Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.12.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 19.12.1968, Blaðsíða 3
NEI, EKKI — Tröppur eru sannarlega uppfinning djöf- ulsins. Gamla konan tosaði sig með erfiðis- munum upp í vagninn. — Sérstaklega tröppur i strætisvögnum. Það rumdi í henni um leið og hún tók síðasta átak- ið og hóf stóran kroppinn upp úr efstu tröpp- unni.— Uppfinning djöfulsins phúúhh, endur- tók hún og gjóaði augunum á fólkið i vagn- inum. Skelfing varð það eitthvað dauflegt. Stelpurnar tvær í hliðarsætinu hnipptu hvor í aðra og flissuðu. — Guð hvað kerlingin var skrýtin! Gamla konan setti miðann sinn í staukinn og hlammaði sér niður í fremsta sætið í vagn- inum við hliðina á dauflegri konu um fertugt. . Konan dró að sér kápuna og þokaði sér nær glugganum. — Að kerlingin skyldi ekki geta sezt annars staðar; vagninn var sama og tómur. Hvað, það voru ekki nema fimm — sex með kerlingunni. En svona var hennar heppni alltaf. Alveg eins og í saumaklúbbnum í gær- kvöldi.... — Og hvenær fer svo þessi blessaður vagn af stað, væna mín? sagði gamla konan hátt. Vissi hún ekki! Svona var þetta gamla fólk, alltaf símalandi. — Eftir kortér, sagði konan og sneri sér frá gömlu konunni til að sýna, að hún væri ekki í neinu samræðuskapi. — Eftir þrettán mínútur kona góð, sagði virðulegi, roskni maðurinn í sætinu fyrir aftan þær. — Þrettán mínútur og þrjátíu sekúndur nákvæmlega. — Furðulegt að fólk skyldi ekki geta farið rétt með einföldustu staðreyndir. Það var vítavert; blátt áfram skammarlegt! En svona voru allir nú á dögum. Og reyndar ekki bara nú á dögum — nei, hann varð að viðurkenna það. Þetta hafði verið einn af þeim eiginleikum, sem hann hafði átt í mest- um erfiðleikum með hjá Guðrúnu sálugu. Aldrei hafði hún til dæmis getað sagt ná- kvæmlega, hvað hún hafði gert við vikupen- ingana, sem hún fékk til heimilisins. Og hún var því miður ekkert einsdæmi — eða hafði verið, friður veri með henni. Nei, það vissi sér þaö, en það hlaut samt svo að vera — sér grein fyrir því, hvað nákvæmni í öllu — já öllu — var mikilvæg. Nákvæmni — regla og nákvæmni, það höfðu alltaf verið hans kjörorð. — Stundum höfðu heilu helgarnar hjá þeim Guðrúnu sálugu farið í að reyna að koma reglu á búreikningana. Fyrir nú utan það, hvað manneskjan átti alltaf bágt með að halda hlutunum á sínum rétta stað. Eink- um meðan strákarnir voru litlir. En henni hafði lærzt þetta smátt og smátt með hans hjálp — og áreiðaplega verið honum þakklát, þótt hún orðaði það aldrei. Hún hafði nú heldur aldrei verið margorð blessunin. — Hann hafði líka sagt Birni frænda sínum þetta í gær: regla og nákvæmni í stóru og smáu ... — Þær skipta mig litlu máli sekúndurnar nú orðið góurinn. Maður er löngu hættur að hugsa í sekúndum á mínum aldri, gamla kon- an hló og rak olnbogann i sessunaut sinn, sem starði af ákefð út um gluggann og reyndi að láta sem hin væru ekki til. En gamla konan tók ekkert eftir því. Hún breiddi úr sér í sætinu og þunn poplínkápan opnaðist að framan svo skein í rósóttan, skít- ugan léreftskjólinn. Svo dæsti hún hátt og sældarlega. Ungi maðurinn, sem sat í sætinu gegnt beim, leit á stelpurnar og glotti. Þær ætluðu alveg að sprlnga. Grúfðu sig niður i kápurnar og hlógu og hlógu. — Je minn einasti, kerl- ingin var alveg ga-ga! — Svona er maður á þessum aldri, alltaf síflissandi, sagði gamla konan. — Eg held ég muni svo sem, hvernig maður var. Frjáls þjóð — Jólablað 1968. SVONA Stelpunum svelgdist á. — Kerlingin á þeirra aidri! Annan eins brandara höfðu þær aldrei heyrt. Eins og hún hefði nokkurn tima getað verið á þeirra aldri! Ungi maðurinn horfði á gömlu konuna — svo á stelpurnar — síðan aftur á kerlinguna. — Auðvitað hlaut hún einhvern tíma að hafa verið á þeirra aldri. Það var erfitt að ímynda syr það, en það hlaut samt svo að vera — það var í samræmi við öll náttúrulögmál. Þetta var háskaleg tilhugsun — þessi litlu telputrippi yrðu ef til vil eftir fimmtíu, sextíu ár ... nei — og þó ... Tilhugsunin var æglleg — en samt, allir hlutu að eldast. — En ekki svona! Nei — ef Anna, drottinn minn, hin háa og glæsilega Anna, ætti eftir að verða eins og þetta kerlingarferliki. Hann svitnaði. Óhugs- andi! Svona feit og sóðaleg! Auðvitað hlaut maður að eldast, en það var engin ástæða að verða svona. Eða Áslaug — ef granni kropp- urinn hennar — þessi yndislegi. En hann mátti ekki hugsa um hana. Anna var eigin- kona hans. Hann varð að segja Áslaugu, að þessu væri lokið milli þeirra. Yrði að vera lokið. Hvers vegna I andskotanum hafði hann leyft þessu að ganga svona langt? Hann var of rómantískur, það var meinið. En hvernig hafði hann átt að gruna, að þetta yrði svona alvarlegt. — Vitleysa, auðvitað var þetta ekk- v \ Fríða A. Sigurðardóttir ert alvarlegt. — Þetta gerðu allir, svo hvers vegna ekki hann? Bara að halda sér köldum og rólegum, hugsa ekki of mikið um þetta. Hann mátti það ekki, það gerði hann tauga- veiklaðan. Þessi verkur fyrir brjóstinu, þessi stöðugi verkur, þegar hann hugsaði um þetta — bara að hann væri ekki kominn með maga- sár. — Maður í hans stöðu mátti ekki við neinu hneyksli svona fyrstu árin. Auk þess hafði hann engin efni á skilnaði, hversu feg- inn sem hann vildi. Skilnaður; þarna kom það einu sinni enn. Ætti hann aö eyðileggja allt það, sem hann hafði byggt upp síðustu fjögur ár fyrir svona fánýta tilfinningu? Ást — hvað var það? Leikfang fyrir kvenfólk, karlmenn höfðu um nóg annað að hugsa. — Og Anna var ágæt — alveg ágæt. Bara að hún færi ekki að gráta. Það færi alveg með hann. Hann yrði að vera blíður og ákveðinn. Fyrst og fremst ákveðinn, svo að hún skildi... Skildi hvað. Nú skildi að — djöfullinn — það var allt þessi kerlingartrunta... „Kerlingartruntan" tók velktan, brúnan poka upp úr innkaupatöskunni, sem hún hafði í kjöltu sinni, og gramsaði í honum smástund. Dró svo upp brjóstsykurpoka og valdi sér mola. Stakk honum upp í tannlausan munn- inn og saug af ákefð. Svo rétti hún pokann að konunni, sem sat við hlið hennar. — Það veitti ekki af að reyna að hressa hana upp. Það var ósköp að sjá hana, svona föla og grá- skitulega. — Fáðu þér mola gjörðu svo vel, sagði hún höfðinglega. Þessir brúnu eru lang- beztir, það er súkkulaði innan I þeim. Ásta mín gefur mér alltaf poka í nesti. Hún veit, hvað ég er mikill sælkeri. — Ómögulega takk, sagði konan kuldalega. — Hvaða vitleysa, blessuð vertu ekki með neina hæversku. Eg fæ poka í hverri viku, þegar ég kem til þeirra Einars og Ástu. Nú, ég prjóna sokkableðla á strákinn í staðinn eða bæti plöggin hans. Þótt Ásta segl, að það séu allir hættir fyrir löngu siðan að ganga i bætt- um flíkum. En hún þiggur það nú samt og er fegin, sýnist mér. Enda ekki úr svo miklu að spila hjá þeim, hann ennþá að læra og hún verður að sjá fyrir heimilinu. Hún er lika alltaf á harðaspani, auminginn. Ekki hefði ég viljað vera í sporunum hennar — og Einar minn eins og pabbi hans sálaði, hálfgerður drumbur á heimili. Eg get ekki neitað því, að mér finnst hann mætti hjálpa henni meira stelpugreyinu en hann gerir — þótt hann sé sonur minn. En mér dettur ekki í hug aí skipta mér af þvi, þetta er fullorðið fólk. Nú hún segir svo sem, að sér þyki bara gaman að þessu, ætli hreint ekki að hætta, þegar Einar klárar. — Þær vilja þetta víst sjálfar þessar mann- eskjur. Dauflega konan gleymdi, hvað kerl- ingin var skítug og leiðinleg. — Þeim finnst ekki nógu fínt að vera það, sem bæði guð og náttúran hefur ætlað þeim. Nehei, þær vilja ekki vera bara húsmæður — þær vilja fá að rása eins og karlmennirnir. Og sjá svo heim- ilin hjá ... hún þagnaði, þegar hún tók eftir því að allir í vagninum hlustuðu á hana af athygli. Jafnvel stelpufíflin voru hætt að flissa. — Það var allt þessari kerlingu afl kenna. Nú var hún búin að verða sér til skammar rétt einu sinni. Alveg eins og í saumaklúbbnum í gærkvöldi. En hvernig í ósköpunum átti hún að vita, að de Beauvoir var ekki franskur kjötréttur? Það hljómaði alveg eins. Var hægt að ætlast til þess að hún vissi um allar hálfvitlausar kerlingar í heiminum, sem þóttust vera rlthöfundar. Það var Dídí, hún þurfti alltaf að vera að sýna, hvað hún vissi mikið og fylgdist vel með. Snobb og ekkert annað! Hún hafði nóg annað að gera en liggja I bókum — það var rétt með naumindum að henni tókst að komast yfir framhaldssöguna og þann næst bezta — ja, og auðvitað stjörnuspána í Mogganum. Það var miklu meira en nægilegt dagsverk fyMr eina manneskju að sjá um heilt hús — og Jón. Þótt hann vildi aldrei viðurkenna það. En karlmenn skildu aldrei neitt. Og kvenfólk var svo sem ekki orðið mikið betra. Hún gat grátið, þegar Jón var að grobba sig af þvi, hvað hann sæl vel fyrir henni. Og hvað hún hefði það gott! — Hann heimtaði nú sitt hann Jón. Og allt átti að vera eins og klippt út úr tízkublaði. — En að það tæki tíma að halda sjö herbergja húsi með kjallara og stórum garði — nú og svo sjálfri sér — í toppstandi, það gat hann ekki skilið. Guð vissi, að það var vanþakklátt starf að vera húsmóðir. Og alltaf var maðurinn að fylla húsið af gestum. Og hún átti að vera himinlifandi og glöð, þótt það kostaði hana helmingi meiri vinnu daginn eftir. — Þú getur bara farið, ef þú ert svona óánægð, sagði hann í fyrrnótt, þeg- ar hann kom af Lionsfundinum. En honum yrði nú ekki kápan úr því klæðinu, ónei, Jón litli, ég fer ekki fet. Hún var ekki eins og þess- ar kvensur sem hlupu af heimilinu um leið og eitthvað bar á milli. Þó guð vissi að hún hafði nægar, já meira en nægar ástæður. Þetta var SMÁSAGA hennar heimili. Hennar! Það sem guð hefur sameinað skulu mennirnir ekki sundur skilja. Og þó Jón væri erfiður, þá var hann maðurinn hennar. — Eins og nú þetta að heimta þenn- an ítalska rétt 1 kvöld. Hún var ngestum búin að ganga sig upp að hnjám til að fá ailt í hann sem þurfti. En Sveinn og Didi ætluðu að koma í mat og Dídi var í svo miklu uppá- haldi hjá Jóni. — Hún er svo asskoti vel gef- in og skemmtileg, sagði hann. — Hægt að tala við hana alveg eins og karlmann. — Hún gat nú ekld séð, að það væru meðmæli með nokk- urri manneskju. Guð vlssi, að hún gat aldrei skilið, hvað Sveinn hafði séð við Didí. Mann- eskjan var forljbt! En Dídi elskaði ítalska rétti og Jón stóð á sama, þótt hún þyrfti að hálfdrepa sig við að leita uppi allt kryddið, sem þurfti í þennan rétt — sem hún gat svo i

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.