Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.2005, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.2005, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. ágúst 2005 | 9 og getur breyst eftir aðstæðum hverju sinni. Innbyrðis tengsl viðstaddra og tilefnið getur því haft töluverð áhrif á félagsstöðu fólks. Þessi stéttaskipting og virðingarstaða er talin mjög mikilvæg og krefst þess að fólk sé mjög með- vitað um hana. Það er mjög mikilvægt að sýna viðeigandi virðingu og sinna þeim skyldum sem fylgja þeirri stöðu sem maður hefur hverju sinni. Tengsl bræðra og systra eru mjög mikilvæg og hafa hugmyndir um virðingu og skyldu mikil áhrif á samband þeirra. Bannhelgi (taboo – upp- runalega pólýnesískt orð tapu) hvílir á sam- skiptum þeirra og verða þau að hegða sér í sam- ræmi við það til að tryggja að fyllsta velsæmis sé gætt. Í þessu sambandi er mikilvægt að gera grein fyrir því að skilgreiningin bræður og systur á Tonga á ekki einungis við alsystkini, heldur á einnig við systkinabörn og þremenninga. Þar sem fjölskyldur eru oft stórar getur því verið um nokkuð marga einstaklinga að ræða sem teljast vera bræður og systur. Það er því lyk- ilatriði fyrir alla að þekkja vel öll fjölskyldu- tengsl, til þess að geta verið viss um að hegða sér á réttan hátt. Áhrif virðingar á húsagerð og nýtingu á húsnæði Hvernig virðing er sýnd kemur fram á mismun- andi hátt við mismunandi aðstæður. Það sem er sérstaklega athyglisvert á Tonga er að þrátt fyrir þessar ströngu reglur og sérstöku virð- ingu sem gildir í samskiptum kynjanna, hefur þetta ekki þróast inn í húsagerð með fastmót- uðum hætti hvorki í fale Tonga né nýrri húsa- gerðum. Það eru t.d. ekki nein sérstök svæði sem tilheyra konum, eða önnur sem lúta yf- irráðum karla. Hins vegar geta öll rými breyst í annaðhvort kvenna- eða karlasvæði, eftir að- stæðum og breytist þá öll hegðun og nýting á rými samkvæmt því. Sem dæmi má nefna að þegar ungar stúlkur eða ógiftar konur eru saman komnar í stofunni, þá ganga bræður þeirra eða ógiftir menn yf- irleitt ekki þar inn. Þeir standa þá gjarnan fyrir utan húsið og ræða við þær yfir þröskuldinn, þar sem það væri óviðeigandi fyrir þá að vera í sama herbergi. Þetta tengist því að bræður og systur mega aldrei vera ein saman og ef systk- ini eru saman í hópi fólks þá verða allir að hegða sér á viðeigandi hátt. Þetta þýðir að enginn má leggjast niður, sem þó er nokkuð algengt þar sem oft er setið á mottum á gólfinu. Umræðu- efnið má heldur ekki fjalla um kærustur/ kærasta, né nokkuð sem gæti hugsanlega tengst kynlífi og algerlega bannað er að vera með góðlátlega stríðni um samskipti kynjanna, sem annars er oft gert. Einnig skal klæðaburð- ur vera með viðeigandi hætti, stúlkur verða að hylja hné og axlir (og allt þar á milli) og strákar mega ekki vera berir að ofan. Þær forsendur sem hafðar eru til viðmiðunar þegar karlar ganga ekki inn í stofuna geta síðan breyst þegar karlar halda kava-drykkjukvöld og ganga þá stúlkur ekki um svæðið, nema þeim sé sérstaklega boðið að koma til að bera fram þennan vinsæla drykk (búinn til úr rótum piper methysticum plöntunnar) samkvæmt aldagöml- um hefðum. Þá sitja allir á mottum á gólfinu og raða sér í hring út frá skálinni. Staða manna í hringnum veltur á tengslum hans við hina í hringnum og hvaða félagsstöðu hann hefur mið- að við þá. Sá sem er hæst settur, eða nýtur mestrar virðingar, situr gegnt stúlkunni sem ber fram og síðan lækkar virðingarstaðan eftir því sem nær dregur skálinni. Ógiftir menn sem hafa áhuga á að kynnast stúlkunni reyna að setjast næst henni. Þessar hegðunarreglur, sem eru að miklu leyti tengdar samskiptum systkina, hafa þó nokkur áhrif á húsagerð og nýtingu á húsnæði. Yfirleitt eru ekki mjög mörg herbergi og þegar systkinin ná unglingsaldri er ekki talið æskilegt að þau sofi undir sama þaki. Málið er oft leyst með því að byggja annað hús (t.d. fale Tonga) á lóðinni sem stendur tímabundið og er notað sem svefnaðstaða fyrir unglingsstráka. Í þeim til- fellum sem fjölskyldan er efnameiri hefur þró- unin verið sú að fjölga svefnherbergjum innan- húss. Þrátt fyrir að áhrifa vestrænnar menningar sé farið að gæta í þessu samfélagi, hafa þessar reglur um samskipti kynjanna ekki fallið úr gildi. Þegar fjölskyldan og vinir safnast saman til að horfa á sjónvarp (aðallega myndbönd) er ekki talið viðeigandi að systkini séu þar saman. Að einhverju leyti er í lagi fyrir yngri systkini (þ.e. þau sem eru ekki enn komin á tánings- aldur) að horfa saman á sjónvarp, en alls ekki ef efni myndarinnar tengist samskiptum kynjanna (t.d. ef par kyssist). Oft er þá einnig hraðspólað yfir þann hluta til að gæta velsæmis. Húsgögn, þá aðallega sófar og stólar, hafa einnig verið nýtt í þeim tilgangi að sýna virð- ingu. Í Pólýnesíu hefur tíðkast að höfðingjar hafa haft höfuð yfir aðra, þ.e. að þegar lægra settur maður nálgast höfðingja þá verður hann að beygja sig niður eða skríða á höndum og fót- um til að tryggja að höfuð hans haldist lægra en höfðingjans. Þetta á enn við í dag með konungs- fjölskylduna á Tonga. Þessi hefð hefur því verið aðlöguð að notkun stóla og er hærra settum gestum oft boðið sæti á stólum þó svo að hús- ráðendur sitji á mottum á gólfinu. Áhrif samfélagsgerðar og gildismats á þróun húsagerðar Þrátt fyrir að ytra útlit húsanna á Tonga hafi gjörbreyst á síðustu áratugum, hefur þessi breyting ekki haft í för með sér eins miklar breytingar á samfélaginu eða menningu íbú- anna. Hús eru nú að miklu leyti byggð að er- lendri fyrirmynd, með innfluttum efnum, en skipulag þeirra hefur haldist að miklu leyti. Þegar hugmyndir um samskipti kynjanna eru skoðaðar með tilliti til þess hvernig þær koma fram í nýtingu rýmis og skipulagi húsnæðis kemur í ljós að þessir þættir eru enn mjög ráð- andi í dag. Þessar gömlu hefðir hafa verið fluttar yfir á nýju húsagerðina og hafa innfluttir húsmunir og slíkt verið notað til að upphefja þessar hefðir. Hús, hvort sem er nýting þeirra eða húsmunir, eru því túlkuð í ljósi tongverskra hefða og notk- un þeirra aðlöguð þeim. Hefðbundið gildismat og reglur um samskipti kynjanna hafa því ekki horfið í kjölfar þessara breytinga á umhverfi fólks heldur verið yf- irfærðar á nýju húsin. Þetta sést best í hvernig húsin eru nýtt og hvernig gamla skipulagið hef- ur haldið sér. Sum ný hús hafa nú fleiri svefn- herbergi, baðherbergi og eldhús allt undir sama þaki. Við nánari athugun kemur þó í ljós að ann- að eldhús er utandyra og að enn er strangur að- skilnaður og krafa um viðeigandi hegðun á milli systkina. Það er því ljóst að þeir menningarlegu þættir sem eru ríkjandi finna sér farveg þegar ný húsagerð tekur við af annarri. Þessir sömu þættir hafa einnig mikil áhrif á þróun nýrrar húsagerðar því þótt ný efni og annað form sé tekið upp er það lagað að þörfum samfélagsins. Á Tonga hefur því menningin og samfélagsleg gildi verið það sterk og náð að aðlaga erlend áhrif sér það vel að þessi þróun hefur átt sér stað að mestu leyti á þeirra forsendum, og hefur því ekki haft í kjölfar með sér grundvallarbreyt- ingar á tongversku samfélagi. mfélags á Tongaeyjum Höfundur er doktor í mannfræði og gegnir rannsóknarstöðu dr. Kristjáns Eldjárns við Þjóðminjasafn Íslands. Eftir því sem fjölskyldan stækkar er byggt við timburhúsin, oftast að framan og aftan, með ýmsum hætti. Aðalatvinna kvenna á Tonga er að vefa mottur og er það oft gert í litlum hópum. Mottur gegna veigamiklu hlutverki í tongverskri menningu.ðalhúsinu, jafnvel sem sérstök bygging. nga – fale Tonga. Þakinu hefur verið líkt við bát á em ríða reglulega yfir eyjarnar. Timburhús Lítil hús sem skipt er í tvö til þrjú herbergi eru algengust á Tonga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.