Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.2005, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.2005, Blaðsíða 18
18 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 1. október 2005 að hans gamli nemandi, Karolína Amalía drottning, fékk hann til þess að rita sögu James Hepburn, þess sem kvæntist Maríu Stuart, en flúði land og endaði ævina í dönsku fangelsi 1578. Þorleifur hafði 1829 í Edinborg skrifað um Hepburn en nú jók hann mjög við þá ritgerð. Afhenti hann drottningunni hand- ritið á ensku 1846, en ekkert varð af útgáfu í Danmörku og 1853 var hún líka gefin end- anlega upp á bátinn í Skotlandi. Fyrir þjóðfundinn 1851 fór fram eins konar prófkjör í Reykjavík og hlaut Þorleifur Repp þar flest atkvæði. En Reykvíkingar misstu af lestinni, því Repp var búinn að snúa sér til sinna gömlu sveitunga; Árnesinga og bjóðast til að sitja fundinn fyrir þeirra hönd og kusu þeir hann fulltrúa sinn. Tómas Guðmundsson segir að í bréfi Repps til Árnesinga sé í raun kveðið upp úr um þá stefnuskrá, sem hinir beztu menn og þjóðlegustu tóku upp síðar, og þar er einnig mörkuð sú grundvallarstefna, sem upp frá því verður leiðarljós í sjálfstæð- isbaráttunni; að nýta vel vor fornu lög og halda fast við þau réttindi, sem Íslendingum voru áskilin með Gamla sáttmála. Síðan bætir Tóm- as við: En fátt sýnir betur, hversu hlutur Þor- leifs hefur verið fyrir borð borinn, að mönnum hefur heppnazt að skrifa jafnvel stórar bækur um sögu Íslands á 19ndu öld, án þess að hans sé þar að nokkru getið. Þegar til þjóðfundar kom, mætti Repp ekki og hefur veikindum verið borið við. Kjartan Ólafsson hefur í samtali við undirritaðan lýst þeirri skoðun sinni, að Repp hafi ekki mætt á þjóðfundinn af tillitssemi við vin sinn Jón Sig- urðsson. Hann hafi vitað að það yrði honum þungt að fylgja Jóni að málum og hann hafi ekki viljað láta skerast í odda með þeim. Meira ort af lærdómi en andagift Eitt er hér ótínt til af bókmenntastarfi Þorleifs Repps, sem er kveðskapur hans. Páll Eggert Ólason segir, að hann hafi ort meira af lær- dómi en andagift, en margt er til tækifær- iskvæða eftir hann á ýmsum tungum. Af íslenzkum kvæðum hafa Landavísur hans verið prentaðar og erindi um Spán og Ís- land birzt í Morgunblaðinu: Ísland Grænum lauki gróa túnin, gyllir sóley hlíða syllur, færa víkur flyðru á vori, fuglar syngja í Trölladyngjum, sauðir strjálast hvítir um heiðar, hossar laxi straumur í fossi, bella þrumur á brúnum fjalla, blár er himinn, snarpur er Kári. Dýrafjarðarsókn Frakka hrundið Þegar dró til efri ára Repps saxaðist mjög á heilsu hans og hamingju. Það hallaði undan fæti. Veturinn 1852-3 hafði hann aðeins einn nemanda. Fátæktin varð hans fylgikona. Svanasöngur Þorleifs Repps var Dýrafjarð- armálið, þar sem hann ónýtti fyrirætlanir Frakka um nýlendu í Dýrafirði með því að skrifa brezka utanríkisráðherranum bréf og vekja athygli hans á málinu. Repp boðaði í september 1856 til fundar Ís- lendinga í Kaupmannahöfn og talaði gegn málaleitan Frakka og vildi ráðleggja dönsku stjórninni að hafna beiðni þeirra um land undir franska nýlendu í Dyrafirði alfarið. Aðrir, þ. á m. Jón Sigurðsson og Grímur Thomsen, and- æfðu tillögum hans og vildu láta á það reyna, hvort semja mætti við Frakka um land gegn því að þeir felldu niður tolla af fiski, sem Ís- lendingar kynnu að vilja selja þangað. Fund- urinn stóð lengi án þess að botn fengist í málið og lauk svo að umræðum var frestað. En Repp hafði fyrir fundinn gripið til sinna ráða og snúið sér þangað, sem hann helzt sá Íslandi hald og traust. 11. september skrifaði hann brezka sendiherranum í Kaupmanna- höfn bréf, þar sem hann rakti Dýrafjarð- armálið og sagði allt útlit fyrir, að Frakkar fengju aðstöðu til að stofna nýlendu á Íslandi. Sendiherrann sendi skýrslu Repps til London 17. september og þar brá utanríkisráðherrann, G.W.F. Villiers við hart og lagði fyrir sendi- herra sinn í Kaupmannahöfn að segja dönsk- um yfirvöldum tæpitungulaust frá andstöðu Breta við franska nýlendu á Íslandi. Danska stjórnin var nú á milli steins og sleggju og kaus að þæfa málið sem mest hún mátti. Svar fengu Frakkar ekki fyrr en 1859 eftir samþykkt Alþingis þess efnis að beiðninni var hafnað að svo stöddu en opnað fyrir mögu- leika á samningum ef Frakkar afnæmu tolla af íslenzkum fiski. Þetta svar hafði þó ekkert upp á sig, því þegar það loksins barst höfðu Frakk- ar gefið málið upp á bátinn vegna andstöðu Breta og hótana þeirra um Evrópustyrjöld. Þorleifur Repp hefur vafalaust glaðst yfir viðbrögðum Breta, þótt ekki upplifði hann hin- ar formlegu málalyktir. Íslands var hann sonur Síðustu ár Þorleifs Repps voru í litlu samræmi við hátimbrað lífsstarf hans. Veikindi og fá- tækt náðu undirtökunum og þeim svo, að Benedikt Gröndal gerir að orðtaki í Sögunni af Heljarslóðarorrustu að vera bláfátækur eins og Repp. Og sjálfur minntist hann oft á fátækt sína í bréfum til dóttur sinnar, sem þá var setzt að í Englandi, og sagði Dani ekki einasta láta sig gjalda fyrir íslenzkan uppruna sinn, heldur væri hann og merktur Englandsmaður í Danmörku. Þorleifur Guðmundsson Repp andaðist í Kaupmannahöfn 5. desember 1857. Páll Eggert Ólason segir Þorleif hafa verið hreinlyndan mann og einarðan, tilfinn- inganæman og tilfinningaríkan og svo berorð- ur var hann að margir töldu hann ófyrirleitinn í orðum og því varð frami hans minni en föng voru til. Þorleifur var göfugur í lund og hjálp- fús og vandaður á allt sitt ráð að mati Stein- gríms skálds Thorsteinssonar, góður smá- mennum, en þoldi stórmennum illa stórbokkaskap eða hroka, eigi sízt er honum þótti þeir miklast af því, er þeir höfðu fátt eða ekki til að bera. Steingrímur lýsir honum svo, að hann hafi verið hreinn í svip og mik- ilúðlegur á yfirbragð og hafi honum svipað mjög til hinna fyrri Rómverja. Margt fleygt rann undan kaldhæðni Þorleifs og gilti þá einu hver í hlut átti, vinur eða and- stæðingur. Þegar Jón Sigurðsson hafði birt ritgerð sína til andsvars við landsrétt- ingakenningum Larsens prófessors, var Þor- leifur inntur álits á ritgerðinni. „Ekki er því að leyna,“ svaraði hann, „að ritgerðin er svo góð, að Jón Sigurðsson getur ekki hafa skrifað hana.“ Eitt sinn á Þorleifur að hafa vikið sér að Grími Thomsen á götu, hnusað af honum og mælt: „Satt er það, danskur er af honum þef- urinn.“ Þá kvað Jón Thoroddsen: Repp á götu sá eitt sinn svein og mælti í háði: „Dragnastu frá mér, drengur minn, danskur er af þér þefurinn.“ Þegar Páll Melsted amtmaður varð aft- urreka til Kaupmannahafnar 1849, sagði Þor- leifur við hann: „Fátt muntu þarflegt haft hafa í fórum þínum, er landvættir blésu svo á móti þér.“ Hann hafði ekki verzlunarfrelsið meðferðis, bætti Þorleifur við. Er hann lá banaleguna, tók Þorleifur Repp loforð af vinum sínum, að hann yrði ekki lagð- ur í danska mold. Jón Sigurðsson sagði í minn- ingarræðu um Repp látinn, að það hefði verið honum mest fró í banalegunni að fá að heyra, að lík hans mundi geta orðið flutt til Íslands og hvílt í íslenzkri mold. Þess voru þá engin dæmi að lík Íslendings væri flutt heim til greftrunar. En nú var það gert og var heimkoma þessa úfna Íslandssonar með allt að því konunglegu tilstandi, þar sem biskupinn Helgi Thorder- sen, flutti fyrst húskveðju og jarðsöng svo þremur dögum síðar. Þorleifur Guðmundsson Repp var lagður til hinztu hvílu í Hólavallagarði við Suðurgötu. Afkomendur í Englandi Í dagbók Gísla Brynjúlfssonar kemur fram, að heimilishald þeirra hjóna; Þorleifs og Nicoline, í Kaupmannahöfn var mjög á brezka vísu og Páll Eggert segir, að þau hjón hafi mjög samið sig að siðum Breta jafnan í hýbýlum og öllum viðtökum og viðurgerningi innan gátta. Meðan börnin voru heima talaði fjölskyldan ensku sín í milli. Guðsþjónustur sóttu þau í ensku kirkj- unni í Kaupmannahöfn. Í því guðshúsi var Þor- leifur Repp kvaddur í Danmörku á þeim tveimur tungum; ensku og íslenzku, sem hon- um voru hjartfólgnastar. Ekkja Repps flutti til Englands að honum látnum, en þar hafði elzta dóttir þeirra, Rósa Anna Elísabet Saga, setzt að, gift enskum manni. Nicoline Petrina lézt 1889 og var lögð til hinztu hvílu í Richmond í Norður- Yorkshire. Kjartan Ólafsson komst í samband við barnabörn Rósu Önnu í Englandi og beitti hann sér fyrir samtökum, sem létu reisa Þor- leifi Repp bautastein í Suðurgötukirkjugarði.  Heimildir: Aðalgeir Kristjánsson: Absint nugæ, absit scurrilitas – Af Þorleifi Guðmundssyni Repp og doktorsvörn hans. Ný saga, Tímarit Sögufélagsins 8. árg. 1996. Aðalgeir Kristjánsson: Nú heilsar þér á Hafnarslóð – Ævir og örlög í höfuðborg Íslands 1800-1850. Nýja bókafélagið 1999. Andrew Wawn: Skarlatsbúinn væringi – Þorleifur Repp, Sir Walter Scott og Færeyinga saga. Skírnir, Tímarit hins ís- lenska bókmenntafélags 165. ár (haust 1991). Andrew Wawn: The Anglo Man – Þorleifur Repp, Philology and nineteenth-century Britain. Studia Islandica 49. hefti. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands 1991. Benedikt Gröndal: Sagan af Heljarslóðarorrustu. Fjölvi 1971. Björn Th. Björnsson: Minningarmörk í Hólavallagarði. Mál og menning 1988. Björn Th. Björnsson: Á Íslendingaslóðum í Kaupmanna- höfn. Mál og menning 1990. Freysteinn Jóhannsson: Bretar hótuðu Evrópustyrjöld út af ásókn Frakka í Dýrafjörð. Byggt á skrifum Kjartans Ólafs- sonar. Morgunblaðið 15. maí 2005. Gísli Brynjúlfsson: Dagbók í Höfn. Heimskringla 1952. Kjartan Ólafsson í samtali við Freystein Jóhannsson: Repp kom honum á sporið. Morgunblaðið 15. maí 2005. Páll Eggert Ólason: Um Þorleif Guðmundsson Repp. Skírnir – Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags 1916. Tómas Guðmundsson: Hrekkvís hamingja. Gamlar slóðir - íslenzkir örlagaþættir. Forni 1971. Þorleifur Repp: Ísland. Morgunblaðið 8. janúar 2003. A ðalsöguhetja Lunar Park (Mánagarðurinn), sjöttu bók- ar bandaríska rithöfundarins Bret Easton Ellis, er rithöf- undurinn Bret Easton Ellis, höfundur fimm bóka sem allar slógu í gegn, og sem er nú að undirbúa sína sjöttu, Lunar Park. Í flestum aðalatriðum rímar æviferill sögu- hetjunnar við æviferil höfundar. Nokkuð sem kann að virka undarlega á lesendur þar sem um skáldsögu er að ræða, en ekki ævisögu. En það er svo sem engin ástæða til að óttast (a.m.k. ekki ennþá). Og í raun ætti að vera óþarfi að spyrja hvers vegna Bret Easton Ellis gerir söguhetju sinnar nýjustu skáld- sögu jafn líka sjálfum sér og raun ber vitni. Alla hans höfundartíð hafa lesendur óhræddir lesið Ellis inn í verk hans, skilgreint helstu persónur sem augljósa staðgengla fyrir höf- undinn, og ekki að ástæðulausu. Fyrsta bók Ellis, Less Than Zero (Neðan við núll, 1985), var gefin út þegar hann var um tvítugt og fjallaði um lífsleið, lauslát og uppkókuð forréttindabörn á hans aldri í Los Angeles. Næsta bók kom út tveimur árum síðar, Rules of Attraction (Aðlöðunarlög- málin), en hún fjallaði um lífsleið, lauslát og uppkókuð forréttindabörn í háskóla á austur- ströndinni. Fjórða bók höfundar markaði svo sem engin tímamót hvað umfjöllunarefni varðar, en þar var á ferðinni smásagnasafn sem nefndist The Informers (Laumusögur) og fjallaði um lífsleið, lauslát og uppkókuð forréttindabörn í Los Angeles. Lesendur og gagnrýnendur voru sammála um að Ellis veitti einstaka innsýn í afmarkað viðfangsefni (lífsleið, lauslát … o.s.frv.). Þriðja skáldsaga hans, American Psycho (Bandaríski brjál- æðingurinn), sem kom út árið 1991, bar líka öll helstu höfundareinkennin. Hún fjallaði um lífsleiðan, lauslátan og uppkókaðan verð- bréfasala. En þótt Ellis væri að sumu leyti á svipuðum slóðum og áður tók hann nokkur hliðarskref og viðbrögðin við þessari skáld- sögu voru engu lík. Óvinur almennings Enda var söguhetjan í skáldsögu þessari, Patrick Bateman, langt í frá meinlaus. Á daginn svamlaði hann í verðbréfagraut Reag- an-tímabilsins og þénaði konunglegar upp- hæðir fyrir vikið. Þegar rökkva tók fram- lengdi hann hins vegar kaldranalegt miskunnarleysi starfsvettvangsins og gerði vinnusiðferðið líkamlegt og persónulegt, þ.e. hann myrti og svívirti samborgara sína í miklum móð. En bókin féll sumsé í misjafnan jarðveg. Voru þar einkum grafískar lýsingar á morðunum sjálfum sem ollu deilum og um- ræðum (sérstaklega morðsenurnar þar sem konur voru fórnarlömb). Og kemur það ekki á óvart. Í American Psycho er að finna atvik og lýsingar sem vissulega eru hryllilegar, svo mjög reyndar að leit að samnefnara í nútíma- bókmenntum reynist næsta árangurlaus (Chuck Palahniuk, í sinni nýjustu skáldsögu, er reyndar ekki á ósvipuðum slóðum; þá skrifaði Samuel Delany, á ákveðnu tímabili, bækur sem kallast að sumu leyti á við Am- erican Psycho). Hugmyndin um velsæmismörk finnur sér einkar frjóan jarðveg í Bandaríkjunum og margir þar í landi voru á því að Ellis, með skáldsögu þessari, hefði ekki einvörðungu farið yfir þessi mörk heldur líka framið ein- hvers konar bókmenntalegan glæp. Fyr- irsögn bókadómsins í New York Times var: „Ekki kaupa þessa bók.“ Hver samtökin á fætur öðrum settu verkið á svartan lista. Út- gáfufyrirtækið sem hafði Ellis á samningi hætti við að gefa bókina út, og tapaði fyrir vikið allverulegri fyrirframgreiðslu (annað fyrirtæki kom í staðinn). Bókin var úthrópuð, fordæmd, á milli tannanna á öllum, og varð fyrir vikið að metsölubók. Að sjálfsögðu. En hér hafði ákveðið bil skapast milli höfund- arnafns og viðfangsefnis sem ekki allir tóku eftir. Hinar bækurnar voru settar sjálfkrafa í sjálfsævisögulegt samhengi. Ellis var með öðrum orðum lífsleiður, lauslátur og uppkók- aður Kaliforníustrákur. Hvort sem þetta var satt eða ekki þá hafnaði hann aldrei þessum samslætti milli eigin persónu og sögupersóna sinna. En með útkomu American Psycho fór að bera á vangaveltum um geðheilsu höf- undar. Ævisögulegu samlíkingarnar urðu með öðrum orðum óþægilegar. En hann gat þó huggað sig við það að tiltölulega ungur að árum var hann orðinn einn frægasti höf- undur hins enskumælandi málheims. Arfleifð American Psycho er síðan eitt af viðfangs- efnum nýju bókarinnar og hana má að nokkru leyti sjá sem uppgjör við öfgarnar sem þar voru einmitt svo áberandi. Sjálfsleit, sjálfsskoðun eða sjálfsvísun? Fyrsti kafli Lunar Park er athyglisverður. Fyrsta setningin er: „Þú hermir vel eftir sjálfum þér.“ Síðan kemur bil. Svo breytist tónninn og höfundurinn stígur að því er virð- ist inn í bókina. Hann segir: „Þetta átti að vera fyrsta setning Lunar Park.“ Sjálfsvís- andi leikurinn er með öðrum orðum hafinn en Ellis má eiga það að þegar hann á annað borð tekur þátt í póstmóderníska partíl- eiknum þá spilar hann af alvöru. Höfund- arröddin heldur áfram og lýsir því hvernig þessi upphafssetning hans nýjastu bókar átti að vera eins konar endurhvarf til upprunans, þess óhefta krafts sem einkenndi hans fyrstu bók, Less Than Zero. Því til sönnunar endur- prentar hann fyrstu setningu þeirrar bókar: „Fólk óttast samneyti á hraðbrautunum í Los Angeles.“ Stillingin og fjarlægðin sem einkenndu yfirbragð þessarar skáldsögu hurfu á braut í þeim bókum sem fylgdu á eft- ir. Það er að minnsta kosti skoðun Ellis sjálfs. Því til sönnunar endurprentar „höf- undur“ fyrstu setninguna úr næstu þremur bókum: útblásnar málsgreinar með endalaus- um undirsetningum sem í þrútnu agaleysi endurspegla, að hans eigin mati, þær breyt- ingar sem höfðu átt sér stað í lífi hans. Hann var orðinn frægur, ríkur og sídópaður og skrifin liðu fyrir annars ljúft ástandið. Við tekur uppgjör við ævina fram að þessu. Glaumgosatímabilið er sett undir smásjá. Söguhetja bókarinnar, Bret, lýsir því hverning það var að vera orðinn metsöluhöf- undur og „rödd“ heillar kynslóðar meðan hann var ennþá hálfgerður unglingur og ennþá í skóla. Ferðalögin, peningarnir, vin- irnir og, síðast en ekki síst, djammið. Sukkið. Áfengi, kókaín, heróín, kynlíf: „Þetta var upphafið á tíma þegar skáldsagan sjálf virtist ekki skipta neinu máli. Skínandi hlutur sem leit út eins og bók kom í búðirnar en var í raun bara afsökun fyrir því að fara í partí.“ Því næst lýsir hann viku sem hann varði á hótelherbergi í samfélagi við fjörutíu grömm af heróíni, klámmyndir í sjónvarpinu og fötu við hliðina á rúminu. Þegar hann fer í kynn- ingarferðalagið fyrir sína fimmtu bók, Glamorama (Glamúr í gegn), er hann svo djúpt sokkinn að útgáfufyrirtækið ræður sér- stakan höndlara til þess eins að sjá til þess að hann sé edrú í viðtölum. Sem vitanlega gengur ekki eftir. Ellis sprautar sig, sniffar og reykir heróín við hvert tækifæri og er nær dauða en lífi þegar auglýsingaferðalag- inu lýkur. Illa er sem sagt komið fyrir sögupersón- unni en frásögnin af þessu tímabili er einkar kraftmikil og öfgarnar eru slíkar að þær verða fyndnar; Ellis virðist njóta þess að segja sögur af sjálfum sér, sögur sem taka stefnumið sitt frá fjölmiðlaðri ímynd hans og undirbyggja hana enn frekar. Spurningar vakna hins vegar um hversu trúverðugt þetta endurlit í raun sé, nokkuð sem erfitt er að svara en lesandi gerir einhvern veginn ráð fyrir að þótt um öfgafulla og ýkta frásögn sé að ræða sé bakgrunnurinn sannur; að hráefn- ið sé raunverulegt hvernig svo sem það sé kryddað. En kannski er það tilgangurinn, ævisögulegt líkneski er skapað sem freistar til ævisögulegra tenginga; talar sem sagt til slúðurblaðalesandans innsti inni. Það að spurningin um trúverðugleika þessa kafla frásagnarinnar hefur leitað á bókaunnendur er gefið skýrt til kynna í nýlegu hefti tíma- ritsins Publishers Weekly þar sem opnugrein ber saman æviferil Brets Eastons Ellis ann- ars vegar og samnefndrar sögupersónu hins vegar. Óþarfi er hins vegar að endursegja niðurstöðu greinarinnar vegna þess að eitt af því sem gerir endurlitið í bókinni jafn skemmtilegt og raun ber vitni er hvernig efa- semdir togast á við trúgirni í huga lesanda. Hinn gullni meðalvegur En meðan á öllu þessu stendur, frægðinni og gleðinni, leggur Ellis jafnan umtalsverða áherslu á að sofa hjá bæði stelpum og strákum. Að viðurkenna þetta, ásamt mörgu öðru, er hluti af játningaferlinu sem liggur Ímynd og Er bandaríski rithöfundurinn Bret Easton Ellis fórnarlamb eigin frægðar? Þessi spurn- ing er eitt af viðfangsefnum hans nýjustu skáldsögu en þar yfirheyrir hann eigin höf- undarímynd og ýkir hana á sama tíma. Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.