og kom óSara aft- ur í tötrum Jóns, aS því fráskildu, aS hann hafSi parrukiS á höfSinu, og batt ofan á sig meS þveng, þó öfugt. Hljóp hann þá undir borSiS og tók til iSnar Jóns, en náSi þó ekki íþróttinni, því hann kunni ekki eins aS herma eftir, en í líkamsbeyg ingum var hann í engu hins eftirbátur. ÞaS var þá rétt komiS aS veizlulokum, en undir þaS kom upp ys viS háborSiS ,en brúSurin varS nokkuS ókyr, og kom höf- uS hans upp úr pilsopi henn ar, en parrukinu var hann búinn aS týna. Söng hann þá þessa fáfengilegu vísu: Aldrei dett ég ofan á þig á ævi minni, hvort viS erum úti eSa inni unntu þér í drottinsskinni. AS þessu\liSnu endaSi veizlan og er ekki fleira, sem í frásögur sé færandi. Þrjá daga stóS hún, en hvern af þeim þetta hefur veriS veit ég ei, en ekki er ólíklegt aS þaS hafi veriS aS veizlulok- um eSa • undir þaS menn slitu gleSina, því ekki er trú- legt, aS þetta hafi veriS á sjálfan brúSkaupsdaginn, þegar saman var gefiS. Eftir veizluna og aS skilnaSi voru allir útleystir meS stórgjöf- um. ÞEIR GÖMLU KVEDA Díakon NeSan úr Fjörðum flytur sig Díakon Snorrason, upp í hvamminn, stanzar mig, bordúninn kjörinn í kór að syngja og klukkunum þar í Vallanesi að hringja. Ingunni gerði hann elska fast Díakon Snorrason, áður en hún lét fallerast, bordúninn ( kjörinn í kór að syngja og klukkunum í Vallanesi að hringja. Kapalinn á og kýrnar tvær Díakon Snorrason, kálfa þrjá, en engar ær, bordúninn, kjörinn í kór að syngja og klukkunum í Vallanesi að hringja. Þegar hann brúkar hljóðin há Díakon Snorrason, heyrist í klifið og yfir um á, bordúninn kjörinn í kór að syngja og klukkunum í Vallanesi að hringja. Einu sinni hann keypti kút Díakon Snorrason, kirkjusmið kemur það við, kátur presturinn syngur: Bordúninn kjörinn í kór að syngja og klukkunum í Vallanesi að hringja. Stefán Ólafsson. Að skemmta skrattanum Ljósboginn Hverfisgötu 50 Sími 19811 ViðgerSir á bíladýnamóum og störturum. Vinding á raf- mótorum. Eigum fyrirliggj- andi varahluti í margar gerðir bifreiða. Vönduð vinna. Lágt verð Eírs og lesendur Frjálsrar þjóSar muna, birtist hér í blaSinu fyrir jólin grein um sjónvarpsmálin, þar sem því var haldiS fram, aS Kefla- víkursjónvarpiÖ næcSist enn þá fullum fetum, þótt fyrir liggi yfirlýsingar og loforS hinna og þessara ráða- manna, bæSi íslenzkra og bandarískra. Var lesendum bent á, a<S ekki þyrfti ann- arra vitna vi<5 en sjónvarps- loftnetin, sem víSast standa tvö og tvö saman, annað vís ar á ReykjavíkurstöSina, hitt á Keflavík. I síSustu viku var frásögn blaSsins sönnuS á nokkuS óvenjulegan hátt. I Morgun- blaSinu birtist auglýsing frá sjónvarpsvirkja, þar sem hann býtSur fram atSstocS sína viS aS lagfæra sjón- varpsloftnet, þannig aS þau nái sendingum Keflavíkur- sjónvarpsins. BlaSamaSur ÞjóSviljans hringdi til mannsins og fékk þær upp- lýsingar, aS þaS væri lítiS verk aS lagfæra loftnetin og hefSi veriS mikiS aS gera í þeim bissness aS undan- förnu. ÞaS er því ekki til neins fyrir ráSamenn aS neita þessum staSreyndum lengur. MáliS Iiggur opiS fyrir. Nú brá reyndar svo viS, aS málgagn utanríkisráS- herra og menntamálaráS- herra tók þetta mál fyrir í leiSara. Taldi blaSiS sýnt, aS fregnir þessar væru sann ar, og væri nú illt í efni. ÞaS 2 Frjáls þjóS — Fimmtudagur 18. janúar 1968.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.