Þjóðvakablaðið - 23.08.1995, Side 4
4
ÞJÓÐVAKI
Engin verkefiii framundan
Stöðnunin í atvinnulífinu hrekur fólk úr landi í stórum stíl. Spurning hvort menn hafi ekki
gert oflitlar kröfur í síðustu kjarasamningum, segir Þorbjörn Guðmundsson hjá Samiðn
Það eru fyrst og
fremst byggingamenn
sem koma hingað á
skrifstofuna og eru að
huga að brottflutn-
ingi, en eitthvað er
líka um málmiðnaðar-
menn, segir Þorbjörn
Guðmundsson, starfs-
maður Samiðnar,
sambands iðnfélaga.
Þorbjöm segir að hér
sé alls ekki uiii at-
vinnulausa menn að
ræða. Töiuvert sé um
svokallaða undirverk-
taka, sem starfað hafa
í byggingariðnaði.
Þesir menn sjá engan
bata í atvinnulífinu
og lítil verkefni
fraiiiundan.
Hingað koma sex til
sjö manns á dag í þess-
um erindagjörðum og
svo hefur verið all-
lengi, segir Þorbjörn.
Og alltaf þegar einhver
umræða er um þessi
mál í fjölmiðlum verð-
um við varir við auknar fyrirspurnir fólks
sem hefur hug á að flytja af landi brott og
leita sér að vinnu erlendis.
Þorbjörn segir að Samiðn hafi ekki
Þorbjöm Guðmundsson: „Kaupið hefði þurft að hœkka miklu meira. “ Myndin er tekin á þingi Samiðnar í Munaðamesi í vor.
beina milligöngu í þessum efnum, en þó
hafi sambandið reynt í sumar að afla upp-
lýsinga um ástandið í Noregi, en það hafi
gengið erfiðlega. Hann segist telja að flest-
VIÐ TÖKUM AÐ OKKUR
ALLA ALMENNA PRENTUN
Hafðu samband
við okkur og
við veitum þér
allar nánari
upplýsingar.
ir iðnaðarmennirnir, sem flust hafi búferl-
um, hafi farið til Danmerkur. Einnig starfa
margir íslendingar hjá dönskum og norsk-
um fýrirtækjum í austurhluta Þýskalands.
„Menn verða að undirbúa sig vel ef þeir
ætla að flytja úr landi,“ segir Þorbjörn.
„Mikilvægt er að fara ekki af stað með fjöl-
skyldu fyrr en menn hafa tryggt sér vinnu
og húsnæði.“
Hann segir að það komi nokkuð á óvart
að yfirleitt gangi iðnaðarmönnum ágæt-
lega að fá vinnu á Norðurlöndum. En skýr-
ingin sé eflaust fyrst og fremst sú, að
þetta er færanlegt vinnuafl, þ.e. menn
leita á staðinn þar sem eftirspurn eftir
TOLVUPAPPIR
UMSLÖG
BRÉFSEFNI
BOÐSKORT
NAFNSPJÖLD
BÆKLINGA
TÍMARIT
BÆKUR
ÁRSSKÝRSLUR
G. BEN. &LL
PRENTSTOFA HF.
SMIÐJUVEGI 3 • 200 KÓPAVOGI
SÍMI 554 5000 • BRÉFASÍMI 564 6681
vinnuafli er fyrir hendi.
„Þetta er alveg nýtt
ástand þessar síðustu
vikur og reyndar ótrú-
legt,“ segir Þorbjörn.
„Menn eru aðvitað
alltaf að spá og spek-
úlera, en hópurinn
sem tekur þessa á-
kvörðun er alltaf að
stækka."
Hann nefnir að engin
stórverkefni eru
framundan í bygging-
ariðnaði á höfuðborg-
arsvæðinu.
Höfðabakkabrúin er
að klárast, einnig skól-
arnir sem Reykjavfkur-
borg er að byggja og
hús íslenskra sjávaraf-
urða. Fasteignamark-
aðurinn er daufur og
lítil hreyfing á honum,
þannig að erfiðlega
gengur að selja hús-
næði í nýbyggingum.
„Það er spurning
hvort verkalýðshreyf-
ingin hafi ekki gert
alltof litlar kröfur í síðustu samningum,
miðað við batnandi ástand hjá fyrirtækj-
unum,“ segir Þorbjörn. „Það hvarflar að
manni hvort menn hafi ekki gert of litlar
kröfur. Kaupið hefði þurft að hækka miklu
meira vegna þess að þá aukast verkefnin.
Kaupmátturinn er orðinn of lítill og
hann hefur reyndar verið óbreyttur frá
1990. Það vantar aukna veltu í þjóðfélag-
ið.
Kannski lagast þetta á seinni hluta
samningstímans, en þá gerist það bara
með því að yfirborganir aukist og gegn
því hefur verið reynt að sporna að undan-
förnu.“
Atvinnuleysi eykst og stöðnun ríkir í atvinnulífinu:
Fiskvinnslufólk og
iðnaöarmenn flýja
land unnvörpum
Byggingamenn eru að flytjast af landi
brott með Qölskyldur sínar, einnig
málmiðnaðarmenn og sérhæft fisk-
vinnslufólk, sem hefur flutt í hundraða-
tali til útgerðarbæja í Danmörku, þar
sem það fær 700 til 900 íslenskar krón-
ur á tímann í dagvinnu. Það þýðir
mannsæmandi líf af dagvinnulaunum
einum saman, sem er óþekkt ástand
hér á landi. Yfirieitt er það fólk á besta
aldri sem flyst di útlauda í atvinnuleit.
Margir flytja í haust
Skipafélögin hafa aldrei áður fengið
jafn margar fyrirspurnir um búslóða-
flutninga frá landinu og nú í sumar. Hjá
Eimskipum hafa 50 til 60 manns spurst
fyrir um búslóðaflutninga vikulega að
undanförnu. Allt bendir því til mikilla bú-
ferlaflutninga frá landinu í haust.
Aldrei meira atvinnuleysi í júlí
Atvinnuleysi hefur aldrei verið jafn
mikið í júlí og nú. Forsvarsmenn atvinnu-
rekenda og stjórnvalda hafa helst bent á
það í fjölmiðlum undanfarið, að áhrifa frá
sjómannaverkfallinu hafi gætt fram í júlí,
en jafnframt hafa þeir viðurkennt að at-
vinnuleysi muni ekki minnka á næstunni,
jafnvel aukast ef ekki takist að fjölga
störfum í atvinnulífinu.
Það vekur líka athygli, að atvinnuleysi
er nú mest í yngri aldursflokkum, 16 til
24 ára. Þessi hópur er orðinn langstærst-
ur á atvinnuleysisskrá, en fyrir nokkrum
árum vcir atvinnuleysi mest meðal hinna
eldri.
20% fiölgun skiólstæðinga Félags-
málastofnunar
Á sama tíma og þessar fréttir um met-
atvinnuleysi í júlí og stóraukinn fólks-
flótta berast, skýrir Félagsmálastofnun
Reykjavíkur frá því, að skjólstæðingum
stofnunarinnar hafi fjölgað um nær 20
prósent á einu ári, miðað við mánaða-
mótin júlí/ágúst. Þeir voru um 3000
fyrsta ágúst síðastliðinn. Félagsmála-
stofnunin hefur því farið fram á aukafjár-
veitingu til að mæta þörfinni fyrir fjár-
hagsaðstoð og er talið að um 100 milljón-
ir króna þurfi til þess.