Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.2005, Side 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. september 2005 | 15
Kvikmyndir
Borgarbíó, Akureyri
Broken Flowers (HJ)
Wedding Crashers (HJ)
Fantastic Four (HJ)
Ævintýraferðin m. ísl. tali
Smárabíó
Land of the Dead
Broken Flowers (HJ)
Fantastic Four (HJ)
Wedding Crashers (HJ)
Ævintýraferðin m. ísl. tali
Sharkboy og Lavagirl
(SV)
Regnboginn
Broken Flowers (HJ)
Fantastic Four (HJ)
Ævintýraferðin m. ísl. tali
Deuce Bigalow -European
Gigolo
Sin City (HL)
Sharkboy og Lavagirl
(SV)
The Longest Yard (SV)
Laugarásbíó
Land of the Dead
Ævintýraferðin m. íslensku
tali
Wedding Crashers (HJ)
Fantastic Four (HJ)
Sharkboy og Lavagirl
(SV)
War of the Worlds (SV)
Háskólabíó
Strákarnir okkar
Head in the Clouds
Racing Stripes
The Skeleton Key (SV)
Herbie Fully Loaded
(SV)
The Island (SV)
Batman Begins (HL)
Sambíóin Reykjavík,
Keflavík, Akureyri
Strákarnir okkar
The Dukes of Hazzard
(SV)
Racing Stripes
Herbie Fully Loaded
(SV)
The Skeleton Key (SV)
Deck Dogz
The Island (SV)
Batman Begins (HL)
Madagascar (SV)
Myndlist
Café Karólína: Arnar
Tryggvason til 30. sept.
Eden Hveragerði: Sigur-
björn Eldon Logason til 4.
sept.
Gallerí 101: Þórdís Aðal-
steinsdóttir til 9. september.
Gallerí Box: Darri Lorenzen
til 17. sept.
Gallerí Fold: Teikningar
Halldórs Péturssonar til 4.
sept.
Gallerí Höllu Har: Til 4. sept-
ember.
Gallerí Sævars Karls: Sólveig
Hólmarsdóttir til 8. sept.
Gallerí Tukt: Sara Elísa
Þórðardóttir til 5. september.
Gerðarsafn: Kjarval 120 ára.
Grafíksafn Íslands: Margrét
Guðmundsdóttir til 11. sept.
Hafnarborg: Eiríkur Smith
til 26. september.
Handverk og hönnun: „Sög-
ur af landi“ til 4. sept.
Hrafnista Hafnarfirði: Sess-
elja Halldórsdóttir til 4. okt.
Hönnunarsafn Íslands:
Circus Design frá Bergen. Til
4. sept.
i8 Gallerí: Ólöf Nordal
Iðuhúsið: Guðrún Benedikta
Elíasdóttir
Kaffi Sólon: Víðir Ingólfur
Þrastarson til 24. sept.
Kling og bang: Malcolm
Green. Goddur, Bjarni H.
Þórarinsson og Ómar
Stefánsson.
Laxárstöð: Aðalheiður S.
Eysteinsdóttir.
Listasafnið á Akureyri: Jón
Laxdal til 23. október.
Listasafn ASÍ: Hulda
Stefánsdóttir og Kristín
Reynisdóttir. Til 11. sept.
Listasafn Árnesinga: Sýn-
ingin Tívolí.
Listasafn Ísafjarðar: Katrín
Elvarsdóttir, fram í október.
Listasafn Íslands: Íslensk
myndlist 1945–1960.
Listasafn Reykjavíkur,
Ásmundarsafn: Maðurinn og
efnið. Yfirlitssýning. Til 2006.
Listasafn Reykjavíkur,
Kjarvalsstaðir: Úrval verka
frá 20. öld til 25. sept.
Listasafn Reykjanesbæjar:
Eiríkur Smith og konurnar í
baðstofunni.
Listasafn Sigurjóns Ólafs-
Vatnstankarnir við
Háteigsveg: Finnbogi
Pétursson.
VG Akureyri: Sex ungir lista-
menn. Til 14. okt.
Vínbarinn: Rósa Matthías-
dóttir.
Þjóðminjasafn Íslands:
Skuggaföll. Portrettmyndir
Kristins Ingvarssonar. Story
of your life – ljósmyndir Har-
aldar Jónssonar. Mynd á þili.
Leiklist
Austurbær: Annie, sun., fim.
Borgarleikhúsið: Kalli á þak-
inu lau., sun. Kynning leik-
ársins sun. Alveg brilljant
skilnaður lau., fim. Reykjavik
Dance Festival lau., sun.
Hafnarfjarðarleikhúsið:
Himnaríki. Frums. 16. sept.
Íslenska óperan: Kabarett,
lau., fös.
Leikfélag Akureyrar: Pakkið
á móti. lau., fös.
Loftkastalinn: Bítl, fös. 9.
sept.
Þjóðleikhúsið: Klaufar og
kóngsdætur sun. Edith Piaf
lau., sun., fim. Kirsuberja-
garðurinn fim., fös. Að eilífu
lau., sun. Rambó 7 lau., fös.
Koddamaðurinn fim., fös.
sonar: Sumarsýning.
Listasalur Mosfellsbæjar:
Ólöf Einarsdóttir, Sigrún Ó.
Einarsdóttir og Sören S.
Larsen til 28. ágúst.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur:
Lars Tunbjörk til 20. nóv.
Mokka Kaffi: Árni Rúnar
Sverrisson til 4. september.
Menningarmiðstöðin Gerðu-
berg: Stefnumót við safnara
II til 11. sept. Lóa Guðjóns-
dóttir til 11. sept.
Norræna húsið: QuiltQunstn-
erne til 30. sept.
Nýlistasafnið: Lorna, rafræn
list. Til 3. sept.
Safn Ásgríms Jónssonar:
Þjóðsagnamyndir Ásgríms
Jónssonar.
Safnahúsið á Húsavík: Guð-
mundur Karl Ásbjörnsson til
28. ágúst.
Saltfisksetur Íslands: Lóa
Henný Ólsen til 4. sept.
Skaftfell: Carl Boutard.
Dodda Maggý. Til 18. sept.
Skriðuklaustur: Helga
Erlendsdóttir.
Suðsuðvestur: Gjörninga-
klúbburinn. Til 25. septem-
ber.
Thorvaldsen Bar: Skjöldur
Eyfjörð til 9. september.
ÞAÐ eru ekki liðin nema þrjú ár síðan Eirík-
ur Smith hélt stóra einkasýningu í Hafnar-
borg og nú er hann aftur kominn með fjölda
málverka, olíuverk og vatnslitamyndir. Sýn-
ingin nú lendir á svipuðum tíma og áttræðis-
afmæli listamannsins, aldurinn er honum
greinilega engin fyrirstaða nema síður sé.
Ferill Eiríks í listinni er afar skemmtilegur
með öllum sínum kúvendingum. Það væri
fróðlegt að fá að sjá sýningu sem spannaði
allan feril hans, með harðlínugeómetríu sjötta
áratugarins sem lítið er víst eftir af, því lista-
maðurinn brenndi þau verk sem hann náði til.
Tjástefnuna, lýrískt og frásagnarkennt
raunsæið, landslagsmyndirnar og frjálsu
abstraksjónina sem einkenna myndir hans í
dag. Í viðtali við Indriða G. Þorsteinsson árið
1981 sem birtist í bókinni 16 íslenskir mynd-
listarmenn, lýsir Eiríkur því frelsi sem hann
upplifði eftir margra ára vinnu, loks var hann
í huga sér laus undan kröfum umheimsins,
oki ríkjandi listastefna eða áhrifa samferða-
manna. Frelsið sem hann hafði þá þegar
fundið hefur aðeins orðið enn rýmra með tím-
anum, það sýna verkin sem hann málar í dag.
Listamenn ná iðulega slíkri frelsistilfinn-
ingu eftir að hafa unnið af mikilli elju og þörf
árum eða áratugum saman, þá fara þeir að
finna sig, sjá hvað hentar þeim, hver mark-
mið þeirra eru á hverjum tíma, óháð tísku-
straumum en þó í takt við samtímann. Lista-
menn þroskast við vinnu, það er alltaf
lærdómsríkt að skoða æviferil listamanna í
heild og sjá hvernig þeir hafa breyst og mót-
ast. Flestir verða æ betri í sínu fagi eftir því
sem verkunum fjölgar. Þeir sem byrja seint
eru líka byrjendur og þurfa að gera sín mis-
tök áður en árangri er náð, sama hversu
þroskaðir, menntaðir eða lífsreyndir þeir eru
sem einstaklingar. Líklega má segja það
sama um áhorfendur, þeir sem eru að kynn-
ast listinni í fyrsta sinn hafa kannski smekk
fyrir ákveðnum verkum, en þegar meira sem
er skoðað, lesið og upplifað opnast hugurinn
og í besta falli öðlast áhorfandinn það frelsi
sem Eiríkur lýsir, frelsi til að njóta listar
óháð stefnu, miðli eða tískustraumum. Því
miður eru enn í dag allt of margir sem ein-
blína á yfirborðið, skoða listaverk út frá því
hvort að þau séu í formi málverks eða mynd-
bands en ekki út frá verkinu sjálfu, innra lífi
þess, sannleika og samræmi.
Sýning Eiríks Smith í Hafnarborg nú sýnir
vel stöðuga leit hans að innra sannleik mynd-
anna, hvort sem um er að ræða vatnslita-
mynd sem hefur náttúruna, litabrigði, form
og liti eða sambland þessa alls að viðfangs-
efni, eða stór olíuverk sem reyna á þanþol
litasamsetninga svo um munar og mann
næstum óar við. Eiríkur hefur augljóslega
fundið sína leið í málverkinu og tekst að birta
ótal spennandi kennileiti hennar á sýningu
sinni. Að mínu mati tekst honum best upp
þegar hann heldur sig á mörkum landslags
og hins óhlutbundna, í vatnslitamyndunum
þar sem litir og form leysast upp og skapa
nýjan sannleika. Þar er að finna samhljóm
þeirra tveggja heima sem Eiríkur hefur
löngum glímt við að samræma í verkum sín-
um, abstraktsins og hins fígúratífa. Olíu-
málverk Eiríks er sum afar litsterk og litaval
hans ólíkt vatnslitunum enda um óhlutbundn-
ari verk að ræða. Sum olíuverkin eru síðan
nokkuð nálægt vatnslitamyndunum og þar
mætast aftur tveir heimar í samhljómi.
Í listinni í dag er mikið um það að lista-
menn leiti aftur á síðustu öld og nýti sér þá
strauma og stefnur sem þá voru við lýði í
verkum sínum, þessi tilhneiging felur vonandi
í sér aukið umburðarlyndi og vökult auga fyr-
ir möguleikum þess sem liðið er. Eitt það
mikilvægasta sem listamenn og áhorfendur
geta tileinkað sér er sú frelsistilfinning sem
var lýst hér að ofan og með slíka tilfinningu í
farteskinu geta allir að geta fengið sitt út úr
fjölbreyttri, ferskri og lifandi sýningu Eiríks í
Hafnarborg.
Sannleikur myndanna
Ragna Sigurðardóttir
MYNDLIST
Hafnarborg
Til 26. september. Hafnarborg er opin kl. 11–17,
alla daga nema þriðjudaga.
Málverk, Eiríkur Smith
Morgunblaðið/Árni SæbergEiríkur Smith Á gamlársdag.
FLESTIR Íslendingar þekkja teikningar,
málverk og vatnslitamyndir Halldórs Péturs-
sonar (1916–1977), sem prýtt hafa ótal bækur.
Klassísk útgáfa vísnabókarinnar er ein af þeim
og áreiðanlega sú sem flestir hafa komist í
kynni við. Gallerí Fold sýnir nú 41 myndverk
eftir Halldór, teikningar og vatnslitamyndir,
myndskreytingar og jólakort. Allmargar eru
úr bókinni Helgi skoðar heiminn en eins og
fram kemur í sýningarskrá eru sögurnar af
Helga skrifaðar við myndirnar en ekki öfugt.
Eins og einatt í verkum Halldórs birtist hér
Ísland þarsíðustu aldar, burstabæir og lítt
tæknivædd veröld. Það er gaman að bera
óargadýrin sem Helgi þarf að kljást við saman
við ævintýrabækur dagsins í dag, þeir þrí-
höfða hundar og fljúgandi hestar sem Harry
og vinir hans þurfa að kljást við eru tæpast
hræðilegri en örninn sem togar í Helga, álft-
irnar sem ráðast á hann og hestinn, sjófuglana
sem umkringja hann eða steintröllin sem leyn-
ast um holt og hæðir, enda eru öll þessi dýr
hluti af íslensku umhverfi í raun. Íslenskt um-
hverfi fyrri tíma í sinni svo til óbreyttu mynd
er nægileg ógn og skelfing, býr yfir nægum
hættum og ævintýrum eins og það er án þess
að prjóna þurfi mikið í kringum það. Ógnir og
ævintýri dagsins í dag eru síst færri og alltaf
er jafnspennandi að sjá íslenska barnabóka-
höfunda takast á við þær ásamt góðum teikn-
urum. Af hvorutveggja eigum við nóg.
Vinsældir Halldórs byggja ekki síst á þeim
mannlega og elskulega húmor sem prýða
myndir hans, hver og ein er einföld, hnitmiðuð
og kraftmikil. Þær eru alveg lausar við að vera
væmnar og skreyta ekki þann veruleika sem
þær birta heldur er í þeim skemmtilegt pínu-
lítið groddalegt raunsæi, ekki ósjaldan er
myndefnið hrakfarir og minni háttar áföll líkt
og í seríunni um bóndann og hestinn hans.
Halldór er gott dæmi um listamann sem fann
sinn farveg, við hefðum misst af miklu hefði
hann ekki lagt eins mikla rækt við mynd-
skreytingar sínar og hann gerði. Annar ís-
lenskur myndlistarmaður hefði betur fetað í
fótspor hans, en myndskreytingar Muggs eru
tvímælalaust áhugaverðari og betur heppn-
aðar en tilraunir hans með stór olíumálverk. Í
myndskreytingum sínum tekst Halldóri að
skapa lifandi heim sem birtir okkur íslenskt
umhverfi og sýnir manninn í samspili við nátt-
úruna. Myndheimur hans er bundinn við liðinn
tíma en áhrif Halldórs á samtímann eru þó til
staðar, ég get t.a.m. ímyndað mér að Brian
Pilkington hafi haft gaman af tröllamyndum
Halldórs. Halldór Pétursson var frumherji í
myndskreytingum fyrir börn á Íslandi og
verður seint þökkuð alúðin og metnaðurinn
sem hann lagði í vinnu sína. Myndskreytingar
eru farnar að njóta meiri virðingar en áður og
vonandi eignumst við sem flesta nýja teiknara
á komandi árum, teiknara sem skapa heiminn.
Lifandi heimur
MYNDLIST
Gallerí Fold
Til 4. september. Gallerí Fold er opið daglega kl.
10–18, laugard. kl. 11–17 og sunnud. kl. 14–17.
Einu sinni var
teikningar og vatnslitamyndir, Halldór Pétursson
Ragna Sigurðardóttir
Elskulegur húmor Ragna segir vinsældir verka
Halldórs ekki síst byggjast á húmornum.