Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.2005, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.2005, Page 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. september 2005 Þ ó að sveitin sé stödd hér á landi liggja menn ekki í leti, því smáskífan Glósóli var gefin út á netinu í vik- unni, myndband er í vinnslu og svo eru það endalaus viðtöl og kynn- ingar fyrir fjölmiðlafólk. Þannig hafa þeir félagar verið í viðtölum út um borg og síðustu daga og því lag að taka þá tali – tókst að lokka þá Jón Þór Birg- isson, eða Jónsa, og Kjartan Sveinsson í spjall á Apótekinu, hvorn í sínu lagi þó. Allt djúphugsað Þeir sem fjallað hafa um Takk lýsa plötunni gjarnan eins og hún sé mitt á milli Ágætis byrjunar og (). Kjartan segist skilja þá greiningu að nokkru leyti, segja megi að platan sé afrakstur þess sem hljómsveitin hafi lært frá því Ágætis byrjun kom út og () varð til. Aðspurður hvort hér sé komin lausnin á viðfangsefninu Sigur Rós: thesis – antithesis – synthesis upp á hegelsku skellir Kjartan uppúr og segir svo að vissulega sé allt djúphugsað sem frá Sig- ur Rós komi, jafnvel þótt að sé tilviljun. Hann segist þó ekki vilja teygja sig of langt í að greina tónlistina, enda sé það eiginlega ekki í hans verkahring. „Bestof,“ segir Jónsi aðspurður um það sama og glottir, en heldur svo áfram: „Þetta gæti eins verið rökrétt framhald af Ágætis byrjun, alveg eins og (). Mér finnst þó að við höfum þurft að fara þessa leið, frá Ágætis byrjun, sem var svo mikil Disney-plata, yfir í () sem var öll svo þung með löngum og þung- um og stórum lögum en svo þurftum við að sveiflast aftur í hina áttina, en ekki alla leið.“ Gamalt verður nýtt Þegar hljómsveit nær eyrum manna úti í löndum, gerir útgáfusamning og tilheyrandi, þá vill það vera svo að hún nánast stendur í stað um hríð, allt verður að bíða og gamla platan verður kynnt sem ný þegar hún er gefin út ytra. Ágætt dæmi um það er Sigur Rós – Ágætis byrjun kom út hér á landi í sumarbyrjun 1999, en til að mynda ekki fyrr en 2001 vestan hafs. Gefur augaleið að það getur verið erfitt fyrir skapandi listamenn að sitja fastir í sama farinu, að spila gamla efnið eins og það væri nýtt, og þeir Sigur Rósarmenn leyfðu sér það að spila ekki gömlu lögin þegar þeir fóru af stað að kynna Ágætis byrjun úti í heimi enda voru þeir voru þeir löngu búnir að fá leiða á plötunni, búnir að semja fullt af nýjum lögum og vildu bara spila þau. Það var þó skammgóður vermir því eins og Kjartan segir þá voru þeir félagar aftur orðnir leiðir á nýju lögunum þegar loks gafst tími til að fara að taka upp nýja plötu. „Upp- tökur á () voru erfiðar, lítill ferskleiki eftir og allt það sem okkur þykir skemmtilegast að gera, að leika okkur með lögin í stúdíóinu og bæta í þau, var afskaplega erfitt því við vorum orðnir svo leiðir á að spila lögin.“ Jónsi tekur í sama streng og segir að þeir hafi eiginlega verið uppgefnir þegar kom að upptökum á (), „og þurftum samt að spila lögin einu sinni enn og liggja svo yfir þeim, hlusta á þau hundrað sinnum og reyna að vera skapandi. Það var þó ekki bara erfiði og leiðindi, það var líka oft gaman,“ segir hann og dregur aðeins úr leiðindunum. Hann lifn- ar svo allur við þegar talið berst að Takk: „Það var svo miklu skemmtilegra að taka Takk upp. Þegar við byrjuðum vorum við ekki búnir að semja nema tvö lög, Gong og Mílanó, og svo vorum við í stúdíóinu að spila og semja og tókum upp næstum jafnóðum sem er rosalega gaman, það getur allt gerst,“ og bætir við að fyrir sér sé það ein- mitt einkenni Sigur Rósar – „accidental art“, sem kannski má snara sem slysalist. Kjartan er á sama máli, segir að þeir hafi verið ferskir og fullir af spilagleði. „Það var ekki bara það hve gaman var að taka lögin upp og fullvinna þau svo, heldur var líka gaman að spila saman, gaman að semja.“ Úthugsuð slys Slysalist kallar Jónsi það þegar þeir félagar búa til tónlist, en á bak við „slysin“, tilvilj- anirnar, er þó töluverð hugsun og margra ára vinna, því þeir félagar gjörþekkja hver annan sem tónlistarmenn, búnir að spila saman í tólf ár, og hafa mikinn hugmynda- sjóð í að sækja. Jónsi jánkar því að þeir byggi á traustum grunni, en leggur samt áherslu á hve mikilvægt það sé í þeirra aug- um að leyfa tilviljunum að njóta sín. „Við plönum hlutina lítið sem ekkert, tölum yf- irleitt ekki saman um það sem við erum að fara að gera – byrjum bara að spila og sjáum hvað gerist.“ Þó starf Sigur Rósar fari að miklu leyti fram erlendis, þar selst obbinn af plötum hennar og þar heldur hún nánast alla tón- leika sína, hafa þeir félagar búið hér á landi alla tíð utan að Georg Hólm bjó um tíma ytra. Það skapað viss vandræði á stundum, enda ekki hægt að kalla á menn í viðtöl eða á fundi með litlum fyrirvara lengst norðan úr höfum. Þeir Jónsi og Kjartan eru þó ekki á því að það hafi skipt nokkru máli fyrir frama þeirra ytra, en á móti hafi það skipt miklu fyrir þá sjálfa – það sé í raun heppni að þeir skuli hafa búið hér á landi á meðan hvað mest gekk á. „Það er enginn „bransi“ hér heima, það er ekkert vesen og við fáum að vera í friði,“ segir Kjartan og gefur lítið fyrir það að það geri útgerðina eitthvað þyngri í vöfum. Jónsi segir að þeir félagar hafi aldrei fundið fyrir neinum þrýstingi með það sem þeir eru að gera, enda njóta þeir þess að vera hér á Íslandi þar sem risafyrirtækin séu ekki með neinar skrifstofur, friður fyrir blaðamönnum og auðvelt að fá frið með því einu að slökkva á farsímanum. „Við getum einangrað okkur og lifað venjulegu lífi, eins og er í það minnsta, hvað sem síðar verður.“ Guð grætur gulltárum Þegar lætin voru hvað mest yfir Sigur Rós í kjölfar þess að menn komust yfir Ágætis byrjun ytra þótti mörgum nóg um uppskrúf- aðar lýsingar á tónlist hljómsveitarinnar, „guð grætur gulltárum“, sagði einn penninn, og óteljandi skrifuðu langar rullur um álfa, eld og ís. Jónsi segir að þó vissulega sé margt það sem sagt var um sveitina á sínum tíma hjákátlegt í dag, þá megi svosem skilja það að blaðamenn sleppi sér, þeir gangi flestir eflaust með það í maganum að skrifa bækur. „Það er örugglega þreytandi að vera alltaf að skrifa sama hlutinn, taka sömu við- tölin, og þá láta menn gamminn geisa sér til skemmtunar.“ „Við rekumst oft á skrif sem okkur finnst fyndin,“ segir Kjartan, „en það er ekki hægt að láta það fara í taugarnar á sér,“ heldur hann áfram og nefnir að allt í einu séu menn farnir að tala um „krúttkynslóðina“ sem fræðilegt fyrirbæri „en það er bara orð sem einhver blaðamaður kastaði fram án þess að velta því fyrir sér.“ Lítið frí framundan Það er lítið frí framundan hjá þeim félögum í Sigur Rós – fyrir stuttu lauk fyrri hluta tón- leikaferðar um Evrópu og Bandaríkin og framundan framhald af tónleikum vestan hafs. Á meðan sveitin er stödd hér á landi, milli túra, hafa liðsmenn hennar í ýmsu að stússast, eru að gera myndband, gefa út smáskífu og veita viðtöl við fjölmiðla víða að. Í haust gefst kannski tími til að leika hér á landi áður en haldið er til frekara tónleika- halds í Evrópu. Eftir jólafrí er síðan á dag- skrá að halda aftur til Bandaríkjanna, svo til Austurlanda fjær, en svo eru það tónlist- arhátíðir í Evrópu næsta sumar. Hljómsveitin hefur ekki áður lagst í svo mikil ferðalög til að kynna plötu, farið eins víða og leikið á eins mörgum tónleikum. Skýringuna á því hvers vegna þeir leggja svo hart að sér að þessu sinni segja þeir lík- lega þá að þeir hafi meiri orku til verka nú en áður – ekki megi gleyma því hve allt hafi gengið hratt fyrir sig eftir að ágætis byrjun kom út. „Það gekk voða vel hér heima,“ seg- ir Kjartan, „og svo byrjuðu lætin úti og varð svo mikið á svo skömmum tíma, allt fullt af blaðamönnum, útgefendum og fyrirtækja- fólki og mér fannst það óttalegt. Svo lærði ég á þetta smám saman og núna er þetta allt auðveldara, það er auðveldara að fara í við- töl og tala við alla þá sem þarf að tala við, kann að taka frá tíma fyrir það, búinn að læra að vinna því þetta er fyrst og fremst gríðarleg vinna,“ segir Kjartan og bætir við að hann voni að platan eigi eftir að ganga vel og betur en síðasta plata, en það sé þó auka- atriði. „Ég er sáttur við þessa plötu og það nægir mér.“ Engin áþján Jónsi á erfiðara með að svara því hvað valdi dugnaðinum í þeim drengjum að þessu sinni en segir svo: „Þetta er eiginlega bara nátt- úruleg þróun, það er engin áþján, þetta er bara eitthvað sem þarf að gera. Svo lærir maður líka að gera hluti eins og að veita við- töl, lærir að tjá sig, en við vorum mjög slæmir til að byrja með. Smám saman finnur maður líka að það er gaman að hitta fólk og spjalla við það, heyra hvað því finnst um tón- listina og svo framvegis. Það er gaman að hitta fólk með skemmtilegar skoðanir og líka oft gaman að hitta blaðamenn sem eru mjög klárir, það er eins og að vera hjá sálfræð- ingi,“ segir hann brosandi. Við ræðum smástund um það hver munur sé á að veita viðtöl eða taka þau og síðan segir hann: „Skemmtilegustu viðtöl sem ég kemst annars í er það þegar ég tala við blaðamenn frá hommablöðum, því þá erum við ekkert að tala um tónlist. Ég tala aldrei um tónlistina sem ég er að gera og því er miklu náttúrulegra að tala um lífið og til- veruna, tala um dúkkusafnið mitt, stráka eða matargerð, um eitthvað skemmtilegt.“ Textar eða textaleysi Eitt af því sem menn velta hvað mest vöng- um yfir úti í heimi þegar Sigur Rós ber á góma er textar laganna, eða textaleysi. Á síðustu plötu var ekkert um texta heldur notaði Jónsi röddina eins og hvert annað hljóðfæri, en á Ágætis byrjun var fullt af textum sem áhugamenn víða um heim lágu yfir og fundu í djúpa merkingu sem iðulega kom höfundum þeirra á óvart. Á Takk er líka sungið á íslensku í flestum laganna og víst að Sigur Rósarfræðingar úti í heimi eiga eftir að greina þá sundur og saman, ímynda sér að í þeim sé fjallað um hinstu rök tilver- unnar og það er reyndar gert í einu lagi, Heysátu. Tvímælalaust fallegasta lag sem Slysalistamenn Félagarnir í Sigur Rós: Kjartan Sveinsson, Georg Hólm, Orri Páll Dýrason og Jón Þór Birgisson. Ljósmynd/Helen Woods Slysalist Sigur Rósar Í næstu viku kemur út fjórða hljóðvers- skífa hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Sú heitir Takk og kemur út 12. september um heim allan. Sigur Rós stendur því í ströngu um þessar mundir að kynna plöt- una, er nýkomin heim úr tónleikaferð þar sem hún lék á tuttugu tónleikum í þrem- ur heimsálfum á rétt rúmum mánuði og leggur brátt upp í aðra slíka ferð öllu lengri. Eftir Árna Matthíasson arnim @mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.