Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.09.1949, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 12.09.1949, Blaðsíða 3
Mánudagur 12. sept. 1949 MÁNUDAGSBLAÐIÐ o Hver :,pirrar“ hvern? Ekki alls fyrir löngu vildi það til, að ég var sem oftar í „óstuði“, sem kallað er, og vissi ekki almennilega, hvað ég ætti að skrifa um næst. Mér varð það því fyrir, að segja, rétt til svona, við éinn kunningja minn, sem einnig starfar við blað: „Æ, hverri skrambann á ég nú að taka fyrir næst?“ Ég bjóst við einhverri gáfu- legri uppástungu frá piltiri- um, en þess í stað hreytti hann þessum orðum út úr sér: „Blessuð, segðu stelpun- um að vera ekki svona fjandi „pirrandi“!“ Ég rak auðvitað upp stór augu og fór fram á nánari skýringu, en hann tautaði að- eins eitthvað í barm sér um það, að þær væru svo frekar og „uppáþrengjandi“, og annað hafði ég ekki upp úr honum. Eirís og þið skiljið, brást ég auðvitað hin reiðasta við þessu, sagðist ekki vita til, að [við kvenfólkið værum nokk- uð meira „pirrandi“ en karl- mennirnir, og ef svo væri, þá væri' ég ábyggilega eins „pirrandi“ og allar aðrar og jþví ekki fær um að kenna öðrum að vera ekki „pirr- andi“. En þegar frá leið, fór ég að íhuga málið. Mér datt þá í hug, að gaman væri að kom- ast eftir því, hvað það væri aðallega (og svona almennt), sem „pirraði“ karlmenn mest í fari kvenna. Hef ég því síð- an starfað að því, að spyrja alla þá karlmenn, sem ég Hefi náð í í góðu tómi, þessarar spurningar. Og hér birti ég nú eitthvað af þeim svörum, sem ég fékk. Kannske getur þetta orðið til þess að leiðbeina okkur, og við verðum ekki eins pirr- andi í framtíðinni: Öllum er þeim illa við „fancy“-hárgreiðslur. Líkar betur einfaldar hárgreiðslur (enda eru þær nú í tízku, sem betur fer!) Einn sagði m. a. að þegar stúlkan væri með einhverj a skraut-hárgreiðsiu, tómar stífar krullur, „rottur“ og hárnálar, þá væri varla hægt að koma nálægt henni ón þess að stinga sig, eða vera skammaður fyrir að „rugla hárgreiðslunríi“. Þetta fannst honum eyðileggja alla róm- antík! Sá sami sagði, að sér fynd- ist, að kvenfólkið ætti að venja sig á það að láta vara- litinn vera á vörunum (þeirra sjálfra!), en ekki klína allt út með honum, svo sem glös, sígarettur, borðbúnað, servi- ettur .... og varir karl- manna! Hann bætti því og við, að hann vissi vel, að lilla- bláir varalitir væru í tízku, en hann telur herfilegt, að sjá stúlkur nota lilla varaht við hárauðar flíkur. (Sam- mála!). Yfirleitt komst ég að raun um, að karlmenn taka meira eftir útliti og hegðun kvenna en margar halda. T. d. sögðu þeir: Neglurnar verða að vera vel hirtar og hreinar. Þeir hata skellótt naglalakk. Augnabrúnirnar mega ekki vera of mikið plokkaðar, heldur verða að vera eðli- legar. Sokkasaumarnir verða að vera beinir, og þeim finnst það ófyrirgefanlegt, ef saum- sprettur eru á fötunum, svo að skín í undirfötin. Ef þeir fara út að dansa með stúlku, sem lætur sjást svitabletti í kjólnum sínum, þá missa þeir allan áhuga fyrir henni. Margir minntust á nýja, síða móðinn. Sumir voru með, aðrir á móti. En afar margir höfðu orð á því-, hve afkára- lega ljótt sér þætti, að sja stúlkur í flat-hæluðum skóm við síðu kjólana. Og þessar leiðbeiningar gefa þeir okkur í almennri kurteisi: Þú mátt ekki tala hátt og ekki lengi í einu. (Gat skeð!) Þú mátt ekki gefa öðrum hverjum manni, sem þú sérð, hýrt auga. Þú mátt ekki mála þig á mannamótum. Stundvís verðurðu að vera. Einnig fer það í taugarnar á mörgum, þegar daman kann sig ekki betur en svo, að hún notar undirákálina eða diskinn fyrir öskubakka og virðist ekki vita, að öskubakkar eru ætlaðir fyrir ösku og stubba. Ef umtalsefnið þrýtur; þá á daman að reyna að fá herr- ann sinn til þess að tala um atvinnu sína eða eitthvað, sem hann hefur áhuga á. (Týpiskt!!). Hún má ómögu- lega reyna að fylla í eyðurn- ar í samtalinu með því að byrja að segja honum, hvað hún hafi hitt „draumlekkran" strák í sumarfríinu sínu, og hvað hann hafi verið skotinn í henni! Slíkt þykir karl- mönnum alls ekkert „impon- erandi“ og langt frá því að v.era skemmtilegt! Einn kunningi minn var eitthvað vonsvikinn og mælti á þessa leið: „Ef maður býður stúlku út, og svo kemur ein- hver „svellgæ“ að borðinu manns, sem er svo velklædd- ur, að maður verður eins og ræfill við hliðina á honum, þá finnst mér, að hún ætti að hafa það mikla kurteisi til að bera, að minnast þess, að það var rœjillinn, sem bauð henni út, og það er rœjillinn, sem kemur til með að borga brúsann! .... En ekki sökkva strax ofan í „svellgæinn/‘ eins og . i..“ bætti hann síð- an biturlega við. Og úr því að minnzt er á reikninga, þá má geta þess, að þegar stúlka fer út með herra, þá á hún ekki að heimta og heimta og panta og panta í frekju, því að ó- mögulegt er að vita, hve mikla peninga hann hefir, eða hve miklu hann hefir hugsað sér að eyða. Þetta var nú í stuttu 'máli svolítið af því, sem karlmenn hafa út á okkur að setja. Satt að segja, eru þetta allt mjög sanngjarnar kröfur, og finnst mér þeir varla heimta annað en almenna kurteisi, almennt hreinlæti og góðan smekk. Flestum ætti að vera hægt að uppfylla þær kröfur. Sama máli gegnir í raun- inni um þær kröfur, sem við gerum til karlmannanna. Ég held það væri ekki úr vegi að segja þeim líka svolítið til syndanna, eða hvað finnst ykkur? Sumir karlmenn eru svo ánægðir með sjálfa sig, að þeir halda, að ef stúlka þigg- ur að fara út með þeim, þá sé híln svo bálskotin í þeim, að hún sjái ekki neitt fyrir ást. En þetta er mesti mis- skilningur, og ekkert er eins leiðinlegt og montnir og sjálfsánægðir karlmenn. Og oft er það svo, að við erum að gera þeim, en ekki okkur sjálfum, greiða með því að fara út með þeim! Yfirleitt er kvenfólki mein- illa við þá karlmenn, sem ekki nenna að pressa bux- urnar sínar, láta klippa sig eða bursta flösuna af öxlum sér. Slíkt hirðuleysi með sjálfan sig er í rauninni eins konar sjálfsáhægja — og afar „pirrandi“! Þeir halda víst, að þeir séu svo „sjarmerandi“ fyrir, að þeir þurfi ekki einu sinni að þrífa sig eða halda sér til! Það er ekkert gaman fyrir stúlku að fara út með slíkum manni, og virikonur hennar henda gaman að sóða- legu útliti hans. Eins er líka flestum heil- vita stúlkum illa við þessa svonefndu „flashy“-gæja, sem ganga með skjannaleg slifsi, alltof mikið stoppaðar axlir og hauga „brillantín- inu“ á hausinn á sér, svo að þeir líta út eins og þeir hafi dýft sér niður í smurnings- olíu. Slíkir gæjar eru hlægi- legir. Kvenfólk tekur strax eftir því, hvort karlmaðurinn er kurteis. Þær taka eftir smá- kurteisisatriðum eins og t. d. hvort hann sé ólatur við að taka ofan, hvort hann gengur utar á gangstéttinni en hún, hvort hann réttir henni hönd- na, þegar hún stígur út úr bíl, hvort hann stendur upp þegar stúlka kemur að borð- nu þeirra, hvort hann opnar yrir henni dyrnar o. s. frv. o. s. frv. Einnig taka þær eftir því, hvort hann er kurteis við aðra en þær sjálfar. Hvort hann er kurteis eða ruddalegur við þjónana, hvort hann stendur upp fyrir aldraðri konu í strætisvagninum, hvernig hann talar í síma og þess háttar. •’Kannske eru þetta allt smámunir og koma ekki mannkostum við. En þessir smámunir hafa samt ótrú- lega mikla þýðingu. hún má umfram allt ekki vera löt. Aðeins einn Frakki af hverjum hundrað hafði nokkuð á móti þvíy að k orian gæfi nábúanum hýrt auga. 78 prósent sögðu, að þeir Jóna, Sigga og Gunna voru að tala um eiginmenn sína. Þá sagði Jóna: „í öll þau ár, sem ég og maðurinn minn höfum verið gift, hefur okkur aldrei orðið sunduroi'ða.“ Sigga andvarpaði: „Ó, ég vildi óska, að ég gæti sagt það sama.“ Þá sagði Gunna: „Nú, bví segirðu það <þá ekki? Jóna sagði það, og þá getur þú alveg eins sagt það.“ lejríðu konum sínum aldrei að eiga karlmenn að vinum,, nema þeir þekktu þá líka„ (Þakka skyldii þeim!). Þrír verstu gallarnir, sem þeir álitu, að eiginkonur gætu haft voru þessir: leti, af" brýðissemi og eyðslusemi. Alltaf hefir maður heyrt sagt, að „leiðin til hjartans lægi gegn um magann,“ en Frakkar virðast ekki vera k þeirri skoðun, enda þótt franskur matur sé heims- frægur fyrir gæði. Aðeins 35 prósent álitu það mikilsvert að konan kynni að búa til góðan mat! Einn af hverjum þrern sagði, að sér væri alveg sama þótt konan nennti ekki að hlusta á frásagnir þeirra ai: atvinnu þeirra, fótboltaleikj ■ um og veiðitúrum. Og 4c prósent höfðu ekkert á mótí. því, að konan talaði oft og lengi og ýtarlega við þá um heimilisáhyggjur og tísku! Franskir eiginmenn hljóta að vera meira en lítið uni ■ burðarlyndir, eða hvað firinst ykkur? Loks sögðu 55 prósent, ati þeir hefðu ekkert á móti því: að konan væri skynsamari og betur menntuð en þeir. (En það er nú einmitt það„ sern flestum karlmönnum er meinilla við!). Eins og sést af þessum töl um, eru franskir eiginmenr., harla ólíkir hinum íslenzku. Og sé þetta rétt, ætti eigin- lega að sæma þá alla heiðurs ■ merkjum! Franskir eiginmenn. í sambandi við þessa prívat skoðanakönnun mína um ísl. karlmenn langar mig til að segja ykkur af frásögn af skoðanakönnun meðal franskra eiginmanna, sem ég rakst nýlega á í ensku blaði. Ætlunin með þeirri skoðana- könnun var að komast eftir því, hvaða eiginleika franskir eiginmenn mettu mest hjá konunni og hvað hún þyrfti að hafa til að bera til þess að vera fullkomin eiginkona.“ Að sjálfsögðu var þessi skoðanakönnun mörgum sinnum' víðtækari en mín, og voru niðurstöður herinar í stuttu máli þessar: Eiginkona Frakka þarf fyrst og fremst að vera trygglynd og hugrökk, þá móðurleg og loks hreinleg. Hún má drekka sig fulla, hún má daðra, hún má koma klukkutíma of seint á stefnu- mót og illa klædd að auki, en íbúatala Palestínu eykst Fólksfjölgun er mjög ör i Palestínu, og er talið að eftii svo sem 5 ár verði íbuatalar:, komin upp í 2 milljón'r. Fólksfjöldinn þar er nú urr milljón, en yfirvöldin telja at þegar landið hefur verií ræktað nógu vel, muni það byggilegt .fyrir um 4—5 milL jónir.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.