Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.2005, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.2005, Blaðsíða 14
14 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. september 2005 Þú lítur í baksýnisspegilinn. Einhvers staðar þarna utan úr blámóðu buskans komstu og hélst eftir hinni bugðóttu leið hingað, þar sem þú nú staldrar við í vegkantinum; kastar mæðinni. Þú rýnir út um foruga framrúðuna inn í biksvarta þokuna framundan. Ekki verður tafið lengur. Óvissuferðinni verður að halda áfram. Einn góðan veðurdag tekur hún enda í fjörugrjóti feigðarinnar. Aðeins ein lítil ósýnileg hnoða mun af komast úr logandi flakinu. Mun hún þegar hundasund þreyja í átt að sjónhring eilífðarinnar. Þar mun hún uppnumin verða í faðm föður alls sem er, sem skaffar nýtt ökutæki. Sveinn Auðunsson Í hringekjunni Höfundur fæst við skriftir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.