Mánudagsblaðið - 10.10.1949, Side 8
Mánudagur 10. okt. 1949
MÁNUDAGSBLADIÐ
Hross og fólk skemmta
í Tjarnarbíó
##
Tjarnarbíó sýnir um þessar
mundir mjög sæmilega og á
köflum ágæta cowboy-mynd.
Góðir leikarar eins og Robert
Young og Akim Tamiroff fara
með aðalhlutverkin og auka-
leikarar eru mjög sæmilegir.
Alþekktar glæpamannatýpur
eins og Barton MacLane
(Tex) og Mike Mazurki
(Jake) gera sitt til þess að
þessi mynd er á köflum sann-
færandi, spennandi og jafn-
vel eðlilega eftir því sem slík-
ar myndir geta verið.
Marguerite Chapman (Lu-
ella) gerir hlutverki sínu
mjög skemmtileg skil en
þetta er eina stóra hlutverkið,
sem ég hef séð hana í. Þar að
auki hefur hún ekki þann
innantóma svip, sem flestar
stúlkur, sem leika í cowboy-
myndum hafa. Engin óþarfa
ástaratlot, aðeins einstaka
vonandi augnatillit — nóg til
þess að sýna hvað stúlku-
kindin ætlar sér.
Prógrammið er ansi
skemmtilegt þó það gefi litla
hugmynd um myndina. Lu-
ella er ekki póstur, heldur
farandsali. Nick fær ekki ill-
an bifur á Rupple og Bran-
daw, því hann heldur að þeir
séu sér vinveittir í byrjun
myndarinnar. Luella segir
Nick ekki þau tíðindi að
Brandaw sé á leiðinni til
námunnar. Nick veit þetta
því hann sér það út um glugg-
ann þar sem hann er í haldi.
Danny dúllar og
dreymir í Gamla Bíó
####
kappi, fjárhættuspilari, fræg-
ur franskur kvenhatta-
smiður, skipstjóri í sjávar-
háska o. s. frv. o. s. frv.
í Gamla Bíó getið þið nú séð
Danny Kaye í öllum þessum
hlutverkum í myndinni „The
secret life of Walter Mitty“,
sem er með beztu myndum
þessa fjölhæfa listamanns.
Danny er eitt af þeim fáu
fyrirbrigðum innan leikara-
stéttarinnar, sem getur í senn
leikið, sungið, hermt eftir og
skapað sér óteljandi og ólík
gervi. Nú sér maður í fyrsta
sinni raunverulega, hve fjöl-
hæfur gamanleikari Danny
er, og öllum er eindregið ráð-
lagt að eyða kvöldstund í
þessa mynd.
Virginia Mayo er stúlkan,
sem Danny vill allt fyrir
gera, enda er hann alltaf að
bjarga henni úr einhverri
hættunni. Virginia er nefni-
lega ein af þessum stúlkum,
sem ekkert virðast hafa fyrir
stafni annað en að komast í
vandræði, og það sæmir ekki
öðrum en hetjum eins og
Danny að bjarga henni úr
þeim.
Famleiðandi myndarinnar,
Sam Goldwin, hefur ekkert
sparað til þess að þessi gam-
anmynd yrði sem bezt úr
garði gerð, bæði hvað íburð,
leikara og alla tækni kvik-
myndavélarinnar snertir. Þá
hefur ekki staðið á þeim, sem
sömdu samtölin 1 myndinni,
en 'þar fljúga brandararnir
hver af öðrum.
Við hvetjum alla þá, sem
fara í bíó til þess að skemmta
sér og hlæja að sjá þessa
mynd, The secret life of
Waiter Mitty. Annars virðist
sem bíóin hér eigi nú úr ágæt-
um myndum að velja. Bráð-
lega sýnir Nýja Bíó myndina
Sitting Pretty með Clifton
Webb í aðalhlutverkinu.
A. B.
Blödin gátu nýlega um hið hræðilega brunaúys í Kanada, þegar jarþegaskip brann í höjn
þar og 250 manns jórust. Myndin er tekin þegar skipið var að brenna.
Það er sagt, að allir hafi sitt
draumóralíf. Þá dreymir, að
þeir séu eitthvað annað og
meira en daglega lífið hefur
gert þá. Skrifstofustúlkan er
fögur, rík og eftirsótt, búðar-
lokan er þjóðarhetja, ríkis-
meyjan er ævintýrastúlkan,
sem elur aldur sinn meðal
glæpamanna, og hjálparkokk-
ana dreymir um að stýra dýr-
um knerri gegnum öldurót
hafsins.
Danny Kaye dreymir líka
margt. Hann er í rauninni
skrifstofumaður í bókaforlagi
en heima hjá sér er honum
stjórnað af mömmu sinni,
kærustu og tengdamömmu.
En innst í sálarlífi hans skap-
ast margir draumar og mikil-
fenglegir. Hann er hetja í
brezka lofthernum, cowboy-
Hitt og þetta
Danir skemmtu sér við það
nú í vikunni að níða ísland.
Danska útvarpið var í tvo
klukkutíma að skýra fyrir
hlustendum sínum hvað ís-
lendingar væru raunverulega
aum þjóð.
Við erum á lágu menning-
arstigi og skemmtum okkur
aðallega við að eta úldinn
hákarl og keyra hratt í ný-
tízku bifreiðum. Bifreiðar
þessar græddum við í styrj-
öldinni en slík farartæki
þekktust ekki fyrr hér á
landi. Nú erum við búnir að
eyða peningunum okkar og
bráðlega verðum við aftur
betlarar eins og fyrir stríð.
ísland getur aldrei orðið
fjárhagslega sjálfstætt. —
Heppnin var með okkur í
stríðinu og við græddum pen-
inga meðan Danir börðus
fyrir tilveru sinni.
Vér minnumst með hrifn-
ingu á frammistöðu danska
hersins í „stríðinu“ við Þjóð-
verja.
Það er sagt að nú standi
á stærsta hótelinu.
Gestir á Borginni
hrukku laglega í kút kvöld
eitt í síðustu viku. Einhver
óvenjuleg hljóð heyrðust
skyndilega frá hljómsveit-
inni. Þegar betur var að
gætt kom í ljós að hljómsveit-
in hafði lært nýtt lag.
Ilér eftir verður hverri
mynd gefin stjarna eða
stjörnur til þess 'að sýna
heildarálit gagnrýnanda blaðs
ins. Gefið verður frá einni
stjörnu upp í fimm.
Happdrættin
Framh. af 1. síðu.
fyrirbyggja allan misskilning
að benda á eitt happdrætti,
sem framar öllum öðrum á
fullan tilverurétt. Það er
happdrætti S.Í.B.S.
Vart mun nokkur maður
vera til hér á landi, sem ekki
er fyllilega samþykkur því,
að S.Í.B.S. fái að halda öllum
réttindum til bess að afla sér
fjár með frjálsum samskct-
um og happdrætti. Starf for-
ystumanna þar er í senn að-
dáunarvert og frábærlega
nauðsynlegt. Fáir eru þeir
heilbrigðir, sem kunna að
meta að verðleikum heilsu
sína. Færri eru þeir þó sem'
fulian skilning hafa á þeini
baráttu og útskúfun úr lífi
þjóðfélagsins, sem berkía-
sjúklingurinn hefur. Læknar
og sjúkrastarfslið heyja bar-
óttu gegn þessum sjúkdómi,
sem, er öðrum baráttum meiri
og nauðsynlegri, þótt sigrar
þeirra og aðstæður hljóti ekki
þá viðurkenningu, sem þeir
verðskulda Öllum þjóðte-
lagsþegnum ætti að vera það
ljúft og skylt að láta fé of
hendi til þess’ að baráttu
læknanna gegn þessum sjúk-
dómi ljúki hið fyrsta. Happ-
drætti S.Í.B.S. er þjóðheilla-
fyrirtæki, sem við eigum öll
að taka þátt í, enda munu
allir sannir þjóðfélagsþegnar
styðja þá í þessari baráttu.
Það væri ekki úr vegi að
einhverjir af hinum fjölda-
mörgu starfsmönnum lög-
reglunnar tækju sig til og
fyrir dyrum að ráða kven- j stæðu fyrir framan bíóin rétt
söngvara við hljómsveitina á fyrir kl. 9 á kvöldin. Þeim
Hótel Borg. Það veitir vissu- tækist kannski að nappa einn
lega ekki af að hafa að af miðasölunum þar og það
rninnsta kosti einn söngvaraværi sannarlega þarfaverk.
Hvað líður múlaferlunum milli Viðskiptanefndar og
Vísis? Ællar hið opinbera að þegja þetta múl í hel?