Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.09.1949, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 12.09.1949, Blaðsíða 2
MÁNUDAGSBLAÐ I Ð Mánudagur 12. sept. 1949 Mánudagsþankar Jóns Reykvíkings Sögustaðurinn og bíóið. Nýsköpunin í Lækjar- götunni sýnir ákaflega glöggt, að Reykjavík er í byggingu — sífellt í bygg- ingu. Það er eins og við ’höfum sífellt verið að tjalda til einnar nætur í því, sem við höfum gert viðvíkjandi skipulagi bæj- arins. Fyrir ekki mörgum ár- um var rambyggilegur og vel smíðaður steingarð- ur settur utan um Móður- ástar-garðinn svonefnda, en nú er hann rifinn niður eða réttara sagt mölvaður :niður með sterkustu tól- um, sem áhaldaskemmur okkar geyma. Einu sinni var, að slík steingerði voru hæstmóðins, nú eru þau með réttu talin til óprýði. Okkar tízka heimtar, að grænu blettirnir séu opnir, en, hve lengi hún stendur, vitum við ekki. Annars er glöggt, að sérlega mikið los hefur verið á stefnunni í skipulagi bæjarins, en það er þó kominn tími til, að þær línur verði endaii- lega markaðar. Enginn staðfestur og áreiðanlegur uppdráttur *er til af skipu- laginu. Það virðist þó kom- inn tími til, að ráðamenn bæjarins komi sér niður á það að minnsta kosti, hvernig miðbærinn á að ( líta út og geri um það i traustar ákvarðanir. Það dugar hreint ekki að byggja járnbentar girðing- ar í dag og mölva þær niður harkalega á morgun, hafa blóm þar í dag sem grjót er sett stuttu síðar. Það er leitt, að Mennta- skólabletturinn skyldi vera skertur. ,,Hér bar ég mína synd á vöxtu í bæn hið fyrsta sinn, og barnsskóm mínum slitu þessir steinar,“ segir Einar Benediktsson. Mér dettur þessi ljóðlína í hug í sambandi við Menntaskólablettinn. Þar hafa margir okkar svo að segja slitið barnsskónum í einni og annarri merk- ingu. Menntaskólablettur- inn er sögustaður. Ef til vill má segja, að enginn einn staður á öllu íslandi, að Þingvöllum einum und- anteknum, sé tengdur við jafnmarga merkismenn þjóðarinnar. Sjálft skóla- húsið er forgengilegt, en bletturinn er eilífur, ef Reykvíkingar vilja. Það má ef til vill segja, að litiu muni, þótt það sé af hon- um tekið, sem nú er gert, en þó er ég ekki viss um það. Svo má vafalaust færa veigamikil rök fyrir því, að þurfi að taka af honum til að breikka götuna á þennan veg upp í hallann, í stað þess að breikka hana síðar niður á jafnsléttuna, en framtíðarbreidd göt- unnar var slegið fastri, þegar byggt var við Nýja Bíó fyrir stuttu. Það ráð var raunverulega tekið að taka af blettinum og setja það undir bíóið, og er það vafalaust eins dæmi, að hluti af dýrmætum sögu- stað sé settur undir bíó. Trúlega hefur það verið á- kveðið, meðan skipulags- stjóinn var erlendis. En, hvað sem öllu líður — það verður að fara að ákveða endanlega, hvaða skipulag á að vera á mið- bænum, og er sannarlega tími til kominn. Annálsgrein. Nú líður óðum að því, að haustið fer að spila sína miklu symfoniu vinda og veðra í eyrum okkar. Vet- urinn gengur von bráðar í garð — sá tími, þegar „dimmt er hjá þeim, sem líta út um gluggana,“ eins og stendur í Predikara Salomonis. í rauninni má segja, að lok sumarsins séu hinn eðlilegi tími reikningsskil- anna hjá okkur. Nýár al- manaksins er að vísu rétt um sólstöðuleytið, en þar eru þó ekki eins fast mörk- uð tímamót eins og við komu sjálfs vetrar. Á tímabilinu frá fyrsta vetr- ardegi og til nýárs skeður sjaldnast nokkuð, sem orkað getur á afkomu okk- ar. Við sjáum raunar fyrir endi ársins, að því leyti, við endað sumar, ef ekki er gert ráð fyrir bráðu hallæri af náttúrunnar völdum, sem alltaf er hugsanlegur möguleiki á voru landi, ís- og Eldlandi. Ef við gerum árið í ár upp við haustkomuna, má í stórum dráttum segja, að árið hafi verið óvenjulega illt. Hefði slíkt ár komið fyrir hálfri öld, að ekki sé talað um heila öld, hefði það orðið réttnefndur mannabani og skepna. Veðrátta hefur verið óhagstæð um allt land, vetur harður og sumar til- takanlega óþerrissamt. Ó- gæftir til sjávar. Gras- brestur og ill nýting til lands. Hvimleiður sjúk- dómur herjaði mikinn Framh. á 8. síðu. Flokkarnir fjórir Framhald af 1. síðu. beindi hann orðum sínum til „heiðarlegra“ kjósenda. Þetta kann ef til vill að villa ein- hverjum sýn, en tæpast mörg- um. Því verður ekki haggað, að þessi flokkur, sem nú leikur þann hlálega leik, að þykjast verja liinn „íslenzka11 málstað, þjónar erlendum hagsmun- um. Og þeir eru þó nokkrir, ekki sízt meðal hinna yngstu, sem muna ekki eða vilja ekki muna svo sem 8—9 ár aftur í tímann, sem trúa þessu. Kommúnistaflokkurinn er og verður fyrst og fremst handbendi erlendra manna. Þetta er staðreynd, sem verður ekki haggað, þrátt fyrir öll hrópyrði um „Moskvugrýlu“ og þess hátt- ar. Eða er það lygi, að „Þjóð- viljinn“ hafi á einum sólar- hring eða svo, í júní 1941, skipt um skoðun á styrjöld- inni, sem þá geisaði. Áður en Hitler sveik Stalín banda- mann sinn og þýzki herinn réðst inn í Rússland, var styrjöldin imperíalistískt stórveldastríð, en Vesturveld- in talin litlu betri en hið naz- istiska Þýzkaland. Eftir að Vesturveldin voru orðin bandamenn Rússa, kvað við annan tón. Þá voru birtar myndir af „auðvaldsbullunni" Winston Churchill við hliðina á Jósef Stalín, og mátti ekki á milli sjá, hvor væri þénugri. Áður en Rússar gerðust stríðsaðil- ar, var það kallað „landráða- vinna“ á máli „Þjóðviljans11 að vinna fyrir Bretana hér, en seint í júní 1941 var þetta allt í einu orðin „landvarna- vinna11. Áður en Rússum lenti sam- an við Þjóðverja, æptu „Þjóð- vilja11 menn upp um, .að ís- lendingar skyldu flytja þýzk- um nazistum fisk, alveg eins og Bretum, en nú má engin skipti eiga við Spán, af því að fasistinn Franco ræður þar ríkjum! íslenzkir kommúnistar eru sama eðlis og skoðanabræður þeirra hvar sem er í heimin- um. Þeir eru og verða ávallt boðnir og búnir til þess að svíkja þjóð sína og selja land sitt, ef það er Rússum í hag. Þeir stimpla aðra menn dag- lega landráðamenn í mál- gögnum sínum fyrir það eitt, að þeir vilja gera eitthvað til þess að forða íslandi frá' ör- lögum Tékkóslóvakíu og annarra ríkja í Evrópu aust- anverðri. Sem betur fer, vill yfirgnæfandi meirihluti ís- lendinga ekki, að ísland „hoppi þegjandi og hljóða- laust11 inn í Sovétskipulagið, eins og Pólverjar og balt- nesku ríkin gerðu forðum. Það er vægast talað ó- smekklegt og ósvífið, þegar þeir menn, er mestu ráða í landráðaflokki (og það nafn ber hann með rentu) komm- únista, eru daglega að nudda sér utan í minningu Jóns Sig- ui'ðssonar, menn, sem eru óíslenzkastir allra í íslenzku stjórnmálalífi, fimmtuher- deildarmenn, sem myndu koma þessu landi undir er- lent blóðveldi, ef þeir gætu. Þetta er staðreynd, sem ekki tjóar að mótmæla. Þv fyrr, sem þessir menn eru einangraðir í pólitísku lífi ís- lendinga, því betra, og vænt- anlega ber þessi þjóð giftu til þess. Sjálfstœðisflokkurinn. Og þá erum við komin að hinum fjórða og stærsta flokk, er nú mælir blítt við kjósendur, Sjálfstæðisflokkn- um. Sjálfstæðismenn eða íhalds- menn hafa ráðið þessum bæ alla tíð og senda nú flesta fulltrúa á þing. Mikið eru Reykvíkingar þolinmóðir menn og geðgóðir. Þeir, sem ráða þessum flokki, vinna aðallega að því að gera ekki neitt fyrir allan almenning, nema rétt fyrir kosningar. Nú er óskaplegt fjör í öllum framkvæmdum í bænum. Nú hefur hinn „víðsýni umbóta- flokkur allra stétta11 aldeilis tekið sig saman í andlitinu. Stórvirkar vinnuvélar eru á hverjvi strái, götur eru breikkaðar (í tómri vitleysu stundum), stórhýsi rísa af grunni, allir hafa nóg að gera. Eiginlega þyrftu að vera kosningar á hverju ári til þess, að Sjálfstæðismenn fái notið sín. Hræðslan við hinn langþreytta almenning knýr klíkurnar í flokknum til þess að gera eitthvað. Meira að segja er farið að dytta að Verkamannaskýlinu, hvað þá heldur annað, enda þótt minnstu munaði, að ekki tækist að útvega húsverðin- um þar, afbragðsmanni, þak yfir höfuðið, eftir áratuga starf af trúmennsku og dugn- aði. Og engan skyldi undra, þótt ráðhús höfuðstaðarins þyti upp í loftið eins og gor- kúla, en það verður varla fyrr en fyrir bæjarstjórnar- kosningar. Hins vegar mótast stefna flokksins af alveg abnormt heimskulegum skrifum stærsta blaðs landsins. Þar er vindbelgurinn frá Vigur lát- inn túlka hina pólitísku línu, með alveg frábærlega aula- legum málflutningi, en vitr- ingurinn Víkverji sér bæjar- búum fyrir andlegum nauð- þurftum dag hvern. „Morg- unblaðið11 með morgunkaff- inu, húrra. Óvíða um heim er unnið eins markvíst að því að forheimska svo mikinn hluta þjóðarinnar og í rit- stjórnarskrifstofum Morgun- blaðsins. Þjóðkunnur gáfu- maður nefndi líka eitt sinn þá, er að því blaði standa, „vitsmunaverurnar11. Leiðtoga Sjálfstæðisflokks- ins skortir suma hverja svo óskaplega þá bráðnauðsyn- legu gáfu, sem nefnd hefur verið húmor á skandínavisk- um málum. Hugsið ykkur: Alþingis- maður, bæjarfulltrúi, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, stærsta stjórnmála- flokks á íslandi, er staðinn að því (að sögn Þjóðviljans) að hafa falið sig inni á salerni kvenna í Austurbæjarbíó til þess að komast inn á æsku- lýðsfund. í stað þess að anza ekki slíkum þvættingi, rýkur þessi maður upp til handa og fóta og lætur vitsmuna- blaðið „Morgunblaðið11 birta yfirlýsingu forstjóra Austur- bæjarbíó um, að hann hafi ekki verið á téðu kvenna- klósetti. Öll Reykjavík hlær, nema þingmaðurinn. Tíminn getur meira að segja kallað hann „klósettþingmann11 eða eitthvað þess háttar, en al- menningur, sem oft er fund- vís á snjalla hluti, nefnir hann óðara Jóhann kammerherra Hafstein. Hann verður vænt- anlega þingmannsefni Reyk- víkinga. Og ef einhver hlær að Hæringi, ætlar litli vind- belgurinn frá Vigur að ærast. Maður á að bera virðingu fyrir ellinni, og það er engin skömm að því að vera gamall. En allir vita, að Hærings- kaupin og allt það fyrirtæki er hlægilegt og fjárfrekt fyrir almenning, sem borgar brús- ann. En þetta uppáhaldsfyrir- tæki Jóhanns Hafstein hefur fjórar línur, ef einhver vill hringja þangað og spyrja um eitt eða annað, varðandi þetta ágæta fyrirtæki. En munið: Það er bannað að gera grín að Hæringi, það skaðar flokk- inn! En sannleikurinn er sá, að það skaðar ekki flokkinn, ef hann vill heita heilbrigður, þó að hlegið sé að Jóhanni Hafstein og Hæringi. Ef Sj álfstæðisf lokkurinn stend- ur og fellur með Jóhanni og Hæringi, þá er ekki nema rétt, að hann falli. —■ Á Jæja, Reykvíkingar góðir. Kosningar eru í nánd. Þetta er örlítil mynd af því, sem í boði er. Gerið svo vel. Kjósandi. kemur út í dag

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.