Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.02.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 27.02.1950, Blaðsíða 8
Nætursímar Það hefur vakið nokkra óánægju meðal bæjarbúa undanfarandi ár að bifreiðastöðvar hafa hætt akstri kl. 12 á miðnætti, að undanskilinni einni stöð, sem haft efur næturvakt til kl. 2 eftir miðnætti. Hefur þetta valdið miklum erfiðleikum. Til þess að bæta úr þess- hefur 'Hreyfill nú sett upp síma utan á stöðvarhús sitt og getur nú fólk hringt þang að (6636) að næturlagi og fengið bíl. Bifreiðastjórar, sem við akstur eru, hafa þenn an síma til afnota. Fyrir- komulag þetta er mjög vel þegið af bæjarbúum og á Hreyfill skilið miklar þakkir fyrir framkvæmdir á þessu sviði. í janúarmánuði 1949 lét Samvinnufélagið Hreyfill, setja upp bílasíma á Sunnu- torgi og er sá sími í beinu sambandi við stöð félagsins við Kalkofnsveg. Reynslan af þessum síma hefur verið mjög góð og hafa íbúar í Kleppsholti notað hann ó- spart. Hreyfill hefur unnið að því að fá fleiri slíka síma og hafa nú, með samþykki bæj- arráðs verið settir upp þrír símar, við Lönguhlíð og 'Miklubraut, Sundlaugaveg og Hrísateig og Hofsvalla- götu og Grenimel. Félagið vinnur nú að því að koma upp 5. símanum en hann; verður í tungunni milli Eskihlíðar og Reykjanes- brautar. Það hefur þegar sýnt sig áð þetta fyrirkomulag er mjög þægilegt fyrir bæjarbúa og bifreiðarstjórana. Umferð ibíla um miðbæinn minkar mjög njikið og þar af leið- andi slysahætta, benzíneyðsla og slit á hjólbörðum. Atvinna bifreiðastjóra hef ur farið mjög minkandi síðari ár og því nauðsyn að rekst- urskostnaður bifreiðanna minnki að mun. JÞótt kalt sé i veðri hér á ís- landi, er sumar og sól í Flor ida. Stúlkan á myndinni er létt- klædd eins og þær eru þar. Næturakstur Litlu bílstöðinn!: Litla bílstöðin hefur nú sett síma við stöðvarhús sitt og svara bifreiðastjórar stöðvarinnar, sem aka áð næt urlagi, í þann síma alla nótt- ina. Nætursími Litlu bílstöðvar innar er 1382. Musicð konin út Blaðinu hefur borizt Musica 1. tbl. 1950. Flytur blaðið mjög fjölþætt efni úr tónlistarlífinu m. a. söng- leikjaágrip, sem fjallar um Bláu Kápuna, eftir Lárus Sigurbjörnsson, Vitlaúsi tón listarmaðurinn eftir E Satie. Lag á nótum, „Nú skal ég fagna“ eftir Karl Sigurðs- son, Fréttabréf frá ítalíu, tVíðsjá, og margt annað efni. Ðlaðið er prýtt fjölda mynda og frágangur góður. ítitstjóri er Tage Ammen- 4rup. Færri vilja myrða forsetann Ríkislögrégla Bandaríkjanná skýrir nú svö frá, að jieim fækki áHtaf 'þar í landi, seirí áhugaliafa á að drepa forsctann. Átið 1949 kotríu aðeins 1925 brcf (ríáfnt forset- Fullvíst að ríkis- stjórnin falli Allar líkur benda til þess að dagar ríkisstjórn ar þeirrar, sem nú situr að völdum séu taldir. Vantrauststillaga sú, sem nú liggur fyrir Al- þingi mun efalaust ná samþykki og munu allir flokkarnir, nema Sjálf- stæðismenn, ljá henni fylgi sitt. Kommúnistar hafa ekki verið hafðir neitt með í ráðum varð- andi hinar nýju tillögur stjórnarinnar, sem nú liggja frammi og líkur benda til þess að Alþýðu- flokkurinn sé mjög gegn þeim. Framsóknarmenn hafa fylgt fast eftir að komast í stjórnina og er van- trauststillaga þeirra til þess gerð að knýja „Sjálf stæðismenn til þess að Ijá þeim sæti í næstu stjórn. Hermann hefur að sögn sótt það fast að fá ráðherraembætti en ferill hans undanfarið i stjórnmálum hefur þótt nokkuð reikull og hefur því virzt -vai'hugavert að láta hann fá nokkuð ráð- herraembætti, nema þá að Eysteinn ábyrgðist all ar gerðir hans. Hver, sem úrslit verða um þessi mál, er líklegt, að Ey- steinn verði einskonar eftirlitsmaður Hermanns, . og ábyrgur gerða- hans. ánn.1 Til samanburðar við árið 1948, cn þá komu 2614, en árið 1946 bárust ‘3351 bréf, en þá' var kjöcskömmtun, verðlags- nefrtd og verkfoll, sem gérðu al- þýðti manna þac í landi gramt í ééði. Er það satt að Guðmundux Arngxíms- son. haíi ekki verið settur frá meðan rannsókn málsins stendur yfix? Síðasti bærínn í dalnion Liklegt má telja að um næstu helgi hefjist sýningar á kvik- myndinni „Síðasti bærinn í dalnum,“ sem Óskar Gíslason, kvikmyndari, hefur gert. Mynd þessi mun verða mjög vel sótt; ef dæma má gæði henn ar eftir umsölgn þeirra, sem séð hafa myndina eða kafla úr henni. óskar hefur vandað mjög til myndarinnar m. a. lát ið semja sérstaka tónlist með henni, sem frú Jórunn Viðar hefur samið. Eins og kunnugt er, hefur Loft ur Guðmundsson samið efni niýndarinnar, sem er ævintýri og komið út á végum Isafoldar. Leikstjóri er Ævar Kvaran, leikari, en aðalhlutverkin ann- ast m. a. Jón Aðils og Þóra Borg Einarsson. - Myndin hér að ofan er úr atriði í kvikmyndinni. Skemmtileg mynd Nú fer heldur að batna hagur stjómenda Stjömu- bíós, að minnsta kösti hvað auglýsingar um fjölbreytni snertir. Vænta nú bæði blaðales- endur og útvarpshlustendur að heyra tilkyTiningar frá kvikmyndahúsinu, sem hljóða mjmdu eitthvað á þessa leið: Orðsending fíá Stjömu- bíó. Klukkan 1 Emil Bjöms son. Klukkan 3 Teiknimynd ir (Mickey Mouse). Klukk- an 5 Skrýtna f jölskyldan. Klukkan 7 og 9 Vigdís og bamsfeður hennar. r- . / Gamla Bíó, sýnir skemmti- lega teiknimynd um þessar mundir. Nefnist hún „Það skeður margt skrýtið" og er eftir snillinginn Walt Dis- ney. í þessari mynd koma fram margir af frægustu „karakterum“ Disneys svo sem Mickey Mouse Donald Duck o. fl. en auk þess leik ur Edgar Bergen og vinir hans „Mortimer og Charley MacArtie, sem eru einskon- ar „Konnar Bandaríkjanna.“ Það er nú langt síðan við höfum séð teiknimynd í fullri stærð og sannarlega er hún þess vel verð að menn geri sér ferð í Gamla 'Bíó og sjái teiknuðu ævin- týrin, sem þar eru sýnd nú. nystarlegt gaman- \ 1 í ’ m Nýlega hóf gongu sína hér í Reykjavík nýtt gaman- myndablað, sem heitir „Glatt á Hjalla.“ Flytur blaðið margar skemmtilegar myndasögur, sem bæjarbúar kannast við úr dönskum blöðum „Hjemmet“ o. s. frv. sem einu sinni fengust hér. Flestar gamanmynda- ser- íurnar eru amerískar og hafa þær náð vinsældum um all- an heim. Blað þetta er gefið út af Lithoprent og er frágangur einkar góður eins og kunn- ugt er þegar af verkumþeim sem Lithoprent hefur ann- azt. Thorolf Smith blaðamaður, sér um útgáfu blaðsins og hefur endursagt myndasög- urnar á snjallan og skemmti legan hátt. i f'-

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.