Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.2005, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.2005, Side 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. september 2005 Hvað eru framfarir? Haust 2005 13. sept. Sir Marrack Goulding fv. aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna. Umbætur á Sam- einuðu þjóðunum og leiðtogafund- urinn mikli: er einhver von um árangur? 27. sept. Salvör Nordal heimspek- ingur. Örbirgð við allsnægtir. 11. okt. Haraldur Bernharðsson málfræðingur. Er íslenska fram- faramál? 25. okt. Þórunn Guðmundsdóttir sagnfræðingur. Hverjir nutu ekki góðs af framförum á 18. öld? 8. nóv. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur. Kynlíf í ljósi ný- væðingar. 22. nóv. Þorsteinn Vilhjálmsson vísindasagnfræðingur. Framfarir, þróun og vísindi. 6. des. Hannes Ottósson sagnfræð- ingur. Aldamótin – framfarahyggja og útrás um aldamótin 1900 og 2000. 20. des. Skúli Sigurðsson og Stef- án Pálsson vísinda- og tæknisagn- fræðingar. Á knattspyrnuvelli framfaranna. Hvað er útrás? Vor 2006 10. jan. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Upphafserindi. 24. jan. Jón Ormur Halldórsson stjórnmálafræðingur. Útrás/ innrás/hnattvæðing. 7. feb. Jón Karl Helgason bók- menntafræðingur. Útrás/innrás. Myndmál í viðskiptafréttum. 21. feb. Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur. Jeppar og jakkaföt? Kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu. 7. mars Sumarliði Ísleifsson sagn- fræðingur. Útrás og ímyndir. 21. mars Ólöf Gerður Sigfúsdóttir mannfræðingur. Hver vegur að heiman er vegurinn heim: Útrás ís- lenskra listamanna sem innrás í sjálfsmyndarpólitík Íslendinga. 4. apríl Örn Daníel Jónsson hag- rænn landfræðingur. 159 þúsund nýlandar? 11. apríl Helgi Þorláksson sagn- fræðingur. Útrás til forna. 25. apríl Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur. Útrás kvenna. Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélags Íslands, Þjóðminjasafni Íslands, 2005–6 Ö llu sem gerist í sögu og samtíð vindur einhvern veginn fram, frá einu augnabliki til annars eða einu tímabili til annars. Framvinda er lykilorð í lífsins gangi. En eru framfarir sama og fram- vinda? Stundum mætti ætla að svo sé, eða að svo ætti að vera. Í ræðu sinni á þjóðhátíðardag- inn í ár sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra: Mennirnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Þeir vilja tala um mismun- andi hluti og leggja misjafna áherslu á hvað er aðalatriði og hvað auka- atriði. Sumir leggja meiri áherslu á það sem miður hefur farið, það sem ekki var gert, meðan aðrir vilja draga lærdóm af því sem vel gekk eða gert var. Hvor hópurinn er nú líklegri til að láta okkur líða betur, fyllast bjartsýni og vilja til að sækja fram? Þeir sem sjá myrkrið í deginum, eða þeir sem sjá ljósið í myrkrinu? Hvorn hópinn viljum við hafa félagsskap af? Ég held að við vitum öll svarið. Í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélagsins á vetri komanda verður fjallað um hugtakið framfarir frá mörgum ólíkum sjón- arhornum. Ættu fræðimenn og aðrir alltaf að reyna að lýsa framvindu eins og forsætisráðherra vildi á hátíðarstundu? Eða geta framfarir kannski falið í sér afturför, og að frá því verði að segja? Var tuttugasta öldin að öllu leyti betri en sú nítjánda? Er tæknivæðing alltaf til góðs? Eða aukin þekking? „Gæti sú framvinda sem við köllum þróun ekki alveg eins verið afturför og hnignun? spurði heimspekingurinn Georg Henrik von Wright í ritgerð sinni um „Framfaragoðsögnina“. Ritgerðin birtist á ís- lensku í greinasafni með sama heiti sem Þorleifur Hauksson þýddi og Hið íslenska bókmenntafélag gaf út í hittifyrra. Von Wright svaraði spurningu sinni ekki afdráttarlaust en þó má segja að hann hafi bæði séð myrkrið í deginum og ljósið í myrkrinu – enda gagnrýndu ýmsir ráðamenn hann frekar fyrir svartagallsraus en að þeir lofuðu hann fyrir að sjá þó einhverja von um bjarta framtíð. Lokaorð „Framfaragoðsagnarinnar“ segja sína sögu: Menn geta enn haldið fast við þá trú að þróun samfélags í átt til aukins lýðræðis séu framfaraspor á leið til hamingju. Ég er sjálfur hallur undir þá trú. Ég dreg þó í efa að áframhaldandi framtíðarbraut iðnvæðingar verði sigurför lýðræðis – nema þá ef til vill í algerlega formlegri og þar með inn- taksrýrri merkingu. Hugmyndin um slíkt er goðsögn – rétt eins og sú ímyndun að meiri rannsóknir og betri tækni geti afstýrt þeirri ógnun við tilveru okkar sem þær hafa sjálfar sært fram. Sagt hefur verið að guð einn eða kraftaverk geti bjargað okkur. Ef ég á að segja mitt álit verður það með orðum lærisveins galdramannsins: Herr, die Not ist gross, Die ich rief, die Geister, Werd’ ich nun nicht los. Herra, neyðin er stór, þá anda sem ég kallaði fram losna ég nú ekki við. Og þannig verður það víst allt til enda veraldarinnar. Hjá Sagnfræðingafélagi Íslands lýkur umfjöllun um framfar- ir um næstu áramót og er vonandi að sem flestir vilji hafa fé- lagsskap af þeim ágæta hópi fyrirlesara sem munu fjalla um þetta spennandi efni. Með nýju ári leggst félagið hins vegar í útrás, eins og svo margir aðrir hafa gert á Íslandi undanfarin ár. Fyrir um einum og hálfum áratug hafði orðið ekki þá merkingu sem nú er helst lögð í það. Í orðabók Árna Böðvarssonar var það t.d. aðeins skýrt út sem ós (vatnsfalls), afrennsli, útstreymi (t.d. lofts), op eða skarð, eða það að ráðast fram úr vígi. Þá var líka til Útvarp útrás en engum datt í hug að tengja útrás við kaupahéðna, tón- listarmenn, flugfélög og banka. Lausleg og óvísindaleg leit í gagnasafni Morgunblaðsins gefur til kynna að orðið útrás hafi fyrst fengið nýja merkingu árið 1990 eða þar um bil. Í Reykja- víkurbréfi blaðsins hinn 11. mars 1990 sagði m.a.: Nú má vel vera, að hér séu að verða til svo stór og öflug fyrirtæki, að þau hafi ekki olnbogarými til að nýta styrkleika sinn í okkar litla samfélagi … Þess vegna er sennilega kominn tími til að auðvelda íslenzkum fyrirtækjum að fjárfesta erlendis. Þá geta stór og vel rekin fyrirtæki á borð við Eim- skipafélagið og fleiri fengið útrás fyrir styrk sinn, athafnaþrá og sköp- unarkraft með því að láta til sín taka í atvinnulífi á erlendum vettvangi … The rest is history, eins og sagt er á ensku, og því sjálfsagt að Sagnfræðingafélag Íslands líti á útrásina í sögulegu ljósi. Útrás fjárfesta, listamanna og annarra Íslendinga sem hafa haslað sér völl erlendis hefur vaxið og vakið sífellt meiri athygli. Í skýrslu svokallaðrar landafundanefndar frá 2003 var t.d. sagt óhætt að fullyrða „að samanlögð dagskrá landafundanefndar sé viða- mesta útrás íslenskrar menningar og sögu í Norður-Ameríku sem fram hefur farið. Í Morgunblaðinu í júní sl. var einnig greint frá þeim hugmyndum að íslenskir prestar og guðfræð- ingar þjóni í Kanada undir fyrirsögninni: „Komið að útrás ís- lenskra presta til Kanada?“ Svo virðist því sem nánast allir á Ís- landi séu í útrás eða vilji leggjast í útrás, með einum eða öðrum hætti. En hvað er í raun útrás? Hver er munurinn á útrás og inn- rás? Er útrás jafnjákvæð fyrir þann sem framkvæmir hana og þann sem verður fyrir henni? Og hvað með útrás annarra á Ís- landi? Má setja okkar útrás í samhengi við útrás útlendinga hér á landi? Eru það fyrst og fremst karlar í jakkafötum sem stunda útrás, og af hverju eru þeir oft með víkingahjálm á hausnum þegar útrásinni er lýst á myndrænan hátt? Þessum spurningum og fleirum verður leitast við að svara á hádegis- fundum Sagnfræðingafélagsins eftir áramót. Í vetur verða fundirnir haldnir á þriðjudögum í nýjum og glæsilegum fyr- irlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Þeir eru ókeypis og öllum opnir, og reynslan sýnir að almenningur utan háskólasamfé- lagsins sækir þá til jafns við „fræðimennina“. Við sem að fund- unum stöndum vonumst til að svo verði áfram og að sem flestir nýti þetta tækifæri til að hlusta, fræðast, tala og hugsa. Hvað eru framfarir? Hvað er útrás? Hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins hefst 13. september næstkomandi. Umfjöllunarefnið er að þessu sinni framfarir og útrás en hugtökin hafa bæði verið í deiglunni hérlendis að undanförnu. Eftir Guðna Th. Jóhannesson gudnith@hi.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Útrásargrúppa En hvað er í raun útrás? Hver er munurinn á útrás og innrás? Er útrás jafnjákvæð fyrir þann sem framkvæmir hana og þann sem verður fyrir henni? Myndin er úr einni verksmiðju Bakkavör Group, Katsouris Fresh Foods, í Park Royal í vesturhluta London. Hvað gerðist og hvað er fram undan? Höfundur er formaður Sagnfræðingafélags Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.