Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.01.1950, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 16.01.1950, Blaðsíða 2
5 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 16. janúar 1950 Guðmundur Gísiason Magaíín: BLINDUR rrl í. Sú var tíðin, að á íslandi gerðust með kommúnistumí íbroslegir, en þó á sinn hátt iörmulegir atburðir, atburð- jr, er opnuðu augu fjöl- 'margra fyrir því, hvers kon- ar afglapadómur hafði náð tökum á mörgum þeim mönnum, sem taldir voru vel vitibornir og ýmsir höfðu fengið góða uppfræðslu. Margir muna enn Canossa- göngur Einars Olgeirssonar, •Gunnars Jóhannssonar (er jjátaði að „félagi“ kona hans hefði tælt hann út af vegi kommúnistískrar dyggðar) 4— og ýmissa fleiri. En nú virðist svo öflugt orðið innan kommúnistafloikksins ein- *veldi Bijynjólfs Bjarnason- ar, sem eitt sinn var lands- frægur fyrir „aga“ sinn sem kennari í skólum fyrir ung- menni í Reykjavík, að eng- inn virðist komast upp með neins konar moðreyk í ilokknum — og að Brýnjólf- 'ur geti jafnvel losað sig þsannig við karla og konur, sem hann treystir vart til iullrar undirgefni við sig og útakmarkaðrar flugumennsku gagnvart íslendingum. að Jioka þeim úr vegi með oln- bogaskoti, án þess að þeir dirfist að hreyfa hönd eða iót til andstöðu. Eins og menn vita, er þessu erlendis yfirleitt á annan veg -iarið, jafnvel í löndunum austan við járntjaldið. Þar er andstaðan svo rík gegn Moskvu-páfanum, að þörf laykir á að hengja eða skjóta «eftir langvarandi píslir ýmsa l>á rriénn, sem hæst hefur borið við hlið páfans eða í liirð hans fyrir einu eða iveim misserum. Hafa slík- ar staðreyndir vakið mikla ■'athygli og haft regináhrif vestan járntjaldsins, enda þar farið fram hreinsanir, sem um hefur munað. Ekki munu átökin innan kom- múnistaflokksins í Noregi Tiafa farið fram hjá Islend- ingum, en þau hafa hér í Uanmörku þótt miklum tíð- índum sæta, og nú berast “hingað fréttir um það, að i ráði sé að reka úr kom- múnistaflokknum finnska npp undir það HELMING allra, sem í honum eru. Sam- íara þessu eru svo fréttirn- br um ógnanir Rússa i garð Tinna til þess að hafa á- þrif á forsetakosningarnar i Finnlandi — og óhrekjandi sannanir eru fyrir því, að Rinir KÉTTTRÚUÐU í finnska kommúnistaflokkn- um búa til lygar um landa sína og leggja þær sem vopn í hendur.Rússum! Hér á landi hefur veriði mjög á huldu um afstöðu kommúnistaforingjanna í deilum þeim, sem nú eru víðast háðar milli þeirra, er láta Rússa þrælbinda sig, og hinna, sem vilja að minnsta kosti að nokkru leyti fá að ráða sjálfir skoðunum sín-i um. Mjög hefur verið eftir því tekið, að í borg nokk- urri hér 1 Danmörku hefur nokkrum bæjarfulltrúum; kommúnista verið varpað fyrir ofurborð, án þess að| þeir telji sig neitt hafa af! sér brotið við flokk sinn.; Hefur einn þeirra sagt, aðj hann viti alls ekki, hvaðan, á sig standi veðrið, en þó hafij hann verið sér þess lengi; meðvitandi, að liann hafi livorki patað né hrópað svo mjög í ræðustól sem æski- legt þyki flokksstjórninni! Þá hafa vakið mikið um- tal, í sambandi við afstöðu sína til kommúnismans, þrír af merkustu rithöfundumj Dana. Það eru þeir Harald' Herdal, Hans Kirk og Martin, A. Hansen. Hans Kirk og Herdal erui báðir þekktir kommúnistari og hafa hvorugur fram1 að! þessu hvikað frá óbundnu, einræði Moskvupáfans. Báðir eru þeir allveigamikil sagna- skáld, og Herdal þykir og gott ljóðaskáld. í skáldrit- um hans hefur borið mikl-j um mun meira á beinum á-j róðri en í skáldsögum Hansi Kirk. En samt er það svo.i að Kirk er í Danmörku bók-f menntalegur erkibiskup Stalíns páfa og ritdómari við kommúnistablaðið „Land og Folk“ — það hið sama og Laxness átti viðtalið við um handritamálið, sællar minn- ingar. Seinasta skáldsaga Herdals heitir „Ukuelige mennesker“ og hefur Kirk skrifað um hana ritdóm í Land og Folk. Kirk er á því, að saga Her- dals sé ein af beztu bókum haris, en -svo bætir hann við: „Eða réttara sagt, hún mundi vera það, ef í henni Væru ekki óréttmætar árás- ir á flokksstjórnina, já, árás- ir, sem beinlínis eru byggð- ar á ÓSANNINDUM. Það er engum til gagns, að deilt sé um þessi mál við Herdal. Það leikur enginn vafi á því, að hann hefur rangt fyrir sér, en maður getur ekki annað en orðið hissa á, að hann, samhliða því sem hann hefur prýðilega skilið mannúðarhlið kommúnism- ans, skuli láta sér sæma, að ala á tortryggni gegn stjórn- málalegri getu flokksins og gegn heiðarleika hans — og gagnvart þeirri flokks- stjórn, sem við höfum sjálf- ir kosið“. Bók Herdals hefur hlot- ið góða dóma. og engir af ritdómurum hinna blaðanna hafa rekið augun í árásir hans á kommúnistaflokkinn, enda hafa þeir flestir — eins og lengi vel var raunin á íslandi — verið blindir fyrir bókmenritaleg'um aðgerðum kommúnista, áróðri þeirra og hlutdrægni og skipulögðu samstarfi þeirra um að hafa nytsama sakleysingja að ginningarfíflum. En það, sem meira er: Það hefur komið upp úr dúrn- um, að sjálfur Martin And- ersen Nexö, sem tekinn hef- ur verið í dýrlingatölu, með- an hann þó ennþá er á ferli vor á meðal, hefur ekki kom- ið auga á hina hörmulegu synd Herdals, heldur í bréfi til hans hælt á hvert reipi bókinni Ukuelige mennesker. Hann hefur tekið handskrift sína og skrifað snarlega til Herdals frá Austur-Þýzka- landi eftir lestur bókarinn- ar: „Mér virðist hún vera and- leg erfðaskrá þín. Langt munu áhrif hennar ná, og lengi munu þau vara. Eg held, að hún muni skekja menn frekar en nokkur önn- ur bók, sem skrifuð hefur verið þarna heima. Bezta bók þín. Gjöf frá spámanni til okkar allra“. Hvílíkt reiðarslag! Hvílíkt vald hefur ekki Hans Kirk ? Og nú hafa ritdómarar og ýmsir aðrir tekið að skyggn- ast um bekki og m. a. hafa þeir farið að grafast eftir því hvað það mundi vera í sögu Herdals, sem Kirk erkibisk- up þykir ástæða til að bann- færa hann fyrir. Kemur mönnum saman um — og það virðist mér trúlegast — að átt sé við lýsingu Herdals á því írafári, sem greip danska kommúnista — eins og raunar kommúnista í mörgum löndum — þá er uppskátt var gert um vin- áttumál Hitlers og Stalíns árið 1939, þá er Stalín gerði Hitler svo vel til, að sá herramaður taldi sér óhætt að skipta með sér og Moskvupáfanum Póllandi og Eystrasaltslöndunum, og vita allir, hvern dauðans- og skelfinganna-dilk það dró á eftir sér. Einn af þeim mömr- um, sem Herdal lætur koma fram í bók sinni, mælir á þessa leið: „Við kommúnistar eigum þá heldur ekki að trúa í blindni á foringja vora — eins og nazistarnir gera — við eigum líka að geta hugs- að sjálfir“. Ja, hvúlík undur! Hugsið ykkur bara, að slíkar skoð- anir ættu að viðgangast ó- átalið í kommúnistaflokki. Hvar mundi slíkt lenda? Nú er það haft fyrir satt, að Harald Herdal sé alls ekki í kommmúnistaflokknum danska, en samt sem áður eru blöðin sammála um, að með úrskurði Hans Kirks muni bækur Herdals lýstar í bann, sem gilda muni það, að enginn sannur kommún- isti kaupi þær hér eftir eða láti sjá þær í sínum húsum. 2. Það skáld af öllum yngri skáldum Dana, sem nú nýtur mestrar hylli og álits er Martin A. Hansen. Hann hef ur aldrei verið flokksbund- inn kommúnisti, en hafði hér áður mjög kommúnistiskar tilhneigingár. í tímaritinu Heretiea hefur hann gert all rækilega upp reikningana við kommúnista, og hefur skrif hans verið mikið rætt. I upp- gjöri sínu farast honum orð, svo sem hér segir: „Fyrir marga okkar eru grundvallaratríði kommún- ismans með öllu óaðgengileg — og það án tillits til þess, hvort tekizt hefur eða ekki tekizt að framkvæma jafn- aðarstefnuna í Sovétríkjun- um. Eg'fyrir mitt leyti er algerlega andstæður hverju því þjóðfélagslegu hug- myndakerfi, sem gerir ráð fyrir byltingu og jafnt hvort kerfið stefnir að ríkisvaldi eða stjórnleysi. Bylting er þess eðlis, að hún getur því aðeins stutt að sannri ný- sköpun, stutt að nokkru góðu, að hún nái eingöngu til þess innra, sé andlegs eðl- is. Nú er það reyndar svo, að þá er kommúnistisk bylt- ing verður virk í einliverju þjóðfélagi, verða áhrif henn- ar einmitt mjög sálarlegs eðlis, já það er fyrst og fremst á því sviði, sem hún knýr til breytingar, gerbreyt ingar. En það verk er hafið algerlega í blindni og því fylgir fölsun allra verðmæta. 1 andlegri byltingu reynist marxisminn firrtur allri speki. Hann felur í sér veiga tnikla tæknilega mannþekk- ingu, en jafnvel á þvi sviði, þar sem hann hefur þó all- mikið til brunns að bera, reynist hann aðeins lélegur lærisveinn kirkjunnar og Jesúítareglunnar. I fám orð- um sagt: Eg tortryggi alla byltingarkennda hugsun, öll 'byltingarkennd hugmynda- kerfi, þar sem grundvöllur- ánn verður ekki táknaður með spekiorðum sem þess- um: Guðs ríki býr innra með yður! Eða: Mitt ríki er ekki af þessum heimi! Þótt ég væri sannfærður um, að marxisminn hefði raunverulega horfið frá byit ingarkreddunni, sem í mín- um augum er liáskalegasta kói’villa, er annars vegar af- skræmir hverja tilraun til að gera fræðikerfið að veru- leika, en á hinn veginn virð- ist hljóta að knýja hreyfing- una út í úrslitahríð á Kata- loníuvöllum — á Harma- -geddon — þá mundi ég samt sem áður ekki vera sann- færður um skynsamleg, hvað þá vísindaleg rök marxism- ans, en ég efast þó ekki urn, að flokkur, sem starfaði und- ir marxistískum áhrifum gæti orðið verðmætur þátt- takandi í lýðræðislegum stjórnmálum innanlands nú á vorum dögum. Það leikur heldur enginn vafi á þvi, að margir liðsmenn danska kommúnistaflokksins hafa viljað það, að flokkurinn yrði slíkur, yrði róttækur, en um- bótasinnaður andófsflokk- ur, sem hefði mikilvægu hlut verki að gegna í dönskum þjóðmálum. En stjórnmála- legir atburðir síðustu þriggja missira hafa sannað, að flokkurinn hefur horfið á ný frá tækifærissinnaðri af- stöðu til sinna gömlu, bylt- ingarkenndu aðferða, sem valda því, að hinir hóglátari menn verða áhrifalausir með öllu innan flokksins. Snún- ingurinn sýnir, eins og líka stofnun Kominforms, tékk- neska byltingin, hreinsanirn- ar og kreddufestan austan jámtjaldsins og raunar margt fleira, að byltingar- sjónarmiðin hafa aldrei horf ið sjónum forystumannanna, heldur aðeins verið vikið frá þeim um nokkurt árabil — eins og áður ’hefur átt sér stað. Og milli þróunarmarx- isma, sem viðurkennir leik- reglurnar á skákborði stjórn málanna, og byltingarmarx- isma er ekki aðeins stigmun ur. Þetta tvennt er í fram- kvæmd jafn ólíkt og dagur og nótt. Þegar um er að ræða byltingar-kommún- isma, nær ekki neinni átt að nota orð eins og vinstrisinn- aður eða framstlgur. Viljinn til byltingar leysir upp öll hugtök, gerir allt það, sem þau merkja venjulega, ger- samlega að gildislausri endi- leysu. Byltingin knýr bylt- ingarsinnana til að helga fyr irkomulag og skoðanir, sem eru í eðli sínu í fyllsta mæli Framhald á 8. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.