Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.09.1949, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 12.09.1949, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 12. sept. 1949 pálmana úti fyrir, og þráði Noel með sárum harmi, því að hann mundi ég aldrei sjá aftur. Þá vissi ég samt, að þessi harmur mundi líða hjá, og í þetta sinn var ég þess fullviss, að hið fagra, sem við höfðum séð og átt saman mundi lifa miklu lengur en sálarkvölin yfir því, að nú var öllu lokið okkar á milli. Ég fór aftifr til New York og mér fannst ég hafa verið lengi á burtu. Lúsía tók á móti mér nið- ur við skip. Mér þótti mjög vænt um að sjá hana. „Guði sé lof, elskan, að ekki er lík- legt, að þú þjótir nokkurn- tíma til Asíu eða Suður-Am- eríku eða eitthvað annað fyr- ir fullt og allt. Ég hlakka til • þess að vera um helgar hjá þér í Westchester, þegar við erum báðar orðnar fjörgaml- ar og elliærar.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði hún. „Það skín á þér, að þú hefur hvílzt vel. En segðu mér eitt, er þér að batna?“ „Það held ég.“ Ég komst með farangur minn í gegnum tolleftirlitið og við lögðum af stað upp 1 bæ í bíl Lúsíu. Ég tók flösku af Créme Yvette úr barmi mínum, handa Lúsíu, og sagði: „Ég hef verið í líf- stykki í allan dag þín vegna, til þess að hún dytti ekki nið- ur. Ég vona, að þú kunnir að meta það.“ „Ó, elsku bezta, Þetta er uppáhalsvínið mitt,“ sagði hún. „En ég veit ekki, hvort ég get drukkið það. Ég á barn í vonum, og ég held, að ég sé mjög ánægð með það, og Sam er auðvitað í sjöunda himni. Ég borða fyrirskipað- an mat, svo að ég fari þó ekki að fullu og öllu með það sem eftir er af vexti mínum. En skrítið mataræði er það, sem þeir fyrirskipa.“ „Það er gleðilegt með barn ið, ef þig langar til að eign- ast barn“, sagði ég. Lúsía fór nokkra krókaleið í samtalinu; venjulega að- ferðin hennar var sú, að brjóta umsvifalaust upp á einhverju fréttakyns, sem gæti' verið leiðinlegt og hryggjandi. Hún leit út um bílglugg- ann. Það virðist alltaf rigna í New York, þegar menn koma úr siglingu, því hef ég tekið eftir“, sagði hún. „Ég hef heyrt að Pétur og Judith séu búin að eignast dóttur“. ' Ég var hvorki glöð né hrygg eða var nokkur firvitni á þessu og ég sagði: „Allir virðast vera að gera eitthvað fyrir næstu kynslóð, nema ég“. . „Þú ert ennþá ung, Patrica. „Hlustaðu nú á. Nathaniel er hjá olclíur. Faðir hans er nú loksins dáinn, lét í bréfi til Náts honum eftir alla pening- ana sína, með þeim orðum, að ■uiiiuiiiimitiiiiiiiniimniljíiniftniiiiiiiiiiiiiiiiitiitininiiiiHiiiiiiiuiinuinitMuMiiumiiiiuiniHiiiiiiiuiiiiLinuutiMntumiiiiiiniitniimiiiniiiimniiiitrtuiiiiiiinfiiwiiiii eftir ANONYMOUS 37 Frámlialdssaga hann hefði kunnað að meta, að Nat hefði fórnað mörgum árum í að líta eftir sér. Nat tekur þetta mjög nærri sér. bréf föður hans virðist hafa vakið hjá honum þá hugsun, að hann hafi aldrfei verið góð- ur við hann .... hafi verið óþolinmóður við hann og þar' fram eftir götunum. Allt þetta er svo hræðilega fánýtt. En Nat er í hálfgerðu uppnámi. „Já, ég veit“, sagði ég. Nat- haniel er svo inndæll“. Lúsía horfði á mig eitt augnablik, hugsi. „Nei, elskan, allt, sem ég þarfnast, er friður. Mér finnst ég vera eldri en eldurinn, hversu unglega sem ég lít út“. „Ég veit það“, sagði Lúsía. „Það eru notaleg sannindi um okkur allar, að við höfum lif- að svo margt og notið lífsins svo ört, að ekki gefur margt ennþá verið ókannáð. Ég efa, að þessi kynslóð vérði lang- líf. Við verðum rólégar þegar tilfinningar okkar eru dauð- ar, um fertugt — og svo deyj- um við úr elliglöpum, þegar við erum fjörutíu og átta. Ég var hrædd um, að fréttirnar um Nathaniel mundu gera þig órólega og áhyggjufúlla“. „Eða voru það fréttirnar um Pétur, sem þú varst hrædd við?“ Ég sagði: „Ekkért mun framar raska aftur ró minni til muna“. „Það er ágætt“, sagði Lúsía. Hún virtist mjög hugsi. Svo sagði hún: „Pat, mundir þú álíta mig andstyggilega gráð- uga, ef ég fengi bílstjórann til þess að opna einhvern veg- inn flöskuna og við nemum staðar einhversstaðar til þess að ná í glös, og við fengum okkur staup af þessu Créme Yvette, núna? Mér þýkir það svo undur gott. Þótt ég fengi mér dropa, áður en ég spyrði hann, þá gæti það ekki skað- að mig til muna“. Við drukkum Créme Yvette alla leiðina heim til Lúsíu, og gátum ekki borðað neinn mið- degisverð, því að vínið Créme Yvette var svo gott á bragðið, að við kærðum okkur ekki um mat. N athaniel virtist mj ög f eginn að sjá mig. Hann var hnugg- inn á svipinn. „Hann hefur misst starf sitt í lífinu“, sagði Lúsía síðar. Hann hefur helg- að föður sínum líf sitt síðustu níu árin, síðan hann var tví- tugur. Og nú er hann.í vand- þ ræðum, er hann hefur enga ábyrgð. Ég ætla að stinga upp á því, að hann ættleiði ein- hvern munaðarleysingja, blessaður drengurinn“. Allt um það var helgin skemmtileg hjá okkur Sam,J Lúsíu, Nathaniel og mér. Og svo fór ég að vinna. í janúar var veður slúða- samt og leiðinlegt og sama' máli gegndi um febrúar. Ég’ vann baki brotnu og saknaði Noels mjög, og leitaði í Times' eftir sögum hans, er þær komu. Þær voru ekki með hans nafni, og ég var aldrei alveg viss um, hvort það voru' sögur hans eða einhvers ann- ars. Þær voru skrifaðar svo langt í burtu. Einn rigningardag í max-z,' hitti ég Nathaniel, þar sem hann beið mín í forstofunni, þegar ég kom heim frá vinnu. Hann var glaðari í bragði, en ég hafði áður séð hann allan veturinn. Þegar ég fór með’ hann upp, þá fór hann að blaða í fallegum bæklingumv Þetta voru ferðabækur. Rödcf in lýsti mestu gleði. — „Pat; læknirinn segir, að ég ætti að hætta störfum og láta þau í hendur skrifstofustjórans. — Hann veit meira um þau, en ég, að minnsta kosti — og fai*a að ferðast. Veiztu það, að c-g hef ekki farið neitt í mörg árý ég skildi ekki, að ég gæti farið neitt“. Ég tók af mér hattinn og lagði hann á borðið og lagaðþ á mér hárið. Ég mundi sakn'á Nats, en gott var það, að hann skyldi.líka fara að sjá ýmsa staði .... hann hafði svlú lengi langað til þess. „Hvert ætlai’ðu að fara, Nat?“ Nat fór að taka upp bækl- ingana og veifaði þeim að mér. „Ég veit það ekki. Berm- úda, Cuba, Florida, New Orleans“. „Mikill blessaður óviti ertu“, sagði ég. „Hví tekurðu þér ekki ferð á hendur um allan heim?“ Hann horfði á mig, hissql rétt eins og ég hefði tekið fu orðna kanínu upp ur litla ha' inum mínum, sem lá á bor: inu. „Hamingjan góða“, sagðsj hann, „ég gœti farið alla^ hnöttin kring“. „Bíddu við, elskan, ég ætla að blanda í glas hand þér til þess að hjálpa þér tiÖj þess að venjast þesáarri hug- mynd“, sagði ég. „Þú að lofa því að senda mér kort áf hofum og þess háttar“. Ég var þreytt og með kvef, efi vildi þó, að ég gæti vakið upp meiri guðmóð um þetta, ví að Nat var svo viðkunn- 'ánlegur maður. ■“„Blandaðu mér engan drykk strax“, sagði hann, ,mig langar til að segja þér nokkuð.......Ég vil, að þú komir með mér“. Ég starði á hann. Hann fór að tala og bar óðan á. „Ég vil, að þú giftist mér. Ó, ég veit, þér hefur aldrei dottið það í h'ug — ég minntist aðeins einu sinni á það, og þá held ég, að ég hafi verið kenndur. Ég er kannske ekki svo skot- inn í þér, en ef þér stendur á sama um það, þá hugsa ég, að við gætum skemmt orkkur. Það er mjög skemmtilegt að skoða staði með þér. — Það væri svo gaman að hafa þig með á ferð um heiminn, og ég yrði mjög einmana, ef ég væri aleinn .... Þú veizt, að mér þykir vænt um þig.“ Og enn starði ég á hann. Ég sagði. „Mér þykir vænt urh' þig líka, og það veiztu .... Ég hugsa, að mér sé hlýrra til þín en nokkurs ann- ái’s manns, sem ég þekki núha.“ Það var nú meira traust í röddinni, en áður hafði verið. „Þá er bezt, að þú komir með mér, Pat — og þar með búið.“ ' Ég mundi, að ég hafði heyrt einhvern segja, að faðir hans tæki fljótt ákvarðanir. „Góði Nat minn, bíddu augnablik.“ Ég Var ósköp þreytt. r Mig langaði til að segja guði, Noel eða einhverjum, sem skildi mik: Ég hefi ferð- ast svo langan veg, alla leið um æskuárin, held ég, og ég er svo þreytt. Þú mátt ekki álasa mér of mikið fyrir að þiggja það h æli, s em mér nú býðst.“ Ég brosti framan í Nat og rsagði: „Ég get talað við þig rétt bráðum, elskan. Ertu anægður með það?“ „Auðvitað, Pat, elskan,“ .sagði hann. „Ég ætlaði ekki að gera þér bilt við.“ ;v. Ég leit á hattinn minn, sem ía--á~horðinu, hjá eintaki af y|nie, sem ég var ekki búin 'að lesa. Ég horfði út í myrkrið rir utan gluggann. Regnið lámdi á rúðunum. Ég var að óÉIia, að ég væri ekki of þrtytt að hugsa. aaáy verðuP*ffPþess Og nú vaknaði upp hjá mér alda endurminninganna um Noel. Skýrt, eins og ég hefði séð hann fyrir stundu, mundi ég bros hans og nákvæmlega litblæinn á hárinu á honurn, og hvernig mér fannst munn- urinn á honum vera, þegar hann laut niður og kyssti mig. Noel, sem um tíma hafði haf- ið mig til sjálfst sín þróttar ... Endurminningarnar hjúp- uðu mig og hlýjuðu mér, en kólnuðu, kólnuðu og voru horfnar. Ég var ein í herbergi með Nathaniel. Ég sagði: „Nat, hvað er að segja um hina mislitu liðnu ævi mína? Það er sagt að hin liðna ævi mín hafi verið býsna mislit.“ Hann yppti öxlum. „Ég hefði átt líka ævi í þín- um sporum — enginn vafi á því. Ég hefi engar áhyggjur af því .... En þó vildi ég helzt ekki vita nákvæmlega im hana.“ „'Nú, jæja,“ sagði ég, „ég skal þá giftast þér, Nat, elsk- an, og þakka þér fyrir, að þú baðst mín.“ Við hlógum bæði, og hann kyssti mig og við fórum inn til miðdegis- verðar. Lúsía var ósköp ánægð. Við giftumst um síðdegis- bilið einn dag í apríl hjá lög- manninum,' þar sem einhver með mínu nafni hafði gifzt Péti’i fyrir löngu. Mér fannst ég kannast óljóst við orðin í íjónabandsformálanum. „Lofar þú því að vera alltaf með honum, og yfirgefa alla aðra meðan þið bæði lifið?“ Jæja, í þetta sinn gæti það reynzt satt. Af því að faðir Nathaniels hafði dáið svo nýlega, vorum við gift í kyrrþey. Við sigldum af stað það kvöld í ferð um heiminn. Allt vinafólk okkar kom niður að skipi til þess að óska okkur góðrar ferðar. Ég svar- aði því, sem við átti, þegar fólkið var að óska mér til hamingju, þangað til mér var orðið illt í hálsinum af þessu sífellda tali. Bill var veikur og gat því ekki komið niður að skipi, en hann sendi okkur tólf kampa- vínsflöskur, með sínum eigin sprúttsala, mjög stórvöxnum ítala, sem kom skyndilega, og hélt langa skrautræðu, ósk- aði okkur langra lífdaga, og sagði okkur langa og ýtar- lega sögu um það, hve erfitt hefði verið að koma kampa- víninu út í skipið. Þetta var afbragðs kampavín. Við fói’um þegar í stað að drekka það, —- þegar því var að heita lokið, fór fólkið að kveðja. Lúsía veik mér afsíðis. „Hvernig líkar þér hreysi- kattarskinnskápan? Ég hjálp- Framh. á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.