Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.01.1968, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 18.01.1968, Blaðsíða 7
k3> Frá Flugfélagi íslands Þótt endanlegar tölur liggi ekki fyrir um farþegaflutninga Flugfélags íslands áriS 1967, er samt augljóst að með flug- vélum félagsins voru fluttir yfir 180.000 farþegar. Mikil aukning hefur orðið í farþega flutningum milli landa, svo og vöruflutningum og póstflutn- ingum á flestöllum flugleið- um. Áætlunarflug félagsins gekk vel. Frá 1. júlí var meg- inhluti farþega og vöruflutn- inga milli landa framkvæmd- ur með hinni nýju þotu félags- ins „Gullfaxa" en á innan- landsflugleiðum, svo og flug- leiðinni um Færeyjar til Skandinaviu og Bretlands, báru Fokker Friendship flug- vélar hita og þunga starfsins. Auk reglulegra áætlunarflug- ferða innanlands og milli landa voru á árinu farnar all- margar leiguflugferðir. Ná- kvæmar tölur um fjölda far- þega í þeim liggja ekki fyrir, en ætla má að þeir séu nokk- uð á fimmta þúsund. Hafa ber í huga að tölur þær sem að neðan greinir um farþega- flutninga geta breytzt lítið eitt við endanlegt uppgjör flug- skjala. Millilandaflug Farþegar Flugfélags íslands í áætlunarflugi milli landa voru á s.l. ári 59.600, en voru 48.604 í fyrra. Aukning er 22,6%. Vöruflutningar milli landa námu 752 lestum á móti 614 s.l. ár. Aukning 22.5%. Póstflutningar milli landa námu 182 lestum, en 149 lest- um árið áður. Aukning 22%. Innanlandsflug. Farþegar félagsins í áætlun arflugi innanlands voru s.l. ár 117.778, en voru 111.052 ár ið áður. Aukning er rúmlega 6%. Vöruflutningar innan- lands jukust hinsvegar veru- lega. Fluttar voru 2656 lest- ir, á móti 1925 árið áður. — Aukning 38%. Póstflutningar námu 428 lestum á móti 351 lest árið áður. Aukning 22%. Flugið í heild. Samanlagður fjöldi farþega Flugfélags íslands á áætlunar flugleiðum innanlands og milli landa árið 1957 var því 177.- 380. Auk þess nokkuð á fimmta þúsund farþegar í leiguflugferðum, þannig að samanlagt fluttu flugvélar Flugfélags íslands árið 1967 yfir 180.000 farþega. ritstjóri er Þorvarður Alfons- son en ábyrgðarmaður Gunnar J. FriSriksson. MeSal efnis í ritinu er fyrri hluti greinar um EFTA-samninginn eftir Björg- vin GuSmundsson deildar- stjóra; rætt er um gengisfell- ingu og áhrif hennar á iSnaS- inn, og glefsur eru meS fréttum úr íslenzku og erlendu iSnaSar- lífi. ISnaSarmál er gefiS út af ISnaSarmálastofnun Islands, og er Sveinn Björnsson ábyrgS armaSur. ISnaSarmál er nokk- uS stórt tímarit, prentaS á vandaSan pappír, og fylgir rit- inu útdráttur á ensku úr grein- unum. Fjöldi mynda, einkum af HstiSnaSi, er þar ásamt skýr- ingarmyndum og töflum. Kjartan Jóhannsson verk- fræSingur skrifar um lausn flók inna vandamála í rekstri og stjórnun Baldur Líndal efna- verkfræSingur skrifar um létta málma og sölt úr sjó, Stefán Snæbjörnsson um listiSnaS og iSnhönnun, Þórir Einarsson viS skiptafræSingur um samband rannsókna og atvinnulífs og Árni Vilhjálmsson prófessor um útgáfu jöfnunarbréfa. MeSal annars efnis er grein um Norræna byggingardaginn, sem halda á hér á landi 26.— 28. ágúst í sumar. AS þeirri samkomu standa norræn bygg- ingarsamtök, og hafa slíkir byggingadagar tíSkast frá 1927. Ekki gerSist þó Island aSili fyrr en 1938, en þetta er í fyrsta skipti, sem samkoma þessi er haldin hér á landi. Gert er ráS fyrir aS á ráSstefnunni í ágúst verSi um 1 000 fulltrú- ar, þar af 7—800 frá hinum NorSurlöndunum, en aSal- verkefni ráSstefnunnar hefur veriS nefnt ,,Húsakostur“. I upphafi ráSstefnunnar munu þeir Kristján Eldjárn þjóSminjavörSur og HörSur Bjarnason húsameistari ríkisins ræSa um íslenzkan húsakost, en síSar ræSa fyrirlesarar frá öllum NorSurlöndunum um sér greinda þætti verkefnisins. Auk þess eru frjálsar umræSur og kynnisferSir. Fyrirlestrarnir veSa fluttir í Háskólabíói. Til gamans má svo geta þess, aS tímaritiS birtir mynd af elzta sveinsbréfi, sem vitaS er um á Islandi. Er þaS sveins- bréf Jóns Þorkelssonar, útgef- iS af Árna Thorsteinsson, bæj- arfógeta í Reykjavík og land- fógeta á Islandi, þann 1 8. októ ber 1865. Lánveitingar Húsnæðismálastjórnar IÐNAÐARTlMARIT BlaSinu hafa borizt tvö tíma rit um iSnaSarmál, Islenzkur iSnaSur, 206.—209. tbl., og ISnaSarmál, 5.—6. tbl. 1967. Islenzkur iSnaSur er gefinn út af Félagi íslenzkra iSnrekenda, Á árinu 1967 afgreiddi HúsnæSismálastofnun ríkis- ins 2519 lán samtals aS upp- hæS kr. 391.452.000,00. Er þetta hæsta lánveiting sem fram hefur fariS á vegum stofnunarinnar. Lánveitingar fóru fram voriS og haustiS 1967. Voru veitt bæSi byrjunarlán og viSbótarlán. Veitt voru ný lán til 1070 íbúSa og 1449 viSbótarlán eSa alls 2519 lán. Auk þessa fór fram á árinu veiting lánsloforSa er koma til greiSslu eftir 1. maí á þessu ári. Eru lánslof- orS þessi 5 31 talsins, sam- tals aS upphæS kr. 93.245.- 000,00. Loks veitti HúsnæS ismálastofnunin bráSa- birgSalán á árinu til bygg- ingaframkvæmda FB í BreiShoIti. Nam sú lánveit- ing samtals kr. 86.380.000. Um næstu lánveitingu HúsnæSismálastofnunarinn ar vfsast til auglýsingar, er birtist um þessar mundir í blöSum og útvarpi. Siglingaþjóð Framh aí bls. 1. kvæmdir okkar í þessu efni. Þess er skemmst að minnast, er SÍS neyddist til að selja olíuskipið Hamrafell, stærsta skip þá í eigu okkar. Það hefði komið sér vel að eiga Hamra- fellið á þessum síðustu og verstu tímum, þegar Rússar hafa brugðizt okkur eins illa í sambandi við olíuflutninga til landsins, og raun ber vitni. Þakka má fyrir, að landið hef- ur ekki orðið olíulaust. Reynd ar mun ekki útséð um enn, hvort okkur tekst að sleppa frá þessum vetri, án þess að olíuskortur verði vegna þess- arar framkomu Rússa í olíu- flutningamálunum. Stórt hagsmunamál Okkur sýnist að ekki væri úr vegi að Alþingi tæki þessi mál til meðferðar og setti á laggirnar nefnd, er kannaði ástandið. Víst er að þetta er stórt hagsmunamál fyrir þjóð- arheildina. Því aðeins er hægt að búast við að við getum orðið mikil siglingaþjóð, að við högum flutningi á varn- ingi til og frá landinu á þann veg, að fyllstu hagkvæmni sé gætt. Á þeim grunni getum við fært út kvíarnar og haslað okkur'völl á heimshöfunum. L E T U R FJÖLRITA FYRIR YÐUR FJÖLRITUN " HVERFISGÖTH 32 - SÍMl 2-38-57 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 18. janúar 1968. 7

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.