Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.10.1949, Page 6

Mánudagsblaðið - 17.10.1949, Page 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 17. okt 1949 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiMMiiiiuRiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiniiiiiiiniuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiu „GAMLIDJÖFSI” Eftir Pearl S. Buck líiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiMiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.iiiíiiiiiiiHiiijiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiri Bezta smásaga eftir skáldkonuna frægu, Pearl S. Buck, að dómi hennar sjálfrar. Eg valdi smásöguna „Gamii Djöfsi“ sem beztu sögu mína vegna þess, aö í mínum augum er hún táknrœn fyrir upp- sprettu þreks Kínaveldis, en hún býr í kínverska sveita- fólkinu, sem er % hlutar þjóðarinnar. Og auk þess eru konur Kína veldisuppspretta þreks þess. Þœr eru þrek- mikiar, óhrœddar og ósigrandi, og þœr viröast veröa göf- ugri eftir því sem þœr eldast. Frásögnin um opnun flóö'- gáttarinnar er sönn. Flóögáttir voru opnaöar á mörgum stööum og vatnið látiö flœð'a yfir sléttumar til varnar gegn ovmunum. 20. apríl, 1942. Pearl S. Buck. Gamla frú Wang vissi auð- vitað, að stríð geisaði. Allir höfðu lengi vitaö, að styrjöld geisaði, og að Japanir væru að drepa Kínverja. En samt var það ekki raunverulegt og ekki annað en sögusögn, því enginn af Wang-fjöl- skyldunni hafði verið drep- inn. I þorpi Þriggja Mílna Wang-anna, á hinum flötu bökkum Gula-fljótsins, er var þorp ættbálks frú Wang, hafði aldrei Japani sézt. Og þannig stóð á því, að þau yfirleitt fóru að tala um Japani. Það var kvöld, snemma sumars, og eftir kvöldverð hafði gamla frú Wang staul- ast upp tröppurnar upp á flóðgarðinn, eins og hún gerði á hverjum degi, til þess að sjá hve mikið hefði hækkað í áxmi. Hún var miklu hræddari við fljótið en við Japani. Hún vissi hvað fljótið gat gert. Þorps- búar höfðu komið hver á fætur öðrum á eftir henni upp á flóðgarðinn, og nú stóðu þeir og störðu niður í illúðlegt, gult vatnið, sem valt áfram eins og nöðru- hópur, og nartaði í bakka flóðgarðsins. „Ég hef aldrei séð jafn mikið í henni svona snemma,“ sagði frú Wang. Hún settist á tágastól, sem sonarsonur hennar, Litli Pig, hafði komið .með handa henni, — og spýtti út í ána. „Hún er verri en Japanir, þessi gamli árfjandi,“ sagði Litli Pig kæruleysislega. „Heimskingi!11 flýtti frú Wang sér að segja. „Fljóts- guðinn heyrir til þín. Talaðu um eitthvað annað.“ Og svo höfðu þau haldið áfram að tala um Japani .... Hvemig, til dæmis, spurði Bakarinn Wang, því að hann og gamla frú Wang voru skyld í þriðja og fjórða lið, — áttu þau að þekkja Japan- ina þegar þau sæu þá? Því svaraði frú Wang ákveðin: „Þið munuð þekkja þá. Ég sá einu sinni útlend- ing. Hann var svo langur, að hann náði upp fyrir þak- skeggið á húsinu mínu, og hár hans var eins og forar- leðja á litinn, og augun eins og fiskaugu. Allir sem eru öðruvísi í sjón en við — það eru Japanir.“ Allir hlýddu á hana, því að hún var elzta konan 1 þorpinu, og það sem hún sagði voru lög. Þá greip Litli Pig fram í og aðrir fóru hjá sér. „Mað- ur getur ekki séð þá, amma. Þeir fela sig uppi í loftinu í flugvélum.“ Frú Wang svaraði ekki strax. Einhverntíma hefði hún sagt ákveðin: „Ég skal aldrei trúa, að til séu flug- vélar fyrr en ég sé eina þeirra.“ En það hafði nú svo margt reynzt satt, sem hún hafði ekki trúað, — keisara- frúin, til dæmis, sem hún hafði ekki trúað að væri dáin, var dáin. Og svo hafði hún ekki heldur trúað á lýð- veldið, af því að hún vissi ekki hvað það var. Hún vissi það ekki ennþá, en fólk hafði nú um langt skeið haldið því fram að til væri lýðveldi. Svo að nú horfði hún ein- ungis rólega í kring um sig á flóðgarðinum, þar sem þau öll sátu í kring um hana. Það var mjög þægilega svalt, og henni fannst sem ekkert skipti máh, — aðeins ef áin tæki nú ekki upp á því að vaxa og flæða. „Ég trúi ekki á Japani,“ sagði hún hreint og beint. Þau hlógu dálítið að henni, en enginn mælti orð. Ein- hver kveikti í pípunni henn- ar — það var kona Litla Pigs, sem var eftirlætisgoðið hennar, — og hún reykti pípuna. „Syngdu, Litli Pig,“ kall- aði einhver. Svo byrjaði Litli Pig að syngja gamalt ljóð, með hárri, titrandi röddu, og gamla frú Wang hlustaði á og gleymdi Japönum. Kvöld- ið var fagurt, 'himininn svo heiður og loftið stillt, að píl- viðurinn, sem slútti út yfir flóðgarðinn, speglaðist jafn- vel í gruggugu vatninu. Allt var svo friðsælt. Þessi þrjá- tíu hús eða svo, sem í þorp- inu voru, stóðu á víð og dreif fyrir neðan þau. Ekk- ert gat raskað þessum friði. Þegar á allt var litið, þá voru Japanir nú ekki annað en mannlegar verur. „Ég er efins um þessar flugvélar,“ sagði hún blíð- lega við Litla Pig, þegar hann hætti að syngja. En hann byrjaði á öðru lagi, án þess að svara henni. Ár eftir ár hafði hún eytt sumarkvöldunum svona uppi á flóðgarðinum. í fyrsta skipti var hún seytján ára brúður, og maður hennar hafði kallað til hennar að koma út úr húsinu og upp á flóðgarðinn, og hún hafði komið, kafrjóð og núandi saman höndunum, og falið sig meðal kvennanna, meðan karlmennirnir æptu að henni og gerðu að gamni sínu um hana. En þrátt fyrir það hafði þeim geðjast vel að henni. „Álitlegur kjötbiti í þína skál,“ höfðu þeir sagt við mann hennar. „Heldur fótstór,“ hafði hann svarað með lítilsvirðingu. En hún gat séð að honum líkaði vel, og þess vegna hvarf feimni hennar smátt og smátt. Hann, vesalings maðurinn, hafði drukknað í einu flóð- inu, þegar harrn var enn í blóma lífsins. Og það hafði tekið hana mörg ár að láta biðja fyrir honum svo hann slyppi úr hreinsunareldi Búddatrúarmanna. Loksins hafði hún orðið þreytt á því, þar eð hún átti fullt í fangi með barnið og jörðina, og því var það, að þegar prest- urinn sagði ísmeygilega: „Aðeins tíu silfurpeninga í viðbót, og þá er hann alveg sloppinn,11 þá hafði hún spurt: „Hvað er ennþá eftir af honum?“ „Aðeins hægri höndin á honum,“ sagði presturinn, til þess að telja í hana kjark. Jæja, þá brast þolinmæði hennar. Tíu dali! Það yrði nóg fyrir mat handa þeim yfir veturinn. Auk þess varð hún að leigja sér vinnukraft til þess að sjá um hennar hluta af viðgerðunum við flóðgarðinn, svo að ekki kæmu fleiri flóð. „Ef aðeins önnur höndin er eftir, þá getur hann togað hana út sjálfur,“ sagði hún ákveðin. Oft hafði hún hugsað um það, hvort hann hefði gert það, vesalings kjáninn sá arna. Stundum hafði hún hugsað þungbúin um það á næturnar, að verið gæti, að hann lægi þar ennþá og biði eftir að hún gerði eitthvað í málinu. Hann var nú svo- leiðis maður. Jæja, einhvern tíma kannske, þegar kona Litla Pigs væri búin að eign- ast fyrsta barnið sitt heilu og höldnu, og hún hefði ein- hverja aura aflögu, þá gat skeð að hún færi aftur til þess að ná honum öllum út úr hreinsunareldinum. En það lá nú samt ekkert sér- staklega á, í rauninni .... „Amma, þú mátt til að fara inn,“ sagði kona Litla Pigs með þýðri röddu. „Nú stígur móða upp úr ánni, þar eð sólin er horfin.“ „Já, ég býst við, að ég megi til,“ samsinnti gamla frú Wang. Hún starði stund- arkorn á ána. Þessi á — hún var bæði full af góðu og illu. Hún gat vökvað akrana, þeg- ar henni var haldið í skefj- um, en ef henni aftur á móti var gefinn agnarögn laus taumurinn, þá brauzt hún fram eins og öskrandi dreki. Þannig hafði það viljað til, að bóndi hennar hafði sópast burt — hann hafði nú verið svo kærulaus með sinn hluta af flóðgarðinum. Hann ætl- aði alltaf að fara að gera við hann, ætlaði alltaf að fara að moka meiri mold ofan á hann, og svo eina nóttina hafði áin vaxið og brotizt í gegn. Hann hafði hlaupið út úr húsinu, og hún hafði klifrað upp á þak með barn- ið og hafði bjargað sjálfri sér og því, en hann hafði drukknað. Jæja, þeir höfðu komið ánni aftur á sinn stað bak við flóðgarðinn, og þar hafði hún verið síðan. Á hverjum degi gekk gamla frú Wang sjálf fram og aftur eftir þeim hluta flóðgarðsins, sem þorpið bar ábyrgð á, og grannskoðaði hann. Karl- mennirnir hlógu og sögðu,“ „Ef eitthvað er í ólagi með flóðgarðana, þá segir amma gamla okkur frá því.“ Engum þeirra hafði nokk- urntíma dottið í hug að flytja þorpið fjær ánni. Wang-ættbálkurinn hafði búið þarna í ótal ættliði, og alltaf höfðu einhverjir bjarg- ast undan flóðunum, og höfðu háð baráttuna við fljótið af meiri grimmd en nokkru sinni fyrr. Litli Pig hætti skyndilega að syngja. „Tunglið er að koma upp,“ hrópaði hann. „Það er ekki gott. Flugvélar birtast á tunglskinskvöldum.“ „Hvar lærirðu allt þetta um flugvélar?“ kallaði gamla frú Wang upp yfir sig. „Mér leiðist það,“ bætti hún við, svo byrst, að enginn mælti orð. 1 þessari þögn, studdist hún við handlegg konu Litla Pigs og gekk hægt niður moldarþrepin, sem lágu nið- ur í þorpið, og notaði löngu reykjarpípuna sína sem staf í annarri hendinni. Á eftir henni komu þorpsbúar niður, hver á fætur öðrum í hátt- inn. Enginn hreyfði sig fyrr en hún fór af stað, en enginn dvaldist þar lengi eftir að hún var farin. Og loks féll hún 1 væran svefn í sínu eigin rúmi, á bak við bláa bómullar flugnanetið, sem kona Litla Pigs hafði fest rækilega. Hún hafði legið vakandi um hríð og hugsað um Japani, og brotið heilann um það vegna hvers þeir vildu berjast. Stríð vildu ekki aðrir en ruddamenni. Fyrir hug- skotssjónum sínum sá hún stóra, ruddalega menn. Ef þeir kæmu, þá yrðu menn að smjaðra fyrir þeim, hugs- aði hún, bjóða þeim te, og útskýra fyrir þeim af sann- girni — en annars, hví skyldu þeir svo sem koma í friðsamt sveitaþorp .... ? Þannig var hún engan veginn viðbúin því að Kona Litla Pigs kæmi æpandi til hennar, að Japanir væru komnir. Hún settist upp í rúminu sínu og tautaði: „Te- skálarnar — teið —“ „Amma, það er enginn tími til þess!“ æpti kona Litla Pigs. „Þeir eru hérna — þeir eru hérna!“ „Hvar?“ hrópaði gamla frú Wang, og var nú vöknuð. , „Uppi í loftinu,“ veinaði kona Litla Pigs. Síðan höfðu allir hlaupið út í heiðríka dögunina og starað upp 1 loftið. Þarna, eins og fljúgandi gæsir að haustlagi, voru einhver fer- líki sem líktust fuglum. „En hvað er þetta?“ hróp- aði gamla frú Wang. Og þá, eins og þegar silfuregg fell- ur, sveif eitthvað beint nið- ur, og lenti á akri í útjaðri þorpsins. Moldarstrókur gaus upp, og þau hlupu öll til þess að skoða það. Það var komin hola, 30 fet í þvermál, stór eins og tjörn. Þau voru svo hissa, að þau máttu ekki mæla, og þá, áður en nokkur gat komið upp orði, byrjuðu Framhald.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.