Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.2005, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.2005, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. ágúst 2005 Heimildarmynd um mörgæsirhefur slegið met kvikmyndar- innar Amelie sem næstmest sótta franska myndin í kvikmyndahúsum Norður-Ameríku frá upphafi. Mest sótta franska myndin er enn Fimmta frumefni (Fifth Element) Luc Besson. Myndin, La Marche de l’Empereur (March of the Penguins) er eftir leik- stjórann Luc Jacquet og greinir frá mökunartíma keisaramörgæsa á suð- urskautinu. Hún var sýnd þar vestra í síðastliðinni viku með áðurnefndum árangri. Myndin er jafnframt næst- mest sótta heim- ildarmyndin frá upphafi í banda- rískum kvikmyndahúsum en metið á heimildarmyndamógúllinn Michael Moore fyrir mynd sína Farenheit 9/ 11. La Marche de l’Empereur tók 14 mánuði í upptökum á suðurskautinu. Í hinni frönsku útgáfu myndarinnar voru leikarar fengnir til að ljá mör- gæsunum raddir sínar. Í Bandaríkj- unum er myndin hins vegar sýnd án þess konar talsetningar en leikarinn Morgan Freeman er sögumaður. La Marche de l’Empereur verður sýnd hér á landi á kvikmyndahátíð- inni Októberfest sem fram fer dag- ana 26. október til 14. nóvember.    Nú eru í bígerð þónokkrar kvik-myndir og heimildarmyndir sem byggjast á atburðunum í Banda- ríkjunum þann 11. september 2001. Breski kvik- myndagerð- armaðurinn Paul Greengrass ætlar að gera mynd byggða á hinsta flugi vélarinnar sem nefnd var Flug 93 og hrapaði 11. september. Myndin lýsir síðustu 90 mínútunum í lífi farþeganna um borð í vélinni og flugræningjanna þar til hún hrapaði. Ekki er vitað hvenær myndin kemur út en undirbúningur er sagður vera í fullum gangi. Heimildarmynd um þessa sömu flugvél er fulbúin og verður sýnd í sjónvarpi í Bandaríkj- unum á næstu mánuðum. Leikstjórinn Oliver Stone er einnig með í bígerð mynd sem byggist á at- burðum þessa dags. Mynd hans, sem ekki hefur hlotið nafn, segir sögu tveggja lögreglumanna sem sátu fastir inni í Tvíburaturnunum (World Trade Center) þegar ósköpin dundu yfir. Leikarinn Nicolas Cage fer með aðalhlutverk myndarinnar. Paramount Pictures hafa svo tryggt sér kvikmyndaréttinn á bók- inni 102 minutes sem lýsir atburða- rásinni frá því að fyrsta flugvélin flaug inn í Tvíburaturnana og þar til annar þeirra féll saman. Auk ofantalinna mynda eru í bí- gerð eða hefur verið gerður fjöldi sjónvarpsþátta um árásirnar, meðal annars á National Geographic og ABC sjónvarpsstöðvunum.    Ástralska leikkonana Nicole Kid-man er meðal þeirra sem fá stjörnu með ígreyptu nafni sínu á væntanlegan stjörnustíg í London, sem gerður verður að fyrirmynd Banda- ríkjamanna. Ákveðið hefur verið að stjörnu- stígurinn verði lagður við St. Pauls kirkjuna við Covent Garden markaðinn í London. Til að fá stjörnu með sínu nafni í stéttina þarf fólk að vera breskir ríkisborgarar eða íbúar einhverra af fyrrverandi nýlendum Breta. Auk Kidman munu stjörnur á borð við Alfred Hitchcock, Alec Guinnes, Peter Sellers, John Cleese og Shirley Bassey fá stjörnu með sínu nafni á stjörnustíginn nýja sem opnaður verður hinn 18. september næstkomandi. Erlendar kvikmyndir Nicole Kidman Úr La Marche de l’Empereur. 11. september. Áhrifamáttur kvikmynda er einn af þess-um hlutum sem eru í senn augljósir ogillskýranlegir. Menn hafa að minnstakosti lengi velt vöngum yfir ástæðum þess að ljósmyndatæknin, hvort sem hún er á hreyfingu eða ekki, fangar athygli og trúgirni fólks á einstakan hátt. Sumt liggur í augum uppi. Ljósmyndin líkist fyrirmyndinni. Kvikmyndin hermir eftir skynjun mik- ilvægra skynfæra. Raunveru- leikinn virðist fangaður, borinn fram á silfurfati. Að þessu leyti má kannski segja að kvikmyndir hafi verið fyrsti hjáveruleikinn sem stóð undir nafni. En sumum kann að þykja skýringarmáttur þessara staðhæfinga ófullnægjandi. Veru- leikalíkneski kvikmyndarinnar hlýtur að sjálfsögðu að vera mikilvægur þáttur í áhrifamætti hennar, en sem slík stendur hún vart ein á báti. Allra síst á stafrænum tímum. Yfirburðir á einu sviði vilja líka reynast veikleikar á öðru. Ein kenning sem mér þykir þó nokkuð varið í, þótt hún sé svo sem hvorki ný né gallalaus, beinir sjónum að ómann- eskjulegum þáttum kvikmyndatækninnar. Því að kvikmyndatökuvél sé notuð við framsetningu veru- leikans fylgir jú sú staðreynd að miðlunin á sér stað á allt annan hátt en áður þekktist. Að sumu leyti er skapandi skapgerð listamannsins fjarver- andi: veruleikanum er miðlað í gegnum vél frekar en vitund. Og ákveðin tegund hlutleysis fylgir í kjölfarið. Ávallt er að sjálfsögðu um miðlun að ræða – um það þýðir ekkert að ræða – sjónarhorn og samröð- un miðast við huglægar ákvarðanir en myndin sjálf, ímyndin á tjaldinu, henni er miðlað að því sem virðist óbrenglaðri beint úr veruleikanum. Einfalt dæmi er að lengi vel var ekki hægt að taka mynd af neinu sem ekki var til. Það hefur með öðrum orðum aldrei verið til mynd af, ja, látum okkur nú sjá, til dæmis Sherlock Holmes. Ógrynni mynda eru hins vegar til af mönnum sem leika Sherlock Holmes. Að þessu leyti er samband ljósmyndarinnar og kvikmyndarinnar við veruleikann dálítið sér á báti. Spyrja mætti hvort hér hafi tekist að gera það ferli sem breytti sýn í framsetningu útlægt. Enn- fremur mætti spyrja hvort stafræna tæknin, þegar hún kom fram, hafi breytt eðlislægum eigindum kvikmyndarinnar, ef slík eigindi eru þá á annað borð til. Enda þótt George Lucas og sporgöngu- menn hafi breytt myndrammanum í málverk eimir eftir af aðdráttarafli hins upprunalega sambands myndar og veruleika. Við getum kannski athugað málið með því að sviðsetja atlögu Hong Kong has- arhetjunnar Jackie Chan að Stjörnustríðsmyndum Lucas. Í aukaefni myndarinnar Brynja guðs, sem gerð var um miðjan níunda áratuginn, sjáum við Chan með trjágrein í gegnum hálsinn eftir að mis- heppnað stökk af klettasyllu yfir í trjákrónu skildi leikarann eftir stórslasaðan. Í myndinni sjálfri sjáum við stökkið heppnast. Í nýlegum stjörnu- stríðsmyndum sjáum við gullfallega geimveröld sem rætur á að rekja til tölvukóða. Ég get ekki neitað því að mér finnst stafrænar brellur síðarnefndu seríunnar léttvægar í saman- burði við veruleika bellibragða og hrakfara asíska ofurhugans, en fullvissan um að þær eigi sér stað í veruleikanum ljær þeim vigt sem tæknibrellur geta ekki jafnað. Og staðfestingin felst í ljós- myndatækninni, þ.e. þeirri vissu áhorfandans að því sem fyrir augu ber er miðlað í gegnum vél, og er þess vegna sannferðug heimild um það sem var í raun framkvæmt, en á tilvist sína ekki hugarflugi tölvuteiknara að þakka. Hér mætti líka benda á muninn sem flestir myndu viðurkenna að væri til staðar milli fram- burðar sjónarvotta og öryggismyndavélar. Sama hversu kornótt síðarnefnda sönnunargagnið er fel- ur tilvist þess – ein og sér – í sér áhrifamátt og trú- verðugleika sem fátt annað getur jafnað, ekki einu sinni traustverðugasta frásögn sjónarvottar. Ef at- vikið var tekið upp á myndavél þá gerðist það – og orðfimi eða trúverðugleiki hafa ekkert með sann- leiksgildi heimildarinnar að gera. Að lokum mætti spyrja hvort þessi innbyggði sannfæringarmáttur kvikmyndatækninnar, hlut- leysisgervið sem tæknin klæðir viðfangsefnin, hafi eitthvað með sívaxandi vinsældir heimildarmynda að gera? Er einhver kvikmyndategund til sem enn nýtir sér í sama mæli hlutverk myndavélarinnar sem óbrigðuls og hlutlauss sjónarvottar og heim- ildarmyndin? Ég held að svo sé ekki, og síðasta spurningin hlýtur þá að vera hvers vegna trúum við ekki heimildarmyndum? Máttur ímyndarinnar ’Það hefur með öðrum orðum aldrei verið til mynd af, ja,látum okkur nú sjá, til dæmis Sherlock Holmes. ‘ Sjónarhorn Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson- @wisc.edu L itlu risarnir“, svokölluðu, hafa löngum átt erfitt uppdráttar í kvikmyndaheiminum. American International, Orion og UA hafa öll týnt tölunni, svo nokkur gömul dæmi séu nefnd frá öldinni sem leið. Á seinni árum hafa New Line Cinema, Art- isan, Castle Rock og nú síðast Miramax ann- aðhvort farið í gjaldþrot eða þó oftar verið kok- gleypt af stóru verunum. Nú berast þær fréttir að sjálf „Draumasmiðjan“, DreamWorks SKG, sé á fallanda fæti og að risinn General Electric (m.a. eigandi NBC- sjónvarpstöðvanna og Universal- kvikmyndaversins), sé að undirbúa yfirtöku á þessu óskabarni Stevens Spielbergs, Jeffreys Katzenbergs og Davids Geff- ens, og kemur það flestum á óvart. Tórir sem angi af Universal Aðeins 11 ár eru liðin síðan þremenningarnir settu allt á annan endann er þeir tilkynntu stofn- un DreamWorks-kvikmyndaversins. Sóttu þeir hugmyndina til United Artists, sem var stofnsett af nokkrum skærustu stjörnum Hollywood árið 1919 og átti langt og glæsilegt blómaskeið lengst af 20. öldinni. En þetta sögufræga kvikmyndaver varð nánast gjaldþrota um 1980 og hefur síðan skrimt að nafninu til sem deild hjá MGM. Örlög DreamWorks verða svipuð, það fær sjálfsagt að tóra sem angi af Universal ef af kaupunum verð- ur. Þrátt fyrir ótvíræða hæfileika þremenninganna og stóra sigra hefur DreamWorks átt í brasi með að standa undir væntingum að undanförnu. Kvik- myndaverið hefur gengið bærilega en tónlist- ardeildin hefur þegar verið seld og deildin sem framleiðir sjónvarpsefni hefur gengið illa. Kvik- myndaverið hefur lengi ætlað að byggja yfir sig í Playa Vista, en draumarnir hafa ekki ræst. DreamWorks getur bætt sinn hag með samein- ingu við Universal, fái það að lifa áfram. Skulda- staðan var slæm fyrir og vont gengi The Island heimafyrir bætir hana ekki. Samruninn við Uni- versal færir því aftur á móti fé til að halda uppi lífsnauðsynlegri framleiðsluáætlun. Ávinningur NBC liggur ekki ljós fyrir. Sjónvarpsstöðvarnar fengu nýlega skell vegna minnkandi auglýs- ingasölu og í kjölfarið fylgdi mikill niðurskurður til mynda- og þáttagerðar. Universal á þegar talsverðra hagsmuna að gæta í DreamWorks, það annast alfarið DVD- og myndbandadreifingu þess og dreifir myndum þeirra á alþjóðamarkaði. Til viðbótar fer öll starf- semi DreamWorks fram innan marka Universal- kvikmyndaversins í Burbank. Þá ætti það ekki að skemma fyrir yfirtökunni að Spielberg er nánast uppalinn hjá Universal, þar hóf hann ferilinn sem sjónvarps- og síðar kvik- myndaleikstjóri. Þar er Amblin-framleiðslufyr- irtækið hans staðsett og nýjasta leikstjórnarverk- efnið, Munich, er unnið í samvinnu við Universal. Á sínum 11 árum hefur DreamWorks framleitt um 60 myndir, sem er uppistaðan í eigum fyr- irtækisins, sem metnar eru á um milljarð banda- ríkjadala. Þar er að finna Óskarsverðlaunamyndir á borð við Gladiator, Saving Private Ryan og Am- erican Beauty. Á hinn bóginn skortir framhalds- myndir eða efni í þær (franchise), en slík verk eru e.k. gulltrygging kvikmyndaveranna. Rætt hefur verið um framhald Gladiator en sú umræða er á byrjunarstigi. Besta söluvara DreamWorks er teiknimyndin Shrek, en hún tilheyrir DreamWorks Animation, sem er sjálfstætt hlutafélag sem fylgir ekki með ef af kaupunum á móðurfyrirtækinu verður. Menn efast ekki um hæfni samningarefsins Geffens, því síður leikstjórnarhæfileika og fjár- málavit Spielbergs. Það lítur út fyrir að Katz- enberg sé ætlað hlutskipti sökudólgsins. Hann hefur verið viðriðinn kvikmyndagerð á fjórða ára- tug og var háttsettur stjórnandi hjá Paramount og Walt Disney, áður en þremenningarnir stofn- uðu DreamWorks. Hann hefur lengst af verið far- sæll í starfi en upp á síðkastið hafa komið fram brestir sem rekja má til hans. Snemma árs ofmat hann verulega sölumöguleika DVD-disksins Shrek 2, og fékk vont fyrir. Svipað var uppi á ten- ingnum hvað snerti aðsókn á sumarmyndunum Madagascar og The Island og vaknaðar eru grun- semdir um hæfni hans á Wall Street og hlutabréf í DreamWorks Animation hafa hríðfallið. Fyrstu árin gekk DreamWorks frekar hægt að hitta í mark, kassastykkin létu standa á sér en umheimurinn beið þess í ofvæni að þre- menningarnir upp- skæru samkvæmt orð- sporinu. The Peacemaker (’97) var fyrsta stórmynd fyr- irtækisins og ekkert til sparað. Geoerge Clooney og Nicole Kidman fóru með að- alhlutverkin í kalda- stríðstryllinum, en allt kom fyrir ekki, hann stóð ekki undir kostnaði. Sömu sögu er að segja af Am- istad (’97), engu breytti þó Spielberg væri sjálfur við stjórnvölinn á þrælaskipinu fræga. Öðru máli gegndi með gamanmyndina Mousehunt, hún var eini og fyrsti smellur fyrirtækisins á upphafs- árinu. Níu myndir voru frumsýndar 1998, þar af Ósk- arsverðlaunaverk Spielbergs, Saving Private Ryan, sem gekk ekki sem skyldi, en teiknimynd- irnar Antz og The Prince of Egypt sönnuðu að Katzenberg var maðurinn á bak við teiknimynda- deild Disney, þaðan sem hann flutti. DreamWorks framleiddi einnig American Beauty, margfalda Óskarsverðlaunamynd ársins, sem var að öðru leyti lélegt. Enn sankar Draumasmiðjan að sér Óskurum, nú með Gladiator (2000), gerðri í samvinnu við Universal. Tvö samvinnuverkefni við 20th Cent- ury Fox, What Lies Beneath og Cast Away, gengu vel, líkt og Chicken Run, önnur teiknimynda árs- ins. Hin, The Road to El Dorado, brást illilega. Árið 2001 er köflótt. Kvikmyndaverið græðir á teiknimyndinni Shrek, en tapar á The Mexican og Spielberg/Kubrick-framtíðarsýninni A.I. 2002 er á svipuðum nótum; Minority Report og The Road to Perdition, tvö metnaðarfull samvinnuverkefnu með Fox, ganga vel, sömuleiðis The Ring, ódýr endurgerð japanska hrollsins, og Spielberg- myndin Catch Me If You Can. Skellirnir eru sárir, einkum The Time Machine og teiknimyndin Spirit. 2003 er erfitt ár með ganglitlum myndum eins og Head of State og Sinbad en Old School, Paycheck og Seabiscuit klóra í bakkann. Á síðasta ári varð Shrek 2 mest sótta teikni- mynd allra tíma, auk þess gerðu Collateral, Anc- horman og Meet the Fuckers góða hluti á meðan Shark Tale, Terminal, The Stepford Wifes o.fl. stóðu ekki undir væntingum. Í ár er War of the Worlds að taka inn stórfé þó margir reiknuðu með meiru, líkt og af teikni- myndinni Madagascar og The Island. Fyrir ára- mót kemur Munich, nýjasta Spielberg-myndin, og The Ring Two, sem verður gerð af japanska leik- stjóranum sem á heiðurinn af frummyndinni. Á næstu árum verður margt spennandi í boði líkt og Flag of Our Fathers, teiknimyndin Stígvél- aði kötturinn og Hollywood-útgáfa Bjólfskviðu með Ray Winstone, Angelinu Jolie, Brendan Glee- son, Sir Anthony Hopkins o.fl. Þannig að fram- tíðin lofar góðu hver svo sem örlög Draumasmiðj- unnar verða. Draumasmiðja í vondum málum DreamWorks-kvikmyndaverið var stofnað og er í eigu þriggja stórmenna í skemmtanaiðnaðinum og var spáð frægð og frama en svo virðist sem draumurinn sé á enda. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@ heimsnet.is AP Steven Spielberg afhenti Clint Eastwood viðurkenn- ingu Leikstjórasamtaka Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Kannski bjargar nýja Eastwood-myndin, Flag of our Fathers, fjárhag Dreamworks.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.