Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.01.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 16.01.1950, Blaðsíða 3
Mánudagur 16. janúar 1950 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Hans hlaufU Ekkert er svo með ö!Eu illt PERSÓNUR: Sam, gamall og hrumur svertingi. Mary, kona hans. Thomas, fótgangandi fjórðungspóstur. Leikurinn fer fram í smá- bæ í Norður-Ameríku á þessu herrans ári, skömmu eftir að Rannveig komst á þing en Eggert féll í Stranda sýslu. Leiksvið er hrörlegur kofi Sams gamla og konu hans. Er tjaldið drattast frá, sitja gömlu hjónin á rúmfleti sínu, horfa í gaupnir sér og róa fram og til baka. Þau þegja bæði um stund, ' eða svo lengi að áhorfendur fái tíma til þess að stinga sæl- gætispokum sínum í vas- ana, stöðva mæðiveikishósta sinn og koma sér fyrir. SAM: (Áhyggjufullur) Jæja, Mary mín, svona fór. MARY: (Stynur þungan) Já, Sam. En það var ekki við öðru að búast, við höfum aldrei verið nógu dugleg til til þess að komast ófram í lífinu. SAM (Hálfkjökrandi) Nei, við höfum víst ekki verið það. MARY: (Horfir á Sam) Þú mátt ekki halda, að ég sé að álasa þér, Sam, en hefðir þú ekki í byrjun hjúskapar- ára okkar verið með höfuð ið fullt af þessum lista- mannsgrillum þínum, þá hefði okkur ábyggilega vegn- að miklu betur. SAM: Já, þú hefur líklega á réttu að standa, Mary. MARY: Sjáðu nú bara hann Peter, bróður þinn, hvað hann hefur komizt vel áfram í lífinu. Hann er orðinn stór- efna maður. Enda var hann ólíkur þér, þegar þið voruð ungir. Þegar þið hættuð að vinna á kvöldin, þá fór hann upp í nærliggjandi sveitir og stal kjúklingum, en þú settist við þessar tónsmíðar þinar og hamraðir saman lög- um, sem ekki nokkur mað- ur vildi hlusta á. SAM: Já, hann var miklu duglegri en ég, það skal ég meðganga. MARY: Var og er. Hann er enn sísteíandi og eykur við auð sinn ár frá ári. En við aumingjarnir. (Bregður svuntuhorninu að aug- um sér og grætur) Á morgun verður okkur fleygt út á göt- una vegna þess að við höfum ekki getað greitt skatta okkar, og þá eigum við hvergi neitt athvarf hér á jörðu. (Grátur hennar eykst að miklum mun). SAM: (Leggur hendurnar hughreystandi um herðar konu sinnar) Gráttu ekki, Mary mín, hver veit, nema úr þessu rætist, enn geta kraftavei’k skeð. ... MARY: (Hai’kar af sér) Eg hefi enga trú á kraftaverk- um, Sam. (Það er barið að dyrum. Hjónin hrökkva við og hnipra sig saman eins og hræddar hænur.) SAM: Guð minn góður! Hver getur þetta verið? MARY: Ætli það sé ekki hreppstjórinn, hann hefur náttúrlega ekki haft þolin- mæði til að bíða til morguns. Farðu til dyranna, Sam, og bjóddu honum inn. SAM: (Stendur á fætur og gengur til dyranna og opn- ar þær). THOMAS: (Fyrir utan dyrn- ar) Komdu sæll, Sam minn. SAM: (Það glaðnar heldur yfir honurn) Nei, ert það þú, Thomas minn, komdu bless-1 aður og sæll. Gerðu svo vel og gangtu í bæinn. THOMAS: (Skákai’ sér inn fyrir) Þakka þér fyrir. Sam minn. (Kinkar kolli til Mary) Sæl vert þú, Mary mín. MARY: Sæll vert þú, Thom- as póstur. SAM: Viltu ekki tylla þér þarna á kollinn, Thomas. THOMAS: Þakka þér fyrir. (Sezt.) SAM: Þú ert orðinn sjald- séður gestur hér í kofan- um hans Sams gamla. Eitt- hvert erindi hlýtur þú að eiga. THOMAS: Já, ég var hérna með bréf til þín, Sam. (Leit- ar í tösku sinni, finnur bréfj og fær Sam það). SAM: (Tekur við bréfinu með skjálfandi hendi) Frá hverjum getur það verið? MARY: Það er óþarfi fyrir þig að spyrja að því, Sam, það er ábyggilega frá bölv- uðum hreppstjóranum. Það eru ekki aðrir en hann, sem skrifa okkur í ellinni. THOMAS: Ekld held ég, að það sé frá honum, karl- skömminni. Frímerkið bendir til þess að þetta bréf sé ut- anlands frá. . SAM: (Brýtur upp bréfið, rýnir í það um stund. Ef hann væri ekki negri þá myndi hann fölna. Hann er skjálfraddaður, þegar hann tekur til máls) Mary mín, réttu mér gleraugun mín, Bóhaútgáfa Menningarsjjóðs og I*jóðrinafélagsins tíu ára ég sé þetta tæpast. MARY: (Finnur gleraugun og fær honum) Hana, Sam. SAM: (í mikilli geðshrær- ingu) Guð minn almáttug- ur hjálpi mér! Eg trúi tæp- ast mínum gömlu, hálfblindu augum. MARY: (Einnig í geðshræi’- ingu) Hvað er um að vera, maður? Lestu, lestu, maður. SAM: (Les, skjálfraddaður mjög) Mr. Sam Robinson, xxxxxx Wyoming, U. S. A. Háttvirti herra. Fyrirtækið ÞREF, sem hefur urnboð á íslandi, fyrir öll tónskáld veraldarinnar, steindauð, sem lifandi, hefur komizt á snoðir um, að þér hafið fyr- ir þrjátíu árum samið gull- fallegt sönglag, er nefnist: „Jankí, hinkí, dinkí, dúlla“ Undanfarinn vetur hefur þetta lag verið leikið að staðaldri á Hótel Flatsæng 1 Reykjavík, og hefur okkur, eftir mikið erfiði og með aðstoð þess opinbera, tekizt að innheimta fyrir yður sann- gjarnt afnotagjald, sem sé 16 dollara í hvert sinn. er lagið hefur verið leikið fyr- ir ódrukkið fólk, en fjórum sinnum meira, ef neytendur lagsins hafa verið undir á- hrifum víns. Hafi neytend- ur aftur á móti aðeins drukk- ið kaffi eða kókó, hefur af- notagjaldið aðeins verið 32 dollarar. Upphæð sú, er vér höfum innheimt fyrir yður, nemur nú 4876.73 dollurum, og að frádregnum kostnaði okkur, ber yður því 265,80 dollarar er við sendum yður hérmeð. Með kollegakveðju, F. H. ÞREF h. f. Jón Þrefs. P. s. Vinsamlegast ruglið mér ekki saman við Lands- útgáfuna h. f., því það er allt annað fyrirtæki. Sami. SAM: (Á bágt með að tala vegna þess að gráturinn er að yfirbuga hann) Og þú segir, Mary, að kraftaverk séu hætt að ske. (Fellur á hné og fórnar höndum. Tár in streyma niður kinnar hans, hann hrópar): Massa! Massa! Blessa þú Jón Þrefs. Tjaldið fellur. Bókaútgáfa Þjóðvinafélagsr ins og Menningarsjóðs er nú orðin 10 ára, tók til starfa 1940. Hún á merkilegan stai’fsferil að baki sér, þótt stuttur sé. Flutningsmaður og aðalhvatamaður að stofn- un þessa félags var Jónas Jónsson fyrrverandi ráð- hei’ra. Bókaútgáfa þessi hefir þeg- ar gefið út 53 félagsbækur, og hafa félagsmenn fengið þær /yrir 200 kr. samtals, eða fyrir um 3,77 kr. að með- altali, og má það vissulega heita lágt verð á þessum tímum. Allt eru þetta góðar bæk- ur. Bækurnar skiptast í flokka, og er þá fyrst að nefna ÍS- LENZK ÚRVALSRIT; eru það vel útgefin ljóðakver eft- ir ýmissa höfunda, t. d. Jón- as Hallgrímsson, Hannes Hafstein og fleiri. ÚRVALSSÖGUR eftir erl. höfunda, tvö bindi komin út. LÖND OG LÝÐIR, lýsing- ar á löndum og lýðum. ÁRSRITIN — hin gömlu — eru Andvari og Alman- ak Þjóðvinafélagsins. ERLEND SKÁLDRIT þar á meðal Anna Karenina eft- ir L. Tolstoj. UTGÁFA FORNRITA. Ut er þegar komin Njála, Egla og Heimskringla, ÝMIS FRÆÐIRIT, eins og t; d. Mannslíkaminn eftir Jóhann Sæmundsson, Heið- inn siður eftir Ólaf Briem (ekki félagsbók). Stjórn- málasaga, eftir Skúla Þórð- arson og Heimstyrjöldin eft- ir Ólaf Hanson. BRÉF OG RITGERÐIR Stephans G. Stephanssonar; (kostuð af Þjóðvinafélaginu)* SAGA ÍSLENDINGA á að vera í tíu bindum, en út erot komin þrjú. ILIONS- OG ODYSSEIF3- KVIÐUR í hinni frægu þýð- ingu er dr. Sveinbjörn Eg-+ ilsson gei’ði. LÝSING ÍSLANDS á að koma síðar. HANDBÆKUR MENN- INGARSJÓÐS. Fyrsta bókiri í þelm flokki verður Búvélat? og ræktun eftir Árna G. Eylands, og kemur hún úí? innan skamms. BÓKAFLOKK um listii’ er ráðgert að gefa út. Þá er SÖGUSTAÐALÝS- ING. En ekki verður byrjaði að gefa neitt út að sinni af þeim flokki. Af yfirliti því, sem Jóit E. Guðjónsson, framkvæmda- stjóri útgáfunnar hefur gert,. má sjá, að útg. hefir þegar: afkastað miklu og ætlar sér þó að færast meira 1 fang. Kaupendur að bókum starff seminnar eru mjög margir og hefir því þannig orðið kleift að halda bókaverðinu niðri, þrátt! fyrir verðbólguna 4 öllum sviðum. Þá hefir og Alþingi veitt því nokkum. styrk. í Menntamálaráði eiga nú sæti: Valtýr Stefánsson, for- maður, Barði Guðmunds- son, ritari, Pálmi Hannesson, Magnús Kjartansson og Vil- hjálmur Þ. Gíslason. Stjórn Þjóðvinafélagsins skipa nú Bogi Ólafsson, for- seti, Barði Guðmundsson, Guðni Jónsson, Halldór K« Laxness og Þorkell Jóhann- esson. Lundi og skarfur EFTIRSÓKN mín ef-tir fSLENZKUM FRÍMERKJUM er eins og ríkissjóðsins eftir krónum Ríkissjóðurinn sækist þó mest eftir fjöldanum en ég hefi mestar mætur á gæðunum. Látið mig sjá það, sem þér hafið að bjóða. M aq itús Steiá nsso n ' Túngötu 22. Sími 1817. Fyrir jólin bárust meðal annarra bóka á markaðinn tvö lítil skáldrit, ef skáldrit skal kalla. Annað þeirra er saga ,eða svipur af sögu, eft- ir Sigurð Róbertsson, er ber heitið „Vegur allra vega“. Bókarkorn þetta var aug- lýst með ákefð í öllum helztu blöðum landsins. Sumstað- ar var því haldið fram, að hún væri merkileg þjóðlífs- lýsing, sem allir yrðu að lesa, enda mundi hvarvetna vekja athygli og jafnvel deil- ur. Á öðrum stöðum var sagt, að hún væri saga þjóð- félagslegra átaka, sem allir þeir, er fylgjast vildu með því „nýasta og athyglisverð- asta“ í íslenzkum bókmennt- um yrðu að kynna sér. Svo fóru sumir að fletta upp í bókinni, — jafnvel þótt þeir hefðu áður lesið nokkrar bækur eftir höfund- inn. Og sjá, þar.;yar þá sami Kreml-di’augurinn jnnanblaða og í öllum ritum * eftir öll kommúnistísk ,,skáld“, nema hér heldur í sviplausara lagi, svo að menn freistuð- ust til að álíta, að hann yrðt aldrei nein leiðarstjarna á. villubraut mannkynsins. Og ef til vill var slíkt vel far- ið. , Varla voru. lesendur búnitr að leggja frá sér sögukornið, er þeim varð litið á nýjar auglýsingar í öllum helztu. blöðum landsins, þar sem ný ljóðabók var hafin til skýj- anna, og vaggað í blásölun- um, ofar öllum jarðneskurn járntjöldum! Hét sú „Á ann- arra grjóti eftir Rósberg G. Snædal. Auglýsingarnaú töldu hana þá sama sem upp- selda fyrirfram, enda at- hyglin og deilurnar, sem húns mundi vekja, alveg í meU hæð! En, sjá! Þegar nokki’um blöðum í þessari dæmalausu ljóðabók hafði verið flett og innihaldsins notið, ef nauttt. Framh, á 8. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.