Vikublaðið


Vikublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 12
Munið áskriftarsímann 17500 Fólk vill velja sér lífeyrissjóð Ég myndi vilja vera í lífeyrissjóði alþingismanna eins og Vilhjálmur Egilsson og njóta réttinda þess sjóðs, segir framkvæmdastjóri SAL. Samkvæmt skoðanakönnun Hagvangs vilja 75 prósent landsmanna geta valið um lífeyrissjóð innan núverandi kerfis og 61 prósent eru fylgjandi því að bankar, verðbréfafyrirtæki og tryggingafélög megi reka lífeyrissjóði og taka við lífeyrissjóðsið- gjöldum. Könnunin var gerð að beiðni Verslunarráðs Islands og hefur Vilhjábnur Egilsson ffamkvæmdastjóri ráðsins og þing- maður fagnað niðurstöðunum og telur að þær eigi að liggja til grundvallar breyttum lögum um lífeyrissjóði. Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri Sam- bands almennra lífeyrissjóða gefur ekki mikið fyrir niðurstöður könnunarinnar. „Þessi könnun Verslunarráðsins sem Vilhjálmur Egilsson hefttr fengið Hagvang til að gera er að mínu viti ómarktæk og býður upp á fáránlegar niðurstöð- ur. I könnuninni er annars vegar spurt hvort fólk sé fylgjandi eða andvígt því að geta valið um líf- eyrissjóð. Ef ég væri spurður væri ég fylgjandi; ég myndi gjarnan vilja greiða í sama lífeyrissjóð og Vilhjálmur Egilsson, í lífeyrissjóðs alþingis- inanna og njóta sömu réttinda þar og hann á kostnað skattborgaranna. Hins vegar er spurt hvort bankar, verðbréfafyrirtæki og tryggingafé- lög ættu að fá að reka lífeyrissjóði. Þessari spurn- ingu mætti auðveldlega snúa við og spyrja hvort ekki teldist æskilegt að lífeyrissjóðir komi sér upp verðbréfafyrirtækjum og bönkum til að spara milliliðakostnað. Eg er sannfærður um að meginþorri almennings myndi svara slíkri spurningu jákvætt. Þetta tvennt sýnir fáránleika könnunarinnar,“ segir Hrafh. Samráð banka til rannsóknar Néytendasamtökin hafa kært banka og sparisjóði til Samkeppnisstofh- unar fyrir meint brot á samkeppnislög- um. Krefjast samtökin þess að stofhunin rannsaki meint lögbrot, en fésýslufyrir- tækjunum er gefið að sök að hafa viðhaft ólöglegt samráð við gjaldtöku á ýmis konar þjónustu. Neytendasamtökin benda á að gjaldtaka fésýsiufyrirtækjanna sé í flestum tilfellum nánast hin sama. Einnig að tilkynning þeirra um þessa gjaldtöku hafi komið á nán- ast sama tíma hjá öllum. Að mati Neytenda- samtakanna er full ástæða til að kanna hvort um samráð hafi verið að ræða milli bank- anna og sparisjóðanna, sem þá fæli í sér brot á samkeppnislögum. Neytendasamtökin vekja einnig athygli Samkeppnisstofhunar á „gróffi mismunun banka og sparisjóða gagnvart viðskiptavin- um sínum,“ en þá er átt við að sum fyrirtæki hafa getað samið sig frá greiðslu útskriftar- og færslugjalda vegna ávísanareikninga. „Telja verður hæpið að heimilin í landinu geti samið á sama hátt,“ segja samtökin og óska eftir mati Samkeppnisstofnunar á því hvort slík mismunun geti talist eðlileg. Vikublaðið hefur orðið vart við mikla gremju hjá mörgum viðskiptavinum fé- sýslufyrirtækjanna vegna ofangreindrar gjaldtöku og á þeirri óbeinu þvingun sem fólk hefur orðið fyrir til að taka debetkort í notkun. Finnst fólki þjónustugjöldin vera orðin ærið umfangsmikil og há. Einn við- mælenda blaðsins spáði því að senn myndu bankarnir taka gjald af fólki sem tæki út af sparisjóðsbókum. Ekki fer á milli inála að viðhorf almennings gagnvart lífeyrissjóðum hefur verið neikvætt undanfarin ár. Einkum teljast sjóðirnir vera allt of margir, veita mismunandi réttindi og sumir þeirra þykja unt of uppteknir af verðbréfa- og hlutabréfakaupum. I samtali við Hrafn kom ffam að á undanförnum árum hafi lífeyrissjóðum fækkað úr um 90 í 55 eða um tæp 40 prósent. Er þá ótalin stór sameining sem er á döfinni, en stefnt er að því að fimm stórir lífeyrissjóðir á SV-horninu sameinist; lífeyrissjóðir Dagsbrún- ar/Framsóknar, Iðju, félags verksmiðjufólks, Sóknar, Félags starfsfólks veitingahúsa og Hlíf- ar/Framtíðarinnar. Yrði sá sjóður að líkindum sá næst stærsti í landinu á eftir Lífeyrissjóði versl- unarmanna. Hrafn bætir því við að staða lífeyris- sjóðanna hafi stórbatnað að undanförnu og við- horf fólks til lífeyrissjóðanna muni vafalaust verða jákvæðara með tíð og tíma þegar fólk fer fyrir alvöru að fá það út úr þeim sem það hefur unnið sér rétt til. FJÁRMÖGNUNARIEIÐIR HEIMILISLÍNA RÚNAÐARBANKANS „Frá og með deginum í dagþurfum við ekki að borga dráttarvexti“ wnnm HEIMILISLINAN - Heildarlausn á fjármálum einstaklinga. SVEIFLURNAR ÚR SÖGUNNI - JAFNVÆGIALLANÁRSINSIIRING í Heimilislínunni attu kost á að dreifa útgjöldum ársins á 12 jafnar mánaðarlegar greiðslur. Þú gerir samning við bankann um reglubundnar millifærslur aí launareikningi yfir á sérstakan útgjaldareikning. Eí innstæðan á útgjaldareikningnum dugar ekki til að greiða reikninga mánaðarins lánar bankinn það sem upp á vantar. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur, reikningarnir eru alltaf greiddir á réttum tíma og engir dráttarvextir. INNGÖNG UTILBOD Félagar fá handhaga skipulagsbók og möppu fyrir fyármál heimilisins. Auk pess erufyármálanámskeiðin á sérstöku verði fyrir félaga. BUNAÐARBANKI ÍSLANDS RAÐGJOF OG A&TLANAGERÐ ÚTGJÖLDUMÁRSINS ER DREIFTÁ JAFNAR MÁNAÐARGREIÐSLUR - REIKNINGARNIR -mn VERÐBREFAMONUSTA VERÐBRÉFAVARSIA GREIDDIRÁ RÉTTUM TÍMA. Kannast þú við það hve erfitt er að láta enda ná saman suma mánuði? Aíborgunin af húsnæðisláninu, tryggingarnar og fasteignagjöldin bætast ofan á önnur útgjöld, þú neyðist til að bíða með að borga og dráttarvextirnir hrannast upp. Aðra mánuði áttu fé afgangs. Heimilislínu Búnaðarbankans er ætlað að jafna út þessar sveiflur og mynda stöðugleika í (jármálum einstaklinga og heimila.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.