Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.07.1950, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 03.07.1950, Blaðsíða 2
2 hefnr frá þvi hón hóf starfsemi sína ávalít boðið fomrit vor í ódýrusfcu^ beztu og handhægustu útgáfunum. Islendinga sögur I—XII + Nafnaskrár (Guðnj Jónsson). Byskupa sögur I—m, Sturlunga I—III og Annálar ásamt Nafnaskrá (Guðni Jónsson) Riddarasögur I—III (Bjami Viihjálmsson). Eddukvæði I—n, Sæmundar-Edda og Eddujyklar, 4 bindi (Guðni Jónsson). Fimmti ílokkur útgáfunnar verður KABLAMAGNlQSAR SAGA OK KAPPA HANS 3. bindi (Bjarni Vilhjálmsson). Allir þeir, er hafa ekki enn eignast bækur vorar, og hafa áhuga á því, geta nú sem síðast liðna 7 mánuði, - fengið þaer með mjög hagkvæmum afborg- unarkjöram. 'holda fé, sérstaklega í ríku og auðveldu haglendi, enda hæglátt, en hvorki harðgert né þolið. Þegar það var flutt til lands úr Þerney, fengu Ðændaskólarnir sinn skammt, til reynslu og lær- dóms, sem kensluáhöld, en aðal hópurinn fór til Suður- Þingeyjarsýslu, í alla umsjá og rækt þess manns, er send- ur hafði verið til fjárkaup- anna ,enda hafði hann og fleiri, tengt mikla hagfræði við slíkan innflutning. Ullar- og frálags-verð þessa fjár, hreinræktað eða kynblandað íslenzku fé, reyndist ekki eins mikið og innflutningsfrömuðurnir höfðu lofað. En annar gróði varð af þessu fé. Frh. Hljómleikar Framhald af 8. síðu. um pianissimó-söng. Hándels-aríumar var frúin ekki heppin með, um of skrikkjótt sungnar, og ekki hándelskar, því allir hinir gömlu ■ klassikarar hafa sín ákveðnu tempi, og þeim er ekki að neinu leyti hægt að breyta — en verða að streyma eins og straumur fljótsins með hinum gefna hraða. — Það heyrði maður bezt í Mozarts- óperunni, undir taktstokk hr. Bendix, hið hreina Tempi — hvorki of mikið eða of lítið — en eins og það átti að vera —. I hinum þremur söngvum Hugo Wolfs barst söngkonan of mikið á, og sérstaklega í laginu „Anakreons Grab“, er var sungið af íitlum skilningi, og reyndi frúin að bjarga sér með skammvinnum áhrifum, sem-ekkert áttu skylt við hið fagra lagkWolfs. Mericanto var prýðislag- lega sungin — hvorki til né frá —. Sibelius söng frúin langbezt, og afbragðsvel söng hún „Váren flyktar hastig“, því þar náði söngkonan sál- rænu sambandi milli ljóðs og lags, án teprulegra tilfinn- inga. Aðstoðarmaður 'söng- konunnar var hljómsveitar- stjórinn herra Jussi Jalas. — Herra Jalas er veigamikill pi- anisti, o g framúrskarandi Sibelius-túlkandi. Sig. Skagfield. 100 ára gamall ræningi! Öldungurinn á myndinni er nú rúmlega 100 ára. Hann hefur nú tilkynnt, að hann sé Jessie James, hinn frægi ræningi Bandaríkjanna, sem sagt er að liafi verið skotinn í bakið af vini sínum, Ford. Gauili maðurinn á myndiimi segir þetta tóman uppspuna, en sann- leikurinn sé sá, að hann hafi leynzt þessi 60—70 ár, sem liðin eru síðan James var drepinn. RÆKTAR-GLÖP , Framh. af 3. síðu •eftirliti dýralæknis og bún- aðarmálastjórnar. Áður en sex mánuðir voru liðnir frá landsetningu gripanna í Þerney, var búið dreifa sauð- fénu um margar sýslur lands ins, en nautgripirnir eru all- ir drepnir, og nautgripir Þerneyjar-bóndans líka. Úr því blóðbaði var einum ný- fæddum kálfi bjargað CALLOWAY-kálfinum, klukkustunda gömlum bola. Hans björgunarþáttur verður ekki rakinn hér, þótt lær- dómsríkur sé. Þerneyjarbóóndinn var í þurrabúi um veturinn næsta, en um vorið fékk hajm leyfi að sækja keyptan -mjólkur- grip til lands. Við það drukknaði hann og aðstoðar- maður hans, en Þerney^ fór í eyði og hefur verið það síð- an. Þeita er fyrsti þáttur nautgripa-innflutningsins, á öðrum fjórðungi tuttugustu aldarinnar. Þá er rétt að nefna BORD- ER-LEISTER-féð, þetta er „Friðar"-sparnaður Framhald af 1. síðu. tilkynnti um leið, að dálítil hækkun hefði átt sér stað hvað hervæðingarútgjöld snerti, en nú nema þau 20% af þjóðartekjunum. — 1 Bandaríkjunum nema sömu gjöld 7 % af þjóðartekjunum. (Gengi rúblunnar er nú fjór- ar á móti einum dollar). Stytt úr Newsweek. Kornið, hrlngið eða skrifið. TAKMARK: Öll íslenzk fornrit inn á hvert islenzkt heimili íslendingasagnaútgófan h.f. Túngötu 7. P. O. Box 73, — Símar 7508 — 81244. Reykjavík.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.