Þjóðvakablaðið - 23.08.1995, Síða 6

Þjóðvakablaðið - 23.08.1995, Síða 6
6 Þ J Ó Ð V A K I PÓSTUROGSÍMI Umsýslusvið Laus er til umsóknar staöa yfirmanns reiknistofu Pósts og síma á umsýslusviði. Leitað er að verkfræðingi/tæknifræðingi/ viðskiptafræðingi, með mikla þekkingu á vinnslu í stórtölvusamskiptum. Umsækjendur þurfa að hafa góða samstarfshæfni og eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar. Nánari upplýsingar um starfið veitir starfsmannadeild, sími 550 6470 MOLAR Vandræðagangur kvenna í Sjálfstæðisflokknum við að auka áhrif sín hefur vakið mikla athygli. Hugmyndin um tvo varaformenn eða varavarafor- mann er gömul innan flokksins en í þetta sinn er hún runnin und- an rifjum karlanna í flokknum sem telja þetta „ódýrustu“ leið- ina til að friða konurnar. Þær hafa hlaupið á beituna þótt ekki sé víst hvort þær gleypi hana. Margar konur í flokknum eru mjög óhressar með þingkonurn- ar fyrir að fylgja ekki eftir málatil- búnaði sínum. Þegar áhrifastöð- um í þingflokknum var skipt þá fóru þær ekki í kosningar um nein embætti þótt þeim hefði verið í lófa lagið að efna til kosn- inga um þingflokksformann og formenn þingnefnda. Þær biðu hins vegar eftir því hvað var rétt að þeim og tóku því. Það var það sama og á síðasta þingi, for- mennska í tveimur þingnefndum. Þetta finnst mörgum yngri kvennanna utan þingflokksins slök frammistaða, þótt kosningar innan þingflokks hefðu tapast. Þær segja að þingkonurnar séu undir hælnum á karlaveldinu og hafi í reynd nær engin áhrif og vilji ekki hætta neinu. Deilur Kvennalistakvenna við Sigríði Dúnu, fyrrum þingkonu þeirra, hafa vak- ið athygli fyrir hvað mikil heift er í þessum deilum. Þótt Sigríður Dúna hefði líklega betur látið ógert að taka sjálfa sig sem dæmi í fræðigreininni þá sýnir greinin að vinnubrögð Kvennalistans hafa verið mjög einstrengingsleg á undanförnum árum, sbr. mál Helgu Sigurjónsdóttur og próf- kjörið á Reykjanesi fyrir síðustu kosningar. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvaða stefnu Kvennalistinn tekur á þessu kjörtímabili. I sam- bandi við þessar deilur hafa menn rifjað upp ummæli Jónu Valgerðar á Vestfjörðum, sem taldi og telur að Kvennalistinn eigi að hasla sér vöil í samvinnu við önnur stjórnmálaöfl. Það stefnir því í baráttu milli „bók- stafstrúarkvenna“ og „umbóta- kvenna" innan Kvennalistans. V’axandi taugatitrings gætir nú í Alþýðubandalaginu vegna formannskosning- anna. Baráttan er að harðna og er greinilegt að hún verður háð á mjög persónulegum nótum. Eitt af einkennum Alþýðubandalags- ins er hvað deilur um embætti geta orðið harðvítugar og per- sónulegar. Þessar kosningar stefna hraðbyri í þá átt. Stuðningsmenn Steingríms héldu í upphafi að þettayrði ekki þungur róður en nú hafa runnið tvær grímur á þá. Fylgi Margrétar er mun meira en þeir áttu von á en þeir ætla að reyna að taka þetta á endasprettinum. Félögin í Reykjavík ráða úrslitum í þess- um kosningum vegna fjölda fé- lagsmanna og þar er baráttan ekki enn komin verulega í gang. Þjóðvakafélagar Norðurlandi eystra og vestra! Hin árvissa síösumargleði hefst að Pétursborg laugardaginn 26. ágúst kl. 14:00. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Vilhjálms Inga ísíma461 1331. Komið að heiman með grillmatinn og góða skapið, ókeypis næturgisting fyrir þá sem þess þurfa. Stjórnin. Menningarsjóður útvarpsstöðva auglýsir Samkvæmt útvarpslögum og reglugerð um Ménning- arsjóð útvarpsstöðva er hlutverk sjóðsins m.a. að veita styrki til eflingar innlendri dagskrárgerð fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þeirri er verðajná til menningarauka og fræðslu. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnurm Til úthlutunar eru u.þ.b. kr. 30.000.000. I umsóknum skulu eftirfarandi upplýsingar komar fram: 1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilisfang, ásamt upplýsingum um aðstandendur verkefnis og sam- starfsaðila og skriflegum staðfestingum allra aðila um þátttöku í verkefninu. 2. Heiti verkefnis og megininntak. 3. (tarleg og sundurliðuð kostnaðaráætlun ásamt grein- argerð um fjármögnun, þ.m.t. um framlög og styrki frá öðrum aðilum, sem fengist hafa eða sótt hefur verið um, eða fyrirhugað er að sækja um. 4. Fjárhæð styrks sem sótt er um. 5. Nákvæm áætlun um framvindu verkefnis og greinar- gerð um það til hvaða verkþátta sótt er um styrk til. 6. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis. 7. Yfirlýsing útvarpsstöðvar um að fyrirhugað sé að taka dagskrárefni, sem sótt er um styrk til, á dagskrá. Umsóknum og öllum fylgigögnum ber að skila í þríriti á skrifstofu ritara stjórnar, Bjarna Þórs Óskarssonar hdl., Laugavegi 97, 101 Reykjavík, eigi síðar en 30. ág- úst nk. Úthlutunarreglur sjóðsins og umsóknareyðu- blöð fást afhent á sama stað. Þeir aðilar sem sóttu um styrk sumarið 1994 og vilja að tillit verði tekið til umsókna þeirra við úthlutun nú ber að senda viljayfirlýsingu þar um, á sama stað og um- sóknir, fyrir lok umsóknarfrests. Ekki verður tekið tillit til umsókna sem ekki uppfyllla öll framengrein skilyrði, né eldri umsókna, nema framan- greind viljayfirlýsing berist. Krossgátu- gerðin S: 552 7911 ílátinu fín- gerða fisk flytja við- kvæm eins þekkt- ar form (É V pjakk- inn röð 7 Hm álít klók tvíhl.< 1 y f nöðrur kona | tusk sam- komu- lag Teikning Halldór Andri J, tog inn 11 af- fugl eins eftirprentun bönnuð V kvæmi eins rýja t takmark 45 spök ristar 3 þvo þvælda iða beri íþr.fél tónn meri guð geymar dreitil klæða 2 ferund ráp agn- úar röð 1 hár 8 bók rfki v röst bitar borðandi land ílát ferskt góna varma dýrið skap eins úr- títt koma nögl 10 röð vælir 4 hnappa hvutta ■ eins röð laust nagli barir gras virðir 9 fjall áttund eins fugl eins hnúð tuskan eftir 6 ref sefar erill 5 i 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 Nafn: ' Sími: Heimili: Póstfana: VERÐLAUNAKROSSGÁTA NR. 14 Glæsileg bókaverðlaun Skrifið lausnarorð í númeruðu reitina neðst í krossgátunni. Færið vandlega inn nafn, heimili og póstfang og sendið lausnarseðil til Þjóðvaka, Aðalstræti 9,101 Reykjavík, fyrir 30. ágúst nk. Verðlaunahafar fyrir 12. krossgátu: Hjálmdís Guðmundsdóttir, Austurbergi 34, 111 R. Hannes Stefánsson, Vogur, 802 Selfossi. Þorgerður Kristjánsdóttir, Sundstræti 27, 400 ísafirði.

x

Þjóðvakablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.