Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.01.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 18.01.1968, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1968 — 3. TÖLUBLAÐ 17. ÁRG. Deilurnar í Alþýðubandalaginu: MÁLEFNAÁGREININGUR KEMUR í LJÓS Fólk hefur oft átt nokkuð erfitt með að átta sig á þeim deilum, sem geisað hafa innan Alþýðubandalagsins að und- anförnu. Hefur mörgum þótt sem átökin snerust meira um völd og vegtyllur einstakra manna en skoðanamun eða ólík viðhorf í stjórnmálum. Nú lítur út fyrir, að málefnalegur bakhjarl þessara deilna sé að skýrast. Magnús Kjartansson gerir grein fyrir þeirri skoðun sinni í Þjóðviljanum mið- vikudaginn 10. þ.m., að Alþýðubandalagið eigi að taka ákvarð anir um kjarabaráttu fyrir þá leiðtoga launþega, sem í bandalaginu eru, og eigi þeir að téljast bundnir af ákvörðun flokksins, hvað sem hag eða vilja viðkomandi launþegasam- taka líður. Eins og kunnugt er, hefur Hannibal Valdimarsson verið forvígismaður þeirrar skoðun- ar á undanförnum árum, að halda beri aðgreindum fag- legri stéttarbaráttu launþega- samtakanna og pólitískri bar- áttu launþegaflokka. Að sjálf- sögðu eru þó allir sammála um, að báðir aðilar hljóti að stefna að líkum markmiðum. Hefur þessu tæpast nokkru sinni verið mótmælt opinber- léga berum orðum fyrr en nú, áð Magnús Kjartansson gerir grein fyrir sínum sjónarmið- um. í lokaorðum greinarinnar kallar hann stefnu Hannibals „borgaralega verkalýðshreyf- ingu" og segir síðan: „Sósíal- ísktísk verkalýðshreyfing set- ur sér hins vegar stærri mark mið, tilgangur hennar er sá, að breyta þjóðskipulaginu, og þéss vegna eru verkalýðsmál og stjórnmál ævinlega samof- in í athöfnum hennar." Áður hefur Magnús rætt um hvernig ákvarðanir um verka- lýðsmál skuli teknar í banda- laginu „með fullri þátttöku allra Alpýðubandalags- manna". Að því loknu segir: „Bandalagið getur síðan skuld hundið alla félaga sína til þess að hlíta stefnunni, „leið- togana" jafnt sem aðra." Flestir munu hafa talið, að stefna sú í verkalýðsmálum, sém Hannibal Valdimarsson hefur boðað árum saman, væri ríkjandi stefna bandalagsins. Hann er þó formaður þess, og enginn mælti í móti yfirlýs- ingum hans. Andstæðingar Hannibals í kosningunum í vor héldu því meira að segja fast fram, að málefnaágrein- ingurinn í bandalaginu væri enginn, og Magnús Kjartans- son gekk ekki sízt fram í því. Nú kemur hins vegar fram, að Magnús Kjartansson er á gjörólíkri skoðun og telur, að Alfcýðubandalagsmenn séu í trúnaðarstöðum fyrir laun- þegasamtökin aðeins sem sendimenn flokksins, „einnig ritstjóra Þjóðviljans", eins og hann kemst að orði. Varla er unnt að hugsa sér, að Magnús hafi verið svo ókunnugur verkalýðsmálum áður en hann gerðist þingmaður, að hann þekkti ekki stefnu Hannibals og samherja hans í verkalýðs- baráttunni. Þarfnast þá skýr- inga, hvers vegna hann leyndi málefnaágreiningnum. En nú hefur Magnús tekið af skarið og lýst sjónarmiðum sínum tiltölulega skýrt. Verð- ur því væntanlega auðveldara fyrir menn úr þessu að átta sig á deilunum og gera upp við sig, hvorri stefmmni þeir vilja fylgja. Einnig lýsir Magn ús því yfir í grein sinni, að hann muni ekki taka þátt í „lágkúrulegu pexi" eða „van- stilltri tilfinningasemi" um Framh. á bls. 6. Hannibal: Sjálfstæð verka- lýðsbarátta. Magnús: Flokkurinn segir fyr- ir verkum. MEDAL EFNIS SKATTAMÁL í forystugrein er rætt um skaltaframtöl, skattarannsókn- ardeild og síðast en ekki sízt staðgreiðslukerfi skatta, Bls. 3. AÐ TRÚA Á LENIN „Ég álít, að þið séuð að berjast við þjóðerUiskennd f Vietnam, ekki kommúnisma. Meginnluti almennings læt- ur sér fátt um finnast, hvort um er að ræða kommúnisma eða kapitalisma. Ef þú ert bóndi í Víetnam, hvaða máli skiptir það, hvort stjórn þín er nefnd kommúnistísk stjórn eða kapitalísk? Hún er bara annaðhvort vond stjórn eða góð." Úr viðtali við Arnold Toynbee. — Bts. 6. FJÁRMÁL HÁSKÓLANS Háskólinn þarf stóraukið f jármagn til þess að geta sinnt hlutverki sínu. — Baksíða. ATVINNULEYSI Svo er nú komiS, viS upp- haf hins níunda árs þeirrar stjórnar, er kennir sig viS viS- reisn, aS atvinnuleysi hefur bar iS á dyr Islendinga og eru þaS sannarlega ill tíSindi. I Reykja- vík einni munu nú hálft annaS hundraS manns hafa látiS skrá sig atvinnulausa og er mikill meirihluti þeirra verkamenn. Uti á landi er ástand víSa mjög slæmt orSiS í þessum efnum. Vissulega ber aS vona, aS hér sé einungis um tímabundiS vandamál aS ræSa, sem leysist úr er vertíS hefst. Því er þó ekki aS leyna, aS svartsýni rík- ir töluverS meSal fólks. Finnst mönnum lítils góSs aS vænta frá þeirri ríkisstjórn, sem þann- ig hefur grafiS undan öllum greinum íslenzks atvinnulífs aS til vandræSa horfír. Skammt hafa dugaS elagorSin um frjáls an innflutning og frjálsa verzl un enda heyrast þau nú ekki lengur. —•— AÐ VERÐA SIGLINGAÞJOÐ í áramótaboðskap sínum vakti skipaskoðunarstjóri máls á því, hvort íslendingar ættu ekki að geta náð svipuðum ár- angri á sviði siglinga og þeir hafa náð í fluginu með hinum glæsilega miUilandaflugflota okkar. Vissulega eru þetta orð í tíma töluð og væri æskilegt að keppt yrði að þessu á næstu árum. En til þess að svo geti orðið þarf að taka upp aðra stefnu í þeim efhum, er siglingar varðár. Þar hefur stjórn- leysi og handahóf ríkt eins og á fleiri sviðum í þjóðlífinu. Það hlýtur að vera keppi- kefli hverrar þjóðar, ekki síst þjóðar, sem byggir eyland, að vera sjálfri sér nóg um skip til flutninga á varningi til og frá landinu. Ætti því að vera fyrir hendi nægur skipakost- ur, þegar mest er að gera og leigja skipin til flutninga fyr- ir aðrar þjóðir á öðrum tím- um. Og stefna jafnframt að því að byggja upp slíka leigu- skipaflota. Eins og kunnugt er, hafa ýmsar þjóðir náð góð- um árangri á þessu sviði og má minna á Norðmenn í því efni. Erlend leiguskip Hér við land hafa erlend leiguskip oft verið í förum, — óhætt að segja undarlega oft. Ýmsum hefur þótt það ein kennilegt að sjá þessi skip fermd eða affermd í Reykja- víkurhöfn á sama tíma og ís- lenzku farmskipin eru að koma eða fara hálftóm. Þetta er ekki óeðlilegt, þegar það er vitað, að engin heildar- stjórn er á þessum málum, að skipafélögin hér eru mörg og enginn samræming á flutning um þeirra. Og enn skritnara verður þetta mál, þegar menn heyra það, að það séu m. a. skipafélögin sjálf, sem leigja erlendu skipin. Nú munu vera hér um 10 skipafélög, en þau helztu eru: Eimskip, Skipa- deild SÍS, Jöklar og Hafskip. Það gefur auga leið, að hægt muni með hagræðingu að lækka farmgjöldin. Skipum fækkað! Á s.l. ári voru seld úr landi tvö frystiskip, Drangaiökull .og Langjökull, samtals 3896 brúttólestir að stærð. Er þetta ömurlegur vitnisburður um það skipulagsleysi og handa- hóf, sem einkennir fram- Framh. á bls. 7. ;<*>

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.