Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.04.1968, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 18.04.1968, Blaðsíða 8
Flokksræðið í sókn Svo virðist sem Alþingi ætli að gefa sig algerlega flokks- ræðinu á vald og fannst þó flestum varla á það bætandi. Er ætlunin að afhenda stjórn- málaflokkunum það vald, sem Aiþingi 1930 og 1959 neitaði af afhenda þeim. Hér er átt við þá tillögu dómsmálaráð- herra, að listar, sem bornir eru fram í nafni ákveðins stjórnmálaflokks, skuli teljast utanflokka ef viðkomandi fiokksstjórn samþykkir þá ekki sem lista flokksins. Ráð- herrann dró að vísu til baka hina upphaflegu tillögu sína um þetta efni, en lagði fram aðra, sem í reynd felur ein- ungis í sér orðalagsbreytingu frá hinni upphaflegu. Sam- kvæmt tillögunni á ekki að verða unnt að bjóðá fram lista í nafni flokks gegn vilja flokks stjórnar, svo sem nú er unnt samkvæmt gildandi kosninga- lögum og gert var hér í Reykjavík á s.l. vori. í hinni nýju tillögu ráðherrans felst og það, að ekki á að vera unnt að skjóta úrskurði yfirkjör- stjórnar heldur skal hann telj ast endanlegur. Hlýtur það að teljast ákaflega hæpið og hættulegt, því reyndin hefur orðið sú, að yfirkjörstjórnir kjördæma eru oft hlutdrægar og pólitískar í úrskurðum sín um. Kom það t. d. mjög áþreif anlega í Ijós á s.l. vori, er yfir- kjörstjórnin í Reykjavík kvað upp úrskurð, sem stríddi ber- lega gegn lögum og landskjör- stjórn síðar hratt. Hér er því beinlínis verið að skerða rétt- aröryggi. Enda þótt það virðist ætlun ríkisstjórnarinnar og stuðn- ingsmanna hennar í þessu máli, sem er að finna í öllum þingflokkum, að knýja þetta mál í gegnum þingið nú, er andstaða gegn því utan þings mjög mikil, einkum meðal ungs fólks. Á það má t. d. benda að margir ungir Sjálf- stæðismenn eru tillögu dóms- málaráðherra ákaflega and- vígir og hefur það mjög kom- ið í ljós á æskulýðssíðu Morg- unblaðsins að undanförnu, þar sem ungur laganemi, Ármann Sveinsson, hefur mjög skýr- lega bent á þá hættu, sem til- lagan býður upp á. Einnig er vitað að andstaða í öðrum stjórnmálaflokkum er mikil gegn tillögunni. En sem svo oft áður virðast hinir kjörnu foringjar ekki telja sér skylt að spyrja um vi'lja fólksins er þeir ætla sér að láta ákveðin mál ná fram að ganga. —O— Olíuhreinsunarstöð í Hvalfirði? Undanfarin ár hefur gætt hér á landi mikils áhuga hjá ýmsum fyrir því að reist verði olíuhreinsunarstöð. Telja áhugamennirnir þjóðhagslega séð einkar hagkvæmt að slík stöð sé fyrir hendi í landinu. Um eignaraðild að slíkri stöð og staðsetningu hennar verður áreiðanlega bitist. Verður að gera þá kröfu að innlendir aðilar eigi stöðina. Virðist eðlilegt að ríkið og þeir, sem annast sölu og dreifingu á olíuvörum um landið, eigi fyrirtækið og annizt rekstur þess. Ekki er ólíklegt að stöðin verði byggð í Hvajfirði, en þar er þegar fyrir geysi- legt geymslurými fyrir olíur og benzín. 500 þúsund tonn. Árleg olíunotkun hér á landi mun nema nálega 500 þúsund tonnum og er gasolía stór hluti þessa magns. Mun talið hentugt að afkastagetu olíu- hreinsunarstöðvar hér yrði um ein milljón tonna á ári. Það myndi leiða af sér, þar sem gasolía er mjög stór hluti notkunarinnar, að til aþ vinna það magn yrði við hreinsun jarðolíunnar (hráefnisins) tölu vert magn bifreiðabenzíns af- gangs umfram þörfina hér. Yrði því að flytja úr landi bifreiðabenzín. Olíuhreinsun- arstöð af fyrrgreindri stærð mun kosta í byggingu vart und ir einum milljarð íslcnzkra kr. LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ i 25. viku vetrar 1968 EF EKKI VEIÐIST VERÐUR AÐ STJÓRNA Forystugrein Vísis i gær ber vfirskriftina. „Aukin áherzla á stjórnun". Þar er rætt um hinn alkunna afla brest siðustu missera og verðfall íslenzkra afurða á erlendum markaði. Margt er 1 greininní vel og spak- lega ritað. Snjöllusf eru þó niðurlagsorðin en þar segjr, að batni ekki hin ytri skilyröi efnahagslífsins tjl muna á næstu mánuð- um, verði varla hjá þvi komizt, að bæta stjórn un fyrirtækja. Helzt er á þessu að skilja, að ef batnar í ári, megi sukkið og óreiðan halda sínu striki enn sem áður. HVERS Á AGNAR AÐ GJALDA? Morgunblaðið skýrði frá því á dögunum, að aðeins tvö blöð I.efðu tekið afstöðu til f.arn- bjóðenda til forseta- kjörs, þ. e. Frjáls pjóð og Austurland, sem bæði hefðu lýst- yfir stuðningi við dr Kristján Eldjárn. — Frjáls þjóð vill benda á, að hér vantar nokk- uð á allan sannleika hjá Morgunblaðínu. Eitt blað hafði þegar tekið afstöðu áður en Frjáls þjóð og Aust.ur- land létu sitt álit, í ljós. Það var Mánu- dagsblaðið, sem lýstj stuðningi sínum við dr. Gunnar Thoroddsen Fáum við ekki skilið hvers vegna Morgun- blaðið stingur þessari staðreynd undir stól jafnmikilvægur og stuöningur Agnars Bogasonar hlýtur að vera fyrir dr. Gunnar. GUÐ HJÁLPAR ÞEIM, SEM HJÁLPA SÉR SJÁLFIR Morgunblaðið segir frá því í gær, að hreinstarfi hafi veriö bjargað úr súrheys- gryfju austur a Fjf-Jö- um. Sennilega er þetta lausnin á fóðurvanda- máli hreindýrantia. Þegar Dýraverndun- arfélagið sér sér ekki fært að rétta hjálpai - hönd. taka nrelndvrjn til sinna ráóa og skammta sér sjálf. Olíuhöfn við Reykjavík. Um það hvar staðsetja eigi olíuhreinsunarstöðina verða i skiptar skoðanir, eins og fyrr segir. Mun vera mikill áhugi hjá ýmsum ráðamönnum landsins að hún verði reist við Sundin við væntanlega Reykjavíkurhöfn. Hafnarstjór inn í Reykjavík gaf einmitt í skyn í sjónvarpsviðtali nýlega, að olíuhöfn ásámt olíuhreins- unarstöð yrði byggð í og við Geldingarnes, en það er skammt frá Gufunesi. Fleiri staðir en Geldingar- nes koma til greina og mætti vafalaust einskorða þá við Faxaflóasvæðið, þar sem mest ur hluti framleiðslu stöðvar- innar yrði notaður þar. Vissu- lega myndi Hvalfjörður þykja íýsilegur staður fyrir stöðina, en þar eru þegar tugir stórra olíugeyma. Þá er þar önnur aðstaða, er hagstæð myndi þykja í sambandi við slíkan amnnurekstur sem olíuhrein sunarstöð er. Olíustöð á Borneó. UM LUÐRABLÁSTUR A fSLANDi Þótt íslendingar hafi ef til vill minna tíðkað lúðra- blástur en margir grannar þeirra, eru nú starfandi all- margar lúðrasveitir hér á landi, margar orðnar til á seinni árum. Mun þykja gott gaman að taka sér horn í hönd í skammdeginu, enda holl og gövgandi dagrastytting, að yngja anda sinn við hvers kyns tónlistariðkanir. Ekki fer þó hjá því að höfundi þessa pistils þyki ærinn munur á fimi horna- flokka í útlöndum þar sem hann hefur komið og hér. Þil þessa mun sitthvað bera og sennilega ekki sízt það að listin er all miklu minna iðkuð hér en erlendis og út breidd skoðun meðal manna að lúðraleikur sé af dankað fyrirbæri og bros- legut. Stjórnarvöld leita ’ekki oft á náðir lúðrasveita sem skemmtikrafta á góð- virðisdögum líkt og víða er- lendis, sem þó er bæði gam an og fagurt á að hlýða, heldur láta gott heita að draga þessa krafta fram ör- fáa tyllidaga á sumri hverju! Framh. á bls. 7. Loksins ljós! Dr. Jóhannes Nordal banka stjóri og einn höfuðhöfundur efnahagsstefnu viðreisnar- stjórnarinnar, hélt mikla veizlu (og dýra) nú fyrir skömmu, þar sem hann las upp árlega yfirlitsræSu um hag og ástand íslenzks þjóð- arbúskapar og kom þar fátt uppbyggilegt fram. Þó var þar einn Ijós punktur. Banka stjórinn lýsti þeirri skoðun sinni, að bankakerfi þjóðar- innar væri orðið um of viða- mikið og ympraði á samein- ingu ríkisbanka, t. d. BúnaS- arbanka íslands og Útvegs- banka íslands. Er vonandi aS ríkisstjórnin taki mál þetta nú til alvarlegrar íhugunar og láti lcoma til framkvæmda hið fyrsta. i

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.