Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.04.1968, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 18.04.1968, Blaðsíða 6
Fréttabréf af Nú er að byrja síSasti mán 'uSuí þessa vetrar, Einmán- uður. Veturinn hefur verið með hörðustu vertum sem elztu menn muna hér í sveit. Haustið var umhleypniga- Barðaströnd samt, á sama sólarhringnum voru ýmist rigning, slög, frost og hríðarveður, fénaSur kom allur á fulla gjöf í byrjun Nóvember. Telja má að inni- staða á fé hafi veriS síðan Svellalög hafa veriS mikil og djúpfenni meS sama móti. Fjörubeit hefur engin veriS siðan fyrir hátíðar og legið undir klaka síðan. Heyfengur bænda var með minnsta móti í haust og þar af leiSandi voru bændur illa búnir að taka á rnóti slikum vetri. FóS urbætiskaup bænda hafa ver ið gífurlega mikil hér. Taka má til dæmis hjá sumum bændum hér í sveit verða 90 til 100 þús. krónur til 1. júní, sem ekki er ofreiknaSur gjaf artími og ofaná þetta bætast svo mikil áburðarkaup og vaxandi dýrtíS. Enda er hætt viS aS margur bóndinn verði að gefast upp í vor eða á næstu árum, þvi engri stétt á íslandi hefur verið þjarmað eins aS og bændum. Samgöngur og félagslíf hafa algerlega legið niSri síð an um áramót. Ný mjólkurstöð tók til starfa á PatreksfirSi sl. haust. Reynt er að koma mijólk einu sinni í viku. Miklir erfiSleik- ar eru þó við þaS en fengizt hefur ýta til aS draga mjólk ina á sleðum. Telja má að vegurinn á Kleifaheiði lokist í fyrstu snjó um, og er það mikill þrösk- uldur í samgöngumálum hjá BarSstrendingum og Patreks firðingum. Póstsamgöngur eru heldur lélega hér í vetur, flóabáturinn Baldur á aS koma til Brjánslækjar einu sinni i viku. Það hebir gengið heldur skrikkjótt, bæSi vegna veðurhams svo er og bryggj- an á Brjánslæk svo stutt, aS Baldur kernst ekki aS henni nema um stórstraumsflóð og þyrfti þar nokkra bót á, ef vel ætti aS yera. Fólkinu fækkar alltaf hér í sveitinni. Allt unga fólkið verður að flytjast í burtu, ýmist í at- vinnuleit eða í skóla. Hvort heldur því sé Ijúft eSa leitt, og er alveg hörmung að hugsa til þess, hÝe lítiS er gert til þess, að unga fólkið geti staSnæmzt í sveitunum. Er þetta rétt þróun í okkar stjálbýla landi? Á BarSa- strönd eru nú í byggS 28 býli og heimafólk er ekki ann aS en hjón með ung börn og þó ekki alls staSar, því að 3 bændur eru í sveitinni, sem búa konulausir, sem hlýtur að vera harðgerður búskapur, búskapur meira af tryggS við sveitina en af getu. Á BarSa strönd fyrir 40 árum voru 46 byggð býli hér og allt úði af lífi og fjöri. T. d. á Siglunesi voru 5 býli og verstöS, og þá var oft glatt á hjalla. En nú búa þar aðeins tveir feSg- ar. Barnaskólinn er í Félags- heimilinu Birkimel Krökkun- um er ekið á milli kvölds og morgna. Kennari er Unnar BöSvarsson, sem er búsettur í sveitinni. Sóknarpresturinn okkar er búsettur austur á Reykhólum. Lækniskall höf- um við á PatreksfirSi. Eins og fyrr segir er Kleifaheiði mikill farartálmi, og oit og tíðum sem ógerningur væri að koma sjúklingi til læknis, eða ná í lækni. ÞaS má segja þar: flýtur á meSan ekki sekk ur. Fimm manns hafa lát- izt í vetur. Tvö börn hafa fæðst. Ábúendaskipti hafa verið á HreggstöSum, Einar Sturluson flutti meS sína stóru og fríðu fjölskyldu úr sveitinni, við tók Björg ÞórS- ardóttir sem áSur bjó í Hrís nesi. Þá hætti ég þessu rabhi mínu og óska sveit og sveit- ungum gæfu og gengis á ó- komnum árum og vona að Barðaströnd eigi eftir að blómgast á ný full af lífi og fjöri. Einn á förum. . Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Kópavogs Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með, að aðalskoðun bifreiða fer fram 16. apríl til 24. maí n.k., að báðum dögum meðtöldum, svo sem hér segir: Þriðjud. 16. apríl Y- 1 — Y- 100 Miðvikud. 17. — Y- 101 — Y- 200 Fimmtud. 18. — Y- 201 — Y- 300 Föstud. 19. — Y- 301 — Y- 400 Mánud. 22. — Y- 401 — Y- 500 Þriðjud. 23. — Y- 501 — Y- 600 Miðvikud. 24. — Y- 601 — Y- 700 Föstud. 26. — Y- 701' — Y- 800 Mánud. 29. — Y- 801 — Y- 900 Þriðjud. 30. / Y- 901 — Y-1000 Fimmtud. 2. maí Y-1001 — Y-1100 Föstud. 3. — Y-1101 — Y-1200 Mánud. 6. — \ Y-1201 — Y-1300 Þriðjud. 7. — Y-1301 — Y-1400 Miðvikud. 8. — Y-1401 Y-1500 Fimmtud. 9. — Y-1501 — Y-1600 Föstud. 10. — Y-1601 — Y-1700 Mánud. 13. — Y-1701 — Y-1800 Þriðjud. 14. — Y-1801 — Y-1900 Miðvikud. 15. s Y-1901 — Y-2000 Fimmtud. 16. — Y-2001 — Y-2100 Föstud. 17. — Y-2101 — Y-2200 Mánud. 20. — Y-2201 — Y-2300 Þriðjud. 21. — Y-2301 — Y-2400 Miðvikud. 22. — Y-2401 — Y-2500 Föstud. 24. — Y-2501 og þar yfir. Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðir sín- ar að Félagsheimili Kópavogs, og verður skoðun framkvæmd þar daglega kl. 9—12 og 13—16,30. Aðalskoðun verður ekki framkvæmd á laugar- dögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vátryggingariðgjöld öku- manna fyrir árið 1968 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa við- tæki í bifreiðum sínum, skulu sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalda til ríkisútvarpsins fyrir árið 1968. Athygli skal vakin á því, að ljósabúnaður bifreiða skal vera í samræmi við reglugerð nr. 181 30. desember 1967. Vanræki einhver að koma með bifreið sína til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögurö og lögum um bifreiðaskatt, og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 4. apríl 1968 SIGURGEIR JÓNSSON ( SUMARÁÆTLUN Vikulegar ferðir til Kaupmannahafnar „GULLFOSS" um Leiih „KRONPRINS FREDERIK" um Torshavn. \ EIMSKIP DFDS \ Frjáls þjóð — Fimmtudagu* 18. apríl 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.