Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.04.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 18.04.1968, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1968 — 11. TÖLUBLAÐ — 17. ÁRG. SÖK FYRND - HVERS VEGNA? Menn minnast Iðnaðar- bankabrunans á s.I. ári, er olli tugmilljónakróna tjóni. Bygging bankans braut í bága við byggingasamþykkt og brunavarnalög en eigi að síður var ekkert gert í mörg ár til að fá úr því bætt. Nú er sök þeirra, sem þessi brot frömdu, fyrnd. Hvers vegna? Skortir okkur lög- gæzlu á þessu sviði og öðrr um sviðum þjóðfélags okk- ar? Um þetta f jallar forystu grein blaðsins í dag. Sjá bls. 3. MEÐAL EFNIS FLOKKSRÆÐIÐ I SOKN Sjá grein á baksíðu BASL ER BÚSKAPUR Sjá grein á síðu 4 * „Hvar og hvenær sem er" sagði Johnson Heimurinn er nú a<5 reyna þacS, hve einlægur og heils- hugar friðarboðskapur for- seta Bandaríkjanna, Lyndons B. Johnsons, er. Menn minn- ast hinnar frægu ræðu hans á dögunum, þar sem hann kvatS sig og stjórn sfna fúsa til viðræSna við Hanoi-stjórn ina um friS í Vietnam, „hvar og hvenær sem væri". Nú hefur hins vegar staðið í þófi í nær tvær vikur um þatS, hvar þessar viðræður skuli fram fara. Hefur Johnson forseti þegar hafnacS tveimur tillögum NorcSur-Vietnama um fundarstað og er enn ekki útséð um það, hvort nokkurn tíma vertSur úr viðræSufund um vegna ágreinings um þetta atriði. Hvílíkur fritSar- vilji. RÁÐÞROTA RÍKISSTJÓRN: Komið er að lokadögum Al ¦ þingis nú í vetur. Mikið ann- ríki í þingsölum og ríkisstjórn in leggur á það mikið kapp að knýja mál sín í gegnum þing- ið og ekki verður annað sagt um þingmenn stjórnarflokk- anna en að þeir gegni vel því hlutverki, sem Bjarni og Emil ætla þeim: að vera þægar brúð ur, sem rétti upp hendur á réttum tíma. Ekki verður þess vart, að ríkisstjórnin hafi lært af dýrkeyptri reynslu, að hún hyggist taka vandamálin öðr- um tökum en hingað til og engin viðleitni er sjáanleg í þá átt að móta nýja stefnu, sem gæti leitt út úr þeim ógöngum, sem hún hefur ratað í. Þvert á móti virðist það ætlunin að feta áfram sömu leið, leið gengislækkana og upplausn- ar. SKATTPÍNING BIFREIÐA- EIGENDA. Það mál, sem mesta athygli almennings hefur vakið nú síðustu vikur þingsins er. frum varp ríkisstjórnarinnar um breytingu á vegalögum. Þar kemur berlega fram viljaleysi ríkisstjórnarinnar til að halda aftur af verðbólgunni og leita annarra úrræða en þeirra, sem leiða til rýrnandi gengis ís- lenzku krónunnar. Hinar nýju tillögur fela í sér stórkostlegar hækkanir á álögum á bifreiða- eigendur og fannst þó víst flestum nóg komið á þessu ári, en 180—190 miHjónir króna á næsta ári. Að sjálfsögðu munu þessar hækkanir renna beint út í verðlagið, þar sem flutn ingsgjöld og fargjöld öll munu hækka og þar með vöruverð. TIL BETRI VEGA? Þetta hækkunarfrumvarp, sem nú siglir hraðbyri gegn- um þingið um hendur vilja- lausra þingmanna, er rök- stutt með þörf á bættum veg- um. Sízt skal sú þörf dreg- in í efa pg hefur reyndar oft verið rætt um það í þessu blaði, hversu brýnt það væri að við íslendingar gerðum stór átök í þessum efnum. En hér skal enn á það bent, að ef það fé, sem íslenzkir bifreiða- eigendur hafa látið ríkinu í té á undanförnum árum, hefði óskipt eða nær því óskipt ver- ið látið renna til vegamála. væri þar annað og betra á stand en nú er Staðreyndin er hins vegar sú, að tiltölulega lítill hluti allra þeirra skatta, sem á bíleigendur eru lagðir, hafa verið látnir renna til vegaframkvæmda. Hvergi eru bifreiðaeigendur eins skatt- píndir og hér á landi, en hvergi munu þeir fá jafn lít- ið fyrir. Á árabilinu 1960— 1965, eða á 6 árum greiddu bifreiðaeigendur þannig 1715 milljónir króna til ríkisins í sérstökum sköttum af bifreið- um, umfram það fé, sem varið var til vega. Á árinu 1966 er talið að tekjur ríkissjóðs í toll- um af bifreiðum, benzíni, hjól- börðum og varahlutum til bif- reiða ásamt leyfisgjöldum hafi numið um 590 milljónum kr. 300—500% HÆKKUN Það er þess vegna tæpast við því að búast, að bifreiða- eigendur verði yfir sig hrifn- ir nú þegar þeim er enn til- kynnt, að þeir skuli taka á sig nýjar byrðar. Því hljóta að vera takmörk sett hve sam- göngutæki landsmanna geta verið ríkissjóði mikil tekju- lind og jafnnauðsynleg og öku- tæki hljóta að teljast hérlend- is verður að segja, að gengið hafi verið langt út fyrir þau takmörk. Á tíma núverandi ríkisstjórnar . hefur benzín- skattur á líter hækkað úr kr. 1.13 í kr. 4.67 eða um 313%. Árið 1958 kostaði líter af benzíni kr. 2.89 en eftir sam- þykkt frumvarps ríkisstjórn- arinnar mun hann kosta kr. 9.34. Gúmmígjald í ríkissjóð hefur í tíð ríkisstjórnarinnar hækkað úr kr. 6.00 á kíló í kr. 36.00 skv. frumvarpi ríkis- stjórnarinnar eða um 500%. Á sama tíma hefur þungaskatt ur bifreiða, annarra en benzín bifreiða hækkað um 312—437 prósent. Þannig hefur sífellt verið seilzt lengra og lengra ofan í vasa bifreiðaeigenda undir því yfirskini að fé þetta ætti að nota til betri vega. Það er því engin furða bótt bif reiðaeigendur telji sig illa 'leikna og mótmæli harðlega ó- svífnum árásum af hálfu skattheimtu ríkisins.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.