Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.2005, Qupperneq 9
er lítt þekkt utan Írlands, en hungursneyðin mikla
um miðja 19. öld er mun betur þekkt. Hún stafaði
af því að sjúkdómur réðst á kartöfluna, sem þá var
aðalfæða Íra. Á meðan Írar féllu úr hungri fluttu
enskir landeigendur úr landinu ýmsar landbún-
aðarvörur í miklu magni, bæði korn, grænmeti,
kjöt og mjólkurafurðir, sem gott verð fékkst fyrir í
Evrópu. Talið er að um milljón manna hafi fallið í
hungursneyðinni um miðja 19. öld og tvær milljónir
flúið land.
Á síðari hluta 18. aldar hófu Írar á ný skæru-
hernað á móti Englendingum, og litlu munaði að
þeim tækist uppreisn gegn stjórn Englendinga árið
1798. Írar náðu að lokum sjálfstæði eftir fyrri
heimstyrjöldina, en átök hafa haldið áfram fram á
þennan dag á Norður-Írlandi. Ekki er að furða að
harka hafi verið í þeim átökum þegar bakgrunnur
þeirra er skoðaður.
Vart verður annað sagt en að saga Írlands á 17.–
19. öld sé saga ótrúlegrar kúgunar, grimmdar og
harðneskju af hálfu Englendinga. Írar voru sviptir
mannréttindum, eignum og frelsi og urðu að þola
yfirráð kúgara sinna í 300 ár. Ástæða þessara að-
fara Englendinga var valdapólitísk, ótti enskra
valdhafa við að Írland yrði stökkpallur árásar óvina
Englendinga á England. Á meðan Írar voru kaþ-
ólskir var litið svo á að þeir væru ekki kon-
unghollir. Ekki er að furða að Ken Livingstone
borgarstjóri í London hafi nýlega talið að Englend-
ingar hafi farið verr með Íra en Hitler með gyð-
inga.
Á hinn bóginn er því ekki að leyna að Englend-
ingar stóðu á Írlandi frammi fyrir afar alvarlegu
öryggisvandamáli, sem sé því að þar voru við lýði
kaþólskar höfðingjaættir sem héldu úti einkaherj-
um og höfðu tilburði til að blanda sér í innanrík-
ismál Englands. Þetta var hið klassíska vandamál
valdhafa á 16. öld, og á 17. öld var það alls staðar
leyst með sama hætti: Miðstjórnarvaldið eða valda-
kjarninn lagði undir sig jaðarsvæðin með hervaldi.
Vopnað vald aðalsmanna var brotið á bak aftur, en
konungsvaldið náði einkarétti á beitingu þess.
Þetta gerðist í Svíþjóð, Danmörku, á Bretlandi og í
Frakklandi. Spáni mistókst hins vegar að halda
Hollandi og varð að gjalda fyrir með því að þeir
misstu stöðu sína sem mesta stórveldi Evrópu, eft-
ir ósigur Flotans ósigrandi fyrir Englendingum
1588.
Noregur og Ísland
Noregur var á 13. öld sjálfstætt konungsríki sem
þandist út um allt það svæði, sem á víkingaöld
hafði byggst landnemum frá Noregi. Þar á meðal
voru Ísland og Grænland. Valdatími norska kon-
ungsríkisins á Íslandi minnti að sumu leyti á hlið-
stæðan valdatíma enska konungsvaldsins á
Írlandi á 12. og 13. öld, og eins og á Írlandi
varð helsta arfleifð þessa tímabils sú að ís-
lenska goðaveldiskirkjan var lögð undir yf-
irráð Rómarkirkjunnar.
Valdatími Noregskonunga á Íslandi varð í
raun fremur skammvinnur. Eftir 1350 dró
mjög úr mætti norska konungsvaldsins og
um 1380 sameinaðist norska krúnan hinni
dönsku. Konungdæmið í Svíþjóð var einnig
lagt undir dönsku krúnuna. Árið 1397 var
formlega stofnað norrænt konungsríki, Kalm-
arsambandið, sem náði um öll Norðurlönd.
Formlega séð réð það Íslandi, en í raun réð
það litlu hér. Öll völd sem máli skiptu voru,
eins og á Írlandi, í höndum íslenskra héraðs-
fursta, hvort sem það voru kirkjulegir að-
alsmenn eða veraldlegir. Þeir héldu einkaheri
og höguðu sér í stórum dráttum eins og
kóngar í ríki sínu. Efnahagskerfið, sem í
stórum dráttum byggðist á sjálfsþurft-
arbúskap, bauð ekki upp á annað. Verslun og
viðskipti voru afar takmörkuð og menn urðu
að lifa af landinu og því sem það gaf af sér.
Við þær aðstæður voru það héraðsfurstar
sem höfðu lykilinn að völdum í landinu.
Á hinn bóginn voru verslun og viðskipti
vaxandi. Löngum höfðu konungar Norð-
urlanda átt í deilum við hið öfluga Hansa-
bandalag, sem lengi vel deildi og drottnaði
við Eystrasalt og á Norðursjó. Í trúarátökum
16. aldar fóru konungar Norðurlanda loks
með sigur af hólmi í baráttu sinni við Hansa-
borgirnar. Í Danmörku flutti konungurinn til
Kaupmannahafnar, sem tók að vaxa mjög ört
og varð miðstöð ríkisins. Segja má að árið
1536 marki þáttaskil í sögu Danmerkur, því
þá lauk þeim átökum sem fylgdu siðaskipt-
unum. Friðrik konungur I. settist á valda-
stólinn og sat þar lengi. Danmörk var orðin
lúterskt konungsríki, og konungurinn lagði
undir sig allar eignir kirkjunnar. Þar sem
það voru afar verulegar landareignir fékk
konungurinn af þeim miklar tekjur, og kom
það sér afar vel á næstu áratugum og öldum,
þegar vígvæðing ríkisins fór að vaxa. Þar
kom, að þessar tekjur dugðu hvergi nærri til
og farið var að auka skattheimtu á þegnana.
Vald Danakonungs hafði í rauninni verið
næsta lítið fram að þessu. Eins og var raunin
um Noregskonung á miðöldum takmarkaðist
vald hans að mestu við hernaðarástand. Kon-
ungurinn var leiðtogi ríkisins í styrjöldum
sem það háði við önnur ríki. Hvorki Dana-
konungur né Noregskonungur réðu fram að
siðaskiptum yfir neinum verulegum tekjum,
hvorki í formi tekna af landareignum, tollum
né sköttum. Í rauninni má segja að með siða-
skiptunum hafi konungsvaldið verið tekið og
því breytt í framkvæmdastofnun fyrir land-
eigendur, sem fram að þessu höfðu að mestu
haft ríkisvaldið í sínum höndum beint, þ.e.
haft sína eigin heri og dómsvald. Landeig-
endur óttuðust hins vegar mjög uppreisnir
bænda, sem á 15. og 16. öld var veruleg ógn
við vald þeirra, og má sem dæmi nefna þýska
bændastríðið 1525. Bændauppreisn varð í
Danmörku 1533 og fengu margir aðalsmenn,
sérstaklega á Norður-Jótlandi, að kenna á
reiði bænda, sem heimsóttu þá, myrtu og
brenndu hallir þeirra.
Við þetta bættist sjálf siðbreytingin, en
hún var einn magnaðasti viðburður í sögu
Evrópu. Evrópa klofnaði í siðbreytingunni
eftir markalínu sem endurspeglaði að mestu
mörkin milli yfirráðasvæðis Germana og
Rómverja við fall Rómaveldis; norðan við
mörkin sagði fólk skilið við Rómarkirkjuna
og tók upp mótmælendatrú, annaðhvort Lút-
erstrú, Kalvínstrú eða þá trúarsetningu sem
enska biskupakirkjan boðaði. Sunnan við
þessa línu hélst kaþólska við lýði, en hlutverk
trúarinnar í samfélaginu tók svipuðum breyt-
ingum í kaþólskum samfélögum og lút-
erskum. Alls staðar, hvort sem var á svæðum
mótmælendatrúar eða kaþólsku, styrktist
staða konungsvaldsins á kostnað kirkjunnar.
Samanlagt urðu umbyltingar 16. aldar til
að Evrópa fór nánast á hliðina, við tóku átök
sem stóðu með litlum hléum fram til áð-
urnefnds friðar í Westphalen 1648. Í þeim
átökum léku lúterskir konungar Norður-
Evrópu, sérstaklega Svíakonungur, stórt
hlutverk.
Norðmenn neita að láta segjast
Svíar höfðu sagt sig úr Kalmarsambandinu
1523 eftir að Kristján 2. Danakonungur lét
taka fjölda sænskra aðalsmanna af lífi í
Stokkhólmi. Eðlilegast hefði verið fyrir
Kristján að fylgja þessu eftir með hernámi
Svíþjóðar, t.d. í ljósi þess hvernig Englend-
ingar brugðust við uppreisn Silkitómasar á
Írlandi, en það gerðu þeir ekki. Þó voru hlut-
föll mannfjölda í Danmörku annars vegar og
Svíþjóðar hins vegar ekkert ólík því sem var
í Englandi annars vegar og Írlandi hins veg-
ar. Staða Kristjáns 2. var ótrygg, mun
ótryggari en Hinriks 8., þar sem hann átti í
harðvítugum átökum við bandalag hansa-
borgarinnar Lübeck, stórhertogans í Slésvík
og Holstein og jóskra aðalsmanna. Kristján
2., sem annars var afar framsækinn kon-
ungur á mörgum sviðum, varð að flýja land.
Svíar lýstu yfir sjálfstæði undir stjórn Gust-
afs Vasa. Svíar tóku lúterstrú og konungur
gerði eignir kirkjunnar upptækar. Friðrik 1.
tók völdin í Danmörku. Báðir voru uppreisn-
arkóngar og Kristján 2. var enn hinn löglegi
konungur Danmerkur og Svíþjóðar.
Árið 1533 braust út ófriður í Danmörku
eftir lát Friðriks 1. Róttæk borgarstjórn
mótmælenda í Lübeck og borgarar í Malmö,
Kaupmannahöfn og Helsingjaeyri studdu
Kristján II. til valda og hertóku Skán, Sjá-
land og Fjón. Herstjóri þeirra var greifinn
Kristófer af Oldenborg, og hafði hann mikinn
stuðning meðal almúga og bænda, sem leiddi
m.a. til áðurnefndrar bændauppreisnar á
Norður-Jótlandi.
Gegn þessu bandalagi stóðu aðalsmenn í
hertogadæmunum Slésvík og Holstein og á
Jótlandi. Þeir vildu að sonur Friðriks I.,
Kristján III., tæki við völdum. Þetta banda-
lag vann að lokum sigur með stuðningi Svía
og Gustafs Vasa, sem réðst inn í Skán. Sam-
einaðir flotar Gústafs og Kristjáns III. sigr-
uðu flota Lübeck í sjóorustu við Borgund-
arhólm 1535. Veldi Hansaborganna var lokið.
Kristján III. refsaði uppreisnarmönnum,
bæði bændum og borgurum. Einnig lét hann
koma á lúterstrú og svipti kaþólska biskupa í
ríkisráðinu pólitískum völdum sínum, sem í
raun þýddi að þeir misstu yfirráð yfir jarð-
eignum kirkjunnar. Konungsvaldið tók nú yf-
ir þessar jarðeignir. Þar sem kirkjufurstarnir
voru meðal öflugustu fursta á Norðurlönd-
unum var þetta mikilvægt skref í þá átt að
byggja upp einokun konungsvaldsins á beit-
ingu ofbeldis.
Nú kom að Noregi. Noregur hafði um
skeið stutt Kristján II., en hafði annars ekki
dregist inn í ófriðinn. Ólafur Engilbrektsson
erkibiskup í Niðarósi horfði með skelfingu á
lúterstrú ná fótfestu í Danmörku, og hann
ákvað að láta til skarar skríða og taka völdin
í Noregi með hervaldi. Hann hafði samband
við þýska keisarann og vonaðist eftir hjálp
frá kaþólsku veldunum í Evrópu. Ólafur hafði
takmarkaðann stuðning í Noregi við stefnu
sína, og hjálpin frá keisaranum barst aldrei.
Staða hans var vonlaus og hann flúði frá
Noregi.
Ólafur Engilbrektsson var lengi, líkt og
Jón Arason á Íslandi, þjóðhetja í Noregi. Lit-
ið var svo á að hann hefði barist fyrir föð-
urlandið gegn yfirráðum Dana. Á síðari árum
hefur þessi túlkun æ meir fallið í skuggann.
Ólafur hafi einungis reynt að halda völdum
sem kirkjulegur, kaþólskur fursti og ekki
haft nein þjóðleg sjónarmið að leiðarljósi.
Danski konungurinn óttaðist að Svíar
næðu völdum í Noregi og lýsti því yfir að
landið væri ekki lengur sjálfstætt konungs-
ríki. Með því var norska ríkisráðið lagt niður
og Noregur gat því ekki lengur rekið sjálf-
stæða utanríkisstefnu. Þrátt fyrir það litu
Danir í framhaldinu á Noreg sem sérstakt
ríki með eigin lög, embættiskerfi og þing. Yf-
irlýsingin um Noreg þjónaði fyrst og fremst
því markmiði að skýra stöðu Noregs gagn-
vart Svíþjóð. Það tókst, og Danmörk og Sví-
þjóð sömdu um bandalag í Brömsebro 1541.
Ísland, Noregur og Írland
Eins og í Noregi er sagan af siðbreytingunni
á Íslandi venjulega sögð þannig að Danir hafi
verið í hlutverki kúgaranna sem þröngvuðu
lúterskunni upp á þjóðina. En lítum nú á Ís-
land 16. og 17. aldar í ljósi þess sem gerðist á
Írlandi.
Líkt og á Írlandi var land og vald að mestu
í höndum innlendra manna fyrir árás mið-
stjórnarvaldsins. Einstakir furstar héldu
einkaheri og stjórnuðu héruðum landsins líkt
og þau væru yfirráðasvæði þeirra. Á fyrri
hluta 16. aldar fóru þar fremstir í flokki bisk-
uparnir á Hólum og í Skálholti. Veraldlegir
höfðingjar voru mestir fyrir sér vestan lands
og suðvestan, en einnig á Norðausturlandi.
Sá var munur á Íslandi og Írlandi að á 13. og
14. öld höfðu Íslendingar hindrað að norskir
menn kæmust hér til landa og áhrifa í skjóli
konungsvalds. Hér var enginn „old english“
aðall og krafa íslenskra höfðingja til land-
areigna sinna var skýlaus. Ekki var heldur
um að ræða neitt landnám Dana eða Norð-
manna á Íslandi umhverfis höfuðborg eins og
raunin var á Írlandi.
Ísland hafði allt aðra landfræðilega stöðu
en Írland í stjórnmálalegu tilliti. Landið gat
á engan hátt orðið nokkur ógn við kjarna-
svæði Danaveldis við Eyrarsund eins og Ír-
land gat verið við England. Engu að síður
krafðist Danakonungur þess eftir 1536 að Ís-
lendingar tækju hinn nýja sið líkt og aðrir
þegnar konungs. Á hinn bóginn taldi Dana-
konungur sig ekki þurfa að uppræta íslensk-
ar valdaættir og setja danskar í staðinn, eins
og gerðist á Írlandi á 17. öld. Danskir menn
voru settir yfir landið sem lénsmenn eða höf-
uðsmenn og réðu beint yfir Viðeyjargóssinu,
um 100 jörðum við sunnanverðan Faxaflóa,
en að öðru leyti héldu íslenskir aðalsmenn
eignum sínum og bættu við tekjur sínar með
því að taka að léni þau klaustralén sem kon-
ungi féllu í skaut hér á landi.
Segja má að Danakonungur hafi á 16. öld
rekið á Íslandi í stórum dráttum sömu stefnu
og Englandskonungur rak gagnvart írskum
aðalsmönnum, að leitast við að innlima þá í
enska ríkiskerfið. Danakonungur gerði ís-
lenska aðalsmenn að embættismönnum sín-
um og veitti þeim lén, og öfugt við Írland
tókst þetta mjög vel á Íslandi. Það hlýtur að
hafa hjálpað til að Íslendingar höfðu játast
skilyrðislaust undir lúterstrú og sýndu engar
tilhneigingar í átt til þess að halda sjálfstæðu
hervaldi. Íslendingar héldu einnig lögum sín-
um, tungumáli, samfélagskerfi og hefðum öll-
um og voru á engan hátt sviptir réttindum
líkt og kaþólskir Írar.
Flest það sem hér segir um Ísland gildir
einnig um Noreg, en íslenskir aðalsmenn
munu þó hafa haft talsvert sterkari stöðu í
sínu samfélagi en norskir aðalsmenn í Nor-
egi. Annar verulegur munur var á Íslandi og
Noregi að því leyti að Íslendingar veittu
verulega mótspyrnu gegn lúterskunni. Í tíu
ár sat Jón Arason sem kaþólskur biskup á
Hólum, en þá voru bæði Skálholtsbisk-
upsdæmi og allir aðrir hlutar Danaveldis, og
Svíaveldi líka, orðnir lúterskir. Það þurfti
vopnavald til að sigra Jón Arason, og vegna
andspyrnu hans þurftu Danir að senda hing-
að herskip og her, enda vissu þeir ekki að
búið var að hálshöggva hann og syni hans. Í
andspyrnu Jóns Arasonar eru ákveðnar hlið-
stæður við starfsemi kaþólska bandalagsins á
Írlandi 1641–1648 eða mótspyrnu O’Neill-
ættarinnar í Ulster, sem 1603 fékk hernaðar-
aðstoð frá Spáni gegn Englendingum. Jón
Arason vonaðist eftir því að fá hernaðar-
aðstoð frá Þýskalandskeisara, líkt og Ólafur
Engilbrektsson.
Við getum ímyndað okkur ástand þar sem
Norðmenn og Íslendingar neituðu allir sem
einn að taka lútersku, eins og Írar neituðu að
leggja niður kaþólsku og ganga í ensku bisk-
upakirkjuna (eða írska útgáfu hennar,
„Church of Ireland“). Þá hefði að öllum lík-
indum gengið ver að innlima norska og ís-
lenska aðalinn í danska ríkiskerfið. Í Noregi
voru danskir aðalsmenn raunar settir í flest
mikilvægustu embættin hvort sem var, en
þeir hefðu ugglaust átt erfiðara með að
stjórna hefðu Norðmenn byrjað skæruhernað
gegn Dönum líkt og Írar gerðu á 16. öld.
Af einhverjum ástæðum átti danska rík-
isvaldið miklu auðveldara með að fá bæði Ís-
lendinga og Norðmenn til að játast undir lút-
erska trú og innlimun í danska ríkiskerfið
heldur en enska ríkisvaldið að fá Íra til að
samþykkja hið sama. Vera má að sterk staða
kirkjuhöfðingja á Íslandi og í Noregi hafi átt
þátt í því að veraldlegir höfðingjar gengu
óhikað til liðs við konungsvaldið í siða-
skiptastríðinu, a.m.k. á Íslandi. Ekki verður
vart við neinn slíkan klofning milli kirkju-
höfðingja og veraldlegra höfðingja á Írlandi,
og má vel vera að þar sé að finna frumorsök
þess hversu þróunin varð ólík á Íslandi og á
Írlandi á 16. og 17. öld. Í framhaldi af þessu
mætti spyrja hvort þróun kirkjuvalds hafi
verið ólík í þessum tveimur löndum á 12.–16.
öld, og væri forvitnilegt að grafast fyrir um
það, en ég veit ekki til að nein slík rannsókn
hafi verið gerð.
Þannig getur samanburður á mismunandi
sögulegri þróun orðið til að vekja nýjar og
frjóar spurningar.
öðrum Evrópu
Morgunblaðið/Þorkell
r með Íra en Hitler með gyðinga.“ Myndin er frá Dyflinni.
Höfundur er sagnfræðingur.
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. september 2005 | 9