Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.01.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 16.01.1950, Blaðsíða 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagui 16. janúar 1950 3 K I MÁNUDAGSBLAÐIÐ j BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason Blaðið kemiu: út á mánudögum. ■— Verð 1 króna í lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur Afgreiðsla: Kirkjuhvoli, 2. hæð, opin á mánudögum. Sími ritstjóra: 3975. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ^aanBiiQBmimmnmHiHwinmiHmmnmmmmummiHmcHmmHmummimHEHHHHHmrHHHHHiHoimmnfHrf' FraitEtmðin í Eeykjavik Nú hafa allir stjórnmála- ílokkarnir lagt fram lista sína til bæjarstjórnarkosn- inga í Reykjavík. Þótt kosn- ingabaráttan sé ekki enn komin í algleyming, eru all- ar líkur á, að hún verði mjög hörð, og að báð velti á til- tölulega fáum atkvæðum, hvort SjáMsíseðisflokkurinn heldur meirihluta sínum í bæjarstjórn eða ekki. LISTl SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS Yfirleitt er allgott mann- val í efstu sætunum á lista Sj.fl. Gunnar Thoroddsen hefur reynzt góður borg- arstjóri að mörgu leyti, þótt ’hann skorti festu og harð- fylgi Bjarna Benediktsson- ar. Mörgum mun þó þykja hann nokkuð athafnalítill, 'Auður Auðuns er glæsileg- ur fulltrúi kvenþjóðarinnar, og er listanum styrkur að henni. Guðmundur Ásbjörns- son er heiðurskarl af gamla skólanum, en ósköp þröng- sýnn,' og ræður hans eru oft með fádæmum barnalegar, eins og hann þekki veröld- ina ekki neitt og sé stein- hissa á vonzku mannanna. Ekki munu vinsældir Jó- hanns Hafsteins draga mörg atkvæði að listanum. Sigurð- ur Sigurðsson berklayfir- læknir er prúðmenni, en fþróttlítill um of. Ekki hef- ur t. d. farið mikið fyrir starfsemi hans til að kippa sjúkrahúsmálum bæjarins í lag. Um Hallgrím Benedikts- son er flest gott að segja, hann'er Ijúfmenni og heið- ursmaður, en ef til vill stétt- vís um of fyrir hönd heild- salanna. Eins og fleiri stétt- arbræður hans er hann sann- færður um, að sérhver gagn- rýni á braski heildsalanna; sé sprottin af kommúnisma! eða annarri illmennsku. j Guðmundur H. Guðmunds- son er nær óþekktur mað- úr í bænum nema ef til vill í samtökum iðnaðarmanna. Eg hef talað við fjölda manns að undanförnu, og að Cins örfáir hafa nokkurn ,Mmia héyrt þessa manns get- Sð, kannske er hann ekkert verri fyrir’ það. Pétur Sig- Urðsson, sem skipar baráttu- sætið, er talinn mjög fram- 'bærilegur maður og drengur jgóður af þeim, sem til þekkja. í níunda sæti er Birgir Kjar- an, sem altalað er, að hafi orðið efstur við próíkosn- inguna. Birgir er hagsýnn og duglegur og mundi lík- lega starfa vel í bæjarstjórn. Hins vegar mun hin pólitíska fortíð hans ekki afla honum vinsælda. Það er á flestra vitorði, að hann sá aldrei sóliná fyrir Hítler og bazist- um, en hefur hatað Breta og Bandaríkjamenn ofsa- fengnu hatri, svo að þar gef- ur hann kommúnistum ekk- ert eftir Sveinbj. Hanness. hefur verið framarlega í verkamannasamtökum Sjálf- stæðisflokksins, en hefur þó alltaf öðru hverju verið að dekra við kommúnista, sat m. a. lengi með þeim í bezta bróðerni í stjórn Dagsbrún- ar. Margir flokksbræður hans gruna hann enn um samúð með kommúnistum. Um aðra frambjóðendur Sjálfstæðis- manna verður ekki rætt hér. Það hefur vakið talsverða at- hygli, að Böðvar, sonur Steinþórs Guðmundssonar, er á lista Sjálfstæðismanna. LISTI FRAM- SÓKN ARFLOK KSIN S Eins og við Alþingiskosn- ingarnar endurspeglar þessi listi átökin milli hægri og vinstri arms Framsóknar, milli Eysteins og Hermannsv Voru átökin einkum hat- römrn um efsta sætið, en það getur ráðið úrslitum, hvernig það er skipað, ef Framsókn skyldi fá oddastöðu í bæj- arstjórn Hér gekk Eysteinn með sigur af. hólmi. Efsti maðurinn, Þórður Björnsson, er tryggur fylgismaður hans. Myndi hann að öllum líkind- um vinna með 'Sjálfstæðis- mönnum, ef þeir þyrftu á því að halda. Þórður er tal- inn vel fær lögfræðingur, en annars er hann ekki mik- ið þekktur hér í bænum. Hermann fékk að ráða skip- un annars sætis á listanum Valdi hann í það þjóðvarn- arkonuna Sigríði Eiríksdótt- ur, sem að undanförnu hef- ur verið talinn hreinn kom- múnisti. Sigríði er ætlað að draga að listanum atkvæði Þjóðvarnarmanna og óá- nægðra .-kommúnista, og má vera, ^að það takist að yeinhver ju leyti, en ekki í svo stórum stíj, að listinn komi tveimur að. Annars eru Eysteinsmenn mun sterkari á þessum lista en á Framsóknarlistanum við Alþingiskosningarnar í haust. Eysteinn á þriðja manninn, Sigurjón Guð- mundsson, Hermann 4. og 5. mann, Pálma Hannesson og Jón Helgason, en 6., 7. og 8 maður, þeir Björn Guð- mundsson, Hallgrímur Odds- son og Leifur Ásgeirsson, .piunu allir . v.era Eysteins- menn. Annars eru á listanum ýmis pólitísk reköld með flókna fortíð í stjórnmálum. Einn slíkur maður er Berg- ur Sigurbjörnsson, viðskipta- fræðingur. Hann var áður fyrr æstur Sjálfst.maður. enda kvæntur inn í eina auð- ugustu ætt landsins. Síða: gerðist, hann þjóðvarnar- maður og virtist þá vera orðinn alger kommúnisti. Nú gefur Hermann honum sæti á Fram&óknarlistanum. Ymsir aðrir fyrrverandi kommún- istar eru þarna á listanum, t. d. Ólafur Jensson, Skeggi Samúelsson og Bergþór •Magnússon frá Mósfelli o. fl. LISTI ALÞÝÐU- FLOKKSINS Einnig þar munu hafa ver- ið mjög hörg átök um skip- un efstu sætann*. Soffía Ingvarsdóttir kvað hafa lagt mikið kapp á að verða í fyrsta eða öðru sæti listans. en er hún fékk það ekki, neitaði hún með öllu að vera á listanum. Sagt er, að sum- ar stu'ðningskonur . Soffíu hóti að sitja heima við kosn- ingarnar. Annars er skipun efstu sæta listans orðin til fyrir málamiðlun mii'li hægri cg vinstri arms ílokksins. Hægri ir.enn eiga 1. og 3. mann. Jón Axel Pétursson og Benedikt Gröndal, vinstri- menn 2. og 5 mann. Magnús Ástmarsson og Jón Júnlus- son, en Jóhanna Em.'sdóttir, sem. skipar fjórða sætið, mun vera óháð þessum klikum að/ mestu. Er skaði, að s.i heið- urskona skuli hverfa úr bæj- arstjórn. Meirihluti hinna frambjóðendanna eru hægri menn. Þó eiga Hannibals- menn nokkra menn neðar á listanum., t. d. Arngr. Kristj- ánsson og Kjartan Guðna- son. Magnúsi Ástmarssym mun ætlað sama hlutverk á Al- þýðuflokkslistanurn og Sig- ríði Eiríksdóttur á Fram- Meiri feaPMiíHi ÍkkflUIEESÍk Með þessum. línum ýil ég fara þess á léit við stjórn- endur útvarpsins, að leik- ið • verði - meir ■. á harmoniku en gert hefur verið, þvd, það eru afar . margir, sem hafa mjög gaman af því, en aftur eru afar fáir, sem hafa gaman af tónverkum og jazz. Það er vitað, að svoleiðis hljómlist skilja íáir. Mér þætti mjög æskilegt, ef hægt væri að fá að heyra dans- lög frá Alþýðuhúsinu og Þórscafé og Breiðíirðinga- búð. :Svo væri vel þegið, ef oft væru lesnar skemmtilegar sögur, og svo er með útvarps- söguna, hún hef'ur verið les- in einu sinni í viku og stund- um ekki nema aðra hverja viku, og þykir manni það alltof 'sjaldan. Fólki leiðist að bíða svo lengi eftir fram- haldi sögunnar og verður út ur, að það tapar áhuga fyr- ir sögunni. Góður söngur er mjög nauðsynlegur, ef hægt er að hafa hann. Eg treysti því hinni nýju stjórn útvarpsins, að bæta úr þessu, því þetta vill svo afarmargt fullörðið fólk, og það er fólkið, sem hlustar á útvarpið og borgar áf því. Svo óska ég nýju. útvarps- stjórnina velkomna, og vona að henni takist vel að gjöra fólkið ■ ánægt. Heimilisfaðir Prestskosei- ingar Hr. ritstjóri. Ég þakka ,,Ajax“ fyrir grein hans í Mánudagsblað- inu 9. jan, um væntanlega prestskosningu til Fríkirkj- unnar. Margir hafa furðað sig á hinum ógeðslega áróðri, sem nokkrir meðlimir safnaðar- stjórnarinnar hafa í 'frammi, í sambandi við að EmiJ Björnsson verði kjörinn prestur safnaðarins. Slíkur áróður sem þessi, verður einmitt til .þess að veita séra Árelíusi brautargengi, eða sóknarlistanum, að draga tilj hiniUT1 umsækjendunum. Stjórnin getur verið viss um, lesenda ég þekki, gefa honum þenn- an vitnisburð: „Hann er góður drengur, laus við alla undirferli, mjög samvi'zkUh samur, og sýnir þeim sem. bágt eiga mikla samúð. Hann heldur góðar og lærdóms- ríkar ræðúr: En það. 'sern okkur finnst mest um vert, er, hve vel hann uppfræð- ir börnin og unglingana okkar. Við erum honum mikið þakklát fyrir það“. Slíkur . er vitnisburður austanfólks. Séra Árelíus hefur engan til að „agitera“ fyrir sig hér. Enda væri það ekki að skapi hans. En frétzt hefur hing- að til Rvíkux um gott hjarta- lag hans og kennimannshæfi- leika. Það er orðið alltof mikið af því gert hér, að beita alls- konar rógsaðferðum, þegar koma. á vissum mönnum í embætti. En sízt af öllu fer vel á því, þegar prestar eiga í hlut. B. V. Reykjavík, 10. janúar 1950. Sjákrdbífreið gn sín atkvæði þjóðvarnar- manna og óánægðra hægri- kommúnista. LISTl SÓSÍAL- ISTAFLOKKSINS Svo er að sjá, sem flokks- hreinsun sé í undirbúningi í Sósíalistaflokknum hér eins og í flestum öðrum kom- múnistáflokkum heims. Mun ætlunin að sópa bráðlega á að svona magnaður áróður kemur „illu blóði“ í fólk. Ég þekki Emil ekki nema af afspurn. Hef ég heyrt að hann hafi verið tryggur kommúnisti, en væri nú — síðan hann fór að hugsa um þetta embætti — Framsókn- armaður. Séra. Árelíus þekki ég ekki heldur nema af afspurn.*En Fr'amhald á 7. síðu. ‘ nokkrir úr. söfnuði hans, sem Hr. ritstjöri. Oft hefur komið til tala að hér í bae vantaði sjúkrabif- reiðar. Eg roan nú ekki, hvort skrifað hefur verið um slíkt í blöðin, en þykist vita, að svarið við þessu sé, að ekki fáist gjaldeyrir tii slíkra „lúx- uskaupa". í Reykjavík er samt sem áður sjúkrabíll af nýjustu og' fullkomnustu gerð. Það ér Packard-bifreið númer 4000, hvít að lit, gljáandi fögnr. Þegar ég spurðist fyrir um þessa bifreið, var mér svar- að, að hún væri í einkaeign. og að eigandinn notaði hana til sinna þarfa, eins og lög gera ráð fyrir. Nú er það í sjálfu sér alveg rétt, að menn kaupi sér bif- reiðar og noti þær eftir eig- in vild. Sjálfsagt er líka, að þeir, sem efni hafa á, kaupi bifreiðar eftir eigin smekk, bæði hvað tegund og útlit snertir. Fjarri er það rnér að abbast upp á menn, sem þyk- ir gaman að aka i sjúkrabif- reið. Fyrir því kunna að liggja. ýmsar sálfræðilegar ástæður eins og t. d. með manninn, sem hræddist vatn, af því að móðir hanns kyssti sundgarp þegar hún gekk með hann. Um hitt vildi ég spyrja þá, sem reka spítala, hvort ekki væri hægt að.koroast að samn- ingum við eigandann um kaup á þessari ágætu. bifreið og láta þá jafnframt aðra bifreið upp í ikaupin. Þegar' svo nóg er urn sjúkrabifreiðar, þá er sjálfsagt Framhald á 7. síðu. j.. 7SS&- ■”: 731

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.