Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.2005, Síða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. september 2005
I
nnan um vötnin þúsund og skógana
hefur Jyväskylä þróast sem iðn-
aðar-, þjónustu- og menningarborg.
Þar er iðnaður sem tengist skóg-
arhögginu, mikil pappírsgerð og
fleira. Þar, eins og víðar í Finnlandi,
hefur verið byggt með reisn þeirra sem hafa
vanist nægu og góðu byggingarefni og borið
gæfu til að þróa hefðir og fara ýmist troðnar
slóðir og nýjar. Þarna hefur góð byggingarlist
þróast og öflug menningarstarfsemi verið
stunduð.
Byggingalist með nálægð og víddir
Jyväskylä er heimaborg hins fræga arkitekts
Alvars Aalto sem að mati ýmissa er slíkur risi í
finnskri byggingarlist og hönnun 20. aldar að
helst er því að jafna saman við Laxness í ís-
lenskum bókmenntum.
Sterkar hefðir, nálægð við skóga og mikil-
fengleik þeirra og hinar endalausu víddir
vatnanna hafa sett mark sitt
á vinnubrögð margra
finnskra listamanna og þá
ekki síst í byggingalist og
skúlptúr. Alvar Aalto er vissulega einn af þeim
sem lagði sig fram við að skapa rými sem hefði
þetta hvort tveggja, nálægðina við náttúruna
og mikilfengleika víðáttu og stærðar. Þar var í
fyrirrúmi að manneskjunni liði vel, að rýmið
væri bæði gefandi og notalegt í senn og að öll
smáatriði væru mjög mikilvæg. Í Reykjavík
höfum við Norræna húsið eftir hann og getum
þar sannprófað þessi markmið.
Í Jyväskylä eða þar á svæðinu eru um 30
byggingar sem hann hefur hannað, m.a. aðal-
byggingar háskólans, borgarleikhúsið og
Alvar Aalto-safnið sem hann hannaði sem safn
og sýningarsali fyrir myndlist. Þar er nú safn
um Alvar Aalto og aðrar byggingar hafa tekið
við safna- og sýningarstarfsemi fyrir myndlist.
Í Jyväskylä er haldin alþjóðleg ráðstefna um
byggingarlist þriðja hvert ár þ.e. „Alvar Aalto-
symposiet“ og safnast þá til borgarinnar
hundruð arkitekta víða að úr heiminum.
Skapandi grafíklist –
Graphica Creativa-þríæringurinn
Fyrir 30 árum var fyrst haldin Í Jyväskylä al-
þjóðleg grafíksýning er fékk nafnið „Graphica
Creativa“ eða „Hin skapandi grafík“. Þá var
ekki mikið um að vera í listalífi borgarinnar og
þótti ýmsum í mikið ráðist í smáborg inni í
miðju Finnlandi.
Síðan hefur alþjóðleg sýning sem finnskir
listamenn hafa verið með í að skipuleggja og
móta verið haldin þar á þriggja ára fresti, svo-
nefndur þríæringur. Jyväskyläborg hefur orð-
ið nokkurs konar athvarf og miðstöð grafík-
listarinnar í Finnlandi með þessum sýningum
og annarri starfsemi en á vegum borgarinnar
er rekið stórt og gott grafíkverkstæði sem gef-
ur listamönnum möguleika til vinnu og náms.
Þar er einnig öflugt námskeiðahald, oft með
gestakennurum úr fjarlægum löndum. Auk
þess er þar að finna helsta safn á finnskri
grafíklist.
Á mörgum þessara tví- eða þríæringa
grafíklistar sem haldnir hafa verið undanfarna
áratugi víða um heim hafa listamenn oftast
verið með í ráðum við skipulag og val og oft
góð þátttaka í ráðstefnum um málefni og
möguleika myndlistar og grafíklistar.
En samræður eru mikilvægar á milli lista-
mannanna sjálfra yfir landamæri ýmiss konar
og geta samræður og stjórnun ýmissa annarra
aðila eða milliliða ekki komið í staðinn. Grafík-
listin, þar sem fjölföldun verksins er möguleg
og verkið er oftast unnið á pappír sem auðvelt
er að senda í rúllum milli landa og heimsálfa,
er tilvalin sem leið til samskipta.
Gamlir meistarar og fjölbreytni
Núna á 30 ára afmælissýningu var ákveðið að
leiða saman nokkra sýnendur frá fyrstu sýn-
ingunni 1975, svokallaða „gamla meistara“ og
nokkra unga listamenn frá mismunandi lönd-
um. Einnig var sérsýning á verkum finnskra
listamanna og sýndu báðar þessar sýningar
mikla breidd í aðferðum og leiðum til tjáning-
ar. Þá var sérstök sýning sem var opnunar-
sýning Graphica Creativa á verkum Norræna
hópsins „7 Sýn úr norðri“. Þar var á ferðinni
farandsýning sem var sumarsýning Norræna
hússins í Reykjavík í fyrra og taka þátt í henni
tveir Íslendingar, þær Valgerður Hauksdóttir
og Jóhanna Bogadóttir.
Gömlu meistararnir svokölluðu voru nokkrir
af þeim sem hæst báru í grafíköldunni sem var
á tímum mikils félagslegs áhuga og bjartsýni á
möguleika samskipta listamanna þvert á öll
landamæri á 8. áratugnum. Þarna voru t.d.
verk eftir Jiri Anderle frá Tékkóslóvakíu sem
minntu vissulega á það sem einkenndi grafík-
list frá Austur-Evrópu á 8. áratugnum. And-
erle vinnur ætingar og mest í svart hvítu.
Myndefni hans er umfjöllun um manneskjuna í
tilverunni, oft heimspekileg og sálfræðileg, um
tímann og sársaukann og vekja verk hans oft
spurningar um hvað við erum þessar mann-
eskjur. Anderle útfærir verk sín með meist-
aralegri tækni í teikningunni og svipbrigði og
hreyfingar eru tjáningarfull. Sjálfur segist
hann vera undir áhrifum frá gömlu meisturun-
um Leonardo og Dürer og svo sé fyrri reynsla
frá störfum við leiklist óþrjótandi uppspretta
og þá sérstaklega látbragðsleikurinn þar sem
örlítil hreyfing eða minnstu svipbrigði skipta
sköpum en hann kom fram sem látbragðsleik-
ari víða um heim á sínum yngri árum.
Nýjasta verk Anderle á sýningunni heitir
20. öldin og þar sést manneskja hylja andlitið í
höndum sér en táknum hlaðið myndefni vekur
spurningar um hvað er og hvert stefnir.
Fegurðin finnst víða
og teikningin flæðir
Tatsui Noda frá Japan er annar gamall meist-
ari. Hann sýndi verk úr því sem hann kallar
dagbók.
Háttur Noda á að fjalla um tilveruna er að
vinna út frá myndefni úr hinu daglega heima-
umhverfi eða n.k. uppstillingar. Það er þó fram
sett þannig og með slíkri tækni og tilfinningu
meistarans fyrir fagurfræði að það gefur teng-
ingar við stóran heim og djúpa skynjun. Þar
vegur mest hin óræða fegurð sem getur búið í
því einfalda sé það skoðað í réttu ljósi og undir
réttu sjónarhorni. Noda vinnur með blöndu af
tækni tréristu og silkiþrykks og ljósmyndir
eru einnig notaðar í þróun verksins. Fjöl-
breytni í tækni og nálgun er það sem kemur
fram á sýningum „Graphica Creativa“, þ.e.
„Skapandi grafík“, og á það vissulega vel við.
Takmörk teikningarinnar sem flæðir í ýms-
ar áttir er hluti af því sem einn af ungu þátt-
takendunum, Berenika Boberska, fæst við í
grafík-skúlptúr og einnig takmörk og tak-
mörkun rýmisins í umhverfi okkar og arkitekt-
úr. Verk hennar á sýningunni var þrykk á
trefjaplastplötur sem síðan voru mótaðar í
form sem bæði flæddu og byggðu upp heild,
leit að formi og frelsi.
Tilvistarspurningar
frá Kúbu og Finnlandi
Meðal ungu þátttakendanna í alþjóðlega hlut-
anum var Sandra Ramos frá Kúbu. Hún notar
tölvuprentanir á ljósmyndum í bland við klipp
úr gömlum myndskreytingum, t.d. úr Lísu í
Undralandi.
Í verkum sínum blandar Ramos saman
tækni og myndefni ýmissa tíma til að fjalla um
veruleikann í dag á skáldlegan hátt. Þannig
Í miðju landi þúsund vatna
– listir í Jyväskylä
Borgin Jyväskylä er helsta borgin í miðhluta
Finnlands og hýsir ýmiss konar lista- og
menningarstarfsemi. Greinarhöfundur var
þar á ferð og skoðaði mannlíf og listir.
Eftir Jóhönnu
Bogadóttur
jboga@islandia.is
„Nafnlaus I“ Trérista eftir Markus Lampinen.
Hluti af Euphony (Hljómfegurð) Verk Valgerðar Hauksdóttur.
Undraland Samlíking við nútímann. Tölvuprent eftir Söndru Ramos.