Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.2005, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.2005, Blaðsíða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. ágúst 2005 M aður gengur út úr húsi og að bifreið sinni, sem er lagt við gangstéttarbrún. Hann er við það að setjast undir stýri þegar hann tekur eftir pappaspjaldi sem er stung- ið undir rúðuþurrku. Á spjaldinu er kven- mannsnafn og gsm-símanúmer, hvort tveggja skrifað hratt og illa með feitum tússpenna. Maðurinn stendur á gangstéttinni við hlið bif- reiðarinnar og veltir fyr- ir sér merkingu eða til- gang þessa ókunna nafns og framandi símanúmers þegar ung stúlka birtist allt í einu, taugatrekkt og utan við sig, og á eftir henni gengur fullorðinn maður, þungur á brún, og er hann faðir ungu stúlkunnar. Það er eins og ný- liðin atburðarás renni upp fyrir manninum með pappaspjaldið. Hann lítur á bifreiðina sína og sér þá hið augljósa: Hún er hálf uppi á gang- stéttinni og hliðin sem snýr að götunni er beygl- uð og rispuð, listar eru lausir og framljósið brotið. Stúlkan hafði ekið á bifreiðina, skilið eft- ir nafn sitt og síma og hringt á föður sinn, sem var kominn á vettvang. Hún var búin að vera með bílpróf á aðra viku og bifreiðin sem hún ók á bifreið mannsins var eign föður hennar. Stúlkan er óðamála, en faðir hennar heldur ró sinni, þrátt fyrir að vera bæði vonsvikinn og reiður yfir þessum klaufaskap hennar. Að lok- inni tjónaskýrslugerð segir maðurinn, sem á bifreiðina sem ekið var á, eftirfarandi setningu: „Það er fyrir öllu að enginn slasaðist.“ Þetta er algjörlega sígildur tilfinningafrasi, bein afleiðing sjálfvirkra viðbragða. Það er ekkert sem rennir stoðum undir þessa vinsælu fullyrðingu, sem er náskyld öðrum erki-tilfinngafrösum á borð við: Þeir sem Guð- irnir elska deyja ungir. Heima er best. Batn- andi mönnum er best að lifa. Fall er fararheill. Illur fengur illa forgengur. Svo fáeinir séu nefndir af handahófi. Hver veit nema sjúkrahúsvist hefði verið ein- mitt það sem þessi stúlka þurfti á að halda? Hún hefði með því ef til vill öðlast nýja sýn á líf- ið, kynnst ungum lækni sem hefði orðið „stóra ástin í lífi hennar“, náð betra sambandi við móð- ur sína eða sloppið við að vera nauðgað í sam- kvæmi um kvöldið. Að minnsta kosti lýsir það í besta falli algjöru hugsunarleysi og í versta falli fullkomnum hroka að fullyrða um það, hvað sé eða sé ekki fyrir öllu. Á það ekki að vera hlut- verk hins almáttuga Guðs að dæma um hvað sé okkur smásálunum fyrir bestu meðan á jarð- vistinni stendur? Hvers vegna hengja „börn hans“ sig þá á svona erki-frasa, sem virðast jafnmikilvægir í augum þeirra og koss á bágtið er í augum barnabarnanna? Öld ímyndaðs veruleika Þetta var bara lítið dæmi um sjálfvirkt við- bragð. Þegar kemur að stórviðburðum í heimi mannanna eru viðbrögðin stærri, sterkari og sjálfvirkari. Þá er hjólfar hinna sjálfvirku við- bragða nógu djúpt til að stýra heilum menning- arheimum og sjálfsvitund milljónaþjóða, en til að svo stór fyrirbæri hrökkvi ofan í einfalt hjól- far þarf sterka rödd til að stýra þeim þangað. Sú rödd er í dag rödd fjölmiðlanna, fjölradda einsöngur sem er sterkari en rödd skynsemi og rökhugsunar, sterkari er rödd Guðs. Ergo: Hún ER rödd „Guðs“. Aldirnar fyrir 20. öldina voru aldir Raun- veruleikans. Þá VORU hlutir og fyrirbæri SVONA og EKKI öðruvísi. Að snerta, heyra og sjá var að trúa. Börn fæddust, menn dóu, at- burðir áttu sér STUND og STAÐ. Í heimi Raunveruleikans var heimsendir Gamla Testa- mentis ávallt yfirvofandi, og þá sem rökrétt af- leiðing hins löngu liðna upphafs, Genesis. Sá heimsendir var vilji Guðs. Efsti Dagur. Brúin yfir í betri heim. 20. öldin var öld miðilsins. Þá varð til fjar- lægð milli fólksins og atburðanna. Raunveru- leikinn varð afstæður. Fólk fékk fréttir af at- burðum sem áttu sér stund og stað í öðru landi. Fólk sá myndir, hlustaði á frásagnir í útvarpi, horfði á kvikmyndir af liðnum atburðum, bæði „raunverulegum“ og „skálduðum“. 20. öldin var öld hins Afstæða raunveruleika. Heimsendirinn sem vofði yfir 20. öldinni var heimsendir mann- anna. Rökrétt afleiðing af athöfnum hins af- vegaleidda manns. Andlitslaus stórveldi komu sér upp kjarnorkuvopnum og stunduðu þögult valdatafl í köldu stríði. Sá heimsendir sem vakti yfir 20. öldinni var hinn algjöri endir. Síðasti dagur. Brúin yfir í eilíft myrkur mannssál- arinnar. 21. öldin er öld hins Ímyndaða raunveruleika. Það sem ekki er á sjónvarpsskjánum er ekki til, hefur ekki gerst. Miðillinn sem speglaði heims- myndina er orðinn að heimsmynd. Fólkið á skjánum er gestir í stofum landsmanna. Við þekkjum fræga fólkið betur en nágranna okkar og sjáum ekki lengur eða skiljum muninn á fréttatímum, skemmtiefni og svokölluðu „raun- veruleika-sjónvarpi“, sem er blanda af „frétt- um“, þ.e. „raunverulegum“ atburðum, og skemmtun, sem er í raun bara aðferð til að af- baka hluti, fólk og fyrirbæri þannig að áhorf- andi geti haft gaman af þeim. Nýr dagur, nýr Raunveruleiki Tuttugasta og fyrsta öldin er blekking sem er svo algjör að hún er ekki lengur blekking held- ur Raunveruleiki, enda er fyrirmyndin orðin fjarlæg, „óraunveruleg“ og þar með ekki gild, ekki til. Heimsendir 21. aldarinnar er afstæður. Hann er ávallt á öðrum stað og á öðrum tíma. Ekki hjá „okkur“, heldur hjá „hinum“, sem tor- tímast í honum, en missa jafnframt af honum vegna þess að þau sjá hann ekki beint í sjón- varpi. Síðan kemur nýr dagur, nýr Raunveru- leiki, nýr heimsendir, brotinn upp með auglýs- ingahléum. Stríð, plágur, uppreisnir, náttúruhamfarir, af nógu er að taka. Heimsend- ir 21. aldarinnar er útþynnt afþreyingarefni. Sérhver Dagur. Brúin að næsta dagskrárlið. 19. öldin var Raunveruleg – maður í stól. 21. öldin er Ímyndun – mynd á sjónvarpsskjá. 20. öldin er brúin þarna á milli – fjarstýringin. Fjarlægðin milli Fyrirmyndar og Eftirmyndar. Raunveruleg ímyndun. Heimildarmynd í sjón- varpinu: Hitler lendir á Tunglinu og sendir Elv- is heim til að náða O.J. Simpson. Endir. Um jólin 2004 varð jarðskjálfti á hafsbotni undan ströndum Súmötru og í kjölfar hans gekk gríðarleg flóðbylgja á land í víða Asíu. Fyrir íbúa þessara landa var hér um að ræða mikinn Raunveruleika. Fyrir okkur sem heima sátum og fylgdumst með í sjónvarpi breyttist þessi skelfilegi Raunveruleiki smám saman í Raunverulega ímyndun, sem undir lokin var orðin að skemmtun án nokkurrar skelfingar. Fréttaflutningur af þessum hörmungum, sem í fréttaannálum eru þekktar undir heitinu Hörmungarnar í Asíu, féll undir eins ofan í sama hjólfarið og allur fréttaflutningur af sams konar eða svipuðum hörmungum fellur und- antekningar-laust ofan í, sem kemur til af sjálf- virkum viðbrögðum fjölmiðla, sem dýpka þessi hjólför ár frá ári með sömu tilfinningafrös- unum, sem á endanum eiga eftir að spóla sig fasta í farinu. Sjálfvirkum viðbrögðum fjölmiðla í kjölfar hörmunga má gróflega skipta í fjóra meginþætti, sem eiga margt skylt með þeim lögmálum sem notuð eru við gerð kvikmynda í Hollywood, þar sem vinsæl hugtök eins og „æv- intýrið kallar“, „nálgunin við dýpsta hellinn“, „eldskírnin“ og „komið heim með verðlaunin“ eru vel þekkt. Hollywood hefur lagað færi- bandalist sína að smekk og þörfum almennings, sem aftur hefur lagað umfjöllun fjölmiðla að uppskrift Hollywood með því að velja og hafna með sjónvarpsfjarstýringunni og stýra þannig auglýsingum og fjármagni inn á þær fréttarásir sem endurspegla aðlögunarlist Hollywood á sem mest sannfærandi hátt. Sjónvarpsáhorf- andinn er túristi sem skoðar myndir og „ferðast“ um heiminn með hjálp fjarstýringar. Lífið hermir eftir listinni þangað til listin tekur við af lífinu og hefur ekkert til að herma eftir nema sjálfa sig og er þá orðin að sjálfu lífinu. Fjögur stig sjálfvirkra viðbragða Fyrsta stig sjálfvirkra viðbragða í kjölfar hörmunga: Hinn speglaði veruleiki: Neikvæð AÐAL-frétt: Ævintýrið kallar. Við Hetjunni, þ.e. hinum íslenska/vestræna sjón- varpsáhorfanda, blasir mikil og Raunveruleg skelfing. Vandamál ber að dyrum, Hetjunni er ögrað og hennar bíður óvissuför. Ævintýrið kallar á Hetjuna, henni er ekki lengur vært í sínum venjulega heimi. Á skjánum blasir við óreiða og eyðilegging í framandi umhverfi, brotakenndar myndir dynja á vitund Hetj- unnar, kryddaðar ófullnægjandi upplýsingum flaumósa fréttaritara, sem talar gegnum gervi- hnött í eyra alvörugefins AÐAL-fréttamanns, sem lofar Hetjunni betri myndum og nánari upplýsingum að loknu auglýs-ingahléi. Fyrsta upplifun Hetjunnar af þessum Hörmungum er náskyld æskuminningunni um bíóferðina ógleymanlegu þegar Svarthöfði steig fullskap- aður eins og ekkert væri sjálfsagðara út úr reykskýi, umkringdur andlitslausum hermönn- um, hvæsandi eins og svartur dreki, valdasýkin holdi og vélum klædd, reiðu-búinn að tortíma öllu lífi. Hetjunni er fyrirvaralaust kastað inn í veröld sem hún þekkir ekki, þar sem ill öfl hafa losnað úr læðingi. Á næstu dögum halda AÐ- AL-fréttirnar áfram, myndir af Hörmungunum verða sífellt skýrari og svakalegri, Hetjan horf- ir á hús hrynja og örvæntingarfullt fólk berjast fyrir lífi sínu, heima-fólk grætur yfir látnum ástvinum, opinberir starfsmenn stafla upp lík- um og túristar ráfa um í reiðileysi. Tölur um Fórnarlömb Hörmunganna hækka dag frá degi og verða að lokum ótrúverðugar, en þær verða að hækka því annars tapar Hetjan athyglinni og með henni sjokkinu, og myndirnar verða að sýna MEIRA: FLEIRI lík, HÆRRI öskur, MEIRI skelfingu, þangað til sjokkið verður að klámi, og þá er sjokkklámið keyrt áfram þang- að til Hetjan skammast sín og lítur undan, fer að pissa eða fær sér kaffi, skiptir jafnvel um rás. Enda búin að fullnægja þörfinni fyrir Hörmungar í bili. Annað stig: Hinn Afskræmdi veruleiki: Eftirfylgni-fréttir: Nálgunin við dýpsta hell- inn. Hetjan er hætt að tengja við fólkið í Asíu. Það er orðið að tölfræði á skjánum. En athygli Hetjunnar er vakinn á því að ekki hafi náðst í svo og svo marga Íslendinga, þ.e. „bræður og systur, sem eru þarna í fríi“. Ekki kannski ná- kvæmlega ÞARNA, en samt ekki svo fjarri, þannig séð. Það er óvissan um afdrif þeirra sem skiptir mestu máli. Þessi óvissa heillar Hetjuna og hún ímyndar sér að hún ÞEKKI einhvern þeirra sem er týndur. Eða þekki einhvern sem þekkir einhvern þeirra. Hans EIGIÐ fólk er í hættu. Samhugur byrjar að vakna meðal ís- lensku þjóðarinnar, sem og annarra þjóða sem eiga hugsanleg fórnarlömb á Hörmungasvæð- inu. Þessi hugsanlegu fórnarlömb eru skjól- stæðingar Hetjunnar á Hörmungasvæðinu. Með því að setja sig í spor þeirra sem leita hinna hugsanlegu fórnarlamba gengur Hetjan inn í dýpsta hellinn, þ.e. „stígur til Heljar“ í leit að týndum ástvini eða til að „sigra“ óvininn, t.d. með því að reisa stíflugarð. Þetta 2. stig sjálf- virkra Viðbragða einkennist af meðvirkni, sem lýsir sér í þörf Hetjunnar til að tengjast Hörm- ungunum á óbeinan hátt. Þessi meðvirkni er af- kvæmi þeirrar skömmustu, sem Hetjan upplifði í kjölfar klámsins, og jafnframt undanfari hinna miklu vonbrigða, þegar Hetjan kemst að því að hún nær EKKI að tengjast Hörmungunum. Enginn sem hún “þekkir er í hættu eða fórst í flóðunum. Þriðja stig: Hinn fjarverandi veruleiki: Auka-fréttir: Eldskírnin: Hér erum við kom- in að hinni dimmu stund Hetjunnar. Hún er þreytt og ringluð eftir fréttaflutning síðustu Sjálfvirk viðbrögð Eftir Stefán Mána Reuters Madonna söng á Live 8 tónleikunum í London 2. júlí sl. ásamt Birhan Woldu sem varð heimsþekkt af ljósmynd sem tekin var á svæði hungursneyðar í Eþíópíu fyrir mörgum árum. Móðir með sveltandi barn sitt í Maradi í Níger í Afríku. Myndin er tekin 1. júlí 2005.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.