Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.02.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 27.02.1950, Blaðsíða 3
s •]VláB\?dagur“^iptowar .1^50 ; , • MAlffUDAGSBLíABIÐ Séra Pélur Magnússon: Hvað hafði gerzt - Hvað gefur gerzt? Þeim, sem kynna sér til hlít- ar hina svonefndu réttarrann- sókn út af handtöku minni aðfaranótt 19. fyrra mánað- ar, hlýtur ekki sízt að verða starsýnt á eitt atriði, snertandi málið. Þetta atriði er tilkynning" Guðmundar Arn- grímssonar til mín um að ég sé handtekinn fyrir INNBROT OG ÞJÓFNAÐ, SEM ÉG HAFI VERIÐ STAÐINN AÐ FYRIR STUNDU SÍÐAN. — Svo sem sjá má á réttarbókinni, hafa lögregluþjónarnir, sem tóku þátt í handtökunni, ekki viljað kannast við þetta fýrir réttin- um. 'Hins vegar felur fram- burður þriggja þeirra í sér ó- beina sönnun fyriri því, að ég hafi skýrt rét£ Krá uhi þetta. Til hins sama bendir framburður frú Sigríðar Pét- ursdóttur, þar sem hún upp- ■ j, Ui. ij < lýsir, að maður hennar hafi hringt til hennar ncðan frá lögreglustöð og sagt, að bróðir sinn liafi verið handtekinn og sakaður, að því er sagt væri, um innbrot og þjófnað. Rétt fyrir handtökuna hring ir Guðmundur Arngrímsson í síma Páls Magnússonar lög- fræðings, nær tali af konu hans og fær að vita hjá henni, að ég hafi ekki verið með þeim hjónunum um kvöld ið. Þegar Guðmundur Arn- grímsson og félagar hans koma svo heim á Spítalastíg 7, getur maðurinn, sem þeir hitta fyrst, ekki sagt með vissu, hvenær ég hafi komið heim. — Við upphaf handtökunnar er ég sakaður fyrir innbrot og þjófnað. Eftir að einn lögregluþjónanna fær að vita, í næstu íbúð, að það er til vitni að því, að ég hafi komið heim tií mín rétt um eða eftir kl. 12 og jafn- framt, að ég hafi ekki farið út eftir það, er ekki framar minnzt á innbrot og þjófnað í sambandi við handtökuna, heldur nokkru síðar farið að tala um gluggagægjur, sem ekki gátu með nokkru móti réttlætt heimildarlausa hand- töku um hánótt. — Út af þessu hljóta menn að spyrja: HVAÐ HEFÐI GERZT, EF „ALIBI“ MITT HEFÐI EKKI KOMIÐ í LJÓS UM NÓTTINA OG EF PÁLL BRÓÐIR MINN HEFÐI EKKI Á SÍÐUSTU STUNDU KOM- IÐ Á HANDTÖKU STAÐINN? HEFÐI ÞÁ VERIÐ BREYTT UM ÁKÆRUEFNI Á HEND- UR MÉR. Hin sleifarlega rannsókn á þessu máli mun eflaust verða þess valdandi, að þetta atriði upplýstist aldrei að fallu. Þvl meiri nauðsyn er á því, að al- •• menningur geri-sér ljósa grein ■'C fyiár _þvi,í fcwrsu seigvænleg hætta borgurunum er búin, ef lögreglan er að einhverjum hlutja skipuð mönnum, sem alls má af vænta. Til þess að gera sér þessa hættu ljósa, er rétt að íhuga, hvers konar að- stöðu slíkir þjónar réttvísinn- ar hafa gagnvart borgurunum. Óbreyttur lögregluþjónn hjá sakadómara telur sér, sam- kvæmt því, sem hér hefur gerzt, heimilt, að handtaka mann um hánótt og fara með hann frá heimili hans, án þess að nokkur handtöku úrskurð- ur liggi fyrir. Götulögreglan telur sér skylt, samkvæmt venju, sem hún hlýðir, að að- stóða þennan lögregluþjón við handtökuna, eins fyrir því, þó að hánn hafi ekki sýnt neina haridtökuheimild. Gerum nú ráð fyrir, að í einhverju slikra tilfella taki höndum saman glæpamenn innan lögreglunnar, — t. d. menn, sem séu i leyniþjónustu stjórnmálaforingja, sem starfa samkvæmt þeirri reglu, að til- gangurmn helgi meðalið. — Gerum ráð fyrir, að lögreglu- þjónunum sé falið að fyrir- koma frelsi og mannorði ein- hvers stjórnmálaandstæðings. — Hver er þá aðstaða þeirra — og hver aðstaða hans? Lögregluþjónarnir geta hand tekið borgarann um miðja nótt, án þess að nokkur, sem að kæmi, þyrði að skerast í leikinn. Þeir geta sakað hann um innbrot og þjófnað og sagt honum að hann sé rétt fyrir stundu staðinn að verki — eltur af vettvangi glæpsins í hús sitt og handtakan þar með lögleg. Þeir geta farið með hann í tukthúsið, en komið jafnframt munum, sem ein- hver annar á, í hibýli hans, án þess að sönnun fingrafara verði komið við. Þar getur svo rannsóknarlögreglan fundið munina síðar um nóttina eða daginn eftir. — Ef umræddar aðgerðir styddust svo við fram burð ljúgvitna fyrir rétti, hvað væri þá hægt að gera hinum ákærða, en saklausa borgara til bjargar? Ekkert. — Það er staðreynd, sem ekki verður mælt á móti, að á meðan lög- reglan í Reykjavík er undir sams konar stjórn og hún er nú, geta glæpamenn innan hennar átt svipaðan leik við borgarana hér, og verðir rétt- vísinnar austan járntjalds eiga daglega við borgarana þar. Ætla Reykvíkingar að sætta sig við þetta ástand? Ætla þeir að láta sakadómara og lög- reglustjóra haldast uppi, ekki einasta að hafa alræmda mis- cndismenn í liði lögreglunn- ar, heldur líka að láta þessa menn búa við starfsreglur, sem tefla frelsi og æru borgaranna algeriega í þeirra hendur? Borgurum böfuðstaðarins er vel kunnugt um það, að þeir stjórnmálaleiðtogar hérlendir, sem fylgja hinni háskalegu reglu, að tilgangurinn helgi meðalið, hafa upp á síðkastið lagt mikla áherzlu á að lauma sínum mönnum inn í lögregl- una. En borgararnir hafa treyst því til þessa, að yfir- menn lögreglunnar hefðu þá stjórn á liði sinu, að borgur- unum væri ekkj búinn háski af því. Ilandtaka mín og raunar fleiri atburðir, sem gerzt hafa ný- lega innan lögreglunnar, sýna ljóslega, að svo er ekki. Þessi reynsla mun verða til þess, að borgararnir munu taka að fylkja sér fast um þá kröfu, að fram verði Iátin fara allsherj- ar athugun á liði lögreglunnar og sömuleiðis athugun á starfs reglum þeim, sem hún vinnur eftir. Item athugun á því, hvort lögreglan á nokkra raun verulega húsbændur yfir sér. Sá, sem þetta ritar, lítur svo á, að slík athugun og hreinsun sú, sem af henni myndi vænt- anlega leiða, væri ekki einasta mjög kærkomin borgurum þessa bæjar, heldur myndi hún líka vera mjög kærkomin þeim hluta lögreglunnar, sem er skipaður reyndum sóma- mönnum, sem ekki mega vamm sitt vita, og sem líða eðlilega mjög við þann blett, sem nokkrir misendismenn eru sem óðast að setja á stétt- ina í heild. Ef umrædd athugun skyldi leiða í Ijós, að erfitt reynist að fá hæfa nýliða í lögregluna vegna óaðgengilegra kjara, er alveg óhjákvæmilegt að bæta kjör þessara þýðingarmiklu starfsmanna þjóðfélagsins. Ef sjóðir ríkis- og bæja álít- ast ekki að vera færir um að launa vel fjölmennt lið við þetta ábyrgðarmikla starf, er engum vafa bundið, að það hcntar betur, að hafa lögreglu- liðið fámennt, valið að gæðum og vel launað, heldur en hið gagnstæða. Fámenn lögregla, sem nýtur og verðskuldar traust og samstarf borgaranna, mun, hvað sem í skerst, reyn- ast happadrýgri heldur en fjölmenn lögregla, illa þokk- uð, Og skipuð að cinhverju leyti ruslaralýð. Eitt af því, sem heyrir undir bætt kjör lögreglunnar er það, að ekki komist hér á sá siður, að hægt sé áhættulítið að meiða eða drepa lögregluþjóna við skyldustörf sín. Loks verða stjórnarvöld þessa lands að gera sér ljóst, að embætti sakadómara og lög reglustjóra í Reykjavík þurfa að vera skipuð úrvalsmönnum að mannkostum, þekkingu og dugnaði. — Það er ekki nóg, að í slíkum embættum séu bara atkvæðalitlir gæðamenn. Samsönpr Dtvarpskérsíns endur tekinn í Dómkirkjnnni j Hljémsveit og kér ftytja heimsknnn ténverk í gær hélt útvarpskórinn fyrstu hljómleika sína í Dómkirkjunni undir stjórn Dr, Róberts Abraham, en. hljómsveit aðstoðaði. í ráðj er að halda 8 slíka hljóm- leika á vegum útvarpskórsins, og má gera ráð fyrir, að . f. ; . * • þeim ljúki í júní næstkomandi. í síðustu viku átti Dr. Páll ísólfsson tal við blaðamenn, er hann lýsti þessari nýung. Útvarpsstofnanir erlendis, sagði Dr. Páll, gangast mjög fyrir hljómleikum, og hafa hljómleikar danska útvarps- ins t.d. náð miklum vinsæld- um fyrir ágæti sitt. frauðsyn að stofna hljómsveit. Dr. Páll drap einnig á það að það væri ekki sæmandi fyrir íslenzka lýðveldið; að ekki væri hér sinfóníuhljóm- sveit, en kvað slíkt standa til bóta, og að úr þessu yrði vonandi bráðlega leyst. Kvað hann nú vera hér á landi full nægjandi krafta til þess að starfa í slíkri hljómsveit og væri þegar hafinn nokkur undirbúningur. Síðan verð- ur leitað til ríkis og bæjar um styrk til þess að halda starfseminni gangandi. Mik- ill hluti hinna yngri og efni- legri hljómlistarmanna starfa nú á kaffihúsum, vegna þess að þeim er það fjárhagslega öruggast. En með stofnun hljómsveitar verða starfs- menn fastlaunaðir og geta því unnið hindrunarlaust að þeim verkefnum, sem þeim er bezt lagið. Erlendir hljóðfæra- leikarar komnir. Hljómleikar þeir, sem haldnir, voru .1 gær í Dóm- kirkjunni, verða endurtekn- ir annað kvöld (þriðjud.). en þar leika m. a. fjórir Þjóð verjar, sem nýlega eru komn- ir til landsins á vegum út- varpskórsins. Hafa þessir menn, sem eru blásturshljóð- færaleikarar, hlotið mikla viðurkenningu í list sinni er- lendis og munu bæði leika hér og kenna okkar hljóm- listarmönnum á þessi hljóð- færi. 1950 — Bach-ár. Þetta ár er nokkurskonar Bach-ár, því að nú eru liðin 200 ár síðan hið fræga tón- Vegna öryggis borgaranna verður a3 gera þá kröfu, a3 í þeim sitji mcnn, sem kunna að vera búsbændur á sinum heimilum. Sr. Pétor Magnússon. skáld lézt. Er hans minnzt, á tónhátíðum víðast uml heim. Á tónleikunum í gær var leikinn Kantata: op.us nr. 80 eftir Bach, sem' byggð er á ; .sálmalag- inu Vor guð er' börg á bjargi traust. Auk þess eru|' á söngskránhi Offertorium, úr Requiem eftir Verdi, tvöí sálmalög úr mesusöngbók?1 Guðbrandar Þorlákssonarý bjskups, en þau hafa verið! neihd „Grallaralög". Þarft brautryðjenda- starf. Það er ánægjulegt að vita, að forráðamenn tónlistarinn- ar við útvarpið hafa nú hrund ið því í framkvæmd að kynna bæjarbúum tónlist, sem flutt er af íslenzkum tónlistar- mönnum. Unnendur æðrj tónlistar eru nú fjölmennir hér í Reykjavík, og þeim hefur jafnan þótt súrt í brotið að geta ekki notið hljómleika af þeirri tegund nema á plötum eða í gegn- um útvarpið. Þeir, sem vit hafa á, telja, að verk flutt á vegum útvarps eða á hljóm- plötum í þeim húsum njóti sín aldrei eins vel og þegar hlustendur heyra verkið flutt af hljómlistar- mönnunum sjálfum. Allir, sem æðri hljómlist unna, eru eindregið hvattir til þess að sækja þessa ágætu hljóm- leika. Gestrisni — a la Kreml Tékkar eru nú að kynnast rússneskri gestrisni á heldur ó- venjulegan hátt. í fyrrasumar bauð rússneska stjórnin nokkrum íþróttamönnum til Moskva. Þeir fóru þangað í sérstakri rússneskri flugvél, bjuggu í fyrsta flokks húsakynnum og nutu alls hins bezta, ba:ði í mat og öllu öðru. Aróðursmenn kommúnista básúneruðu fréttirnar um gest- risni Rússanna í ræðum og riti og kvikmyndum um alla Evrópu. En í síðustu viku var komið að skuldadögum. Ráðamennirnir í Kreml sendu tékknesku stjórn- inni reikning fyrir fyrirgreiðslt* íþróttamannanna — og kröfðust greiðslu í bandarískum dollur- utn. j

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.