Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.06.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 26.06.1950, Blaðsíða 3
Mámidagurinn 26. júni 1950. MÁN UDAGSBLAÐIÐ Bókmenntagagnrýnin hér á landi Framhald af 4. síðu. Andréssonar. Margt er vel um það rit; hún er skemmtileg af lestrar, og höfundurinn er allt af annað veifið að reyna að vera heiðarlegur. En allt kem ur fyrir ekki. Jafnvel maður, eem er svo gáfaður og fjöl- fróður um bókmenntir sem Kristinn Andrésson, getur ekki eitt augnablik sleppt þeirri grundvallárskoðun, að listrænt gildi bókmennta fari í rauninni alveg eftir því, ihvort höfundarnir séu komm- únistar eða ekki. Kommúnista höfundamir eru í lífrænum tengslum við alþýðuna, það yeitir ritum þeirra blóð og safa, en þeir, sem ekki eru ikommúnistar, hafa slitið ðll tengsl við þjóð sína, list þeirra yerður safalaus og stöðnuð og þeir enda að lokum í hengi flugi tilgangsleysisins eins og Einar Benediktsson. Þetta og ekkert annað er hin raunverulega skoðun Kristins Andréssonar á bók- menntum. Það þarf ekki að orðlengja það, hvaða áhrif slíkar skoðanir hljóta að hafa á allt mat á listgildi rita. Eitt af því, sem gleggst sýn jr óheiðarleik og vesaldóm ís- lenzkrar bókmenntagagnrýni er afstaða kommúnista og aestra andkommúnista til Hall Idórs Kiljans Laxness. Kiljan hefur þegar í lifanda lífi ver- ið tekinn í goðatölu af komm- únistum líkt og Stalin. 1 aug- um kommúnista er það algert guðlast að efast um, að hvert orð, sem fram gengur af munni Kiljans eða hrýtur úr penna hans, sé háleit, næstum guðdómieg speki, sem sé hversdagsmönnum lítt eða ekki skiljanleg, en þeim beri engu að síður að lúta henni í lotningu. Við skulum hugsa okkur, að það dytti í Kiljan einn góðan veðurdag að gefa Út að gamni sínu rit, sem væri tómur erkiþvættingur frá upp hafi til enda. Hann gæti verið :álveg viss um það, að gagn- pýnendur kommúnista mundu jhef ja það rit til skýjanna eins ;ibg önnur, fyrst Kiljan hefur Okrifað það, hlýtur það að ýera guðdómlegt. — Á hinn bóginn er tregða kommúnista þatara á því, að viðurkenna snilligáfu Kiljans engu að síð- ur vítaverð, og auðvitað er þún algerlega af pólitískum toga spunnin. Þeir eru komn- jr á alveg sömu andlegu bylgjulengdina og kommún- istar, en þeir telja bara, að frá kommúnista eins og Kilj- an geti ekkert komið nema illt eitt. En auðvitað er slík skoð- un stórlega varhugaverð. Það þýðir ekkert að ætla sér að neita því, að Kiljan er mesti skáldsagnahöfundur, sem Is- lendingar eiga í dag, jafnvel þótt snillingur eins og Gunn- ar Gunnarsson sé með talinn. Það er ákaflega heimskulegt að láta andúð sína á pólitísk- um skoðunum Kiljans hafa þau áhrif á sig, að menn neiti að viðurkenna þessi sannindi. Yfirleitt mega menn ekki gleyma því, að listamaðurinn Kiljan er allt önnur persóna en kommúnistinn Kiljan. Að vísu kom það alloft fyrir í Atómstöðinni, að kommúnist- inn þreif pennann af listamann inxun, og það var sannarlega ekki til bóta. En yfirleitt hef- ur Kiljan tekizt það, sem öðrum íslenzkum kommún- ista-höfundum hefur ekki tekizt, að láta komm- únismann ekki eyðileggja list sína. Menn gera sig aðeins hlægilega með því að viður- kenna ekki snilld Kiljans, þó að menn á hinn bóginn taki hann ekki hátíðlega sem stjómmálamann. Sú persóna, stjómmálamaðurinn Kiljan, kemur fram í pólitískum ræð- um hans og blaðagreinum. Og ég verð að segja það, að jafn mikils og ég met skáldið Kiljan, þykir mér Kiljan stjórnmálamaður nauða- ómerkileg persóná. Skrif hans um stjómmál í Þjóðviljann em á engan hátt samboðin honum sem skáldi, ef maður á annað borð tæki þau alvar- ) lega. Hann virðist í þeim vera kominn á sama andlegt þroska stig og óþekkur ellefu ára strákur. 1 þessum skrifum er hann alltaf bálreiður, og fyrirlitn- ing hans á andstæðingunum á sér engin takmörk. Helzt er að sjá, að hann hafi varla heyrt svo ómerkilegra manna getið fyrr, þó að þeir hafi lengi verið þjóðkunnir menn. Eitt uppáhaldstiltæki hans í þessum greinum er það, að 1 s^tja orðið „einhver" fyrir framan nöfn andstæðinganna, einhver Bjami Benediktsson, einhver Jónas Jónsson, ein- hver Guðmundur Hágalín. •—1 Annars held ég, að réttast sé að taka slík skrif ekki al- varlega og láta þau ekki skyggja á aðdáun sína á Kilj- an sem skáldi. Eg held, að þessi smábarnaskrif hans séu eins konar öryggisventill. — Kiljan er einhver kurteisasti og formfastasti maður í fram komu, sem ég hef hitt á lífs- ■jyuvw'/VWWUVVVUUtfyWhíVUWVWWSVWVWVWVWWVWVUVWUU» Pólsk fataefni Karlmannafataefni í fjölbreyttu úrvali útvegum við frá Póllandi. Sýnishom og verðtilboð fyrirliggjandi. Leyfishafar eru beðnir að tala við oss sem fyrst. s f- k ■ MARS TRADING CO. Laugaveg 18 B. — Sími 7373. WVVWUWA/WWWWAAAAWVVVVVW/VAM/VVVVVVVVyVV^ leiðinni. Slíkir menn þurfa að fá einhverja útrás fyrir þær ótömdu tilfinningar, sem leyn ast undir hinu fágaða yfir- borði, ella getur skapazt hættulegur klofningur í sálar- lífinu. Menn geta fengið þeim útrás með því að veiða lax, ríða ótemjmn eða með því að skrifa strákslegar skammir, eins og Kiljan gerir. Réttast er fyrir okkur að fyrirgefa óþekka stráknum Kiljan og láta hann ekki skyggja á skáldið. En íslenzk bókmenntagagn rýni er aum, svo aum, að við megum blygðast okkar. Hún er sannarlega samboðin ís- lenzkri ómenningu á flestum sviðum. Ajax. VEGA VEITINGASTOFAN Skólavörðustíg 3. — Sími 80292. Hádegisverður — Kvðldverður. Um 3 heita rétti að velja. — Kalt borð Jrá kl. 6—9 e. ttr. Allskonar ís- lenzkur matur. Smurt brauð og snittur afgreitt út með stuttum fyrirvara. Bezta fáanlegt efni. — Vönduð vinna. VerzliS við VEGA Minningarspjöld S.I.B.S. REYKJAVlK: Skrifstofa S.Í.B.S., Austurstræti 9. Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, Lækjarg. 2. Verzlun Hjartar Hjartarsonar, Bræðraborgarstíg 1. Bókaverzlun Máls og menningar, Laugaveg 19. Verzlunin Grettisgötu 26. Hafliðabúð, Njálsgötu 1. Blómabúðin LOFN, Skólavörðustíg 5. Verzlunin Höfði, Miklubraut 68. Bókabúð Laugamess. Bókaverzl. Sigvalda Þorsteinssonar, Efstasundi 28. 1h ÁFN ARFIRÐI: r* '~í v Bókaverzlun Þorvaldar Bjarnasonar, Strandgötu. Bókaverzlun Böðvars Sigurðssonar, Strandgötu. og lijá trúnaðarmönnum S.I.B.S. um allt land. Myndin er af Charles prins, sem nú er tveggja ára, syni Elizabeth ríkisarfa. yyyvAy.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.